Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 Frá EM í bridge: Úrslitaleik- urinn í dag milli ítala og Svía? ISLENZKA bridgelandsliðið lap- aði naumlega fyrir Grikkjum I 17. umferð á Evrðpumðlinu I bridge. Ásmundur og Hjalti spiluðu allan leikinn en hin pörin sinn hálf- leikinn hvort par. Lokatölur urðu 8 gegn 12 fyrir Grikki. t átjándu umferð spiluðu ts- lendingar við Pðlverja og virðist sem sá leikur hafi unnizt 20—0, en fréttaskeytið var truflað og þvf ekki áreiðanlegt. Ásmundur, Iljalti, Ilörður og Þðrarinn spil- uðu allan leikinn. Þá virðist sem italska sveitin hafi tapað fyrir Ungverjum, en Svíar halda sínu striki og eru langefstir með 294 stig. Röð efstu þjóða eftir 18 umferð- iraf 21. Svíþjóð 294, ítalía 275, Israel 251, Danmörk 235, Noregur 227, Sviss 220. Ekkert var spilað í gærkvöldi, en í dag eiga íslendingar að spila gegn Finnum og Þjóðverjum. Ur- slitaleikur mótsins verður vænt- anlega í dag en þá eiga Svíar og ítalir að spila saman. Fékk 17punda lax á „þrumur og ekUngar” „EG ER nú hálfnaður með dvöl mfna á Islandi að þessu sinni og eins og f tvö fyrri skiptin, sem ég hef verið á Islandi, er ég mjög ánægður og á dásamlega daga f Hofsárdal, segir Karl Bretaprins f orðsendingu sem Morgunblaðinu barst frá hon- um f gær. Karl prins segir ennfremur að það sé hrein unun að vera þarna í fallegri náttúru, með fallegu útsýni og veiða fisk og veiti það sér mjög góða hvild. Sumarið hafi verið erfitt hjá sér í Bretlandi og þvi sé hann mjög ánægður að vera kominn úr borgarskarkalanum á stað, þar sem kyrrðin ráði rikjum. „En vissulega var ég orðinn þreyttur eftir að hafa verið tvo klukkutíma að draga 17 punda lax í gær, en það var góð þreyta." Karl prins veiddi þennan 17 punda lax á flugu, sem nefnist þrumur og eldingar nr. 6. Hann notar að jafnaði 10.5 feta stöng. Þá daga sem hann hefur verið við veiðar í Hofsá hefur hann fengið 6—7 laxa á dag og var búinn að fá 27 laxa í fyrra- kvöld. Handf ærabátar fá að sleppa smáþorskinum Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá þá urðu allmiklar sprengingar á Leirhnúkssvæðinu um sfðustu helgi. Mik- i11 gufustrókur stfgur nú upp af svæðinu, eins og þessi mynd ber með sér. u*». mm.:si*hv»iur Bi»nd«i. Afliúr togara: 42,7% fiskafjöldans undir 58sm — 2,9% undir 50sm „ÉG mældi fisk úr Páli Pálssyni, sem var landað 7. ágúst á tsafirði og I Ijós kom aö 42,7% af fjöldan- um var fiskur undir 58 sm. að lengd og þar af voru 2.9% undir 50 sm. sem verða þá gerð upptæk til rfkissjóðs, “ sagði Guðmundur Bragi Skúlason, forstöðumaður útibús Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins á Isafirði, f samtali við Morgunblaðið f gær. Guðmundur sagði í samtalinu við Morgunblaðið, að Hafrann- sóknastofnunin hefði sett sem viðmiðunarmörk að þegar meira en 40% af fjölda fiska í afla reyndust vera undir 58 sm. að lengd væri tekin akvörðun um að loka svæði. Páll Pálsson hefði ver- ið að veiðum á Strandagrunni og mætti því allt eins búast við að svæðinu þar yrði lokað á næst- unni. Togararnir hefðu verið þarna að veiðum í nokkurn tíma um daginn og í fyrstu hefði fiskurinn verið nokkuð vænn, en farið smækkandi eftir því sem á hefði liðið. Eftirlitsmenn væru nú komnir um borð í togara á Vest- fjarðamiðum en eftir því sem hann bezt vissi væru togararnir nú að veiðum í Þverál. Að sögn Guðmundar var Páll Pálsson með alls 140 tonn þegar þessum afla var landað. Sagði hann, að eins og ákveðið hefði verið í sumar, væru veiðiskipin nú skyldug að hirða allan fisk, sem veiddist og koma með að landi. Sá fiskur sem væri undir 50 sm. væri sfðan gerður upptækur og andvirði hans rynni í sérstakan sjóð, sem ætlaður væri til vísinda- legra rannsókna á fiskimiðunum. Guðmundur sagði, að þorskur frá árinu 1973 væri yfirgnæfandi í afla togaranna um þessar mund- ir og hefði verið allt þetta ár og virtist þessi árgangur hafa verið mjög sterkur. UM ÞESSAR mundir er verið að gera úttekt á handfærabátaútgerð tslendinga, meðal annars með þvf að kanna hve margir bátar stunda handfæraveiðar og hvernig afla- samsetning bátanna er, og eru eftirlitsmenn sjávarútvegsráðu- neytisins m.a. úti á landi núna við störf í þessum tilgangi. Niður- stöður úttektarinnar munu, sam- kvæmt þvf sem Jakob Magnússon fiskifræðingur tjáði Morgunblað- inu f gær, liggja að mestu fyrir eftir helgi. Jakob sagði að nú þegar hefðu sjávarútvegsráðuneytinu verið send gögn sem unnin væru á grundvelii þeirra upplýsinga sem þegar lægju fyrir og stefnt væri að þvi að hægt yrði að koma í veg fyrir að færabátar þyrftu ekki að hætta veiðum, þótt önnur skip þyrftu að gera það, og sem kunn- ugt væri þyrftu fiskiskip að koma með allan fisk að landi. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, Nafn piltsins PILTURINN, sem lézt í bifreiða- slysinu i Hegranesi fyrr i vikunni, hét Ivar Andrésson til heimilis að Hvassaleiti 33 í Reykjavík. Hann var fæddur í nóvembermánuði 1953. Ivar lætur eftir sig unnustu og barn. Dr. Euwe í samtali við Mbl: Möguleikar Friðriks hafa ekki minnkað en það er nauðsynlegt að vinna að framboðsmálunum „ÉG TEL að möguleikar Friðriks Ólafssonar á því að verSa eftir- maður minn hafi alls ekki minnk- að við þetta stormasama þing út af S-Afrlku," sagði dr. Euwe, for- seti Alþjóðaskáksambandsins, I samtali við Mbl. „ Ef nokkuð er má reikna með að Friðrik hafi nú harðari kjarna Vestur-Evrópulanda á bak við sig og ég tel vafalltið að hann njóti stuðnings skáksambanda I Ameriku, bæði Suður-, Mið- og Norður Ameriku. Hvort þetta fylgi dugir honum til sigurs er aftur á móti vafamál og þvl tel ég að brýn nauðsyn sé á því. að Skáksam- band Íslands gangi af atorku fram I þvi að kynna framboð hans og afla honum frekari stuðnings." ..Ég held að svona nokkuð eigi ekki eftir að endurtaka sig," svaraði dr Euwe, þegar Mbl spurði hann, hvort aukaþingið í Luzern væri ef til vill byrjunín á endalokum FIDE i pólitiskum átökum „Ég er sammála Friðrik í þvi, sem þú segir mér að hann hafi sagt i viðtali við Morgun- blaðið. að þetta þing hefur opnað augu Vestur-Evrópurikjanna fyrir þvi að þau verða að þjappa sér saman og mynda heild í afstöðu til mála Vissulega geta þau kennt sér um, hvernig fór í Luzern Mætingin var léleg og þeir fulltrúar, sem mættu, hirtu ekki um að afla sér umboða fyrir þá. sem heima sátu. Ég nefni nú bara atkvæði skáksambands Lux- emburg sem dæmi um möguleika þeirra á þvi svíði. Hins vegar voru austantjaldsþjóðirnar klókari að þessu leytinu til, því þeir höfðu vit á að afla sér umboða eftir að á hólm- inn var komið til að tryggja sér sigurinn Það er lika rétt hjá Friðrik, að Sovétmenn muni ihuga betur viðhorf sitt til þess, sem eðlilegt getur talizt að fundir FIDE fjalli um Þeir telja sig efalaust hafa sloppið með skrekkinn að þessu sinni og munu fara sér hægar i framtíðinni, því ég veit, að það er vilji þeirra, að FIDE geti starfað áfram sem Alþjóða- skáksamband Þannig held ég. að þetta aukaþing hafi verið gagnlegt að þvi leytinu til að það hreinsaði andrúmsloftið og sýndi mönnum fram á að harka austursins og værð vestursins í póli- tiskum málum hafa ekki verið holl fyrir FIDE Þannig lit ég nú frekar á þetta aukaþing sem lokapunkt aftan við ákveðna þróun og upphaf að nýjum og betri timum Þegar Mbl spurði dr. Euwe, hvort hann vissi nokkuð um hug ríkja utan Vestur-Evrópu og Ameriku til fram- boðs Friðriks, svaraði hann þvl til að austantjaldsþjóðirnar myndu vafa- laust fylkja sér um Gligoric En færi svo, að Gligoric félli úr leik, taldi dr Euwe að Sovétrikin og fylgislönd þeirra myndu taka Evrópumann fram yfir frambjóðanda frá landi ut- an Evrópu, þannig að þar ætti Frið- rik að eiga möguleika, ef sú staða kæmi upp. Hins vegar kvað dr Euwe allt óvissara um afstöðu skák- sambandanna utan Evrópu og Ameriku Hann kvaðst telja óllklegt að afstaða Skáksambands íslands á aukaþinginu í Luzern hefði aflað Friðriks atkvæða I Afríku, en hins vegar hefði Rafael Mendez. þriðji Dr. Euwe. frambjóðandinn til forsetaembættis- ins, sennilega sterka stöðu þar eftir að hafa fylgt málstað Afrlkurikjanna gegn S-Afríku á aukaþinginu „Það gleður mig að heyra. að Friðrik vill berjast áfram eftir auka- þingið," sagði dr Euwe „Ég held að áhyggjur hans i þá átt að FIDE sé ekki viðbjargandi séu ástæðulausar, heldur séu þvert á móti einmitt nú að renna upp betri timar. En ég legg áherzlu á, að það þarf að vinna ötullega að framboðsmál- unum Alla möguleika verður að kanna, þvi það verður enginn kosinn forseti FIDE, sem situr aðgerðarlaus og biður atkvæðagreiðslunnar" að i dag yrði gefin út reglugerð þess efnis, að þeim sem stunda handfæraveiðar verði heimilt að sleppa í sjóinn aftur þorski, sem er undir þeirri lágmarksstærð, sem nú er í gildi þ.e. 50 sm. Talið væri öruggt, að fiskur sem veidd- ur væri á handfæri og sleppt væri strax aftur lifði áfram, þá gerði nýja reglugerðin ennfremur ráð fyrir að sleppa mætti litlum skar- kola aftur. Þorskafli veiddur á handfæri má þó ekki samanstanda af þorski af stærðinni 50—58 sm. nema sem svarar 40% af heildarafla hverrar veiðiferðar. Baldur ekki í reksturinn fyrr en eft- ir áramótin „BALDUR er ekki tiltækur f reksturinn eins og er og reyndar hefur Ilafrannsóknastofnunin aldrei fengið hann formlega", sagði Jakob Magnússon, sem gegnir störfum forstjóra Ilaf- rannsóknastofnunarinnar, er Mbl. spurði hann I gær, hvort ekki væri unnt að senda Baldur til loðnuleitar. Jakob sagði að Balduryrði ekki tekinn i notkun fyrr en fram hefðu farið talsverðar breytingar á skipinu; þær veigamestu eru breytingar á spilum og gerð rann- sóknaraðstöðu um borð. Er ein- mitt þessa dagana verið að óska eftir tilboðum í þessar breytingar. Ekki kvaðst Jakob geta sagt ákveðið til um, hvenær búast mætti við Baldri i gagnið, „en það verður engan veginn fyrr en eftir áramót". Jakob sagði, að formlega hefði Hafrannsóknastofnunin aldrei fengið Baldur. „Það var sjávarút- vegsráðuneytið, sem afhenti Landhelgisgæzlunni Baldur og honum var aftur skilað til ráðu- Framhald á bls. 21 Fyrsta skemmti- ferðaskipið til Stykkishólms Sl> kkishólmi, 10. ágúst. Skemmtiferðaskipið World Discoverer kom til Stykkishólms •' gær, og er þetta fyrsta skemmti- ferðaskipið sem hingað kemur. Skipið kom hingað á vegum hins nýja hótels hér. Skemmtiferða- skipið lagðist við akkeri fyrir ut- an höfnina. 70 farþegar fóru hringinn í kringum Nes og snæddu hádegisverð á hótelinu. World Discoverer er fór héðan aftur kl. 9 í gærkvöldi, og þegar farþegar fóru um borð sögðust þeir vera hinir ánægðustu með ferðina og rómuðu fegurð SnæféllsneSS. Fréltarilarl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.