Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGUST 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI breyttu ekki aðeins ásýnd jarðar- innar, skipulagi hlutanna, þeir breyttu einnig hugarfari manna. Um enga aðra einstaklinga aðra er hægt að segja, að þeir hafi breytt hjartalagi manna. Sigur- konungar og stjórnmálafrömuðir hafa ekki umbreytt hugarþeli fólks, þeir hafa í besta falli aðeins breytt kjörum þess um stundar- sakir. Vísindamenn og heimspek- ingar hafa breytt viðhorfum manna, en þess eru engin dæmi, að þeir hafi gert þá að betri og hamingjusamari mönnum. En áhrifin af orðum meistarans frá Nazaret eru slík, að enn í dag snerta þau hjörtu milljóna manna, hvaða þjóðum, kynstofn- um eða flokkum, sem þeir til- heyra. Hið sama gildir um Múhammeð og aðra trúarbragða- höfunda. Að ætla þessum boðend- um sannleikans allt hið illa, sem fylgjendur þeirra hafa framið f þeirra nafni, ber aðeins vitni and- legri formyrkvun. Ef faðir kennir barni sfnu að elska og leggur allt í sölurnar til að innræta því grand- varleik, væri þá sanngjarnt að áfellast föðurinn, ef barnið henig- ist til glæpa síðar á ævinni? Væri ekki sönnu nær, að barnið hafi hafnað forsjón og handleiðslu föðursins og snúið við honum baki? Trúarbrögðin snúast einmitt um það að gera menn að betri og um leið farsælli verum. Þegar þau megna þetta ekki lengur, þá er lifandi upprunalegur andi þeirra horfinn og Iffsmagn þeirra þorrið. Af þessum sökum endur- nýjar Guð trú sína, sem í kjarna sínum er hin sama allstaðar og grundvallarlögmál hennar er kærleikur — ekki helgislepja eða uppgerðarástúð, heldur hlýr og lifandi áhugi fyrir öllum mönn- um, sem vakinn er af þvi afli einu, að sami Guð hefur skapað alla menn og forsjón hans skfn, eins og sólin, á þá alla jafnt. Eðvarð T. Jónsson, Hringbraut 69, Keflavík." 0 Um lestrar- kennslu Móðir: — Mig Iangar að fá um það vitneskju hvort einhvers staðar sé hægt að fá kennslu fyrir barn sem á í lestrarörðugleikum. Er til ein- hver kennari sem tekur að sér að kenna börnum með lestrarerfið- leika, þ.e. á öðrum vettvangi en í skólunum. Eftir því sem Velvakandi hefur komizt næst er ekki um neinn kennara að ræða sem hefur einka- tíma í lestri fyrir slfk börn, en hins vegar hafa verið starfandi við barnaskólana í Reykjavfk og ef til vill víðar kennarar sem hafa slíka sérkennslu með höndum. Ef hins vegar einhver vissi til þess að hægt væri að fá aðstoð í þessu máli væri' vel þegið að fá um það upplýsingar, en það væri e.t.v. hægt að fá um það upplýsingar í skólunum hvaða kennarar hafa þessa sérkennslu með höndum og leita til þeirra með beiðni um einkatfma. Þessir hringdu % Rauðhettumótið og vandamál foreldra Undir ofangreindri fyrir- sögn hefur borizt bréf, sem bréf- ritari segist skrifa að gefnu til- efni: „Mikið var gert til þess að vekja athygli unglinga á Rauðhettumót- inu. En það eru skiptar skoðanir um ágæti slíkra móta. Vildi ég segja frá vandamáli ungra stúlkna, sem fóru á mót þetta með mikilli tilhlökkun. I rútunni á leið til móts höfðu þær orðaskipti við ókunnuga pilta sem þær sfðar báðu aðstoðar við að tjalda. Þegar þær áttuðu sig sfðar fundu þær ekki piltana né heldur farangur sinn, en eitthvað höfðu þau orðið viðskila um stund. Koma þær alls- lausar til baka í lok mótsins, og hafði einhver greiðvikinn piltur lánað þeim tjaldið sitt. Ekkert af farangrinum hefur fundizt, en hann var m.a. nýtt tjald og svefn- pokar. Ekki mun það nægja að hafa heimilistryggingu til að fá bætt tjón sem þetta og er þvf um SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Haifa í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra L. Bronsteins, Argentinu, sem hafði hvítt og átti leik, og Ligterinks, Hollandi ip % ’fiZjPSZ mm mk ^Sb| i m i i mm pl Éi n wk m i Él A Hi ■ Ij Ujj wá wm u ip w_ ff Jl wrn w n & H wm il & j§ gp ÉH gp ÆM l 20. Rh6+! Svartur gafst upp. Staða hans er vonlaus eftir bæði 20. . . gxh6, 21. Df5 — e4, 22. Bxe4 — Kg7, 23. Dxh7+ — Kf6, 24. Hh3 og 20. .. Kh8, 21. Rxf7 + — Kg8, 22. Rxd8 — Hxf3, 23. gxf3. áhættu að ræða í sambandi við mót þessi. Ýmislegt annað i sambandi við mötið, t.d. mikill drykkjuskapur og svall, vekur athygli og fólk veltir því fyrir sér hvernig það sé með skátafélögin i því efni. Ekki . verður þetta sagt um öll mótin og t.d. munu fjölskyldumótin ekki hafa haft þessi vandamál. En það er víst ekki eins spennandi fyrir unglingana að fara á þau mót, enda sögð fámenn. Kristinn Þórðarson." HÖGNI HREKKVÍSj Högni hrekkvísi! Láttu sírenutakkann eigasig! 83? SIGGA V/öGA £ VLVtWi Útsala Okkar vinsæla útsala hefst mánudagsmorgun. Góðar vörur, lágt verð. IÐA, Laugavegi 28. Glæsilegu hertogahúsgögnin ttfcty Nýkomið Ekki bara skápasamstæður heldur einnig fáanlegur fjöldi annara glæsilegra muna Old Charm verður ekki lýst með orðum — Komið og skoðið aldrei meira úrval. DUNA Síðumúla 23 - Sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.