Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 28
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 morö<jm-í5^_ kaffinu \\ \ ^ ((} o lVIá hann Siggi borða hjá okkur, ef hann borðar fyrst heima hjá sér? Þessi staður þykir einstaklega heimilislegur í alla staði. Segðu henni að lyfta andlitisblæjunni, við viljum fyrst sjá hvað ■ hún hefur uppá að bjóða. Um ómálefna- legar umrædur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar spil dagsins kom fvrir virtist liggja í augum uppi, að annað tveggja lykilspila þyrfti að vera vel staðsett til að spilið ynn- ist. En seinna fann spilarinn, að þriðja spilið skipti meira máli. Gjafari vestur, allir utan. Vestur S. D754 H. KD107 T. 2 L.10642 Norður S. K106 H.G T. G9874 L. ÁD73 Austur S. ÁG93 H.98632 T. 6 L. KG9 Suður S. 82 H. Á54 T. ÁKD1053 L. 85 Norður og suður náðu auðveld- lega fimm tiglum en andstæðing— ar þeirra sögðu alltaf pass. Vestur spilaði út hjartakóng. Suður sá og vissi, að 50% líkur voru með þvi, að vestur ætti laufkóng. Og að auki voru einnig 50% líkur til þess, að vestur ættí einnig spaða- ás. Saman virtist þetta gera 100% og spilið öruggt. Hann tók því trompin, svínaði laufi og spilaði seinna að spaðakónginum. En þegar í ljós kom, að austur átti bæði þessi háspil tapaði suður spilinu. Möguleikarnir voru fjórir. Vest- ur gat átt bæði spaðaás og lauf- kóng og eins gat austur átt bæði spilin. Og vestur gat átt ásinn og austur kónginn eða öfugt, vestur kónginn og austur ásinn. I þrem þessara tilfella var spilið öruggt og í einu tapaðT Suður var ekki ánægður. En þá sá hann spaðatíuna og uppgötv- aði, að hún lék í raun og veru aðalhlutverkið. Hann benti því spilafélögum sínum á hvernig hann gat unnið spilið. Taka útspilið með ás og trompa strax hjarta. Fara heim í tromp og trompa aftur hjarta. Aftur heim á tromp og spila lág- um spaða frá hendinni. Láti vest- ur þá lágt var spilið öruggt með því að láta tiuna frá blindum. Austur væri þá neyddur til að gefa ellefta slaginn. Og sama staða kæmi upp léti vestur háan spaða. Þá gengdi tían sama hlut- verki og kóngurinn. 7528 COSPER Heyrðu gamli! Þú skalt ekki reyna að komast f önnur kvennabúr! Hér fer á eftir bréf frá borgara þar sem hann gerir að umtalsefni umræður um ýmis málefni hér á landi og telur að þær séu oft ómál- efnalegar, þannig að menn komi ekki auga á kjarna deilna sem upp koma. „Það er einkennandi fyrir alla þjóðmálaumræðu hér hvað hún er á lágu plani. Það er hægt að lesa grein eftir grein um tiltekið ágreiningsefni án þess nokkru sinni að fá fram kjarna deilunnar. Fyrir stuttu birtist i blöðum „opið bréf“ til starfsmanna rikis og bæja frá Jóni Sigurðssyni ráðuneytisstjóra. „Bréf“ þetta var rökfast og mjög greinargott. Þó það hafi ef til vill frekar túlkað sjónarmið hins opinbera, var það engu að siður mjög málefnalegt og fullkomlega eðlilegt að sjónar- mið hins opinbera kæmi fram. En hvernig bregðast talsmenn laun- þega við? Jú, á gamla íslenzka mátann: Þeir hreyta skætingi í ráðuneytisstjórann og fólk sem vill vita hver málefnaleg afstaða þeirra er til einstakra atriða er litlu nær. Hvernig er hægt að búast við því að vel gangi með stjórn efnahagsmála þegar við- horf almennings eiga að mótast af svona umræðum eins og við höf- um orðið vitni að. Það sorglega er að þetta ómerkilega karp er ekk- ert einsdæmi. Það heyrir til undantekninga að forsvarsmenn kröfugerðarhópa og stjórnmála- menn tali eins og þeir séu að ræða við vitiborið fólk. Kannski að skýringin á þessum ,,vitskorti“ í lykilstöðum kröfugerðarhópa séu einmitt þessar stórkostlegu svi- virðingar sem hver og einn fær .yfir sig sem talar hreint út. Getur það hugsast að „prentfrelsið" sé að verða mesti ógnvaldur hinnar frjálsu hugsunar og tjáningar hennar? Persónulega finnst mér að okkur tslendinga skorti mest af öllu hæfa leiðtoga, greinda og réttsýna forystumenn sem leiða þjóðina til betra lifs. Spurning er hins vegar hvort að við fáum slíka menn til starfa meðan þjóðmála- umræðan er á þvi plani sem virð- ist vera. Nú komast þeir helzt til forystu sem eru metnaðargjarnir og þröngsýnir. Menn sem alltaf eru tilbúnir í slaginn. Slæmt er að vanta fiskinn. Verra er þó að vanta góða leiðtoga. Eins og geta má nærri þá dettur mér ekki í hug að láta birta nafn mitt með þessu tilskrifi. Það verð- ur bara að standa fyrir sinu, nafn- Iaust. Ég er fjölskyldumaður og vil ómögulega fá svona „þrifa- bað“ eins og þeir fá sem ekki kunna að segja já og amen. Borgari Fleiri eru orð borgarans ekki og væri ekki úr vegi að fólk héldi þessari umræðu áfram og legði eitthvað til málanna. Af nógu er sjálfsagt að taka og ef einhver sér ástæðu til að svar þessum skrifum hér tekur Velvakandi á móti því. % Vel skipulögð söngferð „Fyrir hönd kóranna The Bass Clef Chorus í Winnipeg og The Better Half Singers langar mig að tjá þakklæti okkar til fólks bæði í Manitoba og á tslandi, sem að- stoðuðu okkur við undirbúning söngferðar kóranna til Islands í sumar og tókst í alla staði vel. Orð fá naumast lýst þakklæti okkar, en smá brot af ferðasögunni gætí e.t.v. gefið örlitla mynd af því. Séra Bragi Friðriksson, for- maður Þjóðræknisfélagsins, á mestan heiður skilið fyrir skipu- lag söngferðarinnar, en hvar sem við komum var allt klappað og klárt og gestrisni var með ein- dæmum. Leiðsögumenn okkar, sem sr. Bragi útvegaði, voru viku á ferðalagi með okkur víðs vegar um landið og urðu næstum eins og kórfélagar, þannig að þeir voru gerðir að heiðursfélögum þegar við skildum við þá. Gestgjafar okkar i Keflavík voru Kvennakór Suðurnesja, og opnuðu kórfélagar heimili sin fyrir okkur. Ekkert þótti þeim of mikið, við urðum hluti af þeirra fjölskyldum og lifi þeirra i tvær vikur. Eina leiðin, sem við getum farið til að endurgjalda þessa gestrisni, er að bjóða þeim að koma til Kanada einhvern tima. A ferðalaginu komum við til Vestmannaeyja, og sungum þar i hinni fallegu kirkju, við fórum RÉTTU MER HOND ÞINA 64 boðið þér hingað. En agapc er samt grunntónninn f lífi minu. Nei, það eru nú sennilega ýkj- ur. Það verður oft einungis dauf undirrödd. Eða aðeins veik flauta, sem heyrist varla, eða fimmundartónn, sem hljómar í ósamræmi við allan hljóminn að öðru leyti, .eða fjarlægt hljóðfæri, sem lætur heyrast veikt í sér einhvers staðar undir hvelfingu mustersins. Örn var gagntekinn af um- ræðuefni sínu. Nú gat ekkert stöðvað hann. — Stundum hverfur agape í hringiðu ósamræmisins. En svo kemur það aftur, hvað eftir annað. eins og stefið t fúgu eftir Bach. Það skýtur upp kollinum eins og vox celeste eða möglar gremjulega eins og óbó. Stundum tekst því að yfir- gnæfa hínar raddírnar. Þannig fór núna fyrir viku. þegar ég var orðinn dauðþreytt- ur á svertingjum og kristni- boðsstarfinu og öllu saman. Eg hélzt ekki við heima, ég varð að fara út á 'árhakkann, og eg lét aumingja hestínn geysast áfram eins og ég væri genginn af göflunum. En svo hvarf þessi mishljómur innra með mér, og agape lék einleik á selló. Þá lét ég af allri mótspyrnu og tók aftur ákvörðun um að vera um kyrrt í Afríku — og ég sneri heim og fór að undirbúa ste.vpu í sjúkrahús f.vrir svertingjana. Ekki er ég gömul kerlingar- skrukka, sem sækir kirkju og þörf er á að prcdika yfir, hugsaði Erik. Það er sannar- lega kominn ttmi til þess, að ég rétti hann almennilega við. — Þig grunar ekki, hvað þú ert hlægilegur, þegar þú tekur upp predikunarsttlinn hérna úti í óh.vggðum aftrtku. Þú er eins og lítill og sveittur Gauta- borgari með upphafið að borgarstjóramaga á söðul- nefinu og glæsilegan sólhjálm. Og svo strfan prestavaðal sem streymir báðum megin við agnarlftinn vindil. Erik iðraðist þegar orða sinna, enda var Örn viðkunnan- legur náungi, þó að hann væri svolftið áleitimi í predikunum sínum.' Erni sárnaði mjög. Honum fannst eins og hann hefði verið sleginn í hnakkann. Hann hafði talað af alvöru og ákafa. reynt að gera cins vel og hann gat. En hann tók sig á og reyndi að svara í sömu tónteg- und. — Og þú sjalfur, þú fellur ekki heldur inn í umhvcrfið. Osvikið dæmi um verðandi gestgjafa og riddara af vasa- orðunni. Mér dettur ekki t hug neitt svæsnara f fljótu bragði, en ég áskil mér rétt tjl að vfkja að málinu sfðar. — Já, þakka þér annars fyrir, ætli þetta nægi ekki í bili. En haltu bara áfram að predika, ef þú þarft að létta gufuþrýsting- inn. Eg verð að koipa með reglu- lega lifandi líkingu, sem ha-fir Forss betur, hugsaði Örn. En ég skal berja agape-hugsunina Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi rækilega inn i hann, svo að hún sitji þar um alla framtfð. Eðla, sem var metri á lengd, skauzt út úr grasinu og hvarf inn f agafantfrunna. Ilestarnir tóku kipp, og Örn var að missa jafnvægið. Hann þrýsti fótunum að sfðum hestsins og rétti sig við. — Nei, það borgar sig víst ekki að svífa hátt uppi í þessutn félagsskap. Ef ég ætla að fá þig með, verðum við víst að hafa alla fjóra fætur á jörðinni. En ég skal samt tala um agapc, þannig að þú minnist þess. Með öðrum orðum: Eg, til dæmis, er eiginlega eigingjarn, sjálf- hverfur og tillitslaus, en samt trúi ég á agape. Eg er eins og gamall, úr sér gcnginn spor- vagn, sem er alltaf að fara út af tcinunum og vaggar á báðar hliðar. En ég verð að komast aftur upp á teinana, því að það er ekki ha'gt að komast áfram án straumsins að ofan. Orku- leiðslan er agape. Örn tók vindilinn úr munnin- um og bætti við, hægl og rólega:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.