Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 13 „TiUitsleysi við framlag Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja í vegasjóð” Hólahátíð á sunnudag Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá samstarfsnefnd um vegamál til þorlákshafnar: Miövikudaginn 20. júli komu fulltrúar frá Bæjarstjórn Vest- mannaeyja og hreppsnefnd ölfus- hrepps, ásamt fleiri aðilum frá áöur nefndum stööum, saman til fundar um það ömurlega ástand sem ríkt hefur I vegamálum íbúa Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. A fundinum lá fyrir að framlag íbúa Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja i vegasjóð, á timabil- inu 1977—1980 er 284 milljónir. Á sama timabili er fyrirhugað að veita 14 milljónir til endurbóta á Þorláksh. og Þrengslavegi eða aðeins 4,9% af heildarframlagi og fyrir þá upphæð hefur þegar ver- ið unnið. Sé tekið með í reikninginn framlag úr ríkissjóði og lánsfé i hlutfalli við framlag íbúa þessara staða (um 6.000) i vegasjóð, kem- ur í ljós að heildarframkvæmdafé á umræddu timabili ætti að nema 450 milljónum. Þess má og geta að kostnaðar- áætlun um lagningu varanlegs slitlags á Þorlákshafnar og Þrengslaveg (22,8 km) hljóðar upp á um 199 milljónir. íbúum þessara staða hefur einatt fundizt litið tillit verið tek- ið til mikilvægis vegakerfisins með tilliti til atvinnulifsins. 1 þvi sambandi má benda á, að fiskflutningar frá Þorlákshöfn nema yfirleitt um 12—16.000 tonnum á ári og er verðmæti þessa afla 1 til 1,3 milljarður m.v. fiskverð í júlímánuði 1977. Þetta verð er miðað við 1. flokks fisk, en óhætt er að full- yrða að veruleg verðmæti fara í súginn vegna slæms ástands veg- arins ennfremur má furðulegt teljast að framleiðslueftirlit sjávarafurða skuli heimila slika flutninga. Umferð til og frá Þorlákshöfn hefur stóraukizt við komu Herjólfs, i því sambandi má benda á að mánaðarlega flytur ferjan 4—5.000 farþega, 800—1.000 bifreiðar og vöruflutn- ingar nema um og yfir 1.000 tonn- um. Og er óhætt að segja að ferjan tengi þjóðvegakerfi Eyja og lands saman. Hólahátíðin, verður á sunnu- daginn, 14. ágúst og hefst kl. 2 e.h. með því, að klukkum dóm- kirkjunnar verður hringt og prestar ganga í skrúðgöngu til kirkju. Siðan fer fram hátiðarguð- sþjónusta, sr. Friðrik A. Friðriks- son, fyrrv. prófastur predikar en altarisþjónustu annast sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, sr. Árni Sigurðsson og sóknarprest- ur, sr. Sighvatur Birgir Emilsson. Organisti er Guðmundur Gilsson, en kirkjusöng annast nemenda- kór Snæbjargar Snæbjarnardótt- ur. Að guðsþjónustunni lokinni verður hlé. Klukkan 4.30 verður hátiðar- samkoma i dómkirkjunni er hefst með ávarpi formanns Hólafélags- ins, sr. Arna Sigurðssonar, Guð- mundur Gilsson leikur á orgel, þvi næst verður kórsöngur og ein- söngvar nemendakórs Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur, Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri flytur ræðu og að lokum flytur sr. Gunn- ar Gislason, lokaorð og bæn. Klukkan 6 e.h. verður fundur Hólafélagsins haldinn í skólahús- inu. Kaffiveitingar verða í heli á staðnum.(Fréttatilkynning) Landsmenn, lítió inn hjá Jórunni^n Starf fjrir röskar sfelpur ogstrália Jórunn er nú starfsmaður á skrifstofu okkar. Hún veitir allar nánari upp lýsingar í síma 24397 milli klukkan 15 og 17. Svipmyndir af fyrri starfsmönnum okkar. Stærsti sýningarviðburður ársins Heimilið’77 hefst 26.ágúst í Laugardalshöll Okkur vantar starfsfólk til starfa á sýningunni Heimilið 77 (26. ágúst - 11. sept.). Starfið er meðal annars fólgið í því að veita sýningargestum upplýsingar og leiðbein- ingar, selja aðgöngumiða, sýningarskrá og fl. Á fyrri sýningum okkar hafa stúlkur gegnt þessu starfi - og hafa þær kallast sýningar- freyjur. En nú eru breyttir tímar og notkun starfs- heitisins sýningarfreyja í auglýsingum varðar við lög. Því er það að við óskum ekki aðeins eftir starfsfólki - heldur einnig tillögum að nýju starfsheiti í stað sýningarfreyju. Umsækjendur sendi upplýsingar er greini aldur menntun og fyrri störf til Kaupstefn- unnar hf. Hafnarstræti 5, Reykjavík. Póst- hólf 504 fyrir þriðjudaginn 16. ágúst. HEHILW77&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.