Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1977
+ Sonur okkar, unnusti, faðir og bróðir
ÍVAR ANDRÉSSON
vélstjóri, Hvassaleiti 33
lést af slysförum mánudaginn 8 ágúst
Andrés Guðjónsson, Ellen Guðjónsson,
Gunnþóra Jónsdóttir Andrés ívarsson
Jens Andrésson,
Grfmur Andrésson,
t
Útför
JÓNS EYJÓLFSSONAR
Otrateig 14,
verður gerð frá Fossvogskirkju. föstudaginn 1 2 ágúst kl 10 30
GuSrún Auðunsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu
KRISTJÖNU E. GUÐJÓNSDÓTTUR
verður gerð frá Súðarvíkurkirkju föstudaginn 12 ágúst kl 2.00 fyrir
okkar hönd og annarra vandamanna
Reynir Jónsson,
Gréta Jónsdóttir,
Helgi Hermannsson
Jarðarför mannsins míns
INGVARSÁRNASONAR
Bjalla, Landssveit
fer fram frá Skarðskirkju laugardaginn 13 ágúst kl 2 síðdegis Ferð
frá Umferðamiðstöð kl 1 1 30 sama dag
Málfríður Árnadóttir.
t
Ástkæri sonur okkar og bróðir,
KRISTJÁN
sem andaðist að heimili okkar Tóftum. 5 ágúst sl . verður jarðsettur frá
Stokkseyrarkírkju. laugardaginn 13 ágúst kl 2 e.h.
Þórey Kristjánsdóttir, Bjarkar Snorrason
og bræður
Útför
GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Ijósmóður
Rauðarárstig 40
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12 þ m kl 1 3 30 e h Þeir
sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð hennar sem
liggur frammi i bókabóð Lárusar Blóndahl Skólavörðustig og hjá
Eymundsson Austurstræti
Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Steinþór Guðmundsson. Anna Georgsdóttir.
Oddný Halldórsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls eiginmanns míns og föður,
LARUSAR ÓLAFSSONAR
Melgerði 29
Reykjavfk
Kristfn Bernburg
Anna Lára Lárusdóttir.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns
mins og föður okkar.
FINNBOGA SIGURÐSSONAR
lögregluvarðstjóra.
Skaftahlið 33.
Sérstakar þakkir færum við félögum hans í lögreglunni og lögreglu-
kórnum Þorgerður Finnbogadóttir
og börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
RAGNHEIÐAR SÖEBECH
Sigríður Hallgrímsdóttir Ólafur Benediktsson
Karólína Hallgrfmsdóttir Haraldur Árnason
Halla Hallgrímsdóttir Óli Kr. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning - Karl Sœvar
Benediktsson tónskáld
Fæddur 20. mai 1913
Dáin 3. ágúst 1977.
Sunnudagurinn 31. júlí verður
minnisstæður i mínum huga, þvi
þann dag lá ieið min til Svavars
en hann hafði dvalið í nokkra
daga á sjúkrahúsi vegna veikinda
sem höfðu þjáð hann. Þegar ég
kom inn á stofu þar sem hann átti
að liggja var hann ekki þar. Ég
settist og beið eftir að hann kæmi
en ekkert gerðist. Allt i einu
mundi ég eftir að á fyrstu hæð
sjúkrahússins er pianó, ég snarað-
ist niður og auðvitað var hann þar
að spila. Hvar ætti hann að vera
annarsstaðar?
Tónlistin var hans líf og í henni
lifði hann og naut þeirrar gleði og
sorgar er hún veitir þeim er skil-
ur. Ég hlustaði andartak á hann
spila áður en við hittumst. Hann
stóð upp frá hljóðfærinu, faðmaði
mig að sér og hlæjandi sagðist
hann vera kominn á fyrstu hæð á
leiðinni heim. Þetta lýsir því að-
eins hvernig hann tók þvi sem að
höndum bar, alltaf með þeirri
spaugsemi sem honum var gefin, í
svo ríkum mæli.
Fyrir framan mig stóð sá sami
Svavar sem ég hef þekkt frá þvi
ég fór að muna eða um 37 ár. Við
spjölluðum saman i hálftíma
hann lék á als oddi, sagði sögur og
naut þess að vera til, og sagðist
hitta mig heima næst. Við kvödd-
umst, og hann bað að heilsa öllum
sem mér væru nánastir. Við fylgd-
umst að lyftunni, horfðumst í
augu og skildum í siðasta sinn.
Aðeins þremur dögum seinna var
hann allur.
A heiðríkum og fallegum degi
dró ský fyrir birtu, en lífið heldur
áfram í breyttri rás. A uppvaxtar-
árum mínum og okkar bræðr-
anna, var Svavar sá maður sem
við dáðum mest, hann þessi mikli
maður sem lagði heiminn að fót-
um sér, hann kom og spilaði fyrir
okkur þegar við áttum afmæli á
jólum og á öllum hátíðisdögum
kom hann með nikkuna. Hann fór
að lofa okkur að heyra eitt og eitt
lag sem hann samdi, löngu áður
en þau urðu þjóðkunn, og mikið
var hlustað þegar útvarpað var
frá danslagakeppni S.K.T. en þar
átti hann sín lög sem þá strax
slógu í gegn eins og sagt er.
Ekki á þessi kveðja að verða
nein úttekt á lifi þessa manns, en
hann var ekki allra, átti ótal
kunningja, mjög fáa vini, og var
einn í fjöldanum, fyrirleit alla
hræsni, sagði umbúðalaust þar
sem hann þurfti ef þvi var að
skipta, var sama hvort fólk fyrtist
við, sá ætíð skoplegu hliðarnar á
öllum hlutum, gisti þá sali sem
gleðin heldur, og einnig þá er
sorgin ræður. Fallegt stef úr lagi
eða ljóði gat kallað fram á hvar-
mana tár og einnig bros. Hann var
einstaklega góður við allt smátt
og þá sem voru minni máttar, en
hafði á þeim það lag sem ekki er
öllum gefið. Hann gat á auga-
bragði breytt sorg barnsins í gleði
og kallað fram hlátur sem þó virt-
ist svo fjarri.
Mér finnst nú þegar leiðir skilja
að Svavar hafi alltaf verið sá sami
í gegnum öll árin, aldrei elst neitt,
alltaf ungur og léttur á fæti og
fáir hefðu trúað að þar færi
maður sem hafði fjóra um sext-
ugt. Hann var fæddur í faðmi
austfirskra fjalla, þangað fór
Fædd 8. júlí 1894
Dáin 2. ágúst 1977
Hún amma er búin að fá hvíld-
ina. Löngum starfsdegi er lokið,
og lögð er hún upp í sína hinztu
för, yfir móðuna miklu. Ekki er
ég í vafa um að ömmu minni
verður tekið opnum örmum, af
ástvinum sem á undan eru farnir.
Ekki er ætlun min að rekja ætt-
ir þeirrar sómakonu sem við
kveðjum nú, reyna aðeins að
skrifa örfá kveðjuorð.
Hallfríður Sigurðardóttir var
fædd sem fyrr segir hinn 8. júli
1894 að Tobbakoti í Þykkvabæ,
foreldrar hennar voru hjónin Ulf-
heiður Benediktsdóttir og Sigurð-
ur Jóhannesson. Einn bróður átti
hún Guðjón Sigurðsson, en hann
er látinn fyrir hálfu öðru ári sið-
an. Þau systkinin voru mjög sam-
rýmd, og héldu nær alla tíð saman
heimili. Ung að árum giftist Hall-
fríður Sigurgeiri Gíslasyni, en
hann Iézt eftir skamma sambúð.
Með honum eignaðist hún tvö
börn, Guðbjörgu og Sigurgeir
Óskar, en Sigurgeir Óskar var
ófæddur er faðir hans lézt. Má
nærri geta að þetta hefur verið
erfiður timi fyrir ömmu, og mikil
reynsla fyrir unga stúlku. Nokkr-
um árum síðar gekk hún að eiga
eftirlifandi mann sinn Sigurð
Björnsson og eignuðust þau einn
son, Sigurbjart.
Ekki gerði amma víðreist um
æfina, bjó alla tið i Tobbakoti að
undanskiidu rúmu einu ári sem
hún bjó með fyrri manni sínum
að Húnakoti í sömu sveit.
Amma var róleg kona að eðlis-
fari, og gerði ekki mikið af því að
tala um sjálfa sig. Það sagði mér
eitt sinn starfsstúlka á sjúkra-
húsi, þar sem amma dvaldist fyrir
nokkrum árum, að hún hefði
sjaldan annast eins þakklátan
sjúkling sem hana, hún var ekki
að ónáða starfsfólkið að óþörfu,
beið heldur þangað til einhver
átti leið inn á stofuna, ef hana
vanhagaði um eitthvað. Já, svona
var hún blessuð gamla konan.
Á minum bernskuárum dvaldi
ég nokkrum sinnum tíma og tíma
á heimili ömmu, afa og Guðjóns.
Það var á meðan þau öll höfðu
heilsu til að annast búskap, og
alltaf var nóg að starfa. Oft var
vinnudagurinn langur eins og titt
er til sveita, oftast var það amma
sem fyrst fór á fætur og seinust í
rúmið á kvöldin. Alltaf hafði hún
gaman af að heyra lesna „fallega“
sögu eins og hún sagði jafnan, á
meðan hún sat og prjónaði eða
stoppaði í sokka. Vel man ég hvað
það var mér mikils virði hve störf
mín, hversu litil sem þau voru,
voru vel þökkuð. Og oft fékk ég
hann á hverju sumri og sótti sinn
lífskraft. En er nú þeirri sókn
lokið? Nei, aldeilis ekki. Öll þau
lög sem hann skildi eftir munu
minna á þann sem skóp þau. I
hvert sinn sem harmonikkan
ómar munu vinir hans minnast
hans og segja: Þetta lag spilaði
Svavar einu sinni fyrir mig. Hann
hefði kosið að falla eins og það
gerðist. í fullu fjöri, þvi aldrei
hefði hann viljað íþyngja öðrum,
aldrei verða öðrum háður, alltaf
frjáls eins og vindurinn
Dóttur Svavars, Ellen Sigriði,
og litlu afabörnunum hans, Önnu
og Frey, sendi ég mínar bestu
hugsanir á þessum dögum, og veit
að þau taka undir með að hann
hafi verið b’esti afí í heimi.
Ég þakka elskulegum vini allt.
Farðu i friði.
S.S.
óverðskuldað hól, sem yljaði litilli
stúlku um hjartaræturnar.
Atvikin höguðu því þannig að
fundum okkar bar sjaldan saman
á síðustu tveim árum. En þeim
mun ljósari standa mér þessar
löngu liðnu samverustundir fyrir
hugskotssjónum.
Er árin tóku að færast yfir fór
heilsunni að hnigna, og sjúkra-
húslegur urðu fleiri og fleiri. Þó
fékk hún að dveljast á heimili
sinu nú þar til síðasta hálfa mán-
uðinn áður en hún lézt. Ekki get
ég látið hjá líða að minnast á
hversu vel afi hugsaði um ömmu,
og hefðu ekki margir gert betur.
Og var það fyrir hans dugnað og
aðstoð góðra vina sem amma gat
dvalist svo lengi heima.
1 eigingirni okkar finnst okkur
dauðinn ekki alltaf timabær, en
eitt er vist að þessi aldurhnigna
kona var hvildinni fegin og hafði
lengi þráð að fá að sofna svefnin-
um langa.
Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar, foreldra og syst-
ur, þakka ömmu fyrir allt og ég
bið guð að styrkja afa minn í sinni
miklu sorg.
Blessuð sé minning Hallfríðar
Sigurðardóttur.
Vertu, ku<> fartir. faðir minn.
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þin leiði mij» út inn.
svo allri svnd ég hafni.
(H. Pétursson)
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grcin, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
Fósturmóðir mín. +
VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR
frá Háholti
verður jarðsungin frá Hrunakirkju laugardaginn 13. ágúst kl 2.00 e h
Guðmundur Guðnason.
Hallfríður Sigurðar-
dóttir — Kveðja