Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977 33 ??i" 'jj V ELVAKANDI SVARAR í SÍMA !$0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI þessa ungu íþrótt sem hér er að ryðja sér til rúms. Bílaíþróttir hafa fremur lítt verið stundaðar hérlendis, kannski að sumu leyti vegna litillar aðstöðu, en nú er sem sé verið að vinna að þvi á mörgum sviðum við að efla þær, Bifreiðaiþróttaklúbburinn áður- nefndi, Kvartmíluklúbburinn og jafnvel fleiri hafa unnið þarft verk á því sviði. % Hvalreki dagblaðanna? Að undanförnu hefur mikið verið rætt um þýzka bankaræn- ingjann Ludwig Lugmeier, sem hér hefur dvalizt um tíma, en hefur nú verið framseldur til Þýzkalands. Hér fer á eftir bréf- korn frá lesanda dagblaðanna þar sem hann fjallar um Lugmeier- málið: , „Það var einhvers staðar skrif- að að þetta merka Lugmeier-mál hefði bjargað islenzku dagblöðun- um mitt i öllu fréttaleysinu um þessar mundir. Talað var um að hann hefði bjargað hverri forsíð- unni á fætur annarri og fyllt margar siður, rætt var við hinn og þennan sem höfðu átt einhver samskipti við hann. Það liggur nú við að öll þessi prentsvertueyðsla á einn og sama manninn hafi gengið út í öfgar, eða það finnst mér a.m.k. Að visu hefur það ekki oft komið fyrir að erlendir stór- glæpamenn hafi staldrað við hér á landi, ekki svo vitað sé í það minnsta, svo það er að mörgu leyti skiljanlegt hversu mikla um- fjöllun þetta mál hefur fengið, einnig með tilliti til hins mikla fréttaleysis. En það sem vakti fyrir mér með þessum skirfum var bara að rabba um þetta og beina því til blaðanna að þau finni nú eitt- hvert annað mál til að fjalla um, það hlýtur að mega taka eitthvað fyrir á svipaðan hátt, hvort sem það eru glæpamál, fjármál, stjórnmál eða hvað sem er, leggja stund á rannsóknarblaðamennsku eins og hún ku vera kölluð, um tima, grafa upp fréttir eins og hægt er. Lesandi dagblaðanna.“ Velvakandi þakkar fyrir hönd blaðanna hvatninguna og beinir því til réttrá aðila að þeir brýni sig til dáða á þessum sviðum. Þessir hringdu . . . 0 Hverjar eru tekjurnar? Húskaupendur: — Eitt af því, sem allir er standa i húsakaupum þurfa að gera, er að reka ýmisleg erindi hjá skrifstofu borgarfógeta. Þar þarf að fá veðbókarvottorð, þing- lýsa skuldabréfum og afsölum og hvað það nú allt saman heitir og allt þetta kostar peninga. Veð- bókarvottorð mun kosta litlar 500 krónur, blað sem tekur um það bil 3—5 mínútur að fylla út og setja á stimpil, þinglýsingar kosta öllu meira, stimpilgjöld, og fleiri gjöld, reiknað út eftir þeim upp- hæðum, sem um er að ræða, allt eftir kúnstarinnar reglum, 2—3 þúsund og allt upp i 20—30 þús- und. Þetta eru engin smáræðis útlát til viðbótar við allt annað sem húsakaupum fylgir og fyrir utan alla þá fyrirhöfn, sem öll þessi skriffinnska kostar er þetta sem sagt rándýrt. En það þýðir víst lítið að fást um það. Aftur á móti væri það býsna fróðlegt að fá að vita hversu miklar tekjur þetta embætti hefur fyrir alla þessa SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðiegu skákmóti i Plovdiv í Búlgariu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Commons, Bandarikjunum, sem hafði hvitt og átti leik, og Peev, Búlgariu: 25. D\g6! — Kd8 (Eftir 25 . . . Rxg6, 26. Hf7+ — Kd8, 27. Hd7 er svartur mát) 26,Hxe5 — dxe5, 27 Bxh6 — Hxc4, 28 Dxe8 + !3 of hvít- ur vann létt. Kim Commons varð sigurvegari á mótinu. Hann hlaut 9!4 v. af 13 mögulegum. Næstur kom Peev með 9 v. Þessi skák réð þvi úrslit- um i mótinu og eftir henni að dæma virðist Commons hafa verió verðuguur sigurvegari. pappíra. I hvað eru þær settar og hvað ætli kostnaður við embættið sé í heild. Það mætti segja mér að það væri rekið með miklum gróða og ef svo er, hvernig er þá hægt að réttlæta þessa auka- skattheimtu. Getur einhver fróð- ur aðili komið þeim upplýsingum á framfæri hverjar þessar tekjur eru og hver kostnaðurinn sé við rekstur embættis borgarfógeta i Reykjavik? HÖGNI HREKKVISI 1,x5 © 1977 1 McN««*bt Syod.. Ue. Hættið nú alveg! Mús í blöndungnum! PASSAMYNDIR \> teknar i litum tilbúnar strax I barna & f Íölslcyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Sumarsýning Norræna hússins með verkum listmálaranna Jóhanns Briem, Sigurðar Sigurðssonar og Steinþórs Sigurðs- sonar lýkur fimmtudaginn 1 1. ágúst. Opið kl. 14—19. í anddyri: Sýning á vefnaði og keramik í bókasafni: Finnsk bókasýning Kaffistofa Norræna hússins er lokuð kl. 9—1 2 fimmtudaginn 1 1. agust. Norræna húsið NORRíNA HUSID POHJOLAN TAIO- NORDENS HUS Stór ÚTSALA kiö|aefn'’ r Otrúlega lágt verð. Verzlið meðan úrvalið er mest Egill Jacubssn Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.