Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 44

Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 /fl MORöUN-x! w: ^ kAFP/NO \\ J Grani göslari \e&? Getið þið reddað mér um mynt í stöðumælinn, drengir? 7Í6 Þvi fæ ég aðeins eitt egg? Ein uppspretta allra trúarbragða? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fimmtíu danskir spilarar tóku þátt í Philip Morris Evrópubikar- keppninni, sem spiluó var í Hamborg.í júnimánuði. En alls töku 180 spilarar, frá 12 löndum, þátt í þessum hluta keppninnar. Árangur þátttakenda í spili dagsins var misjafn. Austur gaf og allir voru á hættu. Norður S. Á54 H. D54 T. G108532 L. 4 Vestur Austur S. 10976 S. D83 H. G10 H.K986 T. D94 T. K7 L. K953 L. 8762 Suður S. KG2 H. Á732 T. Á6 L. ÁDG10 Bæði þrjú grönd og fjögur hjörtu voru reynd í hendi suðurs en töpuðust yfirleitt. Flestir völdu að spila hjarta að drottning- unni en þar með fékk vörnin of marga slagi. Að vísu er hægt að vinna fjögur hjörtu, en varla án þess að sjá aliar hendurnar. Spili vestur út spaðatíu gegn þrem gröndum geta þau unnist. Suður tekur slaginn heima, tekur síðan á tigulás til að sjá hvort annað hvort hjónanna kemur. En þegar það tekst ekki er farið í laufið og þar með tryggðir sex slagir á svörtu litina og með rauðu ásunum eru slagirnir þá orðnir átta. Og vörnin verður að gefa niunda slaginn á hjarta- drottningu gæti hún þess ekki, að austur eigi svart spil eftir þegar hann fær á tígulkónginn. En einn Daninn spilaði sex tígla í norður. Hann fékk út hjarta frá kóngnum, en tók á ásinn og vann spilíð samt auðveldlega. Tók á laufás og spilaði drottningunni. Vestur lagði kónginn á, trompað og spaðagosa svínað. Hjörtun fóru síðan í lauf suðurs og þá var bara trompið eftir. En með því að spila gosanum frá hendinni var ekki hægt að gefa nema einn slag þar. Norður þáói ekki hjálpina, sem austur bauó honum með hjartaút- spilinu en fékk samt tólf slagi. Hjartaás, fimm á tígul og sex á svörtu litina. Skemmtilegur topp- ur. Þessari hárkollu fylgja átta lýs, svo hún sé í alla staði, eins og vera ber! „Vegna fyrirspurnar til undir- ritaðs í Velvakanda 29. júlí s.l.: Það var ekki ætlun mín að fara að metast um hverjir hefðu gert sig bera að meiri fólsku gegnum tíðina, Moslemar eða kristnir menn. Málfræðingur einn sagði í útvarpi um daginn, að tvennt væri*ekki hægt að ræða af viti: stjórnmál og trúarbrögð. Um stjórnmálin veit ég ekki, en hvað trúarbrögðin varðar, þá er það sannfæring mín að skynsamleg skoðanaskipti um þau mál milli leikmanna hafi ekki verið reynd á Islandi, a.m.k. ekki á opinberum vettvangi, meðal annars vegna þess fótboltahugarfars, sem er einkennandi fyrir umræður um hvaða málefni sem vera skal, hér og annarsstaðar. Eins og kunnugt er útheimtir fótboltaáhugi að menn séu hlynntir einu liði og andsnúnir öðru. Heiðraður fyrirspyrjandi minn virðist ætlast til þess, í anda fótboltasjónarmiðsins, að ég fari að verja Tyrkjaránið og önnur illdæði Moslema fyrr og siðar. Það dettur mér vitaskuld ekki í hug. Bréf mitt til Velvakanda var ekki skrifað til að sanna að Moslemar væru betra fólk en kristnir menn, því að það eru þeir áreiðanlega ekki. Það var heldur ekki skrifað til að sanna að Islam væri betri en Krisindómur. Það var ritað til að sýna fram á, að Islam og Kristindómur koma frá einni og sömu uppsprettu, einum og sama Guði. Það er bjargföst sannfæring mín, að öll trúarbrögð mannkyns- ins koma frá einum og sama Guði. Þar af leiðandi get ég með engu móti gert upp á milli þeirra. I framhaldi af þessu álít ég, að öll opinberuð trúarbrögð mannkyns- ins séu þrep að dyrum, sem opn- ast hafa á okkar tímum, að alls- herjarbræðralagi mannkyns og réttlátum, varanlegum friði á jörð. Hafi trúarbrögðin ekki þjón- að slíku hlutverki, þá er mála sannast að þeirra hefur aldrei verið þörf. Þessi lífsskoðun er þvl aðeins eðlilegt áframhald þess sjónarmiðs, að þróun mannlífs á jörðinni sé markviss og hafi ákveðinn tilgang. Og þetta er ekki persónuleg einkaskoðun mln, þótt ég geti ekki annað en játast henni; þetta er I sem fæstum orð- um kjarni þess boðskapar, sem kunngerður var fyrir einni öld af höfundi Baháí trúarinnar, Baháúlláh, og unnið hefur fylgi um allan heim vegna þess að þau svör, sem þessi boóskapur gefur við því, sem til skamms tlma voru flóknustu ráðgáturnar, sem mannsandinn stóð andspænis, fullnægja vitsmunalegri og til- finningalegri þörf trúaðra manna hvarvetna. • Ekki ein- hlítur mælikvaði Þegar ég tala um trúar- brögð, þá á ég ekki við framferði þeirra, sem játa þessi trúarbrögð, því að hegðun einstaklinga getur aldrei verið einhlítur mælikvaði á sannleiksgildi þeirrar trúar, sem þeir játa. Ef dæma ætti t.a.m. kristnina eftir orðum og athöfn- um ýmissa forvfgismanna hennar hérlendis og erlendis fyrr og síð- ar, þá er hætt við því að kristnin fengi ekki einu sinni miðlungs- einkunnir. Við hljótum að dæma trúarbrögðin eftir Iffi, orðum og athöfnum þeirra, sem boðuðu þau hér á jörðunni. Höfum það hug- fast, að Kristur, Múhammeð, Mós- es og aðrir boðberar Guðs, RETTU MER HOND ÞINA 15 lagði upp af jörðinni. Apakett- irnir 1 pálmatrjánum höfðu naumast þrek til að gefa frá sér hljóð. Vjð breiðgötuna niðri við ströndina stóðu mörg lúxus- hótel með löngum, opnum svöl- um. Námueigendur og aðrir auðmenn frá Jóhannesarborg, sem voru I leyfi, lágu þar í leti, en indverskir þjónar hlupu fram og aftur með fskalda drykki. Birtan var svo skær frá hvftum sandinum og sólglitinu á sjónum, að menn þoldu varla við. Ströndin var þakin sól- hrenndu fólki I baðfötum, sem hæfðu betur tfskusýningu en baði. Þeir, sem voru f sólbaði, gömnuðu sér hver með öðrum og sögðu hæpnar skrýtlur, en sveittir negrar gengu um f sandinum og afgreiddu rjóma- fs. Ilin hvfta Durban naut „vetrarveðursins“. Anna horfði hugfangin ábað- Iffið, þegar bfllinn rann hægt eftir strandgötunni. Þetta virt- ist allt fágað, skipulegt, hreint og aðlaðandi. Allir virtust hafa yfir nægum peningum og tfma að ráða. Þau stöðvuðu hflinn nokkur hundruð metra frá hópi fólks, sem sleikti sólskinið, og fundu sér góða laut í sandinum. — Heyrðu, nú gleymum við öllu og njðtum bara Iffsins og látum sólina baka okkur, sagði Anna. — Nú hugsum við ekki um neina erfiðleika. — Einmitt. Nú skulum við sannarlega hvfla okkur. Sólarhitinn og niðurinn frá hafinu vöktu þægilegar, slæv- andi deyfðarkennd í Ifkaman- um. — Heyrðu mig annars. Anna reis upp við dogg. — Það er bara eitt smáatriði, sem ég verð að fá að nefna fyrst. Mundir þú ekki geta hugsað þér að flytjast til Evrópu? — Já, ég hef svo sem velt þvf fyrir mér. En það er ókleift. Hver heldur þú, að bæri traust til indversks lögfræðings f Eng- landi eða Sviss? Ég á að minnsta kosti marga örugga viðskiptavini meðal kynbræðra minna. Við erum lfka yfir þrjú hundruð þúsund hér f Natal, og nafnið Mullah er vel þekkt. Vjð yrðum bláfátæk, ef við ættdm heima f Evrópu. '?ið verðum þvf að reyna að vera hér kyrr — ef það verður ekki allt of erfitt. — Já, ef til vill hefðir þú rétt fyrir þér. '7ið verðum þá að reyna að þrauka. Það er að minnsta kosti dásamlegt þessa stundina að vera í Suður- Afrfku. llún lagðist út af, féll f mók og naut sólarinnar. Ekki leið á löngu, þar til myndirnar í huga hennar urðu óskýrar, og hún sofnaði. Hún kipptist til, þegar hún vaknaði. Einhver hafði talað hátt fyrir aftan hana, og svart- ur skuggi féll yfir lautina. — Hvernig stendur á þvf, að þið iiggið hér? spurði röddin. — Vitið þið ekki, að það er bannað? Hún sneri sér við. Hvítur eft- irlitsmaður með sólhjálm á höfði stóð á gryfjubarminum. Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi — Er okkur ekki heimilt að liggja hér? spurði Anna. — Jú, ÞÉR megið iiggja þar, sem þér viljið. En ekki þessi náungi þarna. Þessi strönd er eingöngu ætiuð hvftum mönn- um. Hafið ykkur á hrott undir eins, ef þið viljið komast hjá óþægindum! Eftirlitsmaðurinn leit aðvör- unaraugum á Ahmed og hélt á braut. — Ahmed, þetta er hræði- legt. Er þá EKKERT til, sem við getum átt saman? Ahmed anzaði ekki. Ilann sat hljóður f sandinum. Höfuðið seig, og hann var dapurlegur á svipinn. Það var eins og hann vænti þess að fá annað högg f hnakkann og hefði þó ekki krafta til að færa sig úr stað. Loks stóð hann upp, án þess að mæla, tók saman föggur sfn- ar og lagði af stað í áttina að bflnum. Anna fylgdi á eftir. Ilún var með kökk f hálsinum. Þau fleygðu baðkápunum f aftursa-tið. Anna horfði með söknuði yfir sjóinn og sand- ströndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.