Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977 RATLEIKUR I HALLORMS- STAÐASKÓGIÁ SUNNUDAG Hallormsstaðaskógur verður á sunnudaginn vettvangur innreið- ar nýrrar íþróttagreinar í íslenzkt fþróttalff. Þar fer þá fram keppni f svokölluðum ratleik (Orienter- ing) og er þetta f fyrsta sinn sem slfk keppni fer fram hérlendis á vegum fþróttahreyfingarinnar. Keppni þessi hefur verið ræki- lega undirbúin og fengnir hingað erlendis „sérfræðingar" f fþrótt þessari til þess að leggja braut f skóginum. Þá munu fjórir Norð- menn keppa á sunnudaginn og eru þeir allir f fremstu röð, ekki aðeins f heimalandi sínu, heldur f heiminum. Meðal þessara Norð- manna er t.d. Egil Johansen, sem varð heimsmeistari í íþrótta- greininni f ár. Ratleikur, er íþróttagrein sem notið hefur gffurlegra vinsælda víða um lönd undanfarin ár, en þó sérstaklega á Norðurlöndunum, þar sem íþrótt þessi er orðin ein vinsælasta almenningsíþróttin. Eru keppendur í slíkum mótum jafnan mörg hundruð og þá oftast á öllum alri, enda hentar íþrótt þessi jafnt ungum sem öldnum. Ratleikurinn I kynningarbæklingi sem íþróttasamband Islands hefur ný- lega gefið út um íþrótt þessa er að finna m.a. svar við spurningunni hvað er ratleikur? Segir þar: „Ratleikur er í rauninni ekki ný íþrótt hér hjá okkur, heldur er það form leiksins sem er nýtt. Leikurinn hefur verið leikinn af t.d. skátum, ferðafélögum og jafn- vel björgunarsveitum um langt árabil. Við getum sagt að ratleik- ur sé að ferðast eftir eigin leiðum um ókunn svæði. Okkar heims- hluti hefur verið kannaður og kortlagður af landkönnuðum og ævintýramönnum, með frumstæð- um tækjum. Auðvitað voru kortin frumstæð og ófullkomin, en engu að síður urðu þau grunnurinn að aukinni ratvísi og nákvæmari kortagerð nútímans. Kortin ásamt áttavita eru þýðingarmestu hjálp- artækin í ratleik. Ratleik er hægt að stunda á ýmsan hátt: Fótgang- andi, á skfðum, á hjóli, í bíl og jafnvel á bát. Allir meðlimir fjölskyldunnar geta lagt stund á leikinn. Það er t.d. auðvelt fyrir alla að fara i léttar gönguferðir úti í náttúr- unni, nokkru erfiðara að fara í langar fjallaferðir og erfiðast verður það að teljast þegar rat- leikur er stundaður sem keppnis- íþrótt. Það fer sem sagt eftir kröf- um hvers og eins, hvaða form hann velur. Sá er náð hefur tökum á leikn- um, á auðveldara með að finna t.d. veiðisvæði, útsýnisstaði og jafnvel sögufrægar minjar. Og í erlendum stórborgum á enginn að þurfa að villast." Búizt við góðri þátttöku — Að þessu sinni er búizt við því að keppendur í leiknum verði aðallega frá Austurlandi, sagði Sigurður Magnússon skrifstofu- stjóri ÍSÍ, er Morgunblaðið fékk upplýsingar hjá honum um keppnina í Hallormsstaðaskógi. — Við höfum verið að kynna keppni þessa á Austfjörðum að undanförnu, og gerum okkur von- ir um góða þátttöku. Ég tel varla vafa á þvi að íþrótt þessi á eftir að verða jafn vinsæl almennings- iþrótt hérlendis og hún er orðin á Norðurlöndum. 1 tengslum við keppnina í Hall- ormsstaðarskógi verður efnt til leiðbeiningarnámskeiðs á Hall- ormstað um helgina, og hefur fulltrúum frá öllum héraðssam- böndum innan ÍSl verið boðið að senda þangað fulltrúa, svo og félögum er vinna að útivistarmál- um á einn eða annan hátt. Munu þeir Norðmenn, er hingað koma, annast kennslu á námskeiði þessu. EVRÚPUKNATTSPYRNANI ÞESSA dagana hafa fslenzku liðin, Valur, Akranes og Fram, sem þátt taka f Evrópukeppn- unum f ár, verið að ganga frá leikdögum heima og heiman f september. Evrópuleikir féiagsliða eru orðnir fastir lið- ir f knattspyrnuvertfð okkar þótt þeir hafi ekki verið eins vel sóttir og efni hafa staðið til. Er það ólfkt þvf sem annars staðar þekkist þvf slfkir leikir eru alla jafna bezt sðttu knatt- spyrnuleikir hvers keppnis- tfmabils. Evrópukeppnir félagsliða eru skipuiagðar af Knatt- spyrnusambandi Evrópu (UEFA) og af þvf er grfðarleg- ur ávinningur fyrir tsland að vera með f þvf sambandi og þeim keppnum sem fram fara á þess vegum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að knatt- spyrna í Evrópu stendur miklu mun framar en þekkist annars staðar f veröldinni, ef frá eru taiin nokkur lönd f S-Amerfku. Þar að auki er skipulag, vin- sældir og umfang knattsp.vrnu- fþróttarinnar f Evrópu með slfkum fádæmum, að í skjóli þess styrks hefur UEFA al- gjöra forystu í knattspyrnu- málum heims, að alþjóðaknatt- spyrnusambandinu ekki undanskildu. Evrópukeppnir meistara- liða, bikarhafar og UEFA- keppnin hafa náð slfkum vin- sældum að landsmót hverfa f skuggann og fyrir öll félagslið hvarvetna f Evrópu, sem ein- hvers mega sfn, er það sérstakt metnaðarmál að komast f Evrópukeppni. Þetta þekkja fslenzk félags- lið. KR reið á vaðið 1964 og dróst þá gegn Liverpool. Geysi- legur áhugi myndaðist um leikinn hér heima og tfu þús- und manns sóttu völlinn. Menn sáu strax, að með þátt- töku í Evrópukeppni gafst möguleiki á að fræg erlend lið kæmu hingað f heimsókn og á þeim fjórtán árum sem liðin eru, höfum við svo sannarlega verið heppnir. Hér hafa leikið Real Madrid, Tottenham, Blert B. Scram Sjdnar- norn Ferencvaros, Everton, Red Star, Celtic, o.fl. o.fl.. Lið sem ekki hefðu fengizt til tslands með öðru móti. Alltaf fylgir vonin um happadrátt, og ein- hvern hagnað af ævintýrinu, en UEFA hefur búið svo um hnútana, að lið, sem slegin eru út í fyrstu umferð og sýna f jár- hagslegt tap, fá styrk frá sam- bandinu. Sömu sögu er að segja af ungligakeppni Evrópu- sambandsins sem haldin er ár- lega. Þar er liðum greiddur styrkur ef þau falla út f for- keppninni. lsland hefur náð þerm stórkostlega árangri að komast f 16 liða úrslitakeppni fjórum sinnum á sfðustu fimm árum. Knattspyrnulegur ávinningur af þátttöku og frammistöðu f þessari keppní er ómetanlegur. Þeir eru ófáir fslenzku landsliðsmennirnir sem hafa hlotið sfna eldskfrn f unglingalandsliðinu. Ein keppni enn á vegum UEFA er ótalin, og er hún þó ekki ómerkust. Þar er um að ræða Evrópukeppni landsiiða, en það er einmitt f þeirri keppni sem fsland vann sfn fræknu afrek gcgn landsliði þýzka alþýðulýðveldisins. Nú nýlega hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomu- lagi þeirrar keppni á þá leið, að í stað fjögurra Iiða úrslita skulu 8 lið keppa til úrslita, þetta þýðir f raun, að sett verð- ur á laggirnar úrslitakeppni, sem verður öllu sterkari og jafnari en heimsmeistara- keppnin. 1 þeirri sfðarnefndu er óhjákvæmilegt að lið frá Afrfku og Asfu verði meðal 16 þeirra sfðustu en þau lið eru langt fyrir neðan styrk flestra Evrópulandsiiða sem heima sitja. Þær raddir hafa heyrzt að aðskilja ætti lið og þjóðir frá lakari og smærri Evrópulönd- um og stofna til sérstakrar keppni fyrir þau lið. Sú hug- mynd hefur mætt kröftugri andstöðu og verið kæfð í fæð- ingu. Aukin alþjóðleg samskipti er sú blóðgjöf sem valdið hef- ur mestu um þær framfarir sem orðið hafa f fslenzkri knattspyrnu á undanförnum árum. Knattspyrnusamband Islands og einstök Knatt- spyrnufélög eiga að hafa það í huga þegar stefnan er mörkuð í framtíðinni. Ellert B. Schram J Bobby Moore fær sprautu fyrir eina af mörgum keppnisferðum sfnum með enska landsliðinu. Nú er búizt við að hann taki við hlutverki Don Revie. Tekur Bobby Moore við enska landsliðinu? Að mati enskra dagblaða er tæp- ast lengur vafi á þvf hver muni taka við starfi Don Revie sem þjálfari og einvaldur enska lands- liðsins. Nafn þess er blöðin spá að taka muni við er vel þekkt í knatt- spyrnuheiminum, þar sem sá er enginn annar en Bobby Moore, sem um árahil var fyrirliði enska landsliðsins og sá leikmaður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir England. 1 viðtali við Daily Mail fyrir skömmu staðfesti Bobby Moore að hann hefði áhuga á að taka landsliðið að sér, og segir blaðið að sú yfirlýsing Moore jafngildi þvi nánast að honum verði falið að annast liðið. Spáir blaðið þvi að Moore taki mjög fljótlega við starfinu, en Englendingar eiga nú fyrir höndum mjög áriðandi leik i heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu — eiga að leika við Itali á Wembley-leikvanginum i London. í þeim leik er að duga eða drepast fyrir þá. Þeir verða að vinna hann með nokkrum markamun til þess að eiga von um að komast í loka- keppnina í Argentínu. Bobby Boore hefur gifurlega mikla reynslu sem knattspyrnu- maður og nýtur að auki álits og vinsælda meðal enskra knatt- spyrnumanna og almennings i Englandi. Að auki er Moore mjög rólegur maður og talinn sterkur á taugum, en sem kunnugt er taldi Don Revie sig ekki þola það álag sem fylgdi þvi að vera landsliðs- þjálfari, og sagði því upp starfi sínu. Helzta ljónið sem talið er vera í vegi þess að Moore taki starfið að sér, er það að hann mun gera mjög miklar kaupkröfur, mun meiri en enska knattspyrnu- sambandið telur sér fært að greiða. MJÓH Á MUNUNUM IFIMMTARÞRAUTINNI Varla gat munurinn orðið minni f fimmtarþrautarkeppni Islands- meistaramótsins í frjálsfþróttum, en þegar upp var staðið skildu aðeins tvö stig fyrsta og annan mann að. Þegar úrslit sfðustu greinarinnar, 1500 m hlaupsins, lágu fyrir virtist einnig sem þrír menn væru á sömu fáu stigunum, en við lokaútreikning kom í Ijós að munurinn á fyrsta og þriðja varð aðeins 22 stig. Það var Helgi Hauksson UBK sem sigraði f fimmtarþrautinni og varð þar með Islandsmeistari. Hlaut Helgi 2800 stig, en árangur hans f ein- stökum greinum var 6,27 f lang- stökki, 43,97 f spjótkasti, 24,9 sek. í 200 m hlaupi, 33,52 m f kringlu og 4:49,1 mfn. f 1500 m hlaupi. Millivegalengdahlauparinn Gunnar Páll Jóakimsson ÍR, sem brá sér i þrautina upp á grin, varð annar með 2798 stig. Árangur hans varð 5,53 m í langstökki, 36,82 m í spjótkasti, 23,9 sek i 200 m, 25,82 í kringlu og 4:05,0 í 1500 m. Þriðji í fimmtarþrautinni varð svo Ásgeir Þór Eiríksson ÍR með 2778 stig. Alls hófu 9 keppendur keppni í þrautinni, en einn heltist úr. Sigfús Jónsson úr ÍR stórbætti sig í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann varð islandsmeistari i greininni á siðasta degi meistara- mótsins. Hljóp Sigfús á 9:28,8 min., en bezt átti hann áður 9:51,6 mín. Við betri aðstæður og með meiri keppni gæti Sigfús áreiðan- lega hlaupið 10—15 sek. betur. Sigurður P. Sigmundsson FH hljóp á sínum næst bezta tima er hann varð annar, 9:43,0 min. Borgfirðingurinn Agúst Þor- steinsson heldur áfram að skera vænar sneiðar af sinum fyrri tím- um, en hann varð þriðji á sfnum langbezta tíma, 9:43,7 mín. Atti hann bezt áður i sumar 9:55 min., og 10:07 min. i fyrra. Sundheimsmet Tveir Kanadabúar bættu heims- metið í 200 metra fjórsundi á kanadiska meistaramótinu i sundi sem fram fór í Ölympíulauginni í Montreal um síðustu helgi. 19 ára piltur, Graham Smith, synti á 2:05,31 mín. og félagi hans Bill Sawchuk, sem er 18 ára, synti á 1/10 úr sek. lakari tfma. Gamla heimsmetið átti Bruee Furniss frá Bandaríkjunum og var það 2:06,08 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.