Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
W.
Oskum að ráða
aðstoðarmenn og nema í blikksmíði.
B/ikksmið/an Grettir,
Ármú/a 19, sími 81877.
Kennarar
Einn kennára vantar við grunnskóla
Njarðvíkur. Upplýsingar hjá skólastjóra í
síma 2125 eða 1369 og formanni skóla-
nefndar í síma 2507. Umsóknarfrestur til
4. september.
Skólast/óri.
Bifvélavirkjar
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að
ráða sem fyrst bifvélavirkja til starfa á
verkstæði við almennar viðgerðir. Góð
vinnuaðstaða. Framtíðarstarf og góð laun
fyrir réttan mann. Upplýsingar sendist
Mbl. merkt: „Bifvélavirki — 4376".
Fóstra
Fóstru vantar að dagheimilinu Völvuborg
frá 15. október. Uppl. gefur forstöðukona
í síma 73040.
Kennara vantar
að Vélskóla Islands í eftirtöldum greinum:
A) Smíðum.
B) Bóklegri vélfræði og burðarþolsfræði.
C) Eðlis- og efnafræði og stærðfræði.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma
23766
Vélskóli íslands
Aukavinna —
Afgreiðslustörf
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa eft-
ir því sem þörf krefur, aðallega um kvöld
og helgar.
Umsækjendur leggi nöfn, heimilisföng,
símanúmer og aldur inn á afgreiðslu
blaðsins, merkt: „Dugnaður og heiðarleiki
— 4382", fyrir 7. sept. 1 977.
Náms- og
félagsráðgjafi
Garðaskóli óskar að ráða náms- og félags-
ráðgjafa til starfa. Skriflegar umsóknir
skulu sendar skrifstofu skólans Lyngási
7 — 9, Garðabæ, fyrir 5. sept. n.k.
Skólast/óri.
—tmuuunwti
WrM Frá Mýrarhúsaskóla
Seltjarnarnesi
10—12 ára börn mæti föstudaginn 2.
sept. kl. 9. 6 — 9 ára börn mæti þriðju-
daginn 6. sept. kl. 10.00. Kennarafund-
ur verður fimmtudaginn 1. sept kl.
10.00
Skólast/óri.
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við
Garðaskóla.
Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma
52193 og 52194.
Skólast/óri.
Óska eftir starfi
hálfan daginn. Er vön bókhaldi, vélritun
og almennum skrifstofustörfum. Tilboð
sendist fyrir 6. sept. merkt: Stundvís
4267.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
Lyfjatæknir eða aðstoðarmaður vanur
apótekavinnu, óskast til starfa í lyfjabúri
spítalans frá 1 1. september n.k. Umsókn-
um ber að skila fyrir 5. september n.k. til
forstöðumanns lyfjabúrs, sem veitir nán-
ari upplýsingar.
Keflavík
Glugga- og hurðaverksmiðjan Rammi, vill
ráða smiði og aðstoðarfólk. Upplýsingar
gefnar á staðnum, ekki í síma.
Iðnfyrirtæki
óskar eftir að ráða viðskiptafræðing eða
menn með góða starfsreynslu á sviði
viðskipta.
Um er að ræða bókhaldsstarf ásamt
umsjón með innheimtu og daglegum
fjármálum.
Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast leggið
inn umsókn merkta: „Viðskiptastarf —
4261" á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
5. sept.
Öllum umsóknum verður svarað.
Atvinna — Atvinna
Viljum ráða nú þegar eða eftir samkomu-
lagi starfsfólk til ýmissa starfa í verk-
smiðju vorri. Mötuneyti á staðnum. Góð
vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar hjá
verkstjóra, (ekki í síma).
H.F. Raftækjaverksmiðjan
Lækjargötu 22
Hafnarfirði
Vífilsstaða-
spítalinn
Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar eða
eftir samkomulagi. Vinna hluta úr fullu
starfi kemur til greina svo og einstaka
vaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjórinn, sími 42800.
Sölumaður
Heildverzlun óskar eftir að ráða sölumann
í vefnaðarvöru strax. Æskilegt að um-
sækjendur hafi reynslu í starfi og kunn-
áttu í almennum skrifstofustörfum. Um-
sóknir er tilgreini aldur og fyrri störf
sendist blaðinu fyrir 31. þ.m. merkt:
„Fjölbreytt starf — 4377."
Tjaldanesheimilið
STARFSMENN óskast til starfa í eldhúsi
og til vaktavinnu við umönnun vistmanna
frá 1. september n.k. eða eftir samkomu-
lagi. Skriflegum umsóknum ber að skila
i til forstöðumanns fyrir 31. ágúst n.k.
Rannsóknarstofa
Háskólans
R/TARI óskast til starfa frá 15. september
n.k. eða eftir samkomulagi. Leikni í vélrit-
un og staðgóð þekking á íslenskri réttrit-
un nauðsynleg ásamt kunnáttu í a.m.k.
einu erlendu tungumáli. Umsóknum sé
skilað fyrir 10. september n.k. til skrif-
stofustjóra rannsóknastofnunnar, er veitir
nánari upplýsingar.
Kópavogshæli
SJÚKRAÞJÁLFARI óskast til starfa nú
þegar, eða eftir samkomulagi. Upplýsing-
ar veitir yfirlæknir, sími 41 500.
ÞROSKAÞJÁLFAR. SJÚKRALIÐAR OG
AÐSTOÐARFÓLK óskast til starfa á hinar
ýmsu deildir hælisins. Upplýsingar veitir
forstöðumaður, sími 41 500
Reykjavík 26. ágúst 1977.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA.
í EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000
Einkaritari
Óskum eftir að ráða einkaritara, sem getur unnið sjálfstætt við
ýmis skrifstofustörf. Þarf að hafa starfsreynslu og góða kunn-
áttu í ensku og norðurlandamáli. Hálfs- eða heilsdagsvinna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf óskast sendar fyrir 5. september.
Varmi hf.
Laugavegi 168, Reykjavík
Skrifstofustarf
Útflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða
sem fyrst ritara til almennra skrifstofu-
starfa.
Starfið er fólgið í almennri vélritun og
íslenzkum og enskum bréfaskriftum og er
góð enskukunnátta og vélritunarþjálfun
æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir miðvikudag 28.
ágúst merkt: „S — 4009,,.
MUJMMMMM
Atvinna
Hjá Seltjarnarnesbæ eru laus störf á skrif-
stofu:
1 Vélritun — almenn skrifstofustörf. Frá
1. september n.k.
2. Póstafgreiðsla — Símavarzla — Vél-
ritun. Frá 1. október n.k.
Upplýsingar um störfin veita bæjarritari
og bæjarstjóri.
Bæjars tjórinn Seltjarnarnesi.