Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977
35
TVENNAISIGTIHJA VAL
EFTIR STÓRSIGUR í GÆR
VALSMENN stefna ákveðið á þvf að sigra tvöfalt I ár, þ.e. bæði f 1.
deildarkeppninni og I bikarkeppninni, rétt eins og þeir gerðu I fyrra. t
gærkvöldi lögðu þeir erfiðan andstæðing að velli f undanúrslitum
bikarkeppninnar, er þeir sigruðu Vestmannaeyinga með f jórum mörk-
um gegn engu á Laugardalsvellinum. Það verða þvf Valur og Fram
sem keppa um bikarmeistaratitilinn f ár, og er ðhætt að veðja á
Valsliðið f þeirri viðureign, a.m.k. ef leikur þessara tveggja liða f
undanúrslitunum er borinn saman. Leikurinn f gærkvöldi var algjör
öndverða leiksins I Kaplakrika f fyrrakvöld. 1 gærkvöldi var leikin
knattspyrna, og oftast góð knattspyrna af báðum liðum. Knötturinn
látinn ganga og hugsun var á bak við flest það er gert var.
Talan 4:0 segir ekki rétta sögu
af leiknum. Leikurinn var tiltölu-
lega jafn, en það sem gerði gæfu-
muninn var hversu vörn Eyjaliðs-
ins gerði sig seka um afdrifarík
mistök hvað eftir annað, á meóan
hver einasti varnarleikmaður
Vals var virkur og í baráttuhug
þegar Eyjamenn nálguðust mark
þeirra. Ef leikmaður Vestmanna-
eyja slapp framhjá einum Vals-
manni i vörninni var óðar öðrum
að mæta.
Leikurinn í gærkvöldi byrjaði
með miklu blómahafi, er ýmsir
aðilar, þeirra á meðal liðin tvö
sem léku, heiðruðu Hannes Þ.
Sigurðsson dómara, sem dæmdi
nú sinn síðasta leik á þrjátíu ára
starfsferli. Barst Hannesi einnig
falleg gjöf frá Knattspyrnudóm-
arasambandinu. Þótt leikurinn i
gærkvöldi hafi fráleitt verið bezt
dæmdi leikurinn hjá Hannesi,
verður ekki annað sagt en að
hann hafi sloppið bærilega frá
honum, en töluverð harka var i
leiknum allan tímann, og hann
þvi ekki auðdæmdur.
Óskabyrjun Vals
Valur fékk sannkallaða óska-
byrjun i leiknum i gær, þar sem
knötturinn lá í marki Vestmanna-
eyinga þegar á 5. minútu. Atli
Eðvaldsson tók þá langt innkast
frá vinstri, Ingi Björn „klippti"
knöttinn i þverslána og þaðan
barst hann siðan út á völlinn þar
sem Magriús Bergs kom aðvífandi
og skoraði örugglega.
En Eyjamenn létu mark þetta
lítt á sig fá. Þeir náðu ágætum
sóknarlotum fljótlega eftir það og
ógnuðu Valsmarkinu verulega.
Þannig skall t..d. hurð nærri hæl-
um á 20. mínútu er skoti Sveins
Sveinssonar var bjargað á mark-
linunni, og upp úr þeirri sókn átti
Óskar Valtýsson einnig skot i
stöng og út. Valur átti einnig góð-
ar sóknarlotur á þessu tímabili og
voru þær jafnan stórhættulegar
vegna snöggra skiptinga Vals-
manna og einnig vegna þess hve
Eyjamenn voru oft illa á verði.
Tvö mörk á tveimur mínútum
A tveggja minútna kafla i fyrri
hálfleiknum var svo gert út um
leikinn. Á 26. minútu fékk Ingi
Björn sendingu inn að marki
Eyjamanna. Þar lentu Sigurður
Haraldsson og einn varnarmanna
ÍBV í hálfgerðum árekstri og eft-
irleikurinn var því auðveldur
fyrir Inga. Slíkt færi sem þetta
misnotað hann ekki. Tveimur
mínútum siðar var Ingi Björn aft-
ur á ferðinni. Hann lék þá á hvern
Eyjamanninn af öðrum og er
hann var kominn að vítateigslín-
unni skaut hann hörkuskoti sem
fór i bláhorn Eyjamarksins niðri,
— illverjandi skot. Eftir þessi tvö
mörk Inga hefði verið við hæfi að
Valsaðdáendur meðal 2041 áhorf-
enda hefðu kyrjað vísu þá er
Siggi Mar „hnoðaði saman“ um
Valsliðið, en þar segir:
En fyrirliðinn nú fer á kostum
og fljótur brýst gegnum hörku-
vörn.
Já, margur óvinur missir glóru,
er mörkin skorar hann Ingi
Björn.
Eyjasókn í seinni hálfleik
í seinni hálfleik voru Eyja-
menn jafnan meira með knöttinn
og náðu oft ágætum sóknarlotum
sem jafnan voru þó brotnar á bak
aftur er Valsmarkið nálgaðist.
Var oft aðdáunarvert að sjá
hvernig Valsmennirnir hjálpuðu
hver öðrum i vörninni og nánast
alltaf var um „bakdekkningu" að
ræða hjá þeim.
Þegar langt var liðið á hálfleik-
inn, eða á 34. mínútu hans, bættu
Valsmenn svo fjórða marki sinu
við, eftir að Eyjavörnin sat gjör-
samlega eftir i sóknarlotu Vals.
Ingi Björn og Aiexander
Jóhannesson brutust þá I gegn.
Skot Inga Bjarnar misheppnaðist,
en knötturinn hrökk til Óttars
Sveinssonar sem sendi hann rak
leiðis i mark ÍBV.
HORKUKEPPNIA
G0LPMBSTARAMQT1NU
Utlit er fyrir æsispennandi
keppni á Golfmeistaramóti Is-
lands sem nú stendur yfir á Graf-
arholtsvellinum. Eftir keppni
fyrsta dags, er staðan sú í meist-
araflokki karla, að aðeins munar
6 höggum á fyrsta og tíunda
manni. Er það Svan Friðgeirsson,
GR, og Atli Arason, NK, sem hafa
forystu í keppninni og léku þeir
báðir mjög vel i gær. Svan, sem er
maður á fimmtugsaldri og hefur
7 I forgjöf lék á 4 undir forgjöf
sinni, sem telja verður glæsilegt
afrek.
Keppni gærdagsins var hin
skemmtilegasta og margt sögu-
legt bar við. Þannig fékk t.d.
Magnús Halldórsson úr GK 35
aukahögg fyrir að fylla út í vit-
lausan reit á skýrslu sinni, og er
það sögð nokkur huggun fyrir þá
sem eru að leika á yfir 100 högg-
um f 3. flokki að einn meistara-
flokksmaður er þó þeim jafnfæt-
is.
Staðan í einstökum flokkum
var þannig eftir keppni gærdags-
Meistaraflokkur karla:
Svan Friðgeirsson, GR
Atli Arason, NK
Kagnar Ólafsson. GR
Björgvin Þorsteinsson, GA
Óskar Sæmundsson, GR
Sveinn Sigurbergsson. GK
Jóhann Benediktsson, GS
Magnús Birgisson, GK
Þorbjörn Kjærbo, GS
llannes Eyvindsson, GR
1. flokkur karla:
Sveinbjörn Björnsson, GK
Helgi Hólm, GS
Eirfkur Smith. GK
Halldór Kristjánsson, GR
Einar B. Indriðason
2. flokkur karla:
Ingólfur Bárðarson. GK
Yalur Fannar, (>K
3. flokkur karta:
Arnar Þorvaldsson, GR
Guðmundur Hafliðason, GR
Júlfus Ingvarsson, GJ
Ólafur Þorvaldsson, GOS
Meistaraflokkur kvenna:
Jóhanna Ingólfsdóttir, GR
Kristfn Pálsdóttir, GK
Katrfn Frfmannsdóttir, GA
1. flokkur kvenna:
Hanna Gabrfelsdóttir. GR
Agústa D. Jónsdóttir. GR
Guðrún Eirfksdóttir, GR
Skemmtileg lið
I gærkvöldi léku tvö skemmti-
leg lið góða knattspyrnu á
Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir
mótlæti f leiknum gáfust IBV-
menn aldrei upp og liðið sem
heild sýndi oft skemmtileg tilþrif.
Veikleiki þess voru fremur seinir
varnarmenn og of lítil aðstoð
tengiliðanna í vör inni, þegar á
þeim þurfti að halda. Beztu menn
IBV-Iiðsins og sennilega beztu
menn vallarins voru þeir Ólafur
Sigurvinsson og Sigurlás Þorleifs-
son. Má furðulegt telja að þeir
menn er stjórna íslenzka knatt-
spyrnulandsliðinu skuli enn ekki
hafa komið auga á hæfileika hins
síðarnefnda.
Hjá Valsmönnum er erfitt að
nefna einn öðrum betri. Liðsvinn-
an var í algjöru fyrirrúmi. Helzt
var það Ingi Björn sem nefna
mætti, en hann er jafnan hættu-
legur og hefur tilfinningu fyrir
þvi að vera á réttum stað á réttum
tíma. Dýri Guðmundsson og Guð-
mundur Kjartansson áttu þarna
einnig afbragðsleik. _____stji.
Valsmenn fagna marki Magnúsar Bergs f gærkvöldi.
Sumir versla
dýrt - aðrir versla
hjá okkur.
Okkar verð eru ekki tilboð
k heldur árangur af «
hagstæðum innkaupuni.
IJÍMIYKUi
73
73
74
76
77
77
77
77
78
78
77
79
79
79
79
86
87
79
81
83
83
82
83
83
94
96
96
Austurstræti 17 Starmýri 2