Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 51 Það gusaöist talsvert úr pollunum á Uxahryggj- um þegar bilarnir rösk- uðu ró þeirra. Hér aka Árni Bjarnason og Sig- björn Björnsson i Saab ‘99. Staldrað við hjá timastöð- inni á Þingvöllum, Garð- ar Eyland og Gunnar Gunnarsson fá hér kvitt- að á kort sitt. einnig nokkuð greitt í sandkafl- ann en ekki virtist Escort þeirra fara hann eins léttilega og Simcan, en þeir misstu þó ekkí niður neinn hraða. Þeím sem á eftir komu gekk ekki eins vel og fyrstu bílunum. Sumir skrensuðu i sandinum og aðrir urðu að skipta niður um nokkra gíra til að hafa kaflann. Ekki fór illa hjá 1 hnapp niður Þingvalla- veginn. Lagt upp i afdrifarika ferð. Olafur Benediktsson og Þórólfur Halldórsson hefja hér keppni í nætur-rallinu, en nokkrum klukkustundum síðar hafnaði bifreiðin ofan I ræsi austan við Hvolsvöll. Sluppu báðir lítt meiddir, en bifreiðin er ónýt. Skrensað inn á Uxahrvggina. Þórhallur Kristjánsson og Asgeir Þor- steinsson á ferð. neinum þótt auðvelt hefði verið að snúa bifreiðunum í hringi þarna i sandinum. Eftir að hafa fylgst með viður- eign nokkurra bifreiða í sandin- um við S:ndkluftavötn lögðum við á Uxahryggina og reyndum þá að fylgja sumum eftir. En á krók- óttum vegi varð okkar stóri jeppi að gefa sig fyrir snaggaralegum fólksbílunum. Þeir fóru beygjurnar öllu betur en við, töpuðum við fyrst og fremst fyrir þeim þar. Við tókum því á það ráð að beygja til vinstri yfir Hestháls- inn og þaðan á Dragann þegar niður Lundarreykjadalinn kom svo við gætum beðið í Kjósar- skarðinu meðan rallbifreiðarnar óku fram og aftur um Borgar- fjörðinn. Við ókum rólega í gegnum fagurt Kjósarskarðið og undir lok þess urðum við varir við fyrsta rallarann í baksýnisspeglinum. Voru þar komnir þeir Sigurður og Björn. Við negldum í þá og von bráðar höfðu Ulfar Hinriksson og Sigurður Sigurðsson dregið okkur uppi í Escortinum sinum. Það var því ekinn þrimenningur næstu kilómetrana, og lengi vel vorum við blaðamenn á báðum áttum um hvort harðfylgi okkar gæti verkað truflandi á hina alvörugefnu keppnismenn sem voru i bifreið- unum rétt á undan okkur. Von bráðar komumst við þó að því að eftirför okkar skipti rallarana ekki nokkru máli, því þeir voru á svonefndri ferjuleið þar sem þeir höfðu rúman tima til að koma sér á næstu tímastöð. £rðu þeir að bíða þar um stund og f jórði bíll á þessa stöð var Simca Ómars og Jóns. Þeir höfðu orðið fyrir vélar- bilun en náðu þó á tímastöðina á tilsettum tíma. Við fylgdum Escortunum tveimur að næstu tímastöð sem var rétt við Skeggjastaði undir Esjuhlíðum. Þaðan skyldi ekinn svonenfdur sérkafli, sem var stutt leið og skyldi hún ekin á ákveðn- um tima, sekúndufrávik þýddi minusstig. Var þessi leið mjög krókótt og ekið i gegnum margar lækjarsprænur og þvi gusu- gangur mikill á þeirri leið. Flest- um gekk nokkuð vel á þessum kafla þótt sumir yrðu að stytta sér' leið yfir hóla þar sem ekki var hægt að ná beygjunni. En nú fengu bifreiðarnar að finna nokkuð fyrir því og tókust sumar á loft á sumum leitunum og hlunkuðust svo niður á veginn. Margt hafði farið úrskeiðis i bif- reiðunum áður en á þennan kafla kom og má búast við að hér hafi endanlega verið gengið frá ýms- um hálflausum og löskuðum hlut- um. Rétt eins og við upphaf nætur- rallsins var fjölmenni við Hótel Loftleiðir þegar kapparnir komu i endamarkið. Var keppendum fagnað eínum af öðrum af vinum og vandamönnum og áhugasöm- um og forvitnum áhugamönnum. Þökkuðu keppendur hver öðrum góóa og skemmtilega keppni, en margir hafa sennilega heitið sjálf- um sér að gera betur næst. Múgur og margmenni fylgdist með bifreiðunum er þær komu til Reykjavfkur. Úrslitin í nætur-mllinu Hér á eftir fara úrslit nætur-ralls Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. 1 þessum úrslitum er Fjallabaksleiðin reiknuð sem ferjuleið, en ekki sérleið, eins og hún átti að vera i upphafi. Breytingin úr sérleið í ferjuleið hefur engin áhrif í fyrstu tvö sadin f keppninni, en hefði Fjallabaksleiðin verið reiknuð sem sérleið í þessum endanlegu úrslitum hefði það raskað röð bifreið- anna í 3ja—15. sæti. Stigin eru svonefnd mfnus stig. Stig. 1. 129 Ómar Ragnarsson, Jón R. Ragnarss. Simca 1508 ‘77 2. 167 Sigurður Grétarss., Björn Olsen Ford Escort 1600‘77 3. 253 Úlfar Hinrikss., Sig. Sigurðsson Ford Escort 1600 ‘77 4. 315 Vilmar Þ. Kristinss., Sig. Ingi Ólafss. VVV' Golf ‘74 5. 329 Birgir Guðmundss., Birgir Halldórss. Ford Escort 1600 ‘77 6. 361 Bragi Þór Haraids., Þorst. Friðþjófss. Lada 1500 ‘77 7. 363 Hafsteinn Aðalsteinss., Björn Guðjónss. Datsun 1600 ‘77 8. 371 Sverrir Ólafss., Hannys Ólafsson Ford Escort RS 2000 ‘74 9. 371 Garðar Eyland, Gunnar Gunnarsson Saab‘96 10. 382 Þórhallur Kristjáns., Ásgeir Þorst. Ford Eseort 1300 ‘73 11. 435 Halldór Úlfarss., Hlynur T. Tóniass. Ford Galaxie‘60 12. 655 Ragnar S. Halldórss., Þórarinn Sigþ. Mini 1000 ‘77 13. 685 Magnús K. Helgas., Þorst. Ingim.s.Merc. Ben/. 220D ‘76 14. 1028 Jón R. Sigmundss., Dröfn Björnds. AIfaRomeo‘78 15. 1169 Árni Bjarnason, Sigbjörn Björnss. Saab99‘71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.