Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 n*fóttmiw- Það er fjarska gott fyrír unga fólkið að fást við músík Heimsákn tilharmoniku- meistarans á Ormarsióni Þeir ráku tónlistarskóla á Raufarhöfn t fyrra vetur með sóma og sann. Prestfrúin Margrét Bóasdóttir var driffjöðrin í því. Nú eru prestshjónin á förum og Raufarhafnarbúum þykir sjónarsviptir að því. En þeir eru komnir á bragðið hvað tónlistarkennsluna snertir og eru staðráðnir í að halda áfram. Þeir hafa ráðið skólastjóra næsta vetur, harmoniku- leikarann Karl Jónatansson. Einn af þeim sem kenndi við skólann er Jóhann Jósefs- son, bóndi á Ormarslóni, skammt frá Raufarhöfn, harmonikumeistari hinn mesti. Mér er sagt að hann hafi nýverið fengið nýtt hljóðfæri, sérsmíðaða harmoníku frá ítalíu, mikinn grip sem kostaði sjö hundruð þúsund krónur. Jóhann býr einn núorðið. Hann hefur dálítið af kind- um En umfram annað líða dagarnir hjá honum við æfingar. Nema um sauð- burðinn, þá verður hann að leggja tónlistaræfingar á hill- una. Þetta mikla hljóðfæri er margslungið og hann æfir sig iðulega marga klukkutíma á degi hverjum. Hann býður I bæinn, lág- vaxinn og hæglætislegur maður. í stofunni er gripur- inn góði. Þar er líka raf- magnsorgel sem hann leikur á stöku sinnum til tilbreytni. Hann segist hafa gripið oftar I orgel á yngri árum. Ég man að mamma spilaði oft á böllum Hvort hann hafi lagt stund á harmonikunám? — Ég þreifaði mig áfram, já. Mamma mín spilaði á litla nikku. Á henni var bara ein nótnaröð. Ég man eftir því að mamma lék oft á böllum. Hún hafði farið á kvenna- skóla á Akureyri og þar kynntist hún harmonikuleik. Þá var oft dansað í baðstof- unum þar sem rúmt var. Og svo á Raufarhöfn. Frændi minn einn spilaði líka á harmoniku. Þau hvöttu mig bæði til að stunda þetta, mamma og þessi frændi minn. Hann spilaðí oft í kirkjum sá. Það er fjarska gott fyrir unga fólkið að fást við músík. Svo komst ég í kynni við Norðmann einn, sem var á skipi, er kom til Raufarhafn- ar, tvisvar á ári Skipið hafði þriggja vikna viðdvöl í hvert sinn. Ég notaði tímann til að fá tilsögn hjá þessum manni. Sem betur fer lagði ég mig eftir því frá byrjun að læra nótnalestur. Ef maður gerir það ekki og ætlar bara að spila eftir eyranu er hætt við ég hefði staðnað í dansmús- íkkinni. Spilaði Wagner og Bach með bróður sínum víðs- vegar um landið — Pétur bróðir minn og ég æfðum saman. Svo ákváðum við að fara um landið og halda konserta. Fyrri ferðin var árið 1 938, en árið 1945 fórum við aftur. Við fengum góðar móttökur og spiluðum víða. Hann sýnir mér skrána. Og ekki dónalegt sem er á boð- stólum: verk eftir Wagner, Strauss, Verdi, Schubert. — Við vorum hálfsmeykir i fyrstu að leggja í þetta. Við bjuggumst ekki við neinni aðsókn Þegar við komum svo á fyrsta áfangastaðinn, sem var Siglufjörður, fór ég inn í búð og bað afgreiðslu- manninn að taka auglýsingu og hafa miða til sölu. Þegar hann sá prógrammið var hann ekki seinn á sér að spá aðsókn. Og reyndist sann- spár. Ég vissi það þýddi ekki að bjóða fólki upp á sama og heyrðist á öllum böllum. — En undirbúningurinn var mikill. Við urðum að panta allar útsetningar er- lendis frá. Hér var ekkert til af nótum fyrir harmoniku. Og meira að segja þurfti leyfi fyrir þessu fyrst. En svo liðk- uðu menn til fyrir okkur og við fengum allt efni fyrir- stöðulaust. Ég átti góða harmoniku þá og hef alltaf átt góð hljóðfæri þótt þessi sem ég á núna taki öllu fram. Að detta í hug að tala við mig um kennslu! — Eftir ferðalagið 1945 hættum við að spila opinber- lega bræðurnir. Ég fékk mér síðan orgel og lagði eiginlega harmonikuna til hliðar meira og minna um hríð. En hætti aldrei alveg. Svo var farið að hugsa um tónlistarkennsluna. Og Mar- grét Bóasdóttir kom að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki fáanlegur að taka að mér leiðsögn á harmon- iku. Hugsa sér að láta sér detta í hug að tala við mig um að kenna! En ég sagði við Margréti að þetta gerði ég ekki fyrir neinn nema hana. Svo sló ég til og hafði áhuga- sama nemendur og þeim gekk ágætlega við námið. Ég hafði tíma tvisvar í viku. Það var heldur snjólétt í vetur, svo að færðin var mér engin Textiogmyndir: Jóhanna Kristjánsdóttir hindrun að komast leiðar minnar, enda hef ég snjó- sleða. Sumir af þeim sem voru í vetur ætla að halda áfram og svo býst ég við að nýir bætist við Við kennararnir héldum smátónleika eftir að skólan- um var lokið Það var líka fyrir tilstilli Margrétar Hún var lífið og sálin í þessu öllu. Það var mikil heppni að fá hana, svona stórkostlega músíkmanneskju og öðlings- konu. Ég var dálítinn kvíðinn' fyrir þessa tónleika sem voru haldnir í félagsheimilinu. En þar gekk allt að óskum. Get spilaS hvaðeina á nýja kjörgripinn — Þú vilt fá að vita eitthvað um þessa nýju harmoniku mína. Ég hef nú ekki enn spilað á hana neins staðar opinberlega. Enda þarf ég að æfa mig vel og lengi á hana. En hún getur spilað allt. Það eru á henni 180 bassar. Alla músik get ég leikið á hana. Hún er smíðuð eftir nýjustu harmon- iku Mogens Ellegaard, þess mikla snillings. Ég hitti hann i Norræna húsinu, þegar hann kom hingað. Ég fór sérstaklega suður til að hlusta á hann og hafði hugs- að mér að ná tali af honum. H : nn var Ijúfur í viðmót og á endanum stundi ég því upp hvort ég gæti fengið að smiða eftir hljóðværinu hans. Síðan tók það hvorki meira né minna en ellefu mánuði þar til hún var tilbúin og það eru aðeins fáeinar vikur síðan ég fékk hana. Músikáhugi alltaf mikill hér Ég hef hitt fleiri harmonikusnillinga, meðal annars Thorolf Thollefsen. Hann kom hingað með Svavari Gests. Hann hélt hér hljómleika og troðfyllti húsið Ég hvatti hann til að halda aðra tónleika og úr því varð og aftur fyllti hann húsið, þó að hann væri með sama prógrammið. Það hefur alltaf verið áhugi á góðri músík á Raufarhöfn. Einhver spurði mig — eftir að ég hafði hlustað á Thollef- sen hvort ég gæfi ekki bara spilverkið mitt upp á bátinn eftir að hafa hlustað á svona undramann. „Það held ég nú síður," sagði ég. „Þetta verð- ur mér enn meiri hvatning að halda áfram að spila eins vel og ég get. Það eru ekki allir snillingar, en maður getur alltaf reynt að verða betri og betri." — Nei, ég er aldrei ein- mana hér, segir hann að- spurður. Hér er ég fæddur 20. desember 1911 og hef alið minn aldur hér. Þetta er Ijómandi góð bújörð og mætti búa vel En þegar maður fer að eldast verður að taka þessu léttar. Mér finnst líka svo skemmtilegt að geta hjálpað unga fólkinu með tónlistina. Það er ekki alltaf dauflegt hér skal ég segja þér. Stundum koma ættingj- ar og vinir og þá grípum við í að spila saman á ýmis hljóð- Framhald á bls. 20. Bræðurnir Jóhann og Pétur Harmonikuhljómleikar =•>>■■»/ =5®?=.. 'Sy=iss=a Sýningarskráin þeiira bræðra Jóhanns og Péturs úr harmonikuhljómleikaferð þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.