Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 21 — Jean-Paul Sartre Framhald af bls. 19 SARTRE: Já, yfirleitt. Þær hafa ekki verið alltof ánægðar. Ég hef aldrei verið neitt að látast gagnvart þeim, ég hef alltaf sagt hverri konu þegar í upphafi: Það er ein kona til, og hún heitir Simone de Beauvoir, hún er það, sem mestu máli skiptir í minu lifi. Þær hafa orðið að kyngja því. — Hefur hið gagnstæða komið fyrir, að þessar konur hafi litið á yður sem „augnabliksást"? SARTRE: Ekki á þeim tíma, sem við erum að ræða um. Og hafi það síðar gerzt, þá hafa þær ekki sagt það við mig. — Finnst yður þörfin á til- breytingu algerlega sjálfsögð? SARTRE: já, en jafnframt fann ég enn betur til þess, hve samband mitt væri mikilvægt — við Simone de Beauvoir. — Mikilvægt, en ekki nóg samt? SARTRE: Og þó, nærri því alveg fullnægjandi. — En hvers vegna þá? SARTRE: — Sennilega vegna þess að hið líkamlega samneyti út af fyrir sig beinist að ýmsum kon- um eða fleiri mönnum en einum* Þér hafið kynferðisleg mök, gott, ágætt, en við hvern eða hverja? Við einn eða fimmtiu? Það er ekkert í kynhvötinni sjálfri, sem segir til um það. Og þess vegna held ég, að þegar sambandið milli manns og konu sé nokkurn veg- inn fullkomið, verði það öðru æðra. Það er sama, hver maður- inn eða konan er. Og þar er sam- band mitt við Simone de Beauvoir er svo sterkt, algerlega einstakt, hið mikilvægasta og nánasta, geta jafnvel ekki náin kyni af neini annarri konu haft nein áhrif á það. Þegar samband tveggja manneskja hefur náð slíkri festu, að það hefur næstum þvi orðið að nýjum einstaklingi — gert tvö „þú“ að einu ,,við“ — þá er það óhagganlegt. Þessu „við“ hef ég náð nleð Simone de Beauvoir — það hefur verið svo alla okkar tíð. — En hefur verið eins auðvelt fyrir Simone de Beauvoir eins og yður að búa við það frelsi, sem samið var um í upphafi sambúðar ykkar? í bók sinni „Beztu árin“ spyr hún sjálfa sig óttaslegin, hvort þið munið ekki fjarlægjast hvort annað, ef þér heimsæktuð „M“ í Ameríku? SARTRE: Ég held, að þá hafi verið um misskilning okkar á milli að ræða. ,,M“ kom til Frakk- lands til nokkurra mánaða dvalar, en Simone de Beauvoir var farin til Ameríku til að hitta þar aftur Nelson Algren. Þegar hún kom til baka, hittumst við í Kaupmanna- höfn, vorum þar í hálfan mánuð og fórum svo til Fontainebleau. Þessi tvöfalda víxlun — hún, Nel- son Algren, ég, „M“ — truflaði svolítið samband okkar. En það byggðist aðeins á misskilningi. — Simone de Beauvoir var hrædd en ekki þér? SARTRE: Ég' var alls ósmeyk- ur, því að mér fannst það allt merkilegt, sem hún sagði mér. Ég veit ekki, hvort það var ástæða til ótta eða ekki. Ég veit það bara að hún misskildi það, sem ég sagði. Eitt kvöldið spurði hún: „Hvað um „M“? Skiptir hún þig miklu máli?“ Og það gerði hún í raun og veru þá. Og ég svaraði: „Mjög miklu, en ég er hjá þér, eða hvað?“ En þessi setning, sem ég verð að viðurkenna að ekki hafi verið sérlega ástúðleg, var þó sér- lega vel meint. Eg var að reyna að segja: En hið eina sanna og eigin- lega samband er samband okkar tveggja. — Þetta var ekki mjög skýrt? SARTRE: Nei, það var það ekki, en þó í fullri hreinskilni mælt. En hún skildi það ekki. Henni fannst svar mitt út i hött, og um tíma, kannski í mánuð, var hún fámál. Eg held, að það hafi verið i eina skiptið, sem við höf- um lenf í þrætu. — „M“ skipti sem sagt ekki eins litlu máli og hinar? SARTRE: Hvað skal segja, þetta byrjaði öðruvisi. .. þetta var í Ameriku. Annars, skiljið þér, anda þær konur, sem ég hitti, að sér sama lofti og gamga á sömu jörð og Simone de Beauvoir. Þegar ég fór til New York, var það staður, þar sem Simone de Beauvoir hafði aldrei verið — I sem hún þekkti ekki einu sinni. Fyrir mér var þetta endurfæðing. Ég meina, það var eins og ég hefði byrjað nýtt líf. I alveg nýjum heimi, þar sem fólk talaði annað mál, hafði aðrar hugmyndir og litu á allt frá allt öðrum sjónar- miðum. Alltaf siðan, þegar ég fór til Ameriku og hitti „M“, varð ég fyrir þessum sömu, sterku áhrif- um. En „M“ í Frakklandi — það hefði verið allt öðruvísi. Hið venjulega, mætti segja. Og þar hefur Simone de Beauvoir algjöra yfirburði. — Voruð þér aldrei afbryæði- samur, þegar Simone de Beauvoir fór að finna Nelson Algren? SARTRE: Aldrei. Þvert á móti. Eg hefði gjarna vilja hitta hann. — Afbrýðisemi þekkið þér ekki? SARTRE: Yfirleitt ekki. — En þó ekki laust við það? SARTRE: Nú, jú, stundum var ég víst ofurlitið afbrýðisamur. En annars aldrei út i Simone de Beauvoir. Samband okkar er svo mikilvægt, að ævintýri hennar með manni eins og Nelson Algren fer ekki i taugarar á mér. — Haldið þér, að slíkt samband eins og það, sem þér hafið byggt upp með Simone de Beauvoir, geti einnig annað sambýlisfólk haft sín á milli? Og hver væru þá skilyrðin fyrir því? SARTRE: Fyrst og fremst menningarlegt jafnvægi þeirra. Ef annað þeirra hefur yfirburð í þeim efnum, gengur það ekki. Þau verða að líta sömu augum á umheiminn. Annað skilyrðið er, að bæði geti verið örugg hvort um annað, að þau viti, að þeirra sam- band sé öllum öðrum hugsanleg- um samböndum æðra. Það eru hinir sérstöku eiginleikar Simone de Beauvoir, sem leiddu til þess, að hún skipaði þann sess í lifi minu, sem engin manneskja önn- ur getur gert. Og þó á ég hugljúf- ar endurminningar frá ýmsum „tækifærissamböndum" mínum, á n þess að likja þeim nokkurn tima saman við sambandið við Simone de Beauvoir. Á engan hátt. Það skapast ekki á einni viku, heldur á þremur eða fjórum árum. Við höfum skilið, hvers virði við erum hvort öðru. Þegar nú er komið að ævi- kyöldi, og þér hugsið út í það, að annað ykkar hljóti að deyja á und- an, hvort væri verra fyrir yður? SARTRE: £g veit það ekki. Ég veit aðeins, að hún yrði mjög óhamingjusöm án mín. Og eins ég án hennar. Ég veit það einfald- lega ekki. — Ef þér væruð orðinn tvítug- ur aftur — mynduð þér þá lifa sama lífi enn einu sinni? SARTRE: Hvers vegna ekki? Jú, ég held það. Ég er ekki óham- ingjusamur núna — og hef mjög sjaldan verið það. —svá Efnalaugin Vesturgötu 53 Frá og með 29. ágúst hættum við að taka fatnað til hreinsunar. Verðum eingöngu með rúskinnshreinsun og fatalitun. Afgreiðslutími frá 1. september, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8 —18. Sendum í póstkröfu. Þökkum viðskiptin. Efnalaugin Vesturgötu 53. Höfum fyrirliggjandi á iager nú þegarl V. drifkeðjur í eftirtöldum stærðum: B.S. keðjur: (British standard). 135. 1 9.%,, á kr: 1 2.45 pr/m. B.S. 25 1"á kr: 2235 pr/m. B.S. 38. 11/2„ á kr: 6496 pr/m. ANSI: keðjur (american standard). , ANSI 140 13A á kr. 7.980 pr/m ' ANSI 100 1 ’A,. á kr. 4.463 pr/m. % tonn strekkjara Olíusíur f i lt e r s Loftsíur í þungavinnuvélar Smursíur ÐPPTF Sundaborg 25 — Reykjavík Simi 36699 H Stimpla og slífar Scania ÞS11. Volvo TD 47 Volvo P50. Volvo TP 70 Benson 314/352. Pekins o.fl. o.fl. Við bjóðum af öllum pottablómum í tilefni sýningarinnar Ný deild í Blómaval þar sem við bjóðum glæsilegt úrval af pottablómum Aðeins 200 metra frá Laugardal Verið velkomin í Blómaval pon^uo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.