Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977
41
fólk í
fréttum
+ Hinni fögru prinsessu af Mónakó, Carolinu, virðist vera margt til lista lagt. Hún
hefur frá því hún var barn að aldri lagt stund á ballett og ætlaði sér hér fyrr á
árum að verða ballettdansari. En síðar ákvað hún að leggja stund á ýmislegt
annað. Hún stundar nám í Sorbonne í París, þar nemur hún lögfræði, sálarfræði og
hagfræði. En hún hefur ekki lagt ballettskóna á hilluna. Hún æfir sig þrisvar í
viku og kennarinn er ekki af lakara taginu, en hún er Guislaine Thesmar ein
frægasta ballerína Frakka um þessar mundir. Og það verður ekki annað sagt en að
Carolina taki sig vel út.
Foreldrarnir
fæla börnin
frá skólunum
+ MaSur heitir Wolfgang Knörzer
og er háskólakennari I Þýzkalandi.
Á námsárum slnum dreymdi
Knörzer oft draum einn; var þaS
ævínlega sami draumurinn. Hann
var á þá leiS, aS Knörzer var
staddur úti á skólalóS, en bak viS
súlu eSa stólpa stóS gamli skóla-
stjórinn hans og hafSi gætur á
honum. „Ég var meS lifiS I lúkun-
um, þvi mér fannst hann hafa
staSiS mig aS einhverju voSa-
legu," segir Knörzer. „En ég hafSi
ekki hugmynd um hvaS þaS
var. . ." MartröS þessi fylgdi Knör-
zer eftir, aS hann lauk námi. Tiu
árum eftir, aS hann hætti i skóla
var hann enn aS dreyma sama
drauminn.
AS visu er hann laus viS draum-
inn núna — enda kominn á
fimmtugsaldur. En upp úr þessum
draumförum fór hann aS reyna aS
grafast fyrir um orsakir þess, sem
mjög er algengt. aS börnum stend-
ur ótti af skólum og þau kviSa
námi og skólagöngu. Til þess arna
spurSu Knörzer og félagar hans
nærri fjögur þúsund barna og
unglinga.
ÞaS kom i Ijós, aS oftast er ótti
og kviði barnanna að miklu leyti
sök foreldra þeirra. Það er einkum
metnaðargirnd foreldra, sem veid-
ur. Því fastar. sem foreldrar leggja
að börnum sinum i námi og eink-
unnakappi, þeim mun liklegra er
að börnin verði gripin ótta, kviða
og almennri taugaveiklun. 40%
barnanna, sem spurð voru, sögðu
sem svo. aS „foreldrum þeirra
þætti bara vænt um þau, ef þau
stæSu sig vel i skólanum". Þar af
leiSandi óttuSust bömin skólann
og námiS. ÞaS var athygli: vert, aS
þetta sögSu bæSi börn, sem gekk
upp og ofan i námi, og þau sem
oftast eSa alltaf fengu háar eink-
unnir.
Nú er þaS gamalkunnur vandi
sálfræSinga. aS margir foreldrar
eigna sér námsárangur barna
sinna, ef svo má aS orSi komast.
Gangi barni illa þykir foreldrunum
sem þeir séu minni menn fyrir
vikiS, en gangi barninu vel þykir
foreldrunum aftur á móti, sem þeir
hafi afrekaS eitthvað! En það er
áreiðanlegt, að börnum væri meiri
hjálp að foreldrum slnum I námi,
ef þeir legðu niður þetta viðhorf.
Aldrei er við góðu að búast, ef
foreldrum þykir smán að þvi, að
barni þeirra gengur illa I námi.
Ekki er llklegt, að slikir foreldrar
fari að barninu með nærgætni og
reyni að uppræta meinið, sem
veldur; trúlegra er. að þeir álasi
barninu og leggi enn fastar að þvl
en áður. Þeir áfellast barnið fyrst
og fremst, en auk þess sjálfa sig
— og ekki bætir úr skák, er þeir
áfellast einnig kennara barnsins.
Þvi meiri, sem keppnisharkan
er, þeim mun verr fara börnin. Og
það er eitt meðal annars. sem á
þau leggst. að þau eru alveg hjálp-
arvana. „Börnin finna það á sér,
að þau hafa ekki gott af þessari
einkunnasamkeppni, sem þau
eiga helzt að vinna til að „gleðja
foreldra sina", — en þau geta
ekkert við þvi gert," segir Wolf-
gang Knörzer.
Ekki auðveldar það börnum
skólavistina, að flestum þeirra
leiðist, og má telja vist, að leiði
standi börnum ekki siður fyrir þrif-
um i námi en ótti og kvtði. Það er
bæði námsefni i skólunum, svo og
heimilin, sem valda þessu. Hér
áður fyrr lærðu börn mikið heima
fyrir. f skólanum var troðið i þau
þurrum fróðleikskomum i stórum
stil — en heima hlutu þau hag-
nýta reynslu bæði i leik, og i
starfi, ýmist ein, með öðrum börn-
um eða með foreldrum sinum. En
nú er það af sem áður var. Nú
orðið sitja börn á skólabekk i átta
stundir á dag og allan timann er
haldið að þeim, jafnt og þétt,
hundleiðinlegum. samhengislitl-
um fróðleik, sem ekki kemur dag-
legu lifi þeirra i lengd eða bráð
neitt við, að þvi er séð verði.
Þegar börnin koma svo heim úr
itroðslunni er þar ekkert til mót-
vægis. Foreldrarnir vinna ekki
heima við, heldur einhvers staðar
úti i bæ og algengt er. að börn
komist svo á unglingsár, að þau
hafi aldrei nokkurn tima komið á
vinnustaði foreldra sinna, viti jafn-
vel tæpast hvað þeir starfa. Börn-
in verða að hafa ofan af fyrir sér
sjálf, og þar sem athafnamögu-
leikar utan húss eru heldur litlir, i
stórborgum til að mynda (umferð
o.s.frv.). verður endirinn oft sá. að
börnin kveikja á sjónvarpinu og
sitja þegjandi við það fram undir
háttatima.
Bezt væri, ef hægt væri að veita
börnunum þá reynslu i skólunum,
sem þau fá ekki lengur heima hjá
sér. En það getur aldrei orðið
nema kennsluháttum verði breytt
mjög og kennurum veitt frjálsræði
meira en nú er.
— DÖRTE VOLAND.
Kamabær
tllJÓHDtlLD
Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald.
Fyrir 4 plötur 10% afsláttur og
ókeypis buröargjald.
Nýjar athyglisverðar plötur
Yes: Going for the One. •
Flestum ber saman um að þetta sé besta
plata sem Yes hafa gert, og það eru ekki lítil
meðmæli.
Emotions: Rejoice.
Fyrst voru það Surpreams, síðan Three
Degrees og nú eru það Emotions sem leika
sama leikinn. Lag þeirra „Best of My Love"
og þessi LP-plata tröllríður nú öllum vin-
sældarlistum og diskotekum. Frábær
soul/disco plata.
Burton Cummings:
My Own Way to Rock.
Þessi fyrrverandi söngvari Guess Who og
núverandi uppáhalds söngvari Robert Plant,
er hér með plötu sem inniheldur hvorki
jassrokk, countryrokk, tæknirokk né ...
heldur bara hreint og ómengað rokk.
Peter Tosh: Equal Rights.
Ásamt Bob Marley stofnaði Peter Tosh,
Wailers. Þó leiðir hafa skilið gnæfa þessi tvö
nöfn yfir aðra sem ástunda reagge tónlist.
Maynard Ferguson: Conquistator.
Vinsældir þessarar plötu hafa að undan-
förnu farið langt út fyrir raðir jassunnenda.
Enda lag af henni „Theme from Rocky"
orðið geysi vinsælt. Meðal gesta á plötunni
eru George Bemson.
Vinsælar plötur
Pop/Rokk
Spilverk þjóðanna: Sturla
Abba: Arrival
PrúSuleikararnir: The Muppet Show
Smokie: Greatest Hits
Manhattan Transfer. Comming Out
20 Gamlir góðir: 20 Great
Heartbreakers
20 Laufléttir: Hit Action
10CC: Deceptive Bends
Supertramp: Even in the
Quitec*' .^nts
Supertramp: vVhat Crisis?
SupertranV^-rime of the Century?
Peter Framton: l-^-m in you
Leo Sayer: Endless flight
Judas Priest: Sin After Sin
Heart: Little Queen
Disco/Soul
Shalamar: Uptown Festival
Donna Summer: I Remember Yesterday
Detroit Emmeralds: Fell the Need
C.J. & co: Devils Gun
Isley Bros: Go for Your Guns
JoeTex: Bump&Bruises
Tina Charles: Rendevouz
Karnabær — hljómdeild
Laugavegi 66 Glæsibæ Austurstræti 22
S. 28155 S. 81915 S. 28155.