Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1977 As0 GUiOra ‘Ascaeir%éá44ír J J Jqára # Hrauú^rQUÍ 3U ko pQ VoCJf Þungur fatnadur Brynja er mjög glæsileg útlits. en ekki er beint hægt að segja að auðvelt hafi verið fyrir vesalings mennina að hreyfa sig, þegar þeir voru iklæddir skrúðanum. Riddarar og aðrir stríðs- menn urðu að burðast með „fatnað", sem vó 25—30 kg. Framleiðendur brynjanna gerðu þó sitt ýtrasta til að auðvelt væri að hreyfa sig í klæðunum. Liðamót og hengsli hreyfðust mjög lipurlega, þannig að riddarinn hafði góða möguleika á hreyfingu. Agnar-litli Einu sinni var agnar- lflill drrngur, scm átti hcima í agnar-litlu húsi við agnar-lftið vatn, og þar veiddi hann agnar- lítla fiska. Dag einn fór agnar- litli drengurinn með agnar-litla veiðistöng um borð í agnar-litla bátinn sinn og reri með agnar-litlum árum út á agnar-litla vatnið. Eftir agnar-litla stund var hann búinn að fylla agnar-litla fötu af agnar-litlum fiskum. Agnar-litli drengurinn tók agnar-Iistu árarnar og reri agnar-litla bátn- um að landi. Hann tók agnar-litlu fötuna með agnar-litlu fiskunum og gekk upp að agnar-litla húsinu. Þar steikti hann agnar-litlu fisk- ana í agnar-lfti11i steikarpönnu á agnar- lítilli eldavél. Á agnar-litla borðið í agnar-litla húsinu lagði agnar-litli drengurinn agnar-lítinn disk og við diskinn lagði hann agnar-lítinn hníf og agnar-lítinn gaffal og ætlaði að fara að borða agnar-litlu fiskana. En ... þá stökk fram risa-stór köttur og át upp alla agnar-litlu fiskana úr agnar-litlu steikarapönnunni. Agnar-litli drengur- inn tók agnar-litlu veiðistöngina og reri á agnar-litla bátnum út á agnar-litla vatnið til að veiða fleiri agnar-litla fiska. Eftir agnar-litla stund var agnar-litla fatan orðin full af agnar-litlum fiskum. Agnar-litli drengurinn fór heim í agnar-litla húsið og steikti agnar- litlu fiskana f agnar- litlu steikarapönnunni á agnar-litlu eldavél- inni. Hann tók fram agnar- lítinn disk, agnar-lítinn hníf og agnar-lítinn gaffal, setti agnar-litlu steikarapönnuna á agnar-litla borðið og ætlaði að borða. En .. . þá stökk risa- stóri kötturinn fram aftur og át upp alla agnar-litlu fiskana. Nú var agnar-litli drengurinn orðinn mjög svangur, því að agnar-litli maginn hans drengiiriiui var alveg tómur. Agnar-litli drengur- inn tók agnar-litlu ár- arnar og reri út á agnar- litla vatnið og veiddi fulia agnar-litlu fötuna af agnar-litlum fiskum. Agnar-litli drengur- inn reri heim og fór inn f agnar-litla húsið, setti agnar-Iitlu steikarpönn- una á agnar-litlu elda- vélina og steikti agnar- litlu fiskana. En ... þá tók agnar- litli drengurinn upp agnar-litla tólið á agnar- litla sfmanum í agnar- litla húsinu og hringdi til agnar-lítillar stúlku. Agnar-litla stúlka, sagði hann, viltu koma til agnar-litla drengsins f agnar-litla húsinu við agnar-litla vatnið og borða agnar-litla fiska? Já, sagði agnar-litla stúlkan. En þá verður þú að taka með þér risa-stóra hundinn þinn, sagði agnar-litli drengurinn. Eftir agnar-litla stund kom agnar-litla stúlkan í heimsókn í agnar-litla húsið. Risa-stóri hundurinn lagðist á gólfið við agn- ar-litla borðið, og agnar- titla stúlkan settist á agnar-lítinn stól. Agnar-litli drengur- inn lagði agnar-litla diska. hnífa og gaffla á agnar-litla borðið og setti agnar-litlu pönn- una með agnar-litlu fiskunum þar Ifka. En ... þá kom risa- stóri kötturinn. Hann stökk upp á borðið og ætlaði að éta agnar-litlu fiskana. En þá gelti risa-stóri hundurinn. Risa-stóri kötturinn varð svo hræddur, að hann stökk út um agn- ar-litla gluggann yfir agnar-litla borðinu. Sfð- an klifraði risa-stóri kötturinn upp í tré, og risa-stóri hundurinn sat undir trénu og gætti þess að risa-stóri köttur- inn kæmist ekki niður aftur á meðan agnar- iitla stúlkan og agnar- litli drengurinn borð- uðu agnar-litla hádegis- verðinn sinn með agn- ar-litlu hnífapörunum við agnar-litla borðið í agnar-litla húsinu. Þýtt. GAL-ofninn Panelofn í sérflokki hvað GÆÐI — VERÐ OG ÚTLIT snertir Stuttur afgreiðslufrestur. Gerum tilboð samdægurs. HF. OFNASMIPJAN Háteigsveg 7 — Sími 2-12-20 Grunnskólar Hafnarfjarðar (Lækjarskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli) hefjast í byrjun september. Nemendur 1., 2., 3. og 4. bekkjar komi í skólann föstudaginn 2. september: Nemendur 4. bekkjar (fæddir 1967) kl. 1 0 f.h. Nemendur3 bekkjar (fæddir 1 968) kl. 11 f.h. Nemendur 2. bekkjar (fæddir 1969) kl. 13.30 Nemendur 1. bekkjar (fæddir 1970) kl. 14. Nemendur 5., 6., 7. og 8. bekkjar komi í skólann mánudaginn 5. september: Nemendur 5. bekkjar (fæddir 1966) kl. 10 f.h. Nemendur 6 bekkjar (fæddir 1965) kl. 11 f.h. Nemendur 7. bekkjar (fæddir 1964) kl. 13.30. Nemendur 8. bekkjar (fæddir 1963) kl. 14.30. 6 ára nemendur (fæddir 1971) komi ! skólann föstudag- inn 9. september kl. 14. Kennarafundir verða i skólunum fimmtudaginn 1 . september kl. 9 f.h. (einnig fyrir kennara gagnfræða- stigs). Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar HÚSBYGG E J NDUR-Einangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast á Stdr-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi Borqqrt»ltt*t E > 93-7370 kvtfM •§ betyarsiæl 93-7335

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.