Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 48

Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 48
KRUPS Rafmagns heimilistæki fást um allt land Jón Jóhannesson & Co. s. f. Símar 26988 og 15821 SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 Lugmeier fór utan í morgun Hlekkjaður við íslenzkan lögregluþjón ÞÝZKI bankaræninginn Ludwig Lugmeier átti að fara með Lofl- leiðavél til Frankfurt am IMain kl. Erlendum ferðamönn- um f jölgar FYRSTU sjö mánuði þessa árs fjölgaði erlcndum ferðamönnum á tslandi um 1.746 miðað við sama tíma í fyrra, að því er scgir í frétt frá útlendingaeftirlitinu. Frá ára- mótum til loka júlí s.l. komu 45.999 erlendir ferðamenn til landsins, en voru 44.253 á sama tíma í fyrra. I júlímánuði s.l. komu ulls 27.679 ferðamenn tii landsins, þar af voru útlendingar alls 18.448, en íslendingar 9.231. Flestir ferða- mannanna sem komu í júlí voru frá Bandaríkjunum, 3.651, því næst komu Vestur-Þjóðverjar, 3.635, og síðan Danir sem voru 1.917. Aðeins þrjú skip með loðnuafla ENN er lítil loðnuveiði á miðun- um norður af Straumnesi og frá því kl. 15 í fyrradag til kl. 11 í gærmorgun tilkynntu aðeins þrjú skip afla, samtals 950 lestir. Harpa RE fór með 350 lestir til Siglufjarðar, Kap 2. VE fór með 400 iestir einnig til Siglufjarðar og Vörður ÞH fór til Krossaness með 200 lestir. , 7 í morgun frá Keflavfkurflug- velli. 1 fylgd með Lugmeier var lvar Hannesson rannsóknarlög- reglumaður og var gert ráð fyrir að þeir yrðu hlekkjaðir saman f vélinni. IVIeð vélinni fóru einnig v-þýzku lögreglumennirnir Karl- CJeorg Heinz og Dieter Ortlauf, en þeir taka Lugmeier í sína vörzlu um leið og vélin lendir f Frank- furt. Að því er Morgunblaðið bczt veit mun fvar dvelja nokkra daga í Frankfurt og fylgjast með enda- lokum málsins, m.a. hvort eitt- hvað nýtt kemur fram í málinu hjá Linden samverkamanni Lugmeiers. 145 hvalir komnir á land UM hádegisbilið i gær voru komnir á land alls 145 hvalir og skiptast þeir þannig niður að langreyðar eru 103, búr- hvalir 38 og sandreyðar 4. Eitt hvalveiðiskipið er á miðunum og var búið að fá einn búrhval og hin skipin voru á leið á miðin. Eins og kunnugt er af fréttum hefur veður verið fremur óhagstætt til hval- veiða, miklar þokur, en að undanförnu hefur brugðið til hins betra og veiðin heldur glæðzt. Gert er ráð fyrir að hvalvertíðinni ljúki um 15.—20. september, en það fer nokkuð eftir tíðarfarinu hvenær hætt verður. Hluti af hinni miklu tjaldbúð sem nú er í Herjólfsdal — sjá bls. 2. Samningar skipstjóranna: Nýjar ekki teknar upp” — segir Baldur Guðlaugsson hjá Vinnuveitendasambandinu „NYJAR samningaviðræður verða ekki teknar upp við skip- stjóra,“ sagði Baldur Guðlaugs- son, framkvæmdastjóri hjá Vinnuveitendasambandinu, í samtali við Morgunblaðið f gær- morgun, en þá hafði blaðið sam- band við hann í framhaldi af um- mælum Asgeirs Sigurðssonar, formanns Skipstjórafélagsins, um að framundan væru nýjar samningaviðræður. „Vegna samkomulags við far- menn," sagði Baldur, ,,um að Friðrik Ólafsson: Mitt framboð stendur — en spurning hvort FIDE sé í raun viðbjargandi „ÞÓ ÞETTA aukaþing Alþjóðaskáksambandsins hafi ekki haft jákvæð áhrif á mig, þá ætla ég ekki að láta þau hafa úrslitaáhrif á framhoð mitt. Það stendur eftir sem áður, enda er nægur tfmi til stefnu og Ifnurnar hljóta að hafa skýrzt betur þegar kemur fram á næsta ár. En vissulega mun ég nota tfmann til að gera það upp við mig, hvort Alþjóðaskáksambandið er svo langt leitt að þvf verði ekki viðbjargað", sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari f samtali við Mbl. I gær, en Friðrik var áheyrnarfulltrúi á stormasömu aukaþingi FIDE f Sviss fyrir skömmu, sem greint hefur verið frá f Mbl. „Ég fór nú bara sem áhorf- andi á þetta þing“, segir Frið- rik. „Og eftir því sem ég bezt veit hefur önnur eins harka aldrei átt sér stað á fundum Alþjóðaskáksambandsins svo það er ef til vill erfitt að dæma alla starfsemi Alþjóðaskák- sambandsins eftir þessum eina fundi.“ — Nú lést þú þau orð falla, er framboð þitt til forseta- embættis FIDE var tilkynnt, að þú teldir Alþjóðaskáksamband- ið komið :' pólitískar villugötur. Ertu enn á þessari skoðun eftir aukaþingið í Luzern? „Þetta aukaþing út af fyrir sig gerði miklu meira en að staðfesta þessi orð inín. Við getum orðað það svo, að ég hafi talið, að einn og einn taðköggul þyrfti að hreinsa út, en í rauninni var þetta miklu verra en ég átti von á. Þarna sat pólitíkin í fyrsta sæti, persónu- legir hagsmunir voru númer tvö, en skákin sjálf var varla nema i þriðja sæti. Hins vegar er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að skáksambönd- in, sem standa að FIDE, eru í raun þrenns konar að uppbygg- ingu. I fyrsta lagi eru skáksam- bönd, sem eru sjálfstæð og óháð, eins og við þekkjum hjá okkur sjálfum og annars staðar á Vesturlöndum. Þessi skák- sambönd taka sínar eigin ákvarðanir án tillits til skoóana viðkomandi stjórnvalda. I öðru lagi eru svo skáksam- bönd, sem eiga að heita óliað, en geta í raun ekki tekið sjálf- Friðrik Ólafsson. stæðar ákvarðanir vegna þess hve háð þau eru stjórnvöldum fjárhagslega. t þessu sambandi get ég sagt frá þvi, að forseti eins skáksambands sagði mér í einkasamtali þarna á aukaþing- inu, að persónulega væri hann hlynntur því að S-Afrika fengi áfram að taka þátt i störfum FIDE, en hins vegar væri skák- samband hans svo háð ríkis- stjórninni með fé, að hann gæti ekki opinberlega gengið gegn pólitiskum vilja hennar í mál- inu. Þessi maður reyndi að fá fram leynilega atkvæðagreiðslu á aukaþinginu um S- Afríkumálið, en það var fellt með jöfnum atkvæðum; 19 gegn 19 og 10 sátu hjá. Til sam- þykktar hefði þurft tvo þriðju atkvæða, þar sem þetta hefði orðið breyting á lögum FIDE“. — Heldurðu að úrslitin hefðu orðið önnur, ef atkvæða- greiðslan hefði verið leynileg? „Ég hef grun um það. Að minnsta kosti hefði þá verið unnt að ná fram málamiðlun, sem hefði gert S-Afriku kleift að starfa áfram innan FIDE. Nú svo ég haldi áfram með skilgreininguna á skáksam- böndunum, þá eru svo í þriðja lagi þau sambönd, sem eru beinn liður í stjórnkerfi við- Framhald á bls. 47 kauphækkanir yrðu í prósentum fengu skipstjórar margfaldar þær hækkanir, sem samið hefur verið um við aðra launþega á sjó og landi i þessum kjarasamningum. Til afgreiðslu á sérkröfum yfir- manna á farskipum var samið um, að tveir hæstu aldursflokkar skyldu fá 4 og 5% hækkun, enda var talið, að þetta jafngilti 2.5% meðaltalskauphækkun hjá yfir- mönnum. Hjá yfirmönnum öðrum en skipstjórum eru hæstu starfs- aldurstaxtar miðaðir við 3 og 5 ár í starfi og leggjast þvi framan- greindar hækkanir á þessa taxta,“ „Skipstjórar búa vió annað og hagstæðara starfsaldurshækkana- kerfi sem meðal annars felur i sér, að auk starfsaldurshækkana eftir 3 og 5 ár hækka laun skip- stjóra eftir 8 og 15 ár í starfi. I samræmi við framangreint sam- komulag við yfirmenn um af- greiðslu á sérkröfum var því sam- ið um það, að viðbótarstarfs- aldurshækkun kæmi á taxta skip- stjóra eftir 8 og 15 ár þ.e. tvo efstu taxtana. Nú hafa skipstjórar tilkynnt að þeir geri sér þetta ,ekki að góðu, heldur krefjast þeir sérstakra hækkana og fjögurra starfsaldurstaxta, þ.e. eftir þrjú, fimm, átta og fimmtán ár. Gengju vinnuveitendur að slikri kröfu væri ekki aðeins farið langt út fyrir ramma tveggja og hálfs prósentanna, heldur væri jafn- framt verið að opna upp samn- inga við alla aðra yfirmenn, þar sem nýgerðir samningar fólu í sér, að yrði gengið til nýrra samn- inga við eitt yfirmannafélagið væru samningar hinna jafnframt lausir," sagði hann. Þá sagði Baldur: „Vinnuveit- endur telja sig þegar hafa goldið keisaranum (þ.e. skipstjórum) það sem keisarans er í þessum samningum og munu ekki víkja lengra út af braut launajöfnunar- stefnunnar en þegar hefur verið gert.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.