Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 36
AUGLÝSrNGASÍMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHorgunbhibib
FIMMTUDAGUR 11. AGÚST 1977
Símamynd Nordfoto.
Þannig leil járnbrautarferjan Kronborg iit eftir áreksturinn við Alafoss. Vel sést hvernig stefni Alafoss
hefur gengið inn f yfirbyggingu ferjunnar. 410 farþegar voru með ferjunni.
ÁLAFOSS í árekstri
við járnbrautarferju
Allir farþegar fer junnar 410 manns færðir í björgunarvesti
ALAFOSS skip Eimskipafélags
Islands og danska járnbrautar-
ferjan Kronborg lentu f árekstri
skammt utan við hafnarminnið f
Helsingborg f Svfþjóð um kl. 13 í
gær. Bæði skipin skemmdust
nokkuð, einkum þó ferjan. Stórt
gat kom á yfirbyggingu hennar.
410 farþegar voru með ferjunni
og f fréttum frá Helsingborg f
gærkvöldi segir, að nokkrir far-
þeganna hafi meiðst Iftillega, og
fjölmargir fengið taugaáfall.
Strax eftir áreksturinn voru far-
þegar ferjunnar færðir í björg-
unarbelti. Engin slys urðu um
borð f Alafossi. Bæði skipin eru
nú f Helsingborg, Alafoss við
bryggju, en ferjan í slipp.
Viggó Maack, skipaverkfræö-
ingur Eimskipafélagsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið i gær-
kvöldi, að rétt um kl. eitt eftir
hádegi í gær, hefði Alafoss verið á
leið inn í höfnina i Helsingborg i
svartaþoku. Lóðs hafi verið um
borð i skipinu og kallað tvisvar,
sinnum út, að skipið væri á leið
inn, en á meðan mætti ekkert skip
fara út f svona veðri. Engu að
síður hafí ferjan Kornborg, sem
væri eign dönsku járnbrautanna
lagt af stað út úr höfninni og
skyndilega hefði hún skollið á
framanverðan kinnung Álafoss
bakborðsmegin.
Að sögn Viggós kom gat á bakka
Álafsoss, er það lóðrétt eftir jarn-
klæðningunni um l‘A metri á hæð
og gapir um 20 sentimetra. Þá
Framhald á bls. 21
Kaupendur segja
upp loðnuverðinu
MORGUNBLAÐINU er kunnugt
um að kaupendur loónu ætla aó
segja upp gildandi loðnuveró; frá
og með næstu mánaóamótum.
Astæðan fyrir uppsögninni er
lækknadi verð á mjöli og lýsi og
ennfremur mun markaósástand á
mjöl- og lýsismörkuðunum vera
mjög ótryggt um þessar mundir.
Samkvæmt þvi sem Morgun-
blaðinu var tjáð í gærkvöldi hefur
mjöl og lýsi fallið nokkuð _ört í
verði að undanförnu og það sem
verra er, mjög erfitt er að selja
afurðir, þrátt fyrir lækkandi verð.
Verð á mjöli mun nú vera kom-
ið nokkuð niður fyrir 7 dollara
proteineiningin á lest, en lengi
vel var verðið kringum 7.50 doll-
arar og hærra. Þá mun lýsistonnið
vera komið niður i 450 dollara, en
það komst hæst í 580 dollara tonn-
ið.
Vélar Kröfluvirkj-
unar reyndar í dag
Reykjahlfð. 10. ágúst. Frá hlaðamanni
Morgunhlaðsins Sighvati Blöndal.
„NU ER stóra stundin að renna
upp, vélasamstæða fyrsta hluta
Kröfluvirkjunar verður í dag
reynslukeyrð i fyrsta sinn með
gufuafli frá holu nr. 11, sem nú er
eina hola á svæðinu sem er nýtan-
leg, þó er hún með þeim ann-
marka að krafturinn f henni dett-
ur fyrirvaralaust niður við
minnsta tilefni," sagði Einar
Tjörvi Elfasson, yfirverkfræðing-
ur Kröflunefndar, er Mbl. ræddi
við hann f dag.
„Þessarar stundar höfum við
hér við Kröflu beðið lengi, en
ýmislegt hefur orðið þess vald-
andi að þetta hefur tafist, þar á
meðal skortur á gufuafli, en þess
má einnig geta að með þessum
áfanga, er Kröflunefnd búin að
skila af sér um það bil 70% af þvi
verki, sem henni var í upphafi
falið,“ sagði Einar Tjörvi enn-
fremur.
Þá var hann spurður að því
hvort sprengigosið i síðustu viku
skyggði ekki á ánægju þeirra.
„Nei varla get ég nú sagt það,
þessar sprengingar í síðustu viku
teljum við að ekki þrufi að vekja
ugg. Þetta eru aðeins smávægileg
urnbrot."
Að lokum spurði Morgunblaðið
Einar Tjörva hvort það mikil gufa
væri fyrir hendi að hægt yrði að
keyra virkjunina I vetur. „Já, við
vonum það, þannig að ásamt holu
11, verði holur 7 og 9 annað hvort
báðar eða önnur komnar i gagnið
og geti séð virkjuninni fyrir
nægri gufu, svo hægt verði að
keyra virkjunina í vetur.
Reyðarfjörður:
Ungur maður ferst
í mótorhjólaslysi
Ljósm. Rax.
Urho Kekkonen, forseti Finnlands, heilsar Geir Ilallgrfmssyni forsætisráðherra, en næstir honum eru
Einar Agústsson utanrfkisráðherra og Olafur Jóhannesson dómsmálaráðherra.
Reyðarfirði. 10. ágúst.
MAÐUR um tvftugt beið bana f
mótorhjólaslysi f Reyðarfirði um
hádegisbilið f dag. Hafði hann
lent út af veginum við Njörva-
dalsbrú og f ána. Engin vitni urðu
að slysinu.
Feðgar sem áttu þarna leið um
um hádegisbilið sáu mótorhjólið í
ánni og hugðu að hvað gerzt hefði.
Er þeir komu niður sáu þeir, hvar
maðurinn lá i ánni undir brúnni.
Náðu þeir manninum upp og síð-
an fór annar feðganna og náði i
lækni og lögreglu, en pilturinn
mun þegar hafa verið látinn er
feðgarnir komu á slysstað.
Ungi maðurinn var á leið frá
Eskifirði upp á Hérað, en hann
var að koma frá Eskifirði frá þvi
að taka próf á mótorhjólið, en
pilturinn er af Héraði.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
alvarlegt umferðarslys verður við
Njörvadalsbrú, enda er aðkeyrsla
að henni, þegar komið er að aust-
anverðu mjög slæm.
Gréta.
Náttúruspjöll á
landi og lífi - eng-
ar sprengiheim-
ildirhjáréttum
aðilum nyrðra
VEIÐIFELAGH) Flúðir á Akur-
eyri hefur ákveðið að krefjast
skaðabóta vegna tjóns af völdum
sprenginga rússneskra vfsinda-
manna í Fnjóská að undanförnu,
en vart hefur orðið við seiða-
dauða f ánni og aðra truflun af
völdum sprenginganna, sem eru
það öflugar að hús í margra km
fjarlægð hafa nötrað. f samtali
við formenn veiðifélagsins og
veiðiréttarfélags bænda, kemur
fram að engin leyfi hafa verið
gefin fyrir þessum sprengingum.
Þá kemur fram f viðtalinu við
Sigurð Ringsted, formann Veiði-
félagsins Flúðir, að sprenging
hafi eyðilagt sérstæða Tjörn
skammt frá bænum Litlu-
Tjörnum og drepið þar sérstæðan
stofn bleikju.
„Við höfum orðið varir við að
visindamenn hafa verið að
sprengja viða úti i miðri Fnjóská
og þetta er tukthússök ef íslend-
ingur gerir þetta," sagði Sigurður
Ringsted, formaður' Stangveiði-
félagsins Flúðir á Akureyri, en
það félag leigir veiðiréttinn í
Fnjóská af bændum. Sigurður
sagði að rússnesku vísindamenn-
irnir hefðu ekkert talað við veiði-
félagið eða veiðiréttarfélag
bænda, en hjá Rannsóknaráði rík-
isins fékk Mbl. þær upplýsingar
að ráðið hefði veitt þessum er-
lendu vísindamönnum rannsókn-
arleyfi á landinu, en hins vegar
hefðu þeir sjálfir þurft að fá öll
leyfi hjá réttum aðilum á hinum
ýmsu stöðum. Islenzkur sam-
starfsaðili, Orkustofnun, vinnur
með Rússunum og er Stefán
Sigurmundsson frá orkustofnun i
för með hópnum.
„Við munum gera skaðabóta-
kröfur á hendur bændum vegna
sprenginga Rússanna í Fnjóská,"
sagði Sigurður, „en bændur verða
siðan að gera kröfur á hendur
visindamönnunum eða hinu opin-
bera. Veiðimenn i ánni gátu ekki
sinnt veiði vegna þessara spreng-
ínga og vísindamennirnir hafa
ekki aðeins sprengt í Fnjóská eft-
ir því sem ég hef heyrt í dag, því
sú sögn segir að þeir hafi sprengt
Framhald á bls. 21
„Krefjast skaðabóta vegna
sprenginga Rússa í Fnjóská”