Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 19 SARTRE: Nei, nei, yfirleitt ekki, yfirleitt enga sektartilfinn- ingu. Mér hafði samizt við for- eldra mina og naut míns frelsis. — En móðir yðar hefur þó haft mjög ákveðnar skoðanir á þessum efnum? SARTRE: Já. Reyndar alltof ákveðnar. Ég var alltaf strákur. En allákveðinn líka. — Svo þér hafið þá getað sofið hjá dóttur Pedells án nokkurrar sektartilfinningar? SALTRE: Já. Og reyndar gerði ég það fyrst árið eftir hjá stúlk- um, sem maður hitti i Luxemborg- argarði. — Má ég koma aftur inn á hug- myndirnar um hjónabandið? Hafði það aldrei hvarflað að yður sem ungum manni að kvænast einhvern tima eins og hver ann- ar? SARTRE: Ég hef aldrei hugsað mikið út í hjónabandið sem slíkt. Ég var þó meira að segja trúlofað- ur einu sinni, þegar ég var 23ja ára gamall. Ég hafði kynnzt frænku skólafélaga mins í sumar- leyfi og orðið ástfanginn af henni. Ástfanginn er kannski fullmikið sagt, en mér líkaði mjög vel við frænku hans. Og ég held, að það hafi verið gagnkvæmt — hún þráði að vera ástriðufull og gerði þess vegna alltof mikið úr tilfinn- ingum sínum. Foreldrar hennar litu auðvitað á málið af skynsemi. Hver var ég eiginlega? Háskóla- stúdent. Hjónaband kæmi alls ekki til greina, fyrr en eftir tvö ár, er ég hefði lokið prófi. Þegar foreldrar mínir báðu um hönd stúlkunnar, fengu þau blátt nei. Niðurstaðan var ekki sérlega skemmtileg fyrir mig eða foreldra mína. — Voru þau mjög reið? SARTRE: Jú, en mér varð þó mest hugsað til þess, hve þetta væri andstyggilegt mál fyrir stúlkuna. Vafalaust hef ég gert of mikið úr því, en ég hélt, að hún hiyti að vera hræðilega óhamingjusöm, og það hafði voða- leg áhrif á mig. Hreinskilnislega sagt var ég alls ekki svo óánægður yfir úrslitum málsins, en mér leiddist það auðvitað. Og þegar mér varð hugsað til hinnar ár- angurslausu pílagrímsfarar for- eldra minna, fékk ég mér flösku af víni og drakk mig fullan út af fyrir mig i stað þess að leika tenn- is með félögum mínum. Ég grenj- aði meira að segja svolitið. Fyrst og fremst af því að ég var fullur, en mér létti við það. Ég vil alls ekki segja, að það hafi verið nein uppgerð, en ég var þó ánægður yfir þvi að hafa lagt fram minn skerf i formi tára. — Um svipað leyti sá Simone de Beauvoir yður í fyrsta sinn í háskólanum í Sorbonne. Hún seg- ir, að þér hafið haft linan hatt á höfði, verið voðalega illa klæddir og einnig hálfsóðalegir. Var það ekki hirðuleysi af ásetningi að vissu léyti? SARTRE: Vissulega. Eg var ekki einn um að vera hirðulaus í fasi og klæðaburði. Vinir minir Nizan, Maheu og* aðrir iðkuðu þetta líka. En þeir báru sín óhreinindi af meiri reisn en ég, af þvi að þeir voru þá þegar búnir að koma sér upp fullkomnari ástkon- um. Þetta var eiginlega morgun- skíturinn. Þegar við fórum á fæt- ur, þvoðum við okkur eins litið og mögulegt var. Þannig fórum við til dæmis af ásettu ráði til morgunverðar í litlu matstofuna í náttskyrtunni, óþvegnir og órak- aðir. — Hvernig var það, þegar þér hittuð Simone de Beauvoir? Funduð þér strax á yður, hvaða hlut hún myndi eiga í lífi yðar? SARTRE: Ekki strax. Þetta byrjaði dálitið undarlega. Ég hafði veitt henni athygli á fyrir- lestrum í háskólanum í Sorbonne. Mér leizt vel á hana. Hún var lagleg, en hræðilega illa klædd. Það var alveg satt. Foreldrar samning, sem þið gerðuð um að hafa ekki i frammi neinar blekk- ingar, engin svik og engin laun- ungarmál? SARTRE: Fullkomlega. Oft hefur Simone de Beauvoir verið að grinast og sagt, að ég hefði ekki sagt sér þetta eða hitt. En það er ekki rétt. — Hafið þér aldrei leynt hana neinu? SARTRE: Aldrei. — Það skiptir yður mjög miklu máli, er það ekki? SARTRE: Vissulega. Það er gifurlega mikilvægt að leyna engu. Auðvitað verð ég oft að halda einhverju leyndu gagnvart sumu fólki, það er hin hvíta lygi. En aldrei gagnvart henni. — En af hverju sannleikann skilyrðislaust? Rætt við franska rithöf- undinn Jean-Paul Sartre um samband hans við konur um ævina hennar höfðu valið fötin á hana. Ég hafði aldrei talað við hana. Maheu var mikill vinur hennar. Einn daginn sagði hann við mig: „Af hverju kynnist þú henni ekki?“ Ég sagði: „Rétt hjá þér. Reyndu að koma því um kring, að við hittumst." Þannig gerðist það. Og ég bauð henni á lítið kaffihús. En sá góði Maheu gerði mér •4 grikk. Simone de Beauvoir sendi systur sína á stefnumótið í stað- inn. Og ég varð að bjóða henni út. Ég hafði ekki nokkurn áhuga á systurinni, sem auðvitað hefur breytzt síðar. En þá varð ég ofsa- reiður. Henni hlýtur að hafa leiðzt skelfilega það kvöld. Ég gerði mér far um að vera vin- gjarnlegur, en gat varla leynt reiði minni. Nokkrum dögum síð- ar hitti ég svo Simone de Beau- voir. Við ákváðum að lesa saman undir próf, Maheu, Nizan, Aron, hún og ég. Og þá áttum við oft langar stundir saman yfir grisk- um texta eða heimspekilegum flækjum. Og þá fórum við fyrst að fara á göngu saman, og við Simone ráfuðum um götur París- arborgar. Við vorum eiginlega all- an tímann saman. — Sem sagt mjög fljótt fast samband? SARTRE: Regiulegt samband varð það eiginlega ekki fyrr en nokkrum nánuðum síðar, en það breytti engu. — Þegar maður les endurminn- ingar Simone de Beauvoir, skilst manni, að tilfinningar ykkar hafi verið gagnkvæmar þegar í stað. SARTRE: Já, ég held það, strax. Við kynntumst svo betur í sumarleyfinu. Heima hjá henni úti á landi. — Og síðan gerðuð þið „tveggja ára samning" þá um haustið? SARTRE: Já, það var broslegt á sinn hátt. Ég skal segja yður, að ég hafði ekki í huga ævilegt sam- band — sem það þó varð en ég átti hugmyndina að þessu: Mér líkar svo prýðilega við Simone de Beauvoir, en hve lengi stendur það? Alltaf tvö ár. Henni leizt heldur illa á hugmyndina um samninginn, þar sem hún hafði heldur ekkert álit á hjónabönd- um. Og svo var alltaf hægt að framlengja samninginn ... — Og þetta varð fljótt ævilang- i ur samningur? SARTRE: Já, áður en ég fór I ' herinn. — Hafið þér haldið þennan SARTRE: Af því að samband mitt við hana var miklu mikilvæg- ara og dýrmætara en nokkurt samband, sem ég hafði haft á þeim tima við nokkra manneskju. Ég var sjálfselskur karlmaður, en eftir að ég hafði kynnzt Simone de Beauvoir, fannst mér ég hafa eins gott samband og ég gat hugs- að mér við aðra menneskju. Þetta var hið fullkomna samband. Ég á ekki við kynlif okkar, okkar nána samlíf — ég á við að geta rætt saman eða ráðgast um hvaða ákvörðun, sem máli skiptir. Jafn fullkomið samband byggist á al- gjöru jafnræði beggja aðilja. Með okkur er algert jafnræði. Annars gætum við ekki umgengizt hvort annað. — Þið einsettuð ykkur þegar i upphafi að líta á ást ykkar sem nauðsynlega ást, en hvort ykkar um sig myndi hafa önnur, breyti- leg ástasambönd. Ég býst við, að við hafið rætt mikið um þetta. SARTRE: Ég man nú ekki lengur svo nákvæmlega, hvernig við ræddum um þetta. En Simone de Beauvoir var þessu sammála fyrir sitt leyti. Henni fannst, að sér væri það mikilvægt að hafa kynni af ýmsum mönnum i sínu lifi, en hún vildi alls ekki, að samband sitt við mig liði fyrir það. Hún er einnig sama sinnis um fleirtölu, hvað snertir kynni af hinu kyninu. Hún getur ekki hugsað sér, að kynlíf sé með öllu bundið við einn og sama mann- inn. — Og að hvaða leyti eru þessi tækifæriskynni nauðsynleg? SARTRE: Maður kynnist þó öðru fólki, stofnar til kynna og vináttu við aðra! Það er ekkert vit í þessari útilokunarreglu, sem greinilega er tilkomin af hug- myndinni um hjónabandið og frá kirkjunni. Kynlíf er í rauninni aldrei bundið við ákveðna þjóð- félagsskipan. Simone de Beauvoir stofnar til nýrra kynna, en þá er alltaf gengið út frá þvi, að menn- irnir hafi jafnframt kynni af öðr- um konum. Þess vegna hef ég fallizt á þessi sjönarmið. Það er stundum erfitt, en ég vildi fallast á þau og hef gert það. Sambandið við Simone de Beauvoir var það, sem mestu máli skipti — og svo er enn — og allar aðrar konur í rnínu lífi hafa verið númer tvö. — Og hafa „allar aðrar“ konur látið sér það lynda? Framhald á bls. 21 Miðstöðvarofnar Vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði voru eru til sölu talsvert magn af notuðum Eiral- m iðstöð varof n u m. Ofnarnir eru allir 54 cm. á hæð og breidd frá 64 cm. til 236 cm. Upplýsingar um verð gefur Innkaupadeild Flug- leiða sími 27800. Flugleiðir hf. 3 CATERPILLAR Eigum til afg reiðslu nú þegar 2,5 tonna rafmagns- lyfta ra. VÉLADEILD hekla hf. Laugavegi 170-172, — Simi 21240 Qiterpilar. Cat.oq CB eru skrósett vörumerki TIL LEIGU Hús þetta að Skaftahlíð 24 er til leigu nu þegar. Húsið er nú því sem næst tilbúið undir tréverk og hentar það vel fyrir margskonar starfsemi, s.s. skrifstofur, skóla, opinbera umsýslu, versl- anir, banka, verkfræðistofur, læknamiðstöð, fyrir félagasamtök, hótel. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Hver hæð er að flatarmáli 465 fm. og kjallarinn er 65 fm. Innkeyrsla er í kjallarann og 1. hæð hússins. Lóð hússins er frágengin og bifreiðastæði, sem rúmar um 100 bíla, er malbikað. Húsið leigist í einu lagi eða stökum hæðum, tilbúið undir tréverk eða lengra komið. Stór lyfta fylgir uppsett. Um langtíma leigu getur verið að ræða. Nánari upplýsingar veitir Einar I. Halldórsson á skrifstofu félagsins i sima 21120. Laugavegi 178, Reykjavik . Sími 2H20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.