Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 22
62 v MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 NýirlMIL lopa litir ■S.. glsenyjar prjóna- nppskriliir Lítið í gluggana okkar aö vesturgötu 2. Við stillum út sýnishornum af allra nýjustu peysunum okkar ásamt fylgihlutum, því sem einna forvitnilegast þótti á sýningunni Iðnkynning. Fallegu lopa-litirnir fást hjá okkur. /^LAFOSSBÚÐIN ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? tP Þl AIGLVSIR t M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGl VBLADINl 83 nemendur í Bænda- skólanum á Hvanneyri BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri var settur nýlega og hófst athöfn- in med guðsþjónustu I Hvanneyr- arkirkju þar sem sóknarprestur- inn, sr. Olafur Jens Sigurðsson, predikaði. Alls eru 83 nemendur skráðir til náms við skólann í vetur þar af 19 stúlkur. 1 búvís- indadeild eru 9 nemendur og 74 í bændadeild, og er þetta stærsti hópur, sem innritazt hefur f skól- ann til þessa, segir í frétt frá skólanum. Af nemendum bændadeildar eru um 60% úr sveitum og smærri þéttbýliskjörnum. Kenn- arar eru 11, auk skólastjórans, Magnúsar B. Jónssonar. I haust eru liðin 30 ár frá því fyrstu nem- endur innrituðust i framhalds- deild Bændaskólans á Hvanneyri, en sú deild nefnist nú búvísinda- deild. I skólasetningarræðu sinni drap skólastjóri á þá baráttu, sem háð hefur verið fyrir tilveru þess- arar námsbrautar og kvað það efamál, að nokkurt eitt framtak til eflingar fræðslu- og leiðbein- ingarþjónustu landbúnaðarins hefði skilað jafnmiklum árangri og starfræksla framhaldsdeild- arinnar, en hún hefur nú útskrif- að á annað hundrað búfræði- kandídata. Á Hvanneyri er nú unnið að endurbyggingu eldri húsa með það fyrir augum að bæta aðstöðu til búrekstrar og rannsóknastarf- semi og vonazt er til að lokafrá- gangi heimavistar muni Ijúka snemma á næsta ári. A liðnu ári heimsóttu nokkrir afmælisár- gangar skólann og færðu honum góðar gjafir, en með tilkomu nýrr- ar heimavistar og mötuneytisað- stöðu er hægt að nota húsnæði skólans utan skólatímans. Þannig hafa hópar bænda, innlendra og erlendra, heimsótt skólann og í lok siðasta mánaðar efndu samtök norrænna búvisindamanna til ráðstefnu á Hvanneyri um fjár- húsabyggingar. Sótti hana fjöldi manna, kennara og leiðbeinenda. 1000. fundur hreppsnefndar Borgarneshrepps 21. sept. HREPPSNEFND Borgarnes- hrepps hélt sinn þúsundasta fund 21. september s.l. Var þess minnzt á viðeigandi hátt. Fyrsti hrepps- nefndarfundurinn var haldinn á Brennistöðum eftir kosningar sem fram fóru 17. maí 1913. Áður en gengið var til dagskrár á þessum þúsundasta fundi hreppsnefndarinnar var eins fyrrverandi hreppsnefndarmanns og oddvita, Friðriks Þórðarsonar, minnzt, þar sem hann hafði látizt frá þvi að síðasti fundur hrepps- nefndar var haldinn. Friðrik Þórðarson fæddist á Brennistöðum í Borgarhreppi 25. október 1903. Eftir að Friðrik út- skrifaðist frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði tók hann strax mik- inn þátt í málefnum héraðs sins, sérstaklega sveitarstjórnarmálum sins kauptúns, Borgarness. Hann var kosinn í hreppsnefnd 1934 og sat hann í henni allt til ársins 1965 er hann fluttist til Reykja- víkur. Af þvi 31 ári sem hann hafði setið í hreppsnefnd hafði hann verið oddviti i 12 ár. SOKKA BUXUR K.SKAGFJÖRÐ HF.S.24120 3 stórbingó 2., 9. og 16. október «'i / m Stór- binfl0 N'' BINGO — SIGTUNI Annað Stór-bingóið verður í Sigtúni, sunnudag kl. 15. Húsið opnað kl. 14.00. Dregnar verða 4 Kanarieyjaferðír ásamt öðrum glæsilegum vinningum. — ^p Heimilistæki frá Philips. með hverjum 4 bingóspjöldum er ókeypis „lukkuseðill", sem getur einnig orðið ávísun á Kanaríeyjaferð Úr „lukkuseðlunum" verður dregið í síðasta stór bingói þann 16.1 0. og gilda þá..|ukkuseðlar" úr öllum bingóunum. STYRKIÐ ÍÞRÓTTASTARFSEMI UIMGA FÓLKSIIMS. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIRi 1144111 » t.t i fj'4f4f#rr#rr*ri<

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.