Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 16
16
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977
/
„Ottaðist hefndir gagnvart
mér og fjölskyldumiImi,,
—segir Bandaríkjamadurinn Henry Hackert,
sem handtekinn var með Ludwig Lugmeier
BANDARIKJAM AÐURINN Henry
Hackert, sem handtekinn var með
vestur-þýzka afbrotamanninum Lud-
wig Lugmeier, segir frá því í viðtali,
er hér fer á eftir, að hann hafi allt frá
því I maímánuði sl. haft um það
grunsemdir að maðurinn, sem sagð-
ist vera rithöfundurinn John M.
Waller hefði annan mann að geyma.
Reyndi hann að afla upplýsinga um
hver John M. Waller væri en fékk
ekki grun sinn staðfestan fyrr en
daginn, sem þeir voru báðir hand-
teknir við Glæsibæ. Segist Henry
ekki hafa þorað að fara til lögregl-
unnar og segja frá grun sínum, þar
sem hann hefði kynnst þvf af Þjóð-
verjanum að hann réði yfir nægum
fjármunum og gæti til að mynda
mútað lögreglunni og komið fram
hefndum síðar. Henry segist hafa
óttast hefnaraðgerðir gagnvart sé<
og fjölskyldu sinni og því hafi hann
valið þá leið að reyna að vekja á sér
athygli með þýzku mörkunum og
verða þannig valdur að handtöku
Þjóðverjans
Fór til London með
Lugmeier 10. júní sl.
Við hjónin vorum búin að þekkja
hann í um þrjá mánuði og hann hafði
áhuga á að stofna til atvinnureksturs
hér og vildi fá okkur hjónin til þátttöku
í honum sagði Henry — Ég hafði
hálfgerðan ímugust á því að hann
talaði ekki þá ensku sem ég hafði
vanist að írar tali, svo ég vildi reyna að
komast að því hvort h3nn væri r?jn
verulega sá sem hann sagðist vera.
Reyndar hafði ég haft orð á þvi við
hann að mér fyndist málhreimur hans
sérkennilegur Þá svaraði hann því til
að hann væri fæddur i Dublin, en hefði
hins vegar alist upp í Austurríki og
væri það skýring á hinum þýzku-
kennda málhreim hans. Ég leitaði ráða
hjá lögfræðingi og sagði honum
áhyggjur mínar. Bað ég hann um ráð-
leggingar um hvernig ég gæti haft upp
á réttum upplýsingum um John Wall-
er. Hann ráðlagði mér að tala við Brian
Holt ræðismann Breta, hvað ég og
gerði
Ég fór með Bahama-dollaraseðil og
Ijósmynd af John til Brians. Sagði
Brian að seðillinn væri í lagi en tók
fram að hann væri ræðismaður Breta
en ekki íra, en kvaðst eigi að síður
skyldu reyna að komast að hinu sanna
um John Waller og hélt myndinni eftir.
Um þessar áhyggjur mínar út af hvort
John Waller væri örugglega sá sem
hann segðist vera, sagði Brian mér og
notaði enskt máltæki, að þeir sem
maður teldi óvini sína væru ef til vill
beztu vinir manns Hitti ég Brian
nokkrum dögum síðar, en þá sagðist
hann ekki hafa fengið neinar upplýs-
ingar um John Waller.
Síðan er það að 9. júni sl fær John
upphringingu frá London og var á
honum að skilja að hann ætti að koma
strax til Englands Hóf hann nú drykkju
og eftir á að hyggja þá gæti ég trúað
að hann hefði fegnið einhverjar fréttir
um að verið væri að grennslast fyrir
um hver hann væri, því þarna varð ég
fyrst var við að hann yrði virkilega
æstur og líktist æsingur hans hræðslu.
Ákvað hann að fara út strax daginn
eftir, og um kvöldið bauð hann konu
minni að koma með sér Tók hún fyrir
það, en stakk upp á við hann að ég
færi með í staðinn. Vildi John seint um
kvöldið fara upp í Dúfnahóla og fara
þaðan á flugvöllinn, í stað þess að
dvelja nóttina á heimili mínu þar sem
við ætluðum snemma utan um morg-
uninn Þegar þangað kom var amerísk-
ur ferðamaður fyrir í íbúðinni, en John
hafði leyft honum að sofa í svefnp>oka
sínum á stofugólfinu yfir nóttina.
„Ég er banka-
ræningi"
Upp úr miðnætti lagði ég til við
John að við tækjum á okkur náðír þvl
vélin átti að fara snemma Biður hann
mig um að koma út á svalir ibúðarinn-
ar Og segir hann er við komum út
„Þú veist að ég treysti þér, en ég ætla
að segja þér að ég er bankaræningi "
Ég gerði mér grein fyrir að við vorum
drukknir og tók þetta sem bull og
reyndi að telja John á að fara að sofa
Fórum við aftur inn I Ibúðina Þar hélt
hann áfram og sagði allt I einu: „Nafn
mitt er ekki John Waller — ég heiti
Ludwig L ", en seinna nafnið náði
ég ekki að muna Þá sagði hann mér
frá hvernig hann hefði framið rán, og
ég spurði hann þá hvort hann væri
bankaræninginn sem framið hefði
stóra bankaránið I Þýzkalandi. sem ég
hafði lesið um i Newsweek Hann játti
þvi og sagði mér m a frá vopnabúnaði
þeirra og hverníg þeir fjórir sem
frómdu ránið komust undan án þess að
tveir lögregluþjónar i bifreið þar hjá
fengju nokkuð að gert. Þá sagðist hann
hafa fengið vegabréf sitt hjá irskum
sendiráðsmanni Þar sem John hafði
tjáð mér að hann væri rithöfundur tók
ég þetta sem svo að hann væri að
segja mér frá væntanlegri sögu sinni
'og'átti ég Von á hverri stundu að næst
spyrði hann mig hvort þetta væri ekki
góð saga hjá sér
Lugmeier tjáði Henry og konu hans
að hann væri giftur þessari stúlku og
hún væri dóttir forseta Bank of
Brazil I London
Svaf ég mjög lítið um nóttina, en þá
fór ég að velta þvl fyrir mér hvort
eitthvað gæri verið satt í þessum orð-
um hans Ekki hafði ég þó orð á þessu
við John af hreinum ótta og hálft I
hvoru vantrú áað þetta væri satt
Um morguninn 10 júnl fórum við
með flugvél til Glasgow Á meðan við
biðum eftir vél til London vatt sér að
okkur síðhærður Ijóshærður piltur um
20—25 ára að aldri Settist hann á
milli okkar og ræddi við John á þýzku.
en orðaskipti þeirra skildi ég ekki Leit
piltur þessi ferðamannslega út og ég
gerði mér ekki grein fyrir hvort þeir
þekktust eða ekki
Á flugvellinum i London hringdi
John eitthvað. en ég veit ekkert um
það simtal né hvaða mál var talað, þvi
ég sat álengdar við borð Fórum við
siðan i leígubil inn i London og leituð-
um að hóteli Urðum við að leita að
gistingu á nokkrum hótelum þvi hvergi
virtist vera hægt að fá tvö einsmanns
herbergi, en það bað John alltaf um
Loks fundum við hótel sem þó hafði
aðeins eitt eins manns herbergi laust,
Appollo hótel, og gisti ég þar en John
sagðist ætla að gista hjá kunningjum
Sá ég John mjög litið meðan ég var i
London, en hann hafði látið mig hafa
um 30 ensk pund svo ég gæti fram-
fleytt mér þar Siðasta daginn bauð
hann mér út að borða á kinverskum
veitingastað, en á þessum veitingastað
virtust allir þekkja John Waller Að
máltið lokinni bað hann mig um að
koma með sér út í Kensington-garðinn,
en á leiðinni þangað sagðist hann
þurfa að lita við hjá kunningja sinum í
Kensington-hverfinu í vínbúð á leið-
inni þangað keypti John margar flösk-
ur af kampavini Kunningi þessi sem
Basel hét. var ekki heima og skildi
John Kampavíníð eftir þarna, en hann
hafði iykil að þessári ibúð
Ætlaði hann
að drepa mig?
Við héldum út i Kensington-garðinn
Þar var mjög mikið af fólki, enda
sunnudagur og gott veður Þegar John
bað mig um að ganga með sér frá
mannfjöldanum inn á svæði þar sem
enginn var greip mig smá ótti um að
hann hefði jafnvel i huga að drepa mig
og velti ég fyrir mér hvað ég hefði til
varnar f sjálfsvörn Ég hafði ekkert
nema tvo lykla Er við staðnæmdust
bað John mig um að setjast niður i
grasið Hjartslátturinn varð mjög ör og
ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið
En það var sem þungu fargi væri af
mér létt þegar hann spurði einungis
hvort ég hefði blað á mér Ég játti þvl
og dró fram hótelreikninginn Bað
hann mig um að skrifa á bakhlið hans
tvö umboð sem hann ætlaði að veita
mér, og skrifa sjálfur undir Annað
umboðið var varðandi það að hann
heimilaði mér að selja húsgögn sin og
hitt um að hann heimilaði mér að selja
bil sinn Ég var áður búinn að segja
John að ég ætlaði heim á mánudegin-
um. S : gði hann mér þá að hann væri á
förum til Hong Kong og Equador
Tengdur Bader
Meinhof hópnum
Eftir að ég kem heim þá fór ég i
íbúðina að Dúfanhólum, enda hafði
John beðið mig um að selja eigur sínar
hér í ibúðinni finn ég dagbók Johns.
Var hún skrifuð á þýzku og í henni
voru myndir og úrklippa úr Der
Spiegel, þar sem sagt var frá Baader-
Meinhof hópnum. Þessi fundur minnti
mig á að er við horfðum eitt sinn á
sjónvarpsfréttir og vikið var að Baader-
Meinhof hópnum kipptist hann við og
spurði hvað þarna hefði komið fram.
Ég fór heim og sagði konu minni að
mér þætti John í meira lagi grunsam-
legur, og þarna væri jafnvel á ferðinni
bankaræningi. Ég spurði hana ráða, en
hún sagðist eiga bágt með að trúa
þessu, því að henni hefði alltaf fundist
hann mjög viðfelldinn Það næsta sem
ég gerði var að fara með gögnin til
lögfræðings mfns, og spurði hann
hvað ég ætti að gera. Sagði ég honum
söguna um bankaræningjann, en hann
trúði henni ekki. Benti hann mér þó á
að fara til þýzka sendiráðsins.
Ég treysti mér ekki til að fara til
þýzku sendiráðsins af ótta við hefndar-
aðgerðir gagnvart mér og fjölskyldu
minni. Fór ég því til nágranna míns.
sem gat lesið þýzku og sýndi ég hon-
um hvað ég hafði í fórum mlnum.
H : nn skoðaði dagbókina og tímaritsúr-
klippuna, en tjáði mér að úr því væri
ekki hægt að lesa neitt vafasamt. nema
að tvisvar hefði verið minnst á undan-
komu. En væri þessi maður I einhverju
hugsanlegu sambandi við Baader-
Meinhof hópinn, þá ráðlagði hann mér
að láta hann í friði
Enn einu sinni hitti ég Brian Holt
ræðismann á götu. Spurði ég hann
LANDSBANKI
ÍSLANÐS
Er!<mdnt gjaUfayrir
tiýUrx j'tþv) h ,
>Ú?;. -i */
1»gund gjaidéyria/CutTvítcy cod« | i Dagseíning P : T««' S:«iceyr:s ,/<?'. j <P f/J ; il'lfwé Liþjtita>5
j ííttid fftiwtá mjftiX j isttftvxy nfftf-.yr j Sctdir iókfesr : ■ biwfcw *'/%. %. j íisidif ferSfttókiw !
j, »«>»•->)». 1^s:í::edÉSar V.rónuf j S<mírM8*te '«***“: ■■■- V -t| J
!■ Kftyfjl «>jpn<* myn\ . isiftft/xar trrÍKtuf ! S-T-yptir iéxkar líléWsar kioscf j Rwyplir Ustðfxiékksr j hinri/kar kröttur PlP/Pr -j !
Í FttWiskjn ; SimKasinsSttf i
; í Aftrtsr Mnsuiaður
j ’ÍMfH3Í5 K*.
Kvittun Landsbankans vi8 einni
gjaldeyrisskiptingu John M.
Waller. i þetta sinn, 12. apríl sl.,
skipti John 2000 mörkum.
Þessi mynd var tekin af Lugmeier i
byrjun marz sl.
hvorl nokkuð hefði gerst I málinu, en
hann kvað nei við
Nokkru eftir að ég kom að utan,
hringdi John i mig Bað hann mig nú
um að senda sér húsgögnin og bilinn í
stað þess að selja þetta Sagði ég
honum að ég hefði ekki fjárráð til þess
að senda hvorttveggja Svaraði hann
þá að ég gæti selt bilinn og sent sér
þannig húsgögnin. Endaði samtal okk-
ar á þvi að hann sagði i ögrunartón að
ég skyldi gæta tungu minnar. Þessi
ögrun hans varð enn einu sinni til að
vekja hjá mér efasemdir um John
„Þú veizt min bíða tólf ár"
Næsta sem við hjónin heyrðum frá
John er að aðfaranótt föstudagsins 29
júli s.l nokkru eftir miðnætti. er dyra-
bjöllunni hjá okkur hringt. Okkur var
litið út um gluggann og sáum þá að
þar var kominn John Waller. Ég fór
niður og opnaði fyrir honum Tókum
við strax eftir þvl að hann var tauga-
óstyrkur Neitaði hann að þiggja hress-
ingu eða að fara að sofa Spurði hann
mig hvar bill sinn væri Ég svaraði þvi
til að hann væri hér, og bað hann mig
þá um að koma með i ökuferð Þetta
var milli eitt og tvö um nóttina Ég játti
þvi að fara með honum Lá leiðin út úr
bænum um Mosfellssveitina og i átt til
Þingvalla Rétt eftir að við komum inn
á Þingvallaveginn segir John: „Þú veist
að mín biða tólf ár." Ég áttaði mig ekki
alveg á hvað hann var að fara og
spurði hann hvað hann ætti við Hann
svaraði engu til enda yfirleitt mjög
fámáll Skömmu slðar spyr hann mig
svo allt i einu hvernig mér yrði við ef
kona min yrði drepin Ég spurði hann
hvers vegna hann segði þetta, en fékk
engin svör. Ósjálfráð viðbrögð mín
voru að spenna öryggisbeltið þvi John
ók mjög ógætilega Tók ég þá eftir að
hann var ekki með öryggisbeltið á sér,
en hann var vanur að aka með öryggis-
belti.
Við staðnæmdust i nágrenni við
hjólhýsasvæðið á Þingvöllum John
skipaði mér að koma út með sér, og
fylltséftta og hræðslu, og velti ég því
helzt fyrir mér hvað ég gæti gert mér til
varnar Fálmaði ég nú til lyklanna i
vasa mínum, en ekki kom til þess að ég
notaði þá, þar sem John fór út í
hraunið og kallaði til min að koma á
eftir sér Þegar við höfðum gengið
nokkurn spöl leit hann allt i einu í kring
um sig Sagði hann mér að biða með-
an hann skreið sjálfur niður í gjótu
Kom hann að vörrhu spori aftur með
hvitan plastpoka sem i reyndist vera
rauður plastbrúsi. Hrissti hann brús-
ann eins og hann væri að ganga úr
skugga um innihaldið Tók hann þá
hluta innihaldsins úr brúsanum, og
reyndist þar um seðla að ræða
Hræddur um mig og m(na
Við fórum aftur í bæinn og sofnaði
John skömmu eftir að við komum til
baka Ég gat hins vegar ekki sofnað,
vakti konu mina og rétti henni miða
þar sem ég hafði skrifað John væri
með mikla peninga undir höndum
Framhald á bls. 21