Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 Verst af öllu er skattpíningin í N or egi Hér á landi hefur undan- farna daga dvalizt merkur Norðmaður, að nafni Harald Möller. Haral er þekktastur fyrir afskipti sfn af viðskipta- Iffi Norðmanna. Hann er aðal- eigandi margra verksmiðja auk þess sem hann er aðalum- boðsmaður fyrir tvo af stærri bflaframleiðendum í heimin- um. Blaðamaður hitti Harald að máli fyrir stuttu að Hótel Esju þar sem hann bjó. Harald var fyrst spurður hvernig honum líkaði við Island þar sem þetta var nú í fyrsta skipti sem hann heimsækti landið á sinni löngu ævi. — Mér hefur komið hér flest á óvart, og flest af því var til betri vegar. Islendingar eru mjög gestrisnir og almennileg- ir f viðmóti, en áður hafði ég heyrt hið gagnstæða. Þá er landið sjálft alveg sérstakt. Ég hef aðeins ferðazt hér um ná- grenni borgarinnar, þar á meðal fór ég til Þingvalla og þeir eru hreint frábærir. Hvar ert þú nú fæddur Harald og hvenær? — Ég er fæddur nyrzt norður í Finn- mörk 1895, en þar ólst ég upp fyrstu tuttugu og fimm ár ævi minnar, og þess má geta að landslag í Finnmörk minnir mjög á margt hér á tslandi. Nú er Finnmörk töluvert norðar en Reykjavík, finnur þú ekki mikinn mun á veðr- áttu? — Nei, út við sjóinn þar sem ég bjó var mjög likt lofts- lag og hér að sumarlagi, en vetur eru þar heldur kaldari. En ef inn í landið er farið gjörbreytist þetta, þar getur kuldinn orðið gífurlegur og má í því sambandi nefna að einu sinni var ég starfandi hjá fyrirtæki inn í landi. Ég var þar við skristofuvinnu en mátti gjöra svo vel að vera i kuldaúlpu við vinnuna þar sem kuldinn úti komst niður i -46 gráður. Nú flytur þú, Harald, 25 ára gamall frá Finnmörk, hvert liggja leiðir þínar? — Fyrst fór ég til Þrándheims en dvaldist þar aðeins í þrjú ár og flutti þaðan til Ósló þar sem ég bý enn þann dag í dag. Þú fórst ekki að hafa veruleg afskipti af viðskiptum fyrr en um fert- ugt, hvað gerðirðu fram að þeim tíma? — Eg var við ýmiss konar vinnu allan þennan tima uns ég stofnaði mitt eigið fyrir- tæki fjörtiu ára gamall. Hvað var upphafið? — Nú það fyrsta, sem ég var með, var aðalumboð fyrir Volkswagen verksmiðjurnar í Noregi, en siðan bættist við umboð fyrir Dodge verksmiðjurnar. En seinna hafa svo nokkrar verk- smiðjur verið settar á lagg- irnar, m.a. mjög fullkomin plastverksmiðja. Er mikið selt af þessum bíla- tegundum í Noregi Harald? — Já Volkswagenbilarnir eru geysivinsælir í Noregi en það hefur alltaf verið frekar erfitt að selja mikið af amerfskum bilum hjá okkur. Þú hlýtur að vera ein af meiri háttar auðlindum fyrir norska ríkiskassann? — Jú, ég er nú hræddur um það, þvi gifurleg álagning á bílum rennur til ríkisins að ógleymd- um persónulegum sköttum sem eru hreint hneyksli í Noregi. Ég borga til dæmis 90% af minum tekjum í skatt. Svo til að kóróna þessa vit- leysu verðum við að borga 20% söluskatt af öllum vörum, svo þetta er ekki svo lítið sem ríkið plokkar af einstaklingum í Noregi. En að sköttum frátöldum hver eru þá aðalvandamál atvinnurekenda í Noregi? — Vinstri flokkarnir, sem set- ið hafa við stjórnvöldin hafa reynst okkur erfiður ljár i þúfu, því þeir vilja gera allt til Harald Möller. að auka rikisafskipti af öllum atvinnurekstri. Til dæmis voru settar reglur til að koma í veg fyrir að fjölskyldur geti komizt til of mikilla valda i hluta- félögum. Til dæmis mega feðg- ar ekki vera báðir í aðalstjórn- um félaga, þótt báðir séu mjög vel til þess fallnir og ef velja þarf i stað annars þeirra kæmi jafnvel til kasta rikisins að skipa mann i stöðuna. Hvað hefur nú komið þér mest á óvart meðan á dvöl þinni hefur staðið hér? — Helzt hefur stærð landsins komið mér á óvart, þá ekki sízt stærð Reykjavíkur. Þá er einn- ig mjög ánægjulegt að sjá hversu mörg gömul hús hafa verið varðveitt, en í Noregi er skilningur á slíkri varðveizlu af skornum skammti hjá yfir- völdum. Hver eru þín aðaláhugamál Harald? — Skíði númer eitt, einnig hef ég mjög gaman af veiðum. En öll fyrstu árin með- an uppbygging fyrirtækisins stóð yfir gat ég mjög litið stundað þessi áhugamál min. Núna fer ég eftir vinnu á hverjum laugardegi til veiða á sumrin en á skíði á vetrum. Skíðaaðstaða hjá okkur er geysigóð, aðeins tiu minútna akstur frá Osló og þá er maður kominn í mjög gott skíðaland. Er algengt að fólk fari strax eftir vinnu svona eins og þú? — Já það má segja að hver sem vettlingi geti valdið komi sér á skíði ef veður er skap- legt. Til dæmis ef veður er gott er ekki sála á götum borgar- innar um helgar, allir á skið- um. Það hljóta að vinna geysi- margir hjá þér á öllum víg- stöðvum? Það má segja, að þegar flest er vinna svona 4000 manns hjá mér, og af því eru svona 250 dökkir en innflutn- ingur á slíku fólki fer stöðugt vaxandi. Þetta fólk er sízt óduglegra en okkar lands- menn, en eigi að síður er ég á móti blöndun þeirra við okkur. Að lokum var Harald spurð- ur hvort hann þekkti landa sinn Per Lönning, sem hér hef- ur verið undanfarna daga, en sá er mjög þekktur fyrir rann- sóknir sínar á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og einnig fyrir rannsóknir á sviði kart- öfluræktar. — Jú, hann þekkja allir í Noregi, hann hef- ur flutt mikið af fyrirlestrum vlðsvegar um Noreg um áhuga- mál sín. Harald heldur heim á leið n.k. fimmtudag og með þessum orðum var þessi merkismaður kvaddur. Rœtt við PER LÖNNING bónda frá Stord í Noregi PER LÖNNING bóndi frá Stord í Noregi er sá maður erlendur sem mest hefur rannsakað Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Hann er nú staddur hér á landi og var af þessu tilefni tekinn tali. Þess má geta að Per er einnig mjög þekktur fyrir rannsóknir sínar varð- andi kartöflurækt. Per var að því spurður fyrst hvort hann væri hér á landi eitthvað i sambandi við rann- sóknir sínar. Nei, nei ég er hér með hópi norskra bænda sem eru hér í kynnis- og skemmtiferð og við höfum ferðast um landið og heim- sótt islenska bændur. Hvenær ferð þú fyrst að rannsaka Heimskringlu og hvers vegna? Það er nú æðí langt síðan. Ég bara byrjaði að lesa ritið og fannst það strax áhugavert. Hinn seinni ár hef ég komist að því að sá boðskapur sem Heimskringla Snorra Sturlusonar er mun dýpri en flestir halda. Hvað finnst þér helst merkilegt við skrif Snorra? — Hann hefur verið algjör snillingur að skrifa milli lín- anna, maður tekur ekki alltaf eftir því hvað hann raunveru- lega meinar nema lesa milli línanna. Einnig er það merki- legt að Snorri hefur bæði verið mjög góður skáld- sagnahöfundur og einnig ekki síðrí fræðimaður. En yfirleitt eru menn annað hvort góðir fræðimenn eða skáldsagnahöfundar. Er Heimskringla mjög þekkt í Noregi eða víðar svo þú vitir? í Noregi er Heims- kringla töluvert þekkt og fer ört batnandi með því að haldnir eru fyrirlestrar um all- an Noreg í æðri skólum en utan Noregs veit ég nú ekki nema að því er mér skylst eru Per Lönning. Islendingar töluvert inni í efni Heimskringlu. Hverjir halda þessa fyir- lestra í norskum skólum? —- Ég hef nú verið hvað mest í því sjálfur einnig nokkrir aðrir. En áhugi á verkinu hefur allsstaðar verið gífurlega mikill, ótrúlega mikill. Nú hefur þú unnið til verð- launa í sjónvarpsþáttum fyrir fróðleik þinn um Heims- kringlu Per? — Jú, en það er nú svo langt siðan að það tekur því ekki að rifja það upp. Ég tel einnig að Heims- kringla hafi styrkt mjög bönd íslands og Noregs í gegnum árin. Hvað telur þú að gera beri til að komast sem best til botns í þeim ótæmandi fróð- leik sem Heimskringla hefur að geyma? — Það sem ég vildi helst að gert yrði, er að halda sameiginlega ráð- stefnu norskra og islenskra færðimanna um innihaldið. Það myndi örugglega leiða ýmislegt nýtt i Ijós. Svo mikill var áhugi Per á málinu að hann hafði ætlað sér að reyna að fá viðtal við Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra og ræða við hann um þessi mál, en því miður var forsætirráðherra i frii á þeim tíma sem Per var hér á landi. Þá var Per spurður um þann mun sem honum þætti vera á íslenskum bændahátt- um og þeim- norsku. — íslensku bændurnir eru mjög vel á vegi staddir hvað við kemur tækni og síst verri en þeir norsku. Þá finnst mér íslenskir bændur vera með allra gestrisnasta fólki sem ég hef hitt. Að lokum vildi Per segja það, að honum findust ís- lendingar vera meira heldur en venjulegir frændur og með þessum orðum var bóndinn norski kvaddur. Snorralaug í Reykholti. Heimskringla Snorra Sturlusonar er eitt merkilegasta ritNorðurkmda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.