Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 1
Sunnudagur
9. október
Bls. 41-72
0 Hér fer á eftir stuttur kafli úr ævisögu Guðlaugs
Rósinkranz þjóðleikhússt jóra, en Guðlaugur hafði
gengið að fullu frá handriti bókarinnar áður en hann
féll frá á þessu hausti. Bókin kemur út fyrir næstu jól.
Útgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur.
Eitt sumar, 1928, fór ég i heim-
sókn til tslands. Móðir mín var
mikið veik og það var óttast um lif
hennar. Ég var ákveðinn í því að
fara aftur til Svíþjóðar og ljúka
prófi frá Soeialpolitiska
Institutet.
Ég kom til íslands í byrjun júni.
Ég hafði fengið sænska fræðslu-
kvikmynd um Sviþjóð að láni og
ákvað ég að sýna þessa kvikmynd
í Reykjavik og halda jafnfram er-
indi um Svíþjóð. Ég fékk Nýja bío
lánað hjá Bjarna Jónssyni á Galta-
felli og lánaði hann mér bióið
endurgjaldslaust. Ég fékk hér um
bil fullt hús sem gladdi mig
mikið. Mig langaði til þess að
kynna löndum minum það ágæta
land sem ég hafði þá gist í nær 4
ár og reynst mér svo vel, og svo
gaf þetta mér dálitlar tekjur sem
mér veitti ekki af.
Skömmu eftir að ég kom heim
til tslands, kom til landsins kven-
stúdent frá Gautaborg, Gunvor
Hallqvist, sem las norrænu og þá
fyrst og fremst íslensku við há-
skólann í Stokkhólmi. Gunnar
Leijström. sem hafði lesið ís-
lensku með Gunvor, hafði beðið
mig að taka á móti henni, leið-
beina henni og útvega sumardvöl
á einhverjum bóndabæ. Með
Gunvor kom skólasystir hennar
og verðandi mágkona, Helena
Nyberg. Koma þeirra varð til þess
að ég ferðaðist í fyrsta skipti
mikið um landið. Við byrjuðum á
því að fara upp á Heklu. Með
okkur í þá ferð fór einnig Jón
Pálsson, bankagjaldkeri í Lands-
bankanum, sem ég bjó hjá siðasta
árið áður en ég fór til Svíþjóðar.
Við vorum heppin með veður og
var þetta mjög ánægjuleg og fróð-
leg ferð fyrir okkur öll. Siðan
fórum við aó Múlakoti til þess að
skoða hinn umtalaða trjágarð þar.
Þaðan fórum við svo aftur til
Reykjavikur. Að því lolyiu lögð-
um við upþ í ferð til Vestfjarða,
til önundarfjarðar. Ég var að fara
heim i Tröð og hafði átvegað
þeim stúlkunum vist hjá frænda
mínum, Stefáni Pálssyni bónda á
Kirkjubóli i Önundarfirði.
Við fórum með skipi frá
Reykjavik til Borgarness og það-
an lögðum við upp gangandi
vestur Mýrar. Rétt fyrir ofan
Borgarnes kom vörubill sem var á
leið vestur á Mýrar. Við fengum
að sitja á pallinum vestur að
Hjarðarfelli en þar gistum við um
nóttina. Næsta morgun héldum
við af stað gangandi yfir Kerling-
arskarð á leið til Stykkishólms.
Ég hrinddi til Júliusar bróður
míns, sem þá bjó í Stykkishólmi,
og baó hann að koma með hesta á
móti okkur.
Þegar við komum dálítið niður
fyrir heiðina að vestanverðu
komu Júlíus og Sigríður kona
hans á móti okkur með hestana.
Stúlkurnar voru óvanar að ríða og
þegar hestarnir fóru að hlaupa
datt Helena af baki, en meiddist
ekki, sem betur fór. Við dvöldum
tvo daga hjá bróður minum og
konu hans Sigríði, en þá héldum
vió ferðinni áfram yfir Breiða-
fjörð með litlum mótorbát. Það
gaf dálftið á bátinn svo við vorum
biaut þegar við komum í Flatey,
en þar tók á móti okkur frændi
minn, Steinn Agúst Jónsson, sem
var póstmeistari og símstjóri i
Flatey, og kona hans, systir
Sigurðar Þórðarsonar söngstjóra.
Þar voru föt okkar þurrkuð og við
fengum mat.
Frá Flatey fengum við annan
Bat sem við fórum með að Brjáns-
læk, en þaðan höfðum við ákveðið
að fara gangandi yfir Lækjarheiói
niður i Arnarfjörð. Við fengum
lánaða hesta dálitið vestur á heið-
ina, en héldum síðan áfram gang-
andi og komum i Trostansfjörð
um kvöldið í ljómandi veðri. Sólin
var að setjast við hafflötinn fyrir
mynni Arnarfjaróar. Það var
undur fallegt. Þá var sannarlega
gott að sofna eftir langan og erf-
iðan dag. Næsta dag héldum við
svo ferðinni áfram. Bjarni bóndi í
Trostansfirði flutti okkur yfir
Arnarfjörðinn á mótorbát að
Rafnseyri. Enga greiðslu vildi
hann taka, hvorki fyrir næturgist-
ingu né flutning yfir fjörðinn. Við
héldum svo áfram gangandi yfir
Rafnseyrarheiði til Þingeyrar.
Þar gistum við hjá Björgu Jóns-
dóttur frænku minni. Næsta dag
fórum við með bát yfir fjörðinn
til Gemlufells, en þangað sendi
faðir minn með hesta á móti
okkur. Ferðin yfir heiðina í Tröð
gekk 'vel. Við riðum hægt og
enginn datt nú af baki. Þaó voru
miklir fagnaðarfundir hjá okkur
þegar ég nú loksins hitti föóur
minn og móður mína, sem lá í
rúminu og var mikið veik. Gleði
hennar var mikil að fá að sjá mig
áóur en hún dæi. Hún fann aó
endirinn nálgaðist hjá henni.
Éftir nokkra viðdvöl heima i
Tröð fylgdi ég þeim Gunvor og
Helenu að Kirkjubóli. Fjörðurinn
var aflur grænn og grasi gróinn.
Það var logn og fjöllin spegluðust
i vatninu og kvöldsólin gyllti
fjörð og fjöll. Þetta var á sjálfa
Jónsmessunótt. Oft höfðum við
talað urn það siðan að þetta hafi
verið sú fegursta og eftirminni-
legasta Jónsmessunótt sem við
höfum upplifað.
Dvöl min heima þetta sumar
var i rauninni samfelld sorgar-
saga. Skömmu eftir að ég kom
heim veiktist ég af brjósthimnu-
bólgu. Ég fékk yfir 40 stiga hita
og svona veikur var ég fluttur í
rúmi sem fjórir menn, pabbi og
nágrannar okkar, báru niður að
bátnum sem ég var svo flutlur í til
Flateyrar. Þar tók Öskar Einars-
son læknir á móti mér, og gerði
strax aðgerð á mér þ.e.a.s. hann
stakk gildri nál inn á milli rifja á
síðunni og pumpaði út vökva sem
myndast hafði í lungnasekknum
og þrýsti á. Þetta var óskaplega
sárt og ég held að liðið hafi yfir
mig af sársaukanum. En strax að
lokinni þessari aðgerð létti mér
og hitinn lækkaói. Næsta dag var
ég mun hressari.
A meðan ég lá þarna á sjúkra-
húsinu mikið veikur, dó móðir
min. Það var mér mikill missir.
Móður mína hafði ég elskað og
metið meira en nokkra aðra
manneskju. Nú var hún horfin og
ég gat ekki einu sinni fylgt henni
til grafar. Við þessa sorg bættist
svo að um svipað leyti var Anna
systir min, sem var nýgift Jens
Hólmgeirssyni bústjóra, siðar
bæjarstjóra á Isafirði, flutt dauð-
vona norður á Kristneshæli. Þar
lést hún nokkrum mánuðum sið-
ar.
Ég náði mér furðu fljótl eftir
þessi veikindi en var þó heima,
fyrst i Tröð, og siðan í Stykkis-
hólmi hjá Júlíusi bróður minum
og konu hans i nokkra mánuði til
þess að jafna mig sem best áður
en ég færi aftur til Svíþjóðar. En
frá Reykjavik fór ég með
Gullfossi til Kaupmannahaínar á
annan í jólum. Við hrepptum
versta veður, sem ég nokkru sinni
hefi lent í á sjó, austan við Fær-
eyjar. Ég var á öðru farrými sem
var aftast á skipinu. Einn morg-
uninn vaknaði ég við brothljóð og
sjórinn braut upp hurðina og bylt-
ist inn í klefa minn og fylltí upp i
neðri koju. Sjórinnn hafði brotið
hurðina inn á annað farrými. Mér
varð ekki um sel en ég var svo
sjóveikur að mér var farið.að
standa á sama hvort viö sykkjum
þarna í saltan sæ eða ka'inumst að
landi. Jæja, það slotaði dálitið
storminum, og það var komið logn
þegar við sigldum inn Eyrarsund
og inn til Kaupmannahafnar á
gamlárskvöld. En feginn var ég
að stiga á land i Kaupmannahöfn*
eftir þessa slæmu sjóferð.
1 Stokkhólmi hélt ég svo áfram
námi og tók lokapróf um vorið
1929. Næsta ár hélt ég áfram
framhaldsnámi í hagfræði hjá
hinum fræga sænska prófessor
Gustaf Cassel. Um vorið gekk ég
undir próf hjá honum í þeim
hluta hagfræóinnar sem fariö var
yfir um veturinn.
Þegar hann hafði lokið við að
yfirheyra mig fór hann að ræða
um fjárhagsástandið á Islandi,
sem blöðin höfðu þá nýlega lýst
sem mjög slæmu. Þetta var á vel-
mektarárum Ivars Kriigers, hins
heimsfræga sænska fjármála-
manns, eldspýtnakóngsins sem
kallaður var. Sagði hanu mér að
nú skyldi ég fara og tala við
Kruger, og fá hann til að reisa
fjárhag Islands vió með lánum og
framkvæmdum. Slíkt væri ekki
nema 25 aura verslun fyrir hann.
Ekki varð þó af þvi að ég ræddi
við Kruger, enda hafði ég engin
plögg i höndunum eða umboð frá
aðilum heima á íslandi, og taldi
ég það myndi þýðingarlaust fyrir
mig að ræða við Kruger eins og á
stóó. En nám mitt hjá Cassel og
umræður við hann um peninga-
gengi, sem var sérgrein hans,
hafði sitt að segja. Hann hafði
komið fram á mörgum heimsráð-
stefnum sem aðalsérfræðingur i
gengismálum. Urðu kynni min af
Cassel prófessor til þess að ég
skrifaði langa og ítarlega grein i
Timann um gengismál á Islandi
og var þaó fyrsta grein mín sem
birtist á prenti um hagfræði og
stjórnmál. Síðan skril'aði ég i
Tröð i Önundarfirði, fæðingarstaður Guðlaugs. Hann er þriðji frá hægri á myndinni og heldur
t hönd föður síns.