Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Guðlaugur ásamt Stefáni íslandi þegar hann fór með hlutverk
hertogans í Rigoletto, fyrstu óperu sem flutt var af íslenzkum
söngvurum, árið 1951.
mörg ár áramótagrein í Tímann
og Nýjadagblaðið um hagfræði og
viðskiptamál ársins.
Mig langar til þess að segja frál
dálitlum ritdeilum sem ég lenti í í|
Stokkhólmi. Þegar ég var i Tárna
las ég meðal annars landafræði-
hók, sem kennd var í flestum
framhaldsskólum Svíþjóðar. Mér
fannst Islandi lítil skil gerð þar.
Kaflinn um Island var tæplega
fjórðungur úr bláðsíðu, með
smærra Ietri en um hin löndin, óg
það versta var að mikið af því sem
sagt var um Island var vitleysa.
Samkvæmt þeirri fræðslu, sem
þar stóð. hyggðu íslendingar hús.
sín úr timhri sem hafið kastaði
upp á strendur þess, íslensku
hestarnir lifðu á fjallagrösum og
fleira eftir þessu. Eg skrifaði
grein um þessa iandafræði-
kennslu og sagði meðal annars að
ég væri fæddur og uppalinn á
íslandi og aldrei vissi ég til þess
að aðalbyggingarefni okkar væri
rekaviður eða þá að íslensku hest-
arnir lifðu á fjallagrösum. Höf-
undur bókarinnar svaraði og fór
mörgum orðum um fákunnáttu
mina á Islandí, þar sem ég vissi
ekki einu sinni á hverju íslensku
hestarnir nærðust. Síðar komst ég
að því, þegar ég hitli höfundinn
af tilviljun, að hánn hafói haldið
að ég væri keppandi hans um
landafræðikennslubók og hefði
skrifað undir nafninu íslending-
ur til þess að gefa gagnrýninni
styrk; aö hér væri það Islending-
ur sem skrifaði og hlyti að vita.
Höfundurinn hað mig afsökunar
og lofaði að lagfæra þetta í næstu
útgáfu. Og það gerði hann.
Vorið 1930 fór ég svo alfarinn
heim til tslands. Ég kom heim
rétt fyrir Alþingishátiðina á Þing-
völlum. Tók ég að sjálfsögöu þátl
í hátiðinni og hjó ég i tjaldi á
Þingvöllum í hinni stóru tjald-
horg á Völlunum, hjá föður mín-
um og Júlíusi hróður mínum, sem
höfðu leigt tjald þar.
Þjóðhátiðin á Þingvöllum var
einstakur atburður sinnar teg-
undar, þar sem yfir tuttugu þús-
und islendingar, auk mörg hundr-
uð útlendra gesta, voru saman
komnir til þess að minnast 1000
ára afmælis Alþingis. Hátíðin stóð
í 3 daga og var þar mikill gleð-
skapur, en þó enginn drykkju-
skapur, enda hafði áfengisútsöl-
unni verið lokað nokkrum dögum
fyrir hátiðina. Það var mikil
bjartsýni og gleði ríkjandi i nug-
um Isiendinga þá. Alþingishátíð-
in á Þingvöllum verður öllum sem
þar voru minnisstæð svo lengi
sem þeir lifa.
Um sumarið var ég um tima
heima í Önundarfirði. Séra Sig-
tryggur á Núpi bauð mér að koma
sem kennari að Núpsskóla. Mér
þótti leitt að þurfa að afþakka
það. Ég taldi, að með þá menntun
og reynslu sem ég hafði aflað
mér, væru mér fleiri möguleikar
opnir ef ég settist að í Reykjavík.
Ég fór þvi til Reykjavikur síðari
hluta sumars. Þá var verið að
stofna sænskt aðalræóismanns-
embætti i Reykjavík og þar fékk
ég hálfdsdagsstarf, og var fyrsti
starfsmaður ræðismannsskrifstof-
unnar. Þetta var of litið starf fyr-
ir mig og aðeins tímabundið, þar
eð sænskur skrifstofumaður var
væntanlegur frá Stokkhólmi.
Aðalræðismaðurinn, sem hét
Holmgren, var fyrsti ræðismaður
Svía á Islandi. Var hann mjög
formfastur í öllu. yfirstéttar-
maður í allri sinni framkomu. Síð-
ar um haustið kom Gunnar
Rocksén sem siðan var starfs-
maður, skrifstofumaður og siðar
einnig konsúll. Rocksén var
starfsmaður við konsúlatið og
sendiráðið þar til hann hætti 1966
eftir nær 40 ára starf hér á Is-
landi.
SAMVINNUSKÓLINN
Þar sem ég hafði lesið sam-
vinnufræði við Socialpolitiska
Institutet, datt mér í hug að
kanna hvort nokkurt kennara-
starf væri laust við Samvinnu-
skólann. Ég fór því á fund Jónas-
ar Jónssonar, sem þá var dóms-
mála- og menntamálaráðherra, en
jafnframt skólastjóri Samvinnu-
skólans. Jónas tók mér vel og
sagði að hann vildi gjarna ráða
mig sem stundakennara við skól-
ann. Um fasta stöðu væri ekki að
ræða. Helgi Briem, sgm kennt
hefði hagfræði, sagði Jónas,
myndí bráðum hætta þar sem
hann væri ráðinn bankastjóri við
Utvegsbankann og gæti ég þá tek-
ið við hagfræðikennsiunni við
skólann. Þá vildi Jónas að ég tæki
við kennslunni í samvinnusögu
sem hann hafði sjálfur alltaf
kennt. Loks vildi hann breyta til
og taka upp kennslu í sænsku í
stað dönsku, og að ég tæki að mér
sænskukennsluna þar sem ég
væri svo vel að mér í sænsku. Með
þessu móti sá Jónas mér fyrir
miklu kennslustaríi við skólann,
og var ég honum þakklátur fyrir
hve vel hann vildi strax greiða
götu mína. Kennslu við skólann
hóf ég svo um haustiö 1930. Þegar
kom fram á veturinn vildi Jónas
létta af sér störfum við skólann,
þar eó starf hans sern ráðherra
ásamt forystu fyrir Éramsöknar-
flokknum og miklum skrifum í
Tímann var ærið verkefni, og ósk-
aði hann þá eftir að ég yrði yfir-
kennari skólans og annaðist jafn-
framt skóiastjórn i forföllurn
hans.
Mér féll vel að kenna við Sam-
vinnuskólann. Nemendurnir voru
góðir og áhugasamir. Meirihlut-
inn var utan af landi og efnalitlir.
Flestir höfðu sjálfir unnið fyrir
skóladvölinni og voru áhugasamir
um námið. Foreldrarnir höfðu
ekki sent þá. Nei, þeir komu í
skólann af eigin hvötum og
löngun til þess að afla sér mennt-
unar.
Vegna þess hve Jónas hafði
mikið að gera á stjórnmálasviðinu
kom það fljótt í minn hlut að
annast stjórn skólans. Ég var ung-
ur og óreyndur og margir nem-
endanna voru meira að segja á
aldur viö mig. En það var ekki
erfitt að stjórna þeim, þeir voru
yfirleitt sérstaklega samvisku-
samir og stunduðu nám sitt af
kostgæfni, voru reglusamir og
hlýddu vel reglum skólans.
Jönas lagði áherslu á að hafa
gott samband við nemendurna, þó
hann kenndi ekki margar náms-
greinar. Hann kenndi áfram eina
námsgrein, félagsfræði. Félags-
fræði hafði hann í fyrsta tíma á
morgnana, sameiginlega fyrir
báða bekkina. (Skólinn var
tveggja ára skóli). Inn í félags-
fræðina gat Jónas fléttað margs
konar fróðleik, og fjölluðu fyrir-
lestrar hans um allt milli himins
og jarðar. Nemendunum þótti
þessir tímar hjá Jónasi ákaflega
skemmtilegir, enda fengu þeir
þarna margvíslegan fróðleik, sem
þeir höfðu ekki völ á annars stað-
ar, og þeim fannst Jónas frábær
og skemmtilegur kennari. Með
sinum ágæta og skemmtilega mál-
flutningi, og fræðslu um félags-
mál og stjórnmál, mótaði Jónas
skoðanir flestra nemenda sinna.
Ut úr skólanum komu þeir, svo að
segja allir, sem gallharðir sam-
vinnumenn og flestir urðu jafn-
framt ákveðnir framsóknarmenn.
Mikið heyrði maður oft um það
hvað Jónas væri ráðríkur og erfið-
ur í samvinnu. Þetta reyndist mér
allt annað.
Samstarf mitt við Jónas í Sam-
vinnuskólanum, þar sem ég var
nánasti samstarfsmaður hans,
reyndist mér framúrskarandi gott
og ánægjulegt. Hann lét mig ráða
öllu um rekstur skólans og stjórn
og skipti sér hvorki af því hvernig
ég kenndi eða stjórnaði. Betri og
ánægjulegri samstarfsmann en
Jónas hefði ég ekki getað kosið
mér.
Þegar ég kom heim frá Svíþjóð
stofnaði ég tímarit sem ég nefndi
Samtíðina og var ritstjóri þess
ásamt Pétri G. Guómundssyni
fjölritara. Ég kynntist Pétri í sam-
bandi við útgáfu á kennslubók í
sænsku, sem Gunnur Leijström
og Pétur sömdu. Ég las prófark-
irnar með Pétri, fyrir Gunnar,
sem ekki var þá á Islandi, og þá
kynntist ég Pétri, sem var sjálf-
menntaður gáfumaður og fjöl-
fróóur. Hann haföi áhuga fyrir
flestum máium sem gátu orðið
landi og þjóð til heilla og hann
vildi mjög gjarna vera með mér í
útgáfu timaritsins, og var jafn-
framt mér ritstjóri.
Samtióin var mjög nýtískuleg í
formi og útliti. Ég sneið hana
aðallega eftir nýtískulegum
sænskum og þýskum tímaritum
sem þá komu út. í ritinu var fjall-
að um margvísleg mál, mest hag-
fræði og bókmenntir. Ég fékk
ýmsa góða rithöfunda til þess að
skrifa greinar og stuttar sögur, en
mest skrifaði ég þó i það. Ég var
ritstjóri Samtíðarinnar í þrjú ár.
Fjárhagslega gekk hún ekki vel.
Þegar mér bauðst að verða rit-
stjóri Samvinnunnar tók ég þvi
boði og seldi Samtiðina Eggert P.
Briem, sem þá rak bókabúðina
Mími. Hann gaf Samtiðina út um
nokkur ár, en ritstjóri hennar
varð Sigurður Skúlason magister.
Ritsjóri Samvinnunnar var ég
svo ásamt Jónasi Jónssyni um 12
ára skeið. Jónas gaf mér frjálsar
hendur með breytingar á Sam-
vinnunni. Mér fannst hún heldur
gamaldags í formi, og efnið var að
mestu hugmyndafræðilegar
greinar, oftast mjög Iangar. Sam-
vinnuna gerði ég nýtískulega í
formi, nokkuð svipaða því sem ég
hafði Samtiðina, með mörgum
greinum og myndum frá starf-
semi samvinnufélaganna, bæði
utanlands og innan. Kom nú Sam-
vinnan út mánaðarlega, í stað
þess að áður kom hún út tvisvar
til fjórum sinnum á ári. Ég annað-
ist að mestu um útvegun efnis i
ritið og skrifaði mest sjálfur. Jón-
as skrifaði oftast leiðarana. Ég
minnist þess að eitt sinn varð
okkur sundurorða út af Samvinn-
unni, eða skrifum mínum í ritið.
Ein síða i ritinu var ætluð fyrir
umsagnir og fréttir um nýút-
komnar bækur. Þegar timaritið
Helgafell kom fyrst út fékk Sam-
vinnan fyrsta heftið sent. Þar sem
mér líkaði timaritið mætavel
skrifaði ég stutta og vinsamlega
grein um ritið. Þessa litlu grein sá
Jónas ekki fyrr en Samvinnan
kom út. Þegar Jónas las þessi
lofsamlegu ummæli mín um
Helgafell hringdi hann óðara til
mín. Þegar ég svaraði í símann
heyrði ég strax að Jónasi var mik-
ið niðri fyrir.
„Hvað er að þér?“ spyr Jónas,
„gengurðu alveg á hausnum?"
„Hvað meinar þú?“ spurði ég.
„Jú, sjáðu til, hvernig geturðu
Iátið þér detta i hug að fara að
skrifa lof í Samvinnuna um svona
kommarit, eins og þetta Helgafell
er?“
„Mér finnst þetta ágætt rit, vel
skrifað og skemmtilegt. Ég skrifa
um það eins og það kemur mér
fyrir sjónir samkvæmt minni
bestu sannfæringu án tillits til
stjórnmálaskoðana þeirra sem
stjórna ritinu. En ef ég má ekki
láta í ljós skoðanir mínar í því
tímariti sem ég er ritstjóri að, þá
óska ég ákveðið eftir að hætta
ritstjórn þess.“ Þegar ég var
svona ákveðinn og reiður dró Jón-
as úr ávítum sínum og sagði.
„Ég meinti það nú ekki þannig.
Við skulum tala um þetta seinna,"
og lagði simatækið á.
Þegar ég kom i skólann daginn
eþá leið, að ég hefði nú tekið
þessum aðfinnslu sina óþarflega
alvarlega. Ég mætti vita það að
hann vildi sist af öliu að ég hætti
ritstjórn Samvinnunnar. Þetta
var það eina „samanstuð", sem ég
man eftir okkar á milli allan sam-
starfstíma okkar, sem varaði
meira en tvo áratugi. Þetta jafn-
aðist fljótt og breytti i engu hinni
góðu samvinnu okkar og vináttu.
Þegar við í prófum vorum að
gefa nemendum okkar einkunnir
og bera saman bækurnar, kom
það oft fyrir að mikið bar á milli
hjá okkur. Þá sagði Jónas gjarna
eitthvað á þessa leið:
„Þú þekkir miklu betur kunn-
áttu hans, miklu betur en ég, svo
það er best að þú ráðir þessu."
Jónas var uppalinn í lýð-
háskólahugmyndinni um
einkunnagjafir svo hann iagði
lítið upp úr einkunnum. Honum
var það líka ljóst að hann fylgdist
ekki eins vel með kunnáttu
nemenda sinna og ég, sem var að
staðaldri i skólanum og kenndi
margar námsgreinar. Þannig vildi
Jónas sýna mér að hann treysti
mati minu í þessum efnum.
Ég var svo heppinn að rétt áður
en ég byrjaði að kenna við Sam-
vinnuskólann kom út fyrrgreind
kennslubók í sænsku eftir þá
Gunnar Leijström og Pétur G.
Guðmundsson. En þegar kennslu-
bókina þraut, og yfir hana
komumst við oftast fyrsta vetur-
inn, vantaði framhaldsbók. Ég
samdi þá lestrarbók í sænsku. Þar
tók ég sýnishorn af sænskum bók-
menntum allt frá 17. öld og fram á
vora daga. Auk þess skrifaði ég
stutt æviágrip um alla þá höfunda
sem efni áttu í bókinni. Sendi-
herra Svia, Otto Johannsson, sem
hér var þá, sá þessa lestrarbók og
líkaði hún það vel að hannf
skrifaði ráðuneytinu í Stokkhólmi
og óskaði eftir að ríkið veitti mér
góðan styrk fyrir bókina, og
styrkinn fékk ég.
Engin kennslubók var til á
islensku i hagfræði þegar ég
byrjaði að kenna hana við Sam-
vinnuskólann. Mér fannst það
ófært að nemendurnir hefðu enga
kennslubók í þessari námsgrein
og tók mig þvi til og skrifaði
kennslubók i hagfræði. Þetta var
fyrsta kennslubók í þessari grein
sem út kom á íslensku. Þetta var
fremur stutt bók, þar sem ég
gerði grein fyrir undirstöðu-
atriðum hagfræðinnar. Hagfræði
mín var notuð sem kennslubók
við Samvinnuskólann alla mina
kennaratið þar og mun hún ennþá
vera notuð sem kennslubók við
skólann. Ennfremur er mér
kunnugt um að kennslubók mín
var einnig notuð við hagfræði-
kennslu í háskólanum.
Á meðan ég var kennari við
Samvinnuskólann fékk ég árið
1937, námsstyrk frá Sambandinu,
fyrir tilstilli Jónasar, til þess að
fara til Englands og vera þar við
nám við skóla sem enska sam-
vinnusambandið rak í Manchest-
er. Kennslan fór þar að mestu
fram með fyrirlestrum og á um-
ræðufundum. Mest var fjallað um
sögu samvinnuhreyfingarinnar i
Énglandi og starfsemi samvinnu-
félaganna þar. Auk þess voru
nokkrir fyrirlestrar um almenna
hagfræði og félagsmál almennt.
Ég var um það bil 10 vikur í
skólanum, sem ég hafði mikið
gagn a. Auk hinnar margvislegu
fræðslu um samvinnumál fékk ég
ágæta æfingu í að lesa og tala
enskuna. Ég bjó, eins og flestir
nemendurnir, í heimavist skólans
og féll mér mjög vel við skóla-
félaga mína og kennara. Vistin i
skólanum var viðkunnanleg og
góður félagsandi ríkti þar.
Það var lærdómsrikt að kynnast
Jónasi Jónssyni, starfsháttum
hans og afköstum. Jónas var alveg
einstakur áhugamaður um vel-
ferð þjóðarinnar á öllum sviðum.
Hann hafði á feröum sinum
erlendis og námsdvöl kynnst
mörgu og sá ljóst hvaó okkur
hentaði af því sem hann sá og
kynntist. Ut frá því fékk hann
fjölda hugmynda, sem hann var
fljótur að tengja við islenskar
aðstæður og möguleika. Ekki stóð
á honum að koma hugmyndum
sinum i búning. Hugmyndir hans
og tillögur flæddu fyrirhafnar-
laust úr penna hans og í svo
fallegu formi að unun var að lesa.
Hann hafði með framsetningu
sinni sérstakt lag á aö vekja
áhuga hjá lesanda sínum með
áhuga sínum og sannfæringar-
krafti. Afköst Jónasar voru ótrú-
lega mikil, og það var eins og
hann hefði tíma til alls. Aldrei
heyrði ég hann bera við tímaleysi.
Hann skrifaði hverja greinina á
fætur annarri, oftast langar
greinar, sem andstæðingar hans
kölluðu „langhunda". Þeim sveið
oft undan hinum hnitmiðuðu
árásum hans og skeleggu svörum
og snilliyrðum. Þaö var eins og
Jónas hefði tíma til alls. Samtímis
því sem hann var að skrifa langa
blaðagrein, talaði hann oft og
lengi við flokksbræður sina út um
allt land i síma. Hann ræddi við
þá bæði um flokksmál og persónu-
Framhaid á hlx. 44.
Borgarstjóri menningarmála Stokkhólmsborgar sæmir Gu8-
laug lárviðarsveig að lokinni sýningu Þjóðleikhússins á Galdra
Lofti á Stadsteatern í Stokkhólmi voriS 1968.