Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. ÁGUST 1977 Verkfall verkfræðinga: Yeldur erfiðleik- um við þjónustuna — en bitnar ekki á bráðum verk- efnum, segir vatnsveitustjóri Ljósm.: Guðlaugur Sigurgeirsson. Brezka seglskútan Francis Drake hafði viðkomu f Vestmannaeyj- um í gær á heimleið til Bretlands. Hér sést skútan koma inn á Vestmannaeyjahöfn í blfðskaparveðri. Góð síldveiði í Austfjörðum — en síldin er mögur ennþá „ÞETTA verkfall verkfræðinganna gerir okkur erfiðara fyrir um alla þjónustu við þá, sem í framkvæmd- um standa, og f vissum tilfellum Álitamál — leiðrétting SMÁVÆGILEG en gremjuleg villa hefur slæðzt inn i grein mina, „Hlut leysi visindanna", á laugardaginn. Bók Kristins E. Andréssonar hetir auðvitað „íslenzkar nútima bókmenntir 1918—1948" en ekki „íslenzk bókmenntasaga FORYSTUMENN vinnuveitenda- samtaka verzlunarinnar á Norðurlöndum koma saman til fundar í Reykjavík í dag, sunnu- dag, og á morgun, mánudag. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Verzlunarráði Islands, segir, að fundinn sæki 14 fulltrúar frá öðrum Norðurlöndum auk 7 viSgerðum," sagði ÞóroddurTh. Sig- urSsson, vatnsveitustjóri i Reykja- vik, er Mbl. spurði hann i gær um áhrif verkfalls verkfræðinga hjá borginni á starfsemi vantsveitunnar. Einnig sagði Þóroddur, að verkfallið myndi valda drætti á ýmsum hönnun- arverkefnum, en hjá vantsveitunni eru hönnuð ýms verkefni í sambandi við aðalæðalagnir og virkjun i Heiðmörk Hins vegar kvaðst Þóroddur vona að verkfallið hefði engin áhrif á síðasta áfanga aðalæðarinnar frá Heiðmörk. sem búið er að bjóða út. „Þannig er ekkert brátt sem við erum að vinna við, sem verkfallið kemur niður á," sagði Þóroddur„,en hins veg- ar eru ýms langtimaverkefni, sem munu dragast sem verkfallinu nemur" fulltrúa frá Kjararáði verzlunar- innar, sem hefur annazt undir- búning fundarins. Kjararáð verzlunarinnar var stofnað á árinu 1973 og eru stofn- aðilar Félag íslenzkra stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök íslands og Verzlunarráð Islands. Framhald á bls. 47 SÆMILEG sfldveiði mun hafa verið hjá reknetabátum f Reyðar- firði í fyrrinótt og f gærmorgun voru Hornafjarðarbátar á heim- leið með aflann, samtals um 1500 tunnur. Reknetabátarnir sem þarna hafa verið að veiðum eru allir frá Höfn, og eru þeir 10 talsins. Þá var einn Hornafjarðar- bátur, Æskan, með reknet við Stokksnes f fyrrinótt og fékk um 100 tunnur. Jens Mikaelsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að síldin, sem Hornafjarðarbátar kæmu með, yrói öll fryst hjá fyrstihúsi KASK, þótt hún teldist enn nokkuð mögur til frystingar. Kváðst hann eiga von á að vart yrði lokið við að frysta alla þá sild sem bátarnir kæmu með fyrr en í kvöld. Þá hafði Morgunblaðið sam- Framhald á bls. 47 i Tvílembingsvarpan: Ekki meiri tilraimir i bráð „ÉG A ekki von á að við gerum frekari tilraunir með tvílemb- ingsvörpu til kolmunnaveiða i bráð,“ sagði Már Elfsson, fiski- málastjóri, er Mbl. spurði hann um árangur tilrauna Vestmanna- eyjabátanna tveggja með tvflem- bingsvörpu. Sagði Már, að kol- munninn hefði dreift sér svo mjög, að það hefði verið til vand- ræða og hefðu bátarnir hreinlega ekki orðið varir sfðasta hálfa mánuðinn, sem tilraunin stóð. Hins vegar sagði Már, að eftir væri að meta árangurinn af þess- ari tilraun, hvað hegðun vörpunn- ar snerti, en á vörpunni voru gerðar breytingar á meðan á til- raununum stóð og sagði Már að skipstjórarnir hefðu skilað skýrslu um málið. Framhald á bls. 47 Aðeins 4 með loðnu AÐEINS fjórir loðnubátar tilkynntu um afla frá kl. 14 i fyrradag fram til kl. 11 i gærmorgun. Þá var vitað að allmargir bátar voru komnir með ein- hvern afla og hugðu á ferð til lands. þar sem veður fór versnandi á loðnu- miðunum. Skipin sem tilkynntu um afla eru þessi: Ársæll Sigurðsson GK 200 lestir, Gullberg VE 300. Loftur Bald vinsson 400 og Fifill GK 300 lestir. 1918—1948" Hannes Gissurarson Norrænir kaupsýslu- menn þinga í Reykjavík ATA-þing í Reykjavík — ATA-þing í Reykjavík — ATA-þing í Reykjavík Peter Dankert, Hollandi: Nærtækara að ræða um „innan- húsmál" NATO PETER Dankert er forsvars- maður hollenzku nefndarinnar sem situr ráðstefnu ATA hér á landi. Hann er þingmaður jafn- aðarmanna f Hollandi. formaður utanríkismálanefndar þingsins og um leið varaformaður áhuga- mannasamtakanna i Hollandi um starfsemi Atlantshafsbanda- lagsins. Morgunblaðið spurði hann álits á aðalefni ráðstefnu ATA hér á landi — þeirri vaxandi hættu sem vestrænum ríkjum stafar af auknum hernaðarmætti Sovét- ríkjanna. ,,Ég er sannast sagna ekkert alltof hrifinn af þessu þema. Ég held að það sé verið að gera of mikið úr þessu atriði og hefði fundizt nærtækara að snúa sér að „innanhúss“ vandamálum bandalagsins," sagði Dankert, „Luns kom einmitt dálftið inn á þetta atriði hérna áðan — hina vaxandi nauðsyn þess að við mörkum okkur ákveðna hugmyndafræðilega stefnu, og ég held að þessi sífelldi malandi um herfræðinga og herfræðileg atriði sé einungis til þess fallinn að fæla allan almenning frá bandalaginu og markmiðum þess.“ Dankert kvaðst telja að ríki Atlantshafsbandalagsins ættu nú að staldra lítið eitt vió, hætta stöðugu tali um hernaðarmál og hernaðarmátt, sem einungis væri til þess fallið að setja A- Evrópulöndin í varnaraðstöðu. „Við ættum að leggja áherzlu á og draga fram aðra þætti í samstöðu okkar, hinna vestrænu lýðræðis- ríkja, sem ég tel að muni verða mun áhrifarfkara gagnvart and- stæðingum okkar í austri þegar fram líða stundir." Um afstöðu almennings til Atlantshafsbandalagsirts í Hollandi sagði Dankert: „Flokkur minn, jafnaðarmenn, iítur gagn- rýnum augum á tilveru Atlants- hafsbandalagsins, en telur sig eiga einskis annars úrkosta en vera þar með, eins og nú háttar, og eftir því sem mér heyrðist á utanrfkisráðherra ykkar Is- lendinga er ykkar afstaða ekki ósvipuð. Hinu er þó ekki að leyna að á síðustu árum hefur dregið úr andstöðu Hollendinga almennt við aðildina að NATO eftir því sem einræðisstjórnir í Grikk- landi, Tyrklandi og Portúgal hafa látió undan síga, en til skamms tíma umbar Atlantshafsbandalag- ið þessar þjóðir af heldur vafa- sömu þolgæði og veikti það álit bandalagsins mjög. Hefði mér ekki þótt úr vegi að þessi breyttu viðhorf yrðu aðalefni ráðstefnu sem þessarar, jafnframt því sem bandalagið léti sig mannréttinda- mál skipta í auknum mæli. Stefnubreyting t.d. Bandaríkj- anna í þeim efnum hefur að mín- um dómi mjög styrkt stöðu þeirra í augum almennings og sú hefði væntanlega einnig orðið raunin um bandalagið." Dankert kvað andstöðu almennings við bandalagið nú i Holiandi einna helzt speglast í þeim útgjöldum, sem þar væri varið til hernaðarmála. Hann var síðan spurður að því hvort ráð- stefnur ATA á borð við þær, sem hér eru haldnar, hefðu einhvern raunhæfan tilgang. „Framsögu- ræðurnar i dag þóttu mér nú ekki sérlega merkilegar, enda voru framsögumenn aðallega opinberir fulltrúar Atlantshafsbanda- lagsins og maður mátti nokkurn veginn fyrir fram vita hvað þeir myndu segja. Þeir leggja auðvitað aðaláherzluna á ágæti gangvirkis hernaðarvélar NATO og hvar enn frekari úrbóta sé þörf í von um að þrýsta þar með á enn frekari fjár- framlög til bandalagsins. Gagn- legasta starf svona ráðstefnu gerist á sjálfum nefndar- fundunum, þar sem fulltrúar hinna ýmsu bandalagsríkja hitt- ast, leggja fram hin sérstöku vandamál sinnar þjóðar og kynn- ast vandamálum og viðhorfum annarra þjóða í bandalaginu. Slíkt getur óneitanlega verið gagnlegt." Noregur og ísland eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta innan NATO BJÖRN Anton Nordahl er lektor viö menntaskóla f Sarpsburg, sem er bær syðst f Noregi. Hann hefur verið félagi í Samtökum um vest- ræna samvinnu um alllangan tíma, en kennir sögu f þeim skóla, sem hann starfar við. Morgun- blaðið spurði Björn Anton Nor- dahl um álit hans á ATA. Hann sagði: — ATA er borgaralegur félags- skapur, sem vinnur að því að þróa hugmyndina, sem er grundvöllur Atlantshafsbandalagsins, sem í raun hefur marghliða virkni. ATA vinnur að því að upplýsa hinn almenna borgara um stefnu- mið bandalagsins og innan þess fer fram frjótt starf á margs kon- ar sviðum. Ég hefi t.d. átt tais- verðan þátt i menntamálanefnd bandalagsins. Helzti kostur þess- arar starfsemi er að hún er opin og þar er fjallað um margs konar atriði, sem upp koma. Þar er t.d. rætt um ýmsa veikleika og þeir gagnrýndir. NATO er sterkt að mínu áliti og helzti kostur þess er, að það er varnarbandalag, en hlutverk þess er aldrei að gera árás. Hins vegar myndi varnar- hlutverk þess, ef á það yrði ráðizt, sjálfsagt leiða til algjörrar styrj- aldar og þvi eru í gangi viðræður eins og SALT og fram fór ráð- stefna á borð við öryggismálaráð- stefnuna i Helsinki. Þetta er allt að mínu mati nauðsynlegt, en menn verða einnig að minnast þess, að til þess að ríki Atlants- Mary Bass, Bandaríkjunum: „Aukin fjárútlát til varnarmála MARY Bass heitir ung bandarlsk kona og einn fulltrúanna á ATA- ráðstefnunni. Hún hafSi þetta að segja: „Þetta er I fyrsta sinn sem ég sit þing sem þetta og er því ekki beinlinis tilbúin til að koma með yfirlýsingar í sambandi við vaxandi ógnanir gegn Atlantshafsbanda laginu. En ráðstefna þessi hefur I alla staði verið hin athyglisverðasta og mér finnast allir samdóma um það að auka beri fjárútlát til varnarmála, þó að mér sé hins vegar kunnugt um ff marga þegna 1 Bandarikjunum. sem álita aukm útlát til hernaðar eða varnarmála hina megnustu fjar- stæðu og að koma þurfi á auknu jafnvægi í opinberum fjárútlátum Það eru samtök ungra stjórnmála leiðtoga i Bandarikjunum. sem hafa kostað för mina á þetta þing Ég er sjálf i bandarlskum stjórn málaflokki, sem ber nafnið E.R.A America og berst sá flokkur fyrir jafnrétti kynjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.