Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 17 Bhutto meinað að bið jast fyrir Lahore, Pakistan, 10. ágúst. Reuter. HERSTJÓRNIN í Pakistan mein- aði í dag Zulfikar AIi Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, að fara pílagrímsför til heilags grafhýsis í Lahore, höfuðborg Punjab- héraðs. Var það gert til að koma I veg fyrir hugsanlegar óeirðir. Bhutto, sem herinn steypti af stóli í fyrra mánuði, ætlaði að heimsækja grafhýsi Dada Ganj ísraelsk afskipti í Líbanon? Beirut, 10. ágúst. Reuter. FRÉTTASTOFA Palestínu- Araba sakaði f dag lsrael um að draga saman herlið við Ifb- önsku landamærin, skammt frá þeim svæðum þar sem lfb- anskir hægrisinnar og palest- fnskir vinstrisinnar hafa und- anfarið átt f bardögum. Sakar fréttastofan Israela um að hafa haldið uppi harðri fallbyssuskothrið á þrjár stöðvar Palestinumanna, og skýrði frá „siglingu ísraelskra fallbyssubáta" nálægt Tyre. Þessar ásakanir hafa ekki Framhald á bls. 20. Hlé á Úsú — gosinu Sapporo, Japan, 10. ágúst — Reuter. ELDGOS HÓFUST A SUNNU- DAG 1 Usu dake-eldfjallinu við Uchiura-wan, eða Eldfjallaflóa, á Hokkaido-eyju f Japan, og er talið að aska og hraun hafi valdið um sex milljarða króna skemmdum á akurlendi f nágrenni fjallsins. 1 dag varð hlé á gosunum, en jarð- fræðingar telja en hættu á frek- ari gosum. Segja þeir að þúsundir hektara, sem áður voru frjósamt akurlendi, séu að auðn þakin hrauni og ösku. Ekki er vitað til þess að gosin hafi valdið manntjóni, en um 6.000 ferðamenn og íbúar nær- liggjandi sveita hafa verið fluttir á brott. Þá voru hermenn sendir á vettvang i gærkvöldi til aðstoðar um 200 manns, sem lokuðust inni í þorpi sinu vegna öskufalls á aðliggjandi vegum. Aska og grjót frá Usu dake nafa fallið í Sapporo og fleiri bæjum allt að 100 km frá eldfjallinu, og lögreglulið var sent til tveggja ferðamannastaða við fjallsræt- urnar eftir að ibúarnir höfðu flú- ið. Lögreglan segir að víða sé vatn af skornum skammti, og hafa her- menn verið sendir þangað með vatn og vistir. Um 10 meiriháttar eldgos hafa orðið í Usu dake frá árinu 1611, og hafa þau orðið rúmlega 100 manns að bana. Siðast gaus þar árið 1944. Bakshs, sem verið hefur einn af dýrlingum Múhameðstrúarmanna í þúsund ár, og er talinn geta hjálpað mönnum til að fullnægja framagirni sinni. Sagðist Bhutto hafa ætlað að biðja þar fyrir ein- ingu Pakistans, en hernaðaryfir- völdin bannað honum förina. Hernaðaryfirvöldin sögðu hins vegar að samkvæmt herlögum, sem birt yrðu bráðlega, væri öll- um stjórnmálamönnum bannað að heimsækja grafhýsið. Um fimm þúsund manns tókst að brjótast gegnum varnarstöðu lögreglumanna og komast að graf- hýsinu til að bíða komu Bhuttos, að sögn sjónarvotta. Hrópaði mannfjöldinn: „Lengi lifi Bhutto“ og „Bhutto kemur aftur“. Herinn hefur bannað alla stjórnmálastarfsemi aðra en fá- menna innifundi þar til kosninga- baráttan hefst um miðjan september fyrir kosningarnar 18. október. A mánudag varð lögregl- an að beita táragasi og kylfum þegar þúsundir manna streymdu út á flugvöllinn við Lahore til að fagna fyrstu komu Bhuttos þang- að frá byltingu hersins fyrir rúm- um mánuði. Þrettán manns særð- ust og 43 voru handteknir eftir að mannfjöldinn hafði kveikt í bensindælu, grýtt bifreiðir og misþyrmt andstæðingum, inn- lendum og erlendum blaðamönn- um, og ferðamönnum. 1 dag fór fram fyrsta opinbera hýðingin I Lahore, og söfnuðust um 3.000 manns saman til að fylgjast með. Vað það lögreglu- mðaur, sem dæmdur hafði verið til að þola tiu svipuhögg og eins árs fangelsi fyrir að hafa þegið mútur. Táragasstækja blandaðist reyknum frá brunarústum fátækrahverfis f Höfðaborg 1 gær þegar unnið var að þvf að jafna við jörðu hreysi, sem upphaflega voru reist f óþökk yfirvalda. Akvörðun um að útrýma hverfinu var tekin fyrir alllöngu, en fbúarnir hafa ekki að neinu að hverfa þannig að átök vegna þessara ráðstafana virtust óhjákvæmileg. Flestir fbúanna voru af Xhosa-kynþætti, en yfirvöld vilja að þeir flytjist nú til Transkei, sem minnihlutastjórnin í Suður-Afrfku hefur lögboðið að skuli vera heimkynni Xhosa-manna. Þegar jarðýtur komu á vettvang kveiktu margir f kofum sfnum og beitti lögreglan táragasi til að svæla fólkið út úr hverfinu. Þrátt fyrir mikil átök f gær og f fyrradag er ekki vitað um sneiriháttar meiðsl á mönnum. Lyfjagjöf CIA vek- ur reiði þingmanna Washington, 10. ágúst. — Reuter, Ranjit de Silva. EINIIVERSSTAÐAR f Banda- Sihanouk í stofufangelsi Bangkok, Thailandi, 10. ágúst — AP. TALSMENN yfirstjórnar hersins f Thailandi skýrðu frá þvf f dag að samkvæmt heimildum, sem ekki voru nánar skýrðar, væri Ijóst að Norodom Sihanouk prins, fyrrum Egyptaland: Frumvarp um aflimun Kaíró, 10. ágúst. Reuter. AL AHRAM, sem kemur út f Kafró, skýrði frá því í dag, að frumvarp um að vinstri hönd og hægri fótur verði höggvin af þjófum í refsiskyni yrði senn lagt fyrir þing Egypta- lands. Hefði framvarpið verið samið af sérstakri nefnd, sem falið var að samræma refsilög- gjöfina boðorðum Múhammeðstrúarmanna. þjóðarleiðtogi Kambodfu, og eiginkona hans, Monique prins- essa, væru f stofufangelsi f Phnom Penh, og þeim bannað að fara úr landi. 1 tilkynningu herstjórnarinnar segir að Kambódíustjórn hafi áð- ur skýrt frá þvi að Sihanouk prins byggi í gamalli höll i Phnom Penh, og eyddi tfma sínum aðal- lega við að rita endurminningar sínar. Hins vegar sé Sihanouk stranglega gætt og þeim hjónum bannað að fara út af heimili sínu. Siðusta opinbera tilkynningin, sem gefin var út i Kambódiu um Sihanouk prins, birtist fyrir rúm- um þremur mánuðum, þegar út- varpið í Phnom Penh skýrði frá þvi að prinsinn hefði sagt lausu þjóðhöfðingjaembætti sínu, og honum hefðu þvf verið veitt eftir- laun, sem nema rúmlega l'A milljón króna á ári. Ekki hefur tekizt að fá upplýsingar frá Sihanouk sjálfum, og staðfest er að bréf send honum frá Hong Kong hafa verið endursend, merkt: Heimilisfang óþekkt. rfkjunum ganga enn um menn, sem ekki vita að þeir voru notaðir sem tilraunadýr á vegum leyni- þjónustunnar DIA f tilraunum, sem miðuðu að þvf að finna leiðir til að stjórna hugsunum þeirra og gjörðum, en við tilraunirnar voru mönnum þessum gefin ofskynj- unarlyf eins og til dæmis LSD. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram þegar Stansfield Turner aðmíráll, núverandi yfir- maður CIA, gaf skýrslu á fundi hjá rannsóknarnefnd öldunga- deildar Bandarikjaþings. Varpa þær nýju ljósi á þessar tilraunir CIA, sem fyrst barst vitneskja um fyrir tveimur árum i sambandi við rannsókn á vegum öldunga- deildarinnar. 1 skýrslu sinni sagði Turner aðmfráll að hann hefði þegar gert ráðstafanir til að tryggja að aldrei yrði aftur gripið til svipaðra rann- sókna. Upplýsingar aðmirálsins höfðu hins vegar þau áhrif á Edward Kennedy öldungadeildar- þingmann og formann heil- brigðisnefndar deildarinnar, að hann krafðist þess að haft yrði samband við alla þá, sem óvitandi urðu fórnardýr CIA, og þeim .skýrt frá öllu, sem gerzt hefði. Gripið Var til tilrauna þessara, sem hófust árið 1953 og lauk 20 árum síðar, vegna ótta við að Sovétríkin og Kína hefðu fundið leiðir til að stjórna hugsunum manna og gjörðum. Turner aðmíráll skýrði frá þvi að CIA hefði notað ofskynjunar- lyf á borð við LSD í tilraunum til að breyta kynlifsvenjum manna og öðrum siðum. Eyddi leyniþjón- ustan 15 milljónum dollara f til- raunir þessar, en þær báru engan raunverulegan árangur. Visinda- Framhald á bls. 21 Lítill árangur í för r V ance til Israels Jerúsalem, 10. ágúst. Reuter. CYRUS Vance, utanríkis- ráðherra viðurkenndi í dag að honum hefði ekki tekizt að fá ísraelska leiðtoga til að slaka á kröfum sinum til að koma til móts við það sem hann nefndi aukinn sveigjanleika Arabaríkj- anna. Sagði Vance að enn Þeir ríku eiga að borga Madrid. 10. igúst. Reuter. RlKISSTJÓRN Spánar lagði f gærkvöldi fram tillögur sfnar til breytinga á skattalögunum, sem miða að þvf að hækka skatta auðmanna, og draga úr skattsvikum með fangelsisdóm- um. Francisco Fernandez Ordonez f jármálaráðherra skýrði frá breytingartillögum rfkisstjórnarinnar á fundi sér- stakrar þingnefndar, sem skip- uð er fulltrúum allra þing- flokka. Er þar lagt til að komið verði á nýjum eigna- og hátekjusköttum, erfðaskatti og skatti á munaðarvöru, en þeim vinnuveitendum, sem fjölga starfsmönnum sfnum verði veittur sérstakur skattafrá- dráttur. Reiknað er með að þessi nýja skattalagning veitLum 22 millj- örðum peseta (rúmlega 51 milljarði króna) í ríkiskassann strax á fyrsta ári, en stjórnar- andstaðan hefur þó lýst þeirri skoðun sinni að nýju lögin gangi ekki nógu langt. Skattabreytingarnar eru ein megin stoðin í efnahagsstefnu stjórnarinnar, og eitt helzta vopnið f baráttu hennar fyrir þvf að halda kaupgjaldi í skefj- um. Verðbólga á Spáni er nú um 30%, og verkalýðssamtökin hafa borið fram kröfur um kauphækkanir til að mæta henni, þótt um 800 þúsund Spánverjar séu atvinnulausir. Þá hefur rfkisstjórnin birtar nýjar hagtölur, sem sýna að framfærslukostnaður hefur hækkað um 2.8% i júni s.l. og um alls 13.4% fyrstu sex mán- uði þessa árs. Ordonez fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni f gærkvöldi að samkvæmt gömlu skattalög- unum hefði það verið regla, að þvi rfkari sem menn væru, þeim mun auðveldara hefði verið fyrir þá að svíkja und. skatti. væri agreiningur um grundvallaratriði milli Israela og Araba, og að honum hefði ekki tekizt að mjókka það bil í tveggja daga viðræðum við ráða- menn í ísrael. Á blaðamannafundi i Jerúsa- lem í dag sagði Vance að sum Arabarikjanna að minnsta kosti hefðu sýnt aukinn vilja til að finna málamiðlunarlausn. Að- spurður hvort hann væri nokkru nær lausn aðalatriðanna eftir við- ræður hans við Menchem Begin, forstæisráðherra Israels, svaraði Vance: „I viðræðum okkar hér i Israel tókst okkur ekki að mjókka bilið neitt frá þvi sem það var þegar ég var í Taif.“ Atti Vance þar við dvöl sína i Saudi Arabíu fyrir komuna til ísraels að lokn- um viðræðum við leiðtoga Araba- rikjanna. Vance sagði að viðræður hans við utanrikisráðherra helztu Ar- abaríkjanna og Israels yrðu tekn- ar upp að nýju i New York i næsta mánuði á Ailsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, og hann hefði þá samband við þá hvern fyrir sig til að ræða frekari friðaraðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.