Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 30
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Minning:
Oddný Friðrikka
Árnadóttir
Um aldamótin fluttist hún með
þeim að hinu fornfræga prests-
setri Sauðanesi á Langanesi.
Þarna eyddi hún sínum æsku-
dögum í skjóli fósturforeldra
sinna, við hin aðskiljanlegu störf
og nám prestsdætra þeirra tima.
Meðal annars sem amma lærði á
þessum tíma, var að leika á orgel,
en hún var tónelsk með af-
Fædd: 16. júlf 1893.
Dáin: 29. september 1977
..£g sé hana hvar hún situr
á sængurslokknum enn
med sálmabókina sfna
'átt við Ruði «k menn.
Svonasal hún forðum
i»g sötiR með tár á brá.
Ég hvildi f kjöltu hennar
í kvrrðinni or hlustaði á“.
Davfð Stefánsson.
brigðum og hafði góða söngrödd
og átti Sauðaneskirkja eftir að
njóta þessara hæfileika hennar
um áratugaskeið er hún var þar
organisti og söngstjóri. Það mun
hafa verið haft á orði á prests-
setrinu á Sauðanesi. að þar sem
hún Oddný kæmi, þar birti yfir.
Sú birta hefur efalaust yljað
mörgum en árla mun hún þó hafa
skinið mest á ráðsmanninn unga á
prestssetrinu.
I blóra við tíðarandann var hún
18 ára gefin Ingimar Baldvinssyni
sem þá gegndi starfi ráðsmanns á
Sauðanesi.
Ekki munu þó allir hafa spáð
sambandi þessu langlífi og litu á
þetta sem ungæðisflan.
Hjónaband þeirra varði í 66 ár
og alltaf voru þau sem nýgift, og
ég minnist þess er ég kom, óvart,
að þeim sumarið 1974 er þau voru
að „kela“ í sófanum á Ingimars-
stöðum.
Það er haft á orði hversu sam-
band þeirra var náið og mikil
gleði ríkti á mannmörgu heimili
þeirra.
Þeim varð 11 barna auðið og
eru 9 þeirra enn á lífi.
Langri hljóðlátri ævi er lokið.
Lát hennar er harmur þeim er
eftir lifa, þó efalaust mest afa
gamla.
Megi trúnaðartraust ömmu og
eilíf lifsgleði verða þeim leiðar-
ljós í framtíðinni.
Oddný Fríðrikka Árnadóttir
lézt á Ingimarsstöðum á Þórshöfn
29. sept. 1977.
Magga.
AUGLÝSINGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 sími 25810
Já, þau voru friðsæl kvöldin í
Ingimarshúsi I þá daga. Gamla
kokseldavélin i eldhúsinu yljaði
upp húsið. en birta þess stafaði
frá lagvaxinni konu sem stóð við
eldavélina og Ieysti störf sín af
hendi með gleði þess er trúir því
og veit að hinn eilífi andi muni að
lokum veita dánum ró og hinum
líkn er lifa.
Þessar ljóðlínur og hugrenning-
ar komu mér i muna er ég frétti
andlát Oddnýjar ömmu minnar
hinn 29. sept. s.l.
Hún var einn hinna trúu þegna
þessa þjóðfélags sem leysa störi
sín af hendi án þess að gera mikl
ar kröfur né heldur ætlast til ol
mikils af hendi þess.
Hún minntist þess ætíð með
þakklætí er hún ung að árum og
móðurlaus var leidd til fósturs
hjá sæmdarhjónunum séra Jóni
Halldórssyni og konu hans Soffíu
Daníelsdóttur er þá bjuggu á
Skeggjastöðum á Langanes-
strönd.
— Þjóðskjalasafn
Islands
Framhald af bls. 49.
og siðan ef til vill aftur eför 10 ár
og þriðja grisjunin færi svo fram
eftir 20 ár og loks eftir 25 ár, en
það er skilafresturinn tíl Þjoð-
skjalasafns Islands samkvæmt
núgildandi lögum.
En við skulum ekki gleyma því
að það er fleira söguleg heimild
en skjalið. Rikisútvarpið er nú ein
stofnunin sem aldrei hefur
afhent snifsi til okkar, en
auðvitað eru segulbönd og kvik-
myndir sögulegar heimildir. Við
getum aðeins ímyndað okkur
hvers virði samtímalýsingar af
vettvangi og fréttakvikmyndir
eru sem sögulegar heimildir.
Þannig gæti ég haldið lengi
áfram. en hvernig sem við veltum
þessu fyrir okkur. þá er útkoman
alltaf sú, að bilið milli þess, sem
er hjá okkur og þess sem þar á að
vera, breikkar stöðugt og þá um
leið getan til að vinna það sem
einhvern tima kemur að að þurfi
að vinna. Mér liggur við að líkja
þessu við skuldasöfnunina
erlendis.
Afleiðingar þessarar vanrækslu
eiga eftir að berja upp á siðar
meir. Og ég er hræddur um að
þær verði óskemmtilegir gestir
þeim, sem þá verða uppi. Það er
hreint engin ástæða til að hrósa
okkur fyrir meðferð skjala á
þessari öld."
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Orðsending til eigenda
sjónvarpstækja:
Vegna eftirspurna eftir góðum notuðum svart/hvít Radionette
sjónvarpstækjum getum við tekið nokkur
svart/hvít Radionette tæki upp í kaup á Radionette litsjónvarpstækjum
v-
V
RADIONETTA CM 6—3. Gangverkið hefur verið
valið af neytendasamtökum Danmerkur, Svíþjóð-
ar, Noregs og Englands sem eitt af 4 tæknilega
bestu litasjónvarpstækjunum.
Myndgæði og hljómflutningur fá sérstakt hrós.
Við höfum á að skipta þjálfuðum viðgerðarmönn-
um er tryggja yður langa og örugga notkun
tækisins.
Öll Radionette litasjónvarpstækin eru tilbúin til
notkunar með myndsegulböndum og plötum.
Tækin fást einnig fyrir þráðlausa fjarstýringu,
Radionette litasjónvarpstækin eru með sterkum
útgangsmagnara stórum konsert hátalara og að-
skildum bassa og diskantstillum. Þetta gefur
einstakan hljómburð. CM 6—3 gangverkið er
kalt gangverk sem gefur hámarks líftíma.
ÁRS ÁBYRGÐ — GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
EF
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995