Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 4

Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 Framhald af bls.42 leg viðfangsefni þeirra og kom þá oft með tillögur til úrlausnar og hagsbóta. Það var eins og hann gjörþekkti líf og aðstöðu allra sem hann ræddi við og hefði alltaf á reiðum höndum tillögur og ráðleggingar til úrlausnar, hvort sem um landsmál eða einka- mál var að ræða. Þó Jónas talaði þannig í símann mörgum sinnum meðan hann reit blaðagrein hélt hann fullkomlega samhenginu og formaði áhugamál sín jsfnsnjallt þar. Það var eins og hann gæti gert mörg störf samtímis. Ekkert ALLT VAR MÐ INDÆLT STRÍD það hefur reynt og hvar sem ég hef hitt þá. Það var því með miklum sökn- uði sem ég yfirgaf Samvinnuskól- ann þegar ég var skipaður þjóð- leikhússtjóri. Samvinnumenn f forustu Af öðrum forustumönnum sam- vinnufélaganna en Jónasi Jóns- syni frá Hriflu, kynntist ég mest þeim bræðrum Aðalsteini og Sigurði Kristinssonum. Þeír voru bræður Hallgríms Kristinssonar, fyrsta forstjóra Sambands ísi. samvinnufélaga. Hallgrím, sem á sænsku um samvinnufélags- skapinn á íslandi. Vilhjálmur Þór var aðsópsmikill maður, áræðinn og dugmikill athafna- og fram- kvæmdamaður. Það leyndi sér ekki að hann var áræðinn og kjarkmikill. Vilhjálmur fór með okkur Odhe austur í Mývantssveit. Hann ók hratt og sinnti ekki mikið hvernig vegurinn var. Þessi akstur hans fannst mér táknrænn fyrir skap- gerð hans og athafnasemi. Vil- hjálmur var athafnasamur og framsækínn sem kaupfélagsstjóri Byggiiiganefnd Þjóðleikhússins; Ingimar Jóhannesson. Hörður Bjarnason og Jónas Jóns- son. var gert með hangandi hendi. Nei, áhuginn og sannfæringar- krafturinn var að baki hverrar setningar, hvort sem hún var sögð eða skrifuð. Þótt störf Jónasar væru mikil og erilsöm var hann samt einstak- lega góður og umhyggjusamur heimilisfaðir, hlýr og umhyggju- samur við konu sína og dætur. Oft ferðaðist hann til útlanda og tók þá fjölskylduna með sér. Jónas Jónsson var einstakur persónuleiki, enda markaði hann vafalítið fleiri og skýrari fram- faraspor í þjóðlif og menningar- lega þróun þjóðarinnar heldur en nokkur annar íslendingur, á skömmum en atburðaríkum valdatíma. Jónas var alveg ein- stakur maður, sem ég og raunar flestir sem kynntust honum minn- ast með aðdáun og viðurkenn-1 ingu. Ég tel það mér tíl láns að hafa kynnst Jónasi og átt sam- starf við hann svo lengi sem raun varð á. Starfið við Samvinnuskólann var ánægjulegt og aldrei þreytti kennslan mig. Ég hafði gaman af að kenna. Ég reyndi að gera til- breytni í kennslunni sem mesta, til þess að gera kennslustundirn- ar sem skemmtilegastar bæði fyrir nemendurna og sjálfan mig. Ég var líka heppinn með nemend- ur. sem stunduðu jafnan nám sitt af einstökum áhuga og voru yfir- leitt góðir og samviskusamir námsmenn. Hinir ágætu nemend- ur mínir úr Samvinnuskólanum hafa líka jafnan reynst mér hjálp- samir og góðir vinir hvenær sem á allir töluðu um sem hinn snjalla forustumann og atkvæóamikla viðskiptaforkólf samvinnumanna, hitti ég aldrei. Hann var látinn allmörgum árum áður en ég kom að Samvinnuskólanum. Að hon- um látnum tók Sigurður bróðir hansivið sem forstjóri, en Aðal- steinn var framkvæmdastjóri inn- flutningsdeildar Sambandsins. Þeim bræðrum Aðalsteíni og Sigurði kynntist ég vel. Á heimili Aðalsteins bjó ég frá því ég kom heim frá Svíþjóð og þar til ég giftist i ágúst 1932. Aðalsteinn var mikill heiðursmaður, dugleg- ur verslunarmaður, trúr hugsjón samvinnustefnunnar, glaðlegur i umgengni og hinn mesti „gentil- maður" á alla lund. Heimili hans og Láru konu hans var til fyrir- myndar í hvívetna. Sigurði Kristinssyni kynntist ég líka all- mikið. Samvinnuskólinn tilheyrði hans stjórnardeild, og eðlilega kynntist ég honum töluvert þess vegna. Það var alltaf gott að Jeita til hans. Hann var jafnan skiln- ingsgóður á þau viðfangsefni sem við hann voru rædd, vinsamlega innstilltur, réttsýnn og heiðarleg- ur. Hið mesta göfugmenni. Vilhjálmi Þór kynntist ég lítils- háttar þegar hann var kaupfélags- stjóri á Akureyri. Ég kom til hans þar þegar ég var á ferðalagi um landið með Thorsten Odhe, rit- stjóra frá Stokkhólmi, sem ég ferðaðist með um mikinn hluta landsins til þess að veita honum tækifæri til þess að kynnast sem best samvinnufélagsstarfseminni i landinu, þar eð hann var að safna efni í bók sem hann skrifaði á Akureyri og óx félagið og færði út kviarnar undir stjórn hans með ótrúlegum hraða. Það var þvi eðli- legt að Vilhjálmur Þór yrði valinn til þess að taka við af Sigurði Kristinssyni. Fyrstu kynni min af Vilhjálmi Þór sem forstjóra S.I.S. var bréf sem ég fékk frá honum þar sem hann tilkynnti mér um lækkun launa minna sem kennara við Samvinnuskólann. Ég vildi ekki alveg sætta mig við þetta, þar sem laun mín voru auk þess frekar lág. Ræddi ég um þetta við Sigurð Kristinsson, sem þá var að hætta sem forstjóri. Hann benti mér á að skrifa formanni sam- bandsstjórnarinnar og fara fram á að ég héldi óbreyttum launum, þar sem ekki væri nein sjáanleg ástæða fyrir þessari launabreyt- ingu. Ég skrifaði formanninum og fór fram á að hann hlutaðist til um að ég héldi rétti mínum og launum. Sambandsstjórnin sam- þykkti þeiðni mína og tilkynnti forstjóranum ákvörðun sína og hélt ég laununum mínum óskert- um. Mun Vilhjálmi hafa mislíkað þetta víð mig og ekki man ég tii þess að Vilhjálmur yrti nokkurn tima á mig eftir þetta. Þegar Þjóð- leikhúsið tók til starfa sóttú fjöl- margir um að fá fasta frumsýn- ingarmiða. Einn af þeim, sem hug höfðu á frumsýningarmiða, var Vilhjálmur Þór, en hann sótti ekki um það til Þjóðleikhússins, heldur til menntamálaráðherra, sem þá var Björn Ólafsson. Menntamálaráðherra skrifaði mér og óskaði eftir þvi að Vilhjálmur Þór fengi keypta frumsýningarmiða samkvæmt fyrirskipan ráðherra. Auðvitað hefði hann eins fengið keypta miða þó hann hefði pantað þá beint frá leikhúsinu því hann var það snemma á ferðinni að panta. Þetta atriði sýnir aðeins hve erfitt hann hefur átt með að sætta sig við að þurfa að láta i minni pok- ann fyrir mér. Og svo hefur hann ef til vill óttast að ég myndi þá hefna min og ekki láta hann fá miða. En það var atriði sem mér hefði aldrei getað dottið í hug að gera. Hann átti sinn rétt jafnt og aðrir. — Ég segi ekki frá þessum samskiptum við Vilhjálm Þór til þess að varpa neinum skugga á hann, heldur einungis sem dæmi um hve mismunandi skapgerð fólks getur verið sem maður þarf að hafa samskipti við. Sumir vilja koma öllu fram með fyrirskipunum, en aðrir með sam- komulagi og samningum. Guðlaugur Rósinkranz færir Val Gilsasyni blómakörfu og ávarpar hann á sviði Þjóðleikhússins á 70 ára afmæli Vals. AÐALFUNDUR «5 | Aðalfundur Isfélags Vestmannaeyja hf., fyrir | árið 1976, verður haldinn í húsi félagsins við | Strandveg í Vestmannaeyjum, laugardaginn | 19. nóvember n. k. og hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. Stjdrnin. * =—®— W*******!*!**!*s**æ*æ***i*s«*ææa6æ88æa8æææ38*æææ38ææææ NÁMSKEIÐ Ný námskeið i matvæla- og næringarfræði hetjast i næstu viku. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFT- IRFARANDI ATRIÐI: ^ Grundvallaratriði næringarfræði. Q Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. ^ Ráðleggingar, sem heilbrigðisyfirvöld margra þjóða hafa birt, um æskilegar breytingar á mataræði, til að fyrirbyggja sjúkdóma. 9 Fæðuval, gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, sýnikennsla með tilliti til áðurnefndra ráðlegginga. 9 Mismunandi framreiðsluaðferðir, dúka og skreyta borð fyrir mis- munandi tækifæri. 0 Hvað niðurstöður nýjustu vísindalegra rannsókna hafa að segja um offitu og megrunarfæði. MUNIÐ að rangar megrunaraðferðir eru mjög skaðlegar og geta valdið varanlegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR Á ÁHRIF Á: ^ Andlegan, likamlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. ^ Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. ^ Likamsþyng þina, en hjarta- og æðasjúkdómar. sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra, sem eru of feitir. Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs i námi, leik og starfi. Upplýsingar og innritun i síma 74204 eftir kl. 8 á kvöldin. Kristrún Jóhannesdóttir manneldisfræðingur. Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í októbermánuði Fimmtudagur 6 okt R-47801 til R-48100 Föstudagur 7 okt R-48101 til R-48400 Mánudagur 10. okt. R-48401 til R-48700 Þriðjudagur 1 1 okt. R-48701 til R-49000 Miðvikudagur 1 2. okt. R-49001 til R-49300 Fimmtudagur 1 3 okt R-49301 til R-49600 Föstudagur 14. okt. R-49601 til R-49900 Mánudagur 1 7. okt. R-49901 til R-50200 Þriðjudagur 1 8 okt. R-50201 til R-50500 Miðvikudagur 1 9 okt- R-50501 til R-50800 Fimmtudagur 20 okt R-50801 til R-51 100 Föstudagur 21. okt. R-51 101 til R-51400 Mánudagur 24 okt. R-51401 til R-51700 Þriðjudagur 25 okt. R-51 701 til R-5200 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli Lögreglustjórinn i Reykjavik, 5. október 1977 Sigurjón Sigurðsson. ■xJiTicTtSTí <*> (Tf TTiíTS <X> ön 7TS <Tn An 7TS iTn 7VS1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.