Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 53 Fylgzt með aðflugi og lendingu Caravelle-þotu á Orly flugvellinum I Parls. Ftugmenn eru þjélfaðir við hin erfiðustu skilyrði, sem eru.ujtbúin á æfinga stöðvum, eins og frá er sagt I greininni. Öryggisstofnunin rannsakar flugslys og leggur fram álitsgerð um „sennilega ástæðu" Niðurstöður hennar eru alla jafna i fleirtölu. af þvi að flest flugslys verða vegna keðjuverkunar, þar sem ýmsir liðir kerfisins koma við sögu: flugmenn, veður, flugumferðastjórar, tæki á flugvöllum og flugvélin sjálf Þeir liðir, sem oftast er um kennt, eru flugmenn og veður Eitthvað á þessa leið gæti staðið i slysaskýrslu frá NTSB: ......sennileg orsök slyssins er sú, að flugmanninum hafi orðið á mistök við aðflugið, þegar hann missti sjónir á umhveffi flug- brautarinnar i mikilli rigningu." Er „mannleg mistök" heiðarleg niðurstaða? Mannleg mistök Það er staðhæfing út í loftið ,,Það lendir enginn flugvél, af því að hann láti bara skeika að sköpuðu,” sagði flugstjóri nokkur. „Rannsóknir á slysum-leiða oft vel i Ijós, hvað hafi skeð og hvernig það hafi gerzt, „sagði J.J O Donnell, forseti Samtaka farþegaflugmanna „En þær gefa ekki til kynna, af hverju það gerðist." Nálægt San Francisco er rann- sóknarstöð „Ames Research Center”, þar sem hópur sérfræðinga í geimferð- um er að leita svara við þessari spurn- ingu Þegar ég var á leiðinni til þeirra til að hafa tal af þeim, varð ég fyrir óhappi Ég ók inn um rangt hlið, og þar sem ég hafði áhyggjur af þvi að koma of seint, ók ég í snatri inn á bilastæði og bakkaði út aftur — en rakst þá á bil, sem var á leiðinni inn á stæðið. Sem betur fer varð skaðinn lítill, það brotn- aði aðeins gler á afturlukt Þegar ég svo sagði talsmanni NASA, Dr. Billings, hvað skeð hefði, sagði hann: „Það, sem fyrir þig kom, var röð yfirsjóna eða óhappa — að gæta þess ekki, hvert þú værir að fara — og það atvik, sem við köllum „möguleika atriði" — að maðurinn skyldi koma á eftir þér Þegar þetta tengist saman, getur það valdið slysi" Ég taldi, að mér hefði orðið á þessi yfirsjón, vegna þess að ég hafi verið að flýta mér Dr Billings var sammála því, en sagði, að flug væri miklu flóknara en akstur Tökum til dæmis upplýs- ingamiðlunina: Flugmaður fær vitn- eskju frá tækjum sínum og viðvörunar- kerfi flugvélarinnar, frá kortum, hand- bókum og reglugerðum, sem hann geymir i svörtu töskunni sinni, og frá fólki — frá fulltrúa síns flugfélags, flugumferðastjórum og öðrum úr áhöfn vélarinnar „Fái flugstjórinn rangar upplýsingar og taki vitlausar ákvarðanir, sagði Dr Billings, „þá hefur honum vissulega orðið á „yfirsjón" En við myndum halda því fram, að yfirsjónin hafi verið fyrir í kerfinu Flugstjórinn hefði varla getað komizt hjá henni Við erum að reyna að leita út yfir yfirsjónina að ástæðunni til hennar — að komast frá sjúkdómseinkennunum að sjúkdómn- um " Meðan áhafnir farþegaflugvéla eru . gervivélum, láta sérfræðingar NASA ýmis þap atriði gerast við venjulegar aðstæður, sem þá grunar að valdið geti yfirsjónum „Við vonumst til að geta orðið að liði eins og kerfi, sem gerir viðvart í tíma, svo að hægt sé að greina hættur, áður en það er orðið um seinan fyrir flugvélar og fólk " Önnur aðferð, sem NASA og FAA hafa reynt til að flýta fyrir viðvörunum, gerir flugstjórum, flugumferðarstjórum og reyndar hvaða starfsmanni sem er kleift að skýra frá hugsanlegum hættum við flug án þess að eiga á hættu neina ákæru af háffu FAA fyrir agabrot Frá því er þessi háttur var Það var einn þáttur rannsóknar NTSB á slysinu að „endurtaka" það á 727 gervivél. Tölvur skráðu þá vinda. sem flugvél 66 hafði fengið að kenna á. Reyndir flugmenn „flugu" aðflug i fjölda mörg skipti Fyrirmæli þeirra voru: Lenda, ef hægt er, taka mis- heppnað aðflug, en nauðsyn krefur, en ekki brotlenda Af 54 tilraunum við aðflug heppnuðust aðeins fimm. Einn af flugmönnunum sagði mér: „Ég brotlenti í fimm skipti af 6 tilraun- um. Ég hélt, að sá vindur væri ekki til, sem gæti ofboðið flugvél á þennan hátt." í lágri hæð kom stormsveipurinn þannig að flugvél 66, að skyndtlega dró úr mótvindi og sterkur vindur kom ofan frá úr þrumuveðrinu Afleiðingarnar voru missir lyftimagns — aflinu, sem skapast af loftstreymi um vængi flugvélarinnar „Flugmaðurinn verður að auka aflið samstundis,” sagði Cliff Stout, fram- kvæmdastjóri hjá Douglas Aircraft Company og einn af frumkvöðlunum að rannsóknum á stormsveipum Stout og aðrir sérfræðingar sögðu mér, að stormsveipur gæti verið duttlungafullur andstæðingur Þegar mótvindur fer vaxandi, eykst loft- streymið um vængi vélarinnar — og þar með flughraðinn Hin eðlilegu viðbrögð flugmannsins eru að draga úr afli hreyflanna, eins og ökumaður dregur úr benzíngjöfinni á leið niður brekku eða halla Setjum svo, að mótvindur minnki Þá er meira afl nauðsynlegt, en aflið hefur þegar verið minnkað Auka kraft- inn aftur? Þú býst við því, og það strax En vandinn getur verið margslunginn vegna einkenna hraðaaukningar þotu- véla Þrátt fyrir alla sína kosti eru viðbrögð þotuhreyflanna ekki eins snögg og hinna úreltu bulluhreyfla Sjaldgæf stormfyrirbrigði skilgreind. Alvarlegustu og feiknlegustu fyrir- bæri stormsveipa eru sjaldgæf og skammvinn, og það er erfitt að sjá þau fyrir með nákvæmm Að beiðni L H Moudens, flugstjóra yfirmanns öryggisdeildar Eastern Airlines, tók Dr T T Fujita, prófessor i veðurfræði við háskólann i Chicago, að sér að skýra og skilgreina þrumuveðrið yfir Kennedy-flugvelli Eftir að hafa þaul- kannað um 3000 upplýsingaatriði varðandi veðrið taldi Dr Fujida, að hann hefði fundið nýtt, sjaldgæft fynr- brigði stormsveips. og hann kallaði það „spjótsodd" með hliðsjón af lögun þess á veður-ratsjá Framhald á bls. 55 í greininni segir frá ofsalegum stormsveipum, sem valdið hafa mörgum hörmulegum slysum viS aðflug og lendingu. Flugvélin á efstu myndinni lenti naumlega, vélin I miðið náði að fljúga upp aftur á slSustu sekúndu, en þriSja vélin fórst. Þetta gerðist 24. júnl 1975 kl. 3.48—4.58 og 4.05 slSdegis. 113 manns fórust þá I mesta flugslysi einnar vélar I sögu atvinnuflugs I Bandaríkjunum. tekinn upp í april 1976, hefur NASA sent FAA yfir 300 „aðvörunarbréf" til dreifingar um allt flugkerfi Banda- ríkjanna stýrishjólið aftur til að stöðva lækkun- ( ina og sat úrræðalaus. þegar vélin hélt samt áfram niður á við — 100 m . . . 70 40 Hann togaði enn í stýrið, enn lækk- aði vélin flugið. Hægt tók nefið að lyftast Hærra. „Ég beitti allri saman- lagðri flugreynslu minni á þessum augnablikum," sagði mér síðar hinn 57 ára gamli flugstjóri. Og loks í aðeins 20 metra hæð frá jörðu tók vélin stefnuna upp á við Átta skelfi- legum sekúntum siðar var Nickerson úr hættu og flaug áleiðis til Newar, þar sem hann lenti Nokkrir farþeganna veittu honum ákúrur Nickerson sagði ekki neitt. Harmleikur flugs 66. Á meðan kom það fyrir tvær aðrar flugvélar, að þær misstu hraða, en flugstjórarnir létu ekki vita um það, eftir að lending hafði heppnazt Næst var röðin komin að Eastern flug 66, Boeng 727 William Eberhart, aðstoðarflugstjóri, sem flaug vélinni, sagði: „Ég ætla að halda góðum hraða til vonar og vara." Flugvélin fór inn í regnskúrina. og í 170 m. hæð voru gluggaþurrkurnar settar á fulla ferð „Fylgist vel með mælunum." sagði John W Kleven, flugstjóri, með áherzlu. um leið og vélin lækkaði flug- ið „Ég sé aðflugsljós," sagði Kleven „Fylgist með mælunum flug- brautin í augsýn " „Nú skil ég," sagði Eberhart „Skilur hvað?" spurði Kleven „Flugtaksþrýsting!" hrópaði Eberhart Hreyflarnir skyldu á fulla ferð Þetta voru siðustu orðin, sem hljóð- ritari stjórnklefans náði Rúmri sekúntu siðar skall vélin á jörðina skammt frá flugbrautinni, og 1 1 3 manns fórust i mesta flugslysi einnar vélar i sögu atvinnuflugs i Bandaríkjunum Glímt við gamlan óvin. Þoka, móða, snjór og regn Um langt árabil hafa þau átt þátt í meira en helmingi hinna alvarlegu slysa, sem orðið hafa við aðflug og lendingu En nýlega hefur enn einn óvinur verið afhjúpaður: magnaðir stormsveipar nálægt jörðu — skyndilegar breyt- ingar á vindhraða og stefnu Hafir þú einhvern tima géngið að heiman frá þér í logni, en skyndilega lent í roki, hefurðu orðið fyrir einni gerð af stormsveip, eins og hér er átt við í loftsiglingafræðinni er sagt, að þú hafir farið úr aðstæðum án vinds yfir í sterkan mótvind Eftirfarandi getur skeð, þegar þota lendir i storm- sveip Siðdegis 24 júní 1974 var hægur vindur samkvæmt mælingum á Kennedy-flugvellinum í New York, en þrumur voru og eldingar frá nálægum skýjum Reyndum flugumferðastjóra fannst þrumurnar standa yfir í tvær, þrjár eða kannski fimm sekúntur. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,” sagði Richard Nelson síðar Það var regnskúr yfir aðflugsleiðinni að flugbraut 22 í tiu km fjarlægð frá flugbrautinni bjó John H Bliss, flugstjóri, flugvél sina til lendingar, McDonnell Douglas DC-8. Blökur niður. Hjólin niður. Aðflugshraði — 1 52 hnútar. í hinum langa klefa fyrir aftan hann voru 140 kynbótanaut i básum sinum á gjöf, en þau voru á leiðinni frá heimkynnum sinum í Pennsylvaniu til Budapest „Tvö atridi eru viðsjár- verð í öllu flugi — upphaf þess og endir” Alexandor Graham Bell, 1906 „Lending tilbúin fyrir Tiger 161", tilkynnti flugturninn Þegar flugvélin hafði farið gegnum regnskúrinn tæpri mínútu síðar, var hun komin háskalega lágt eftir að hafa verið skekin ofsalega og hrist af stormum, sem virtust hafa afl á við fellibyl Bliss barðist við að hafa stjórn á vélinni — „eins og köttur á heitu blikkþaki," eins og flugmaður á jörðu niðri orðaði það Han lenti heilu og höldnu og bað þegar í stað um, að skipt yrði um flugbraut fyrir næstu vél Flugturninn svaraði því til, að vind- hraðinn á jörðu væri aðeins 1 5 hnútar „Mér er alveg sama. hvað þið eruð að tala um," sagði Bliss. „Ég er bara að segja ykkur, að það sé slíkur storm- sveipur þarna á þessari flugbraut ætti að breyta stefnu í norðvestur." Turninn svaraði ekki Eastern Airlines flug 902 átti í erfiðleikum í 120 metra hæð sá Clifton L. Nicker- son, flugstjóri, að flughraði vélar hans, Lockheed TriStar, féll skyndilega úr 150 hnútum í 118 Nickerson setti hreyflana þegar í stað á fulla ferð, dró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.