Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 Þjóðskjalasafn íslands — Þjóðskjalasafn íslands — Þjóðskjalasafn íslands — i Oskjuhlíðin er rétti staðurinn fyrir nýtt Þjóðskjalasafn „V'andræði Þjóðskjalasafnsins verða ekki leyst til frambúðar nema með nýb.vggingu og þar ætt- um við að fara að með nútíma- hætti og sprengja safnið inn í kiöpp. V’ið íslendingar erum ekki svo illa staddir með grjót, að við hefðum ekki efni á þeirri lausn og satt að segja finnst mér staður eins og Öskjuhlíðin alveg kjörinn til þess að hýsa Þjóðskjalasafn Islands," sagði Aðalgeir Kristins- son, I skjalavörður, í samtali við IWbl. „Norðmenn hafa nú lokið bygg- ingu skjalasafns fyrir Ösló og ríkisskjalasafn sitt og þeir sprengdu það inn í klett við Ösló og fara svipað að og Svíar og Finnar," hélt Aðalgeir áfram. „Þetla hefur sú fræga stofnun CIA líka gert og Danir eru búnir að fá sér lóð undir ríkisskjala- safn, en fátækir af grjóti, eins og þeir eru, ætla þeir með safnið ofan í jörðina. Ég tel Öskjuhlíðina alveg til- valda vegna þess að þar er góð aðstaða, snoturt umhverfi og einnig myndi safnið tengjast öðr- um höfuðmenntastofnunum. þar sem Háskóli tslands á eftir að stækka út í mýrina og Landspítal- inn sem háskólasjúkrahús er þegar farinn að teygja sig suður fyrir Hringbrautina. Með þessari þróun leggst Reykjavíkurflug- völlur af, þar sem hann nú er, þannig að í raun sé ég ekkert, sem mælir í mót þessari hugmynd um Öskjuhlíðina.“ — En er ekki með ein- hverjum hætti hægt að búa safnahúsið við Hverfisgötu betur f.vrir Þjóðskjalasafn- ið, þegar það fær allt hús- ið! „Safnahúsið er ekkert húsnæði fyrir safn að nútima kröfum. Þar er engin lyfta og aðeins smáklefar eru eldtraustir. Einnig er loftið þar alltof þurrt og alltof heitt fyrir skjalageymslu. Loks er hús- ið komið í A-flokk hjá hús- friðunarnefnd, þannig að litlu má breyta, en þá virðist byggingin sjálf orðin meira virði en það sem hún hýsir. Þjóðskjalasafnið er nú á fjórum stöðum; í safnahúsinu, þar sem það hefur nú rösklega 4000 hillu- metra, í skjalageymslum á Lauga- vegi 178 höfum við um 900 hillu- metra, á kirkjuloftinu á Bessa- stöðum geymum við talsvert af skjölum og loks eru gögn frá toll- stjóraembættinu i húsnæði við Sölvhólsgötu. Hins vegar er það borin von, að annað en sérbyggt húsnæði dugi til skjalageymslu. Ég get nefnt sem dæmi, að enda þótt húsnæðíð við LaugaVeginn væri áður iðnaðarhúsnæði, þá fá- um við út úr því lítið meira en helmingsnýtingu, þar sem burðar- þolið er ekki nóg. Þessi pappír, sem menn nota nú til dags, er steinþungur. Hann er verulega þyngri, en pappírinn, sem menn notuðu um og fyrir 1800, og ef rétt rakastig er haft, þá þyngist hann enn þá meira. Safnahúsið allt rúmar nálægt 12.000 hillumetra. Það yrði þá um helmingsviðbót, sem við fengjum þegar Landsbókasafnið fer, ef tekið er tillit til þess magns, sem við höfum nú. En hver veit, hvenær þetta verður? Éitt af því, sem gerir þetta svo erfitt, er að Þjóðarbókhlaðan hefst ekki af stað. Sá seinagangúr heldur öllum i- úlfakreppu; Landsbókasafninu, Háskólabókasafninu og svo Þjóð- skjalasafninu ekki sizt. Hins vegar finnst mér ekki fjarri lagi, að menn hafi það í huga, að eftir fimm ár verða 100 ár liðin siðan lög um Landsskjaia- safnið voru sett. Akvörðun um nýbyggingu yrði hreint ekki ilia þegin afmælisgjöf. Og þessu til viðbótar má benda á, að enda þótt safnahúsið henti ekki vel skjalasafni, þá væri efa- laust hægt að finna þvi verðug verkefni að Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni förnum. Það myndi til dæmis henta Hæsta- rétti, eða einhverju ráðuneyti. Og einnig má benda á það, að les- salurinn myndi sóma sér vel sem umgjörð utan um einhverja virðu- lega móttöku ríkisins." — Þú talaðir áðan um heimingsviðbót... „Já. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvi enn vantar gifur- lega mikið á að i Þjóðskjalasafnið Viðgerðarstofan Þjóðskjalasafnið og Landsbókasafnið reka í sameiningu ■ viðgerðarstofu, þar sem gert er við skjöi og handirt. Viðgerðarstofan heyrir undir Þjóðskjalasafnið, en þar ; starfa forstöðumaður og svo þrír viðgerðarmenn í hálfu starfi hver. Þessar myndir eru teknar í viðgerðarstof- > unni og sýna, hvar verið er að hæta úr göllum illa 1 farinna skjala. ■■■■■ ■ •■■•■■•,•■ ■■' Öskjuhlíðin er að mati Aðalsteins tilvalin staður und.r framtíðarbyggingu Þjóðskjalasafns lslands, sem yrði þá byggt inn í bergið. Það má reyndar segja það, að eitt aðalverkefnið hljóti að verða það að koma á skynsamlegu skipulagi á það, hvernig flokkað er í skjalasöfmn hjá einstökum embættum og hvernig þau eru geymd. Ég veit til þess, að erlendis er sá háttur hafður á, að fenginn er skjalavörður með ein- hverju millibili til að . grisja pappírsflöðið. Ég gæti vel imýnd- að mér aó til dæmis eftir eitt ár mætti taka eitthvaö frá og henda Framhald á bls. 70 — Leita stofnanir til ykkar með aðstoð um það, hvað á að geyma og hvað ekki? „Nei. Og það er af og frá að allt eigi að geyma úr pappirsflóði nútímans. Hins vegar er engan veginn sama, hvernig staðið er að þvi að velja og hafna. Viðast hvar í heiminum, þár sem skjalasöfnun er orðin vel skipulögð, er útkoman sú að skorið er niður um 60—70%. Viðkoman í pappírnum er orðin svo geysilega mikil eftir tilkomu ljósritunartækninnar, en það er líka alvörumál að velja þau 30—40%, sem verður að geyma. Annars má segja með nokkrum sanni, að höfuóskepnurnar hafi að mestu séð um grisjunina hér á landi og þá á ég við eldinn, vatnið og sólina. En það er auðvitað ekki rétti mátinn að grisja skjöl þannig. Og hitt er líka að þó menn hafi verið að reyna að koma ein- hverju kerfi á þetta, þá baukar hver í sinu horni, þannig að kerfin eru næstum jafnmörg og embættin og jafnvel jafnmörg mönnunum, sem starfann annast. Erlendis senda ríkisskjalasöfn- in reglulega menn til eftirlits með því, hvernig hinir ýmsu embættis- menn standa að vörzlu skjala og bóka. Ég hef sjálfur tekið þátt í einni slíkri ferð í Danmörku. Við fórum þá milli prestanna og þeir voru látnir draga fram þær bækur, sem löggiltar voru af ráðuneytinu. Ef eftirlitsmannin- um likaði ekki meðferðin, þá tók hann bókina og setti í viðgerð. Og kostnaðinn varð viðkomandi embættismaður að bera. Ef meðferðin keyrði úr hófi var ráðuneytinu að auki send nóta um hirðuleysi viðkomandi embættis- manna. Þessar ráðstafanir tryggðu það, að öll skjöl og bækur komu i svo miklu betra ásigkomu- lagi til ríkisskjalasafnsins, en við eigum að venjast hér hjá okkur. Ég er hræddur um að margur embættismaðurinn íslenzkur væri kominn meó gott safn viðgerðar- reikninga og klögunóta, ef við iðkuðum þó ekki væri nema ein- hvern hluta af því eftirliti, sem tíðkast erlendis Aðalgeir Kristjánsson, I skjalavörður Þjóðskjalasafnsins. séu komin öll þau skjöl, sem þar eiga nú að vera. An þess að vita það svo gjörla, skýt ég á, að af skjölum frá þessari öld séum við ef til vill búnir að fá einn fimmta til tíunda hluta þess, sem hjá okkur á að vera. Það er af nógu að taka þar sem á vantar. Ríkisbankarnir hafa til dæmis ekki sent okkur eitt ein- asta plagg, ríkisskólarnir sem stofnanir ekki heldur þegar Lærði skólinn er undanskilinn. Við höfum ekki fengið eitt ein- asta skjal frá Háskóla Islands svo bara ein stofnun sé nefnd. Sama gildir um Tryggingastofnun ríkis- ins og sjúkrahúsin sem stofnanir. Þannig dugar það ekki til lengd- ar, þótt við fengjum helmings- viðbót af hillumetrum, því senni- Iegast er nóg til þegar í þá alla.“ »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.