Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 Nætur-rall Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur Grein: Ágúst Asgeirsson - Myndir: Kristinn Olafsson # — Hún lét sér fátt finnast um hamaganginn á þjóðveginum fyrir neðan ærin sem gnagaði gróðurinn í landi Krísuvík- ur, þegar rall-bílarnir þutu framhjá með miklum véiargný. Öðru máli gegndi um mannfólkið, sem um heigina flykktist að Hótel Loftleiðum til að fylgjast með upphafi nætur-ralls Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykja- víkur. Menn voru strax farnir að veðja sín á milii um úrslitin og veltu því einnig fyrir sér hve langt hvert farartæki kæmist á þeirri erfiðu akstursleið sem beið þeirra. Eftir þeim vanga- veltum að dæma hefðu víst fæstir komizt að Sigöldu, hvað þá á leiðarenda. Öllum þátttakendum var samt óskað góðrar ferðar og þess vænzt, að þeir næðu heilu og höldnu í mark og að spenna héldist í keppninni, því þulurinn við rásmarkið fræddi fólk gera, því æðsta boðorð keppninn- ar var að hafa umferðarreglur i heiðri. Við Morgunblaðsmenn fylgdumst með er nokkrir fyrstu ökumennirnir lögóu af staó, en héldum siðan í humátt á eftir og fyigdum þeim fyrsta hluta leiðarinnar. Á Krisuvikurvegi í jaðri Kapelluhrauns höfðum við náð tveimur bifreiðunum, önnur hafói farið í gegnum Hafnarfjörð en hin fyrir ofan bæinn eins og vera bar. Hægði sú síðarnefnda ferð sína þegar ökumenn þeirrar fyrrnefndu sögðu frá mistökum sinum. Við eltum þá sem höfðu farið rétta leið, og var nú ekið á um 70 km hraða um Kapellu- hraun. I hrauninu beið radar- mæling ökuþóranna, og mátlu þeir því athuga sinn gang vel þvi ef of hratt væri ekið, þá fengju þeir hér sin fyrstu mínusstig. Segja má að lögreglubifreiðin með radarinn hafi verið vel falin, því það var ekki fyrr en komið var inn í geislann, um 10 metra frá radarnum, að sjá mátti bílinn og sumir urðu einskis varir fyrr en þeir voru komnir framhjá. Leyndist löggan í svonefndri Sauðabrekkugjá, í hrauninu, en ekki vitum við hversu mörg mínusstig menn hlut þar, alla vega vorum við undir hámarks- hraða! Á Sveifluhálsi og i bugðunum í uppsveitum Árnessýslu. Nokkr- um mínútum upp úr hálfátta komu þangað fyrstir bræðurnir Ömar og Jón Ragnarssynir. Á þeim var að heyra að nóttin hefði verið nokkuð erfið, slóðir hefðu ekki verið troðnar á Fjallabaks- leiðinni og því margir festst í snævi þöktum brekkum. Annars sögðu þeir aksturinn hafa gengið nokkuð vel og verið skemmti- legan, rallið tilþrifameira en nokkurt annað rall hingað til. Skömmu á eftir fyrsta bílnum kom hver af öðrum á Þingvöll. 1 öðru sæti voru þá þeir Sigurður Grétarsson og Björn Olsen sem sögðust ekki hafa lent i neinum erfiðleikum í ófærðinni á Fjalla- baksleið, en óku hins vegar af leið þar og misstu við það tíma. Mörg farartækin voru nokkuð illa út- leikin þegar til Þingvalla kom, pústgreinar voru undir fæstum og eitt og annað í vél, hjólabúnaði, o.fl. hafði gefið sig. Ein bifreiðin hafði lent í árekstri við einn sveitamanninn sem var að koma heim af sveitaballi og annar var með laflausa framrúðu. En öku- mennirnir voru allir hinir hressustu þrátt fyrir margra klukkustunda svo til stanzlausa, keyrslu í margs konar færð og margs konar veðri. Það léttist nokkuð brúnin á flestum ökumönnunum þegar þeir fréttu á Þingvöllum að ekki . .pústgreinar voru undir fæstum, og eitt og annað í vél hafði gefið sig.. m.a. á því, aö hér væri staddur enskur atvinnu- rallari, Potter nokkur, til aö fylgjast með keppninni og gefa skipuleggjendum góð ráð. Komið hefur fram að Bretinn er ákaflega hrifinn af íslandi og vega- kerfi þess, sem hann telur kjörinn vettvang rall- aksturs. Um og upp úr klukkan sex á laugardagskvöldið var hver bif- reiðin a£ annarri ræst með nokkurra mínútna millibili i rás- markinu við Hótel Loftleiðir. Flest voru farartækin skrýdd lím- miðum með nöfnum ýmsissa fyrirtækja og framleiðsluvara, auk þess sem áberandi rásnúmer- um hafði verið komið fyrir á hvorri framhurðinni. Þeir ,,tættu“ ekki af stað eins og áhorfandi nokkur taldi þá eiga að og brekkunum við vestanvert Kleifarvatnið gaf að sjá mörg skemmtileg tilþrif, en öllu skemmtilegri ryskingar áttum við þó eftir að sjá á Uxahryggjum og undir hlíðum Esjunnar. Við fylgdumst með bifreiðunum allt austur í Selvoginn, en þar skaut upp þeirri hugsun hvort rallararnir hefðu heitið á Strandarkirkjuna, sem þar stend- ur á sjávarbakkanum. Skyldu ein- hverjir þeirra hafa heitið henni smá upphæð svona til að komast klakklaust yfir Fjallabaksleiðina? Ekki var svipbrígðabreytingar að sjá á kirkjunni við drunurnar í bifreiðunum er þær þustu fram- hjá. Hún hélt sinu sama gamla rólega yfirbragði, enda alvön drunum og stormbrölti sjávarins. Eldsnemma á sunnudags- morgun fórum við á Þingvöll til að taka á móti röllurunum er þeir kæmu ofan af Lyngheiðinni, eftir hamaganginn á Fjallabaksleið og yrði farið yfir Kaldadalinn vegna snjóþyngsla. Fyrir þá fremstu þýddi þessi ákvörðun skipuleggj- enda að þeir hefðu öllu meiri möguleika á að halda sætum sínu, en að sama skapi olli ákvörðunin þeim allra öftustu nokkrum von- brigðum því þar með hurfu endanlega möguleikar þeirra á að vinna sig upp um nokkur sæti. En hvað um það, menn létu ákvörðunina ekkert á sig fá, en héldu uppi sama glensi og fyrr og skiptust á að segja ferðasögur af Fjallabaksleið. Það liðu um tveir tímar frá því fyrsti bill kom til Þingvalla og þar til ræst var af stað þaðan. Við lögðum af stað fyrr til að geta fylgst með ökumönnum þegar þeir kæmu í Kluftirnar og i sand- spottann í Lágafellshlíðinni við Sandkluftavötn. Ómar og Jón komu greitt í sandkaflann og Sjmcan rann nokkuð létt yfir hann. Sígurður og Björn fóru ... fjandans vatnskassinn, hann hefur vfst gefið sig. Ómar og Jón Ragnarssynir hyggja að vélinni undir hlíðum Esjunnar, en skömmu áður hafði vatnskassinn endanlega gefið sig, og urðu þeir að lappa ail verulega upp á hann og bera mikið vatn í hann. Eigum hjálmum og öryggis beltum líf okkar að „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta verði mitt síðasta rall“, sagði Ólafur Benedikts- son ökumaður og eigandi bif- reiðarinnar sem lenti út af og eyðilagðist í nætur-rallinu um síðustu helgi en auk bifreiðar hans varð önnur bifreið að hætta keppni vegna bilunar. Olafur sagði Mbl. að bifreið sín væri ónýt, aðeins hægri fram- hurðin væri heil af ytri hlutum bílsins, svo og mætti reikna með að gírkassi, vél, sætin og segulbandið væri heiit. I spjalli við Ólaf sagði hann að trygg- ingafélag sitt neitaði að bæta honum tjónið þó það hefði átt sér stað á þjóðveginum. Sagóist hann hafa spurt fyrir keppnina hvort kaskó-trygging mundi bæta hugsanlegt tjón, því hann vildi tryggja sig og sitt farar- tæki vei. Kvað þá einnig nei við, þar sem hann væri skráður í rall-keppnina. Var honum þó gert að greiða 3600 króna gjald fyrir keppnina, sem tryggingu •gagnvart þriðja aðila. „Ég get ómögulega séð hvað það á að þýða, venjuleg trygging ætti að ná yfir slíkt, og þvi sýnist manni sem svo að maður sé plokkaður um aura að tilefnis- lausu," sagði Ólafur. Við báðum Ólaf að lýsa óhappinu og aðdraganda þess. Sagði hann þá: „Við vorum rétt komnir út fyrir Hvoisvöll, vor- um á lítilli ferð, um 30—40 km/klst., því við vorum að mæla okkur tíma fyrir næsta kafla, o.s.frv. Ég fylgdist vel með öllum merkjum á veginum á þessum tíma, en vegurinn framundan var breiður og eng- ar merkingar um þrengingu hans framundan. Ég rétt lít af þakka veginum á mælaborðið, og þá var ekki að sökum að spyrja, billinn er á samri stundu kom- inn út af veginum á brú yfir ræsi sem er þarna undir veg- inn. Stakkst bíllinn í kantinn og hrapaði síðan niður en gjáin þarna er um 3 metrar á dýpt. Þetta skeði allt saman á einu augnabiiki. Ég fylgdist vel með veginum. Engin skilti gáfu þrengingu né brú til kynna, engin endurskinsmerki voru á eða við brúna og á henni sjálfri voru engir kantar, en það eitt hefði gert það að verkum að maður hefði tekið eftir henni. Brúin sjálf er tveimur metrum mjórri en vegurinn. Mér finnst þarna vera mikill meinbugur á merkingu þjóðvegsins, og vil því hallast að þvi að Vegagerð- in sé bótaskyld í þessu tilviki". Ólafur tjáði Mbl. að strax eft- ir óhappið hefði hann klifrað upp á veg til að fá bifreiðar sem óku framhjá til að fara niður á Hvolsvöll til að sækja honum og félaga hans Þórólfi Halldórs- syni, hjálp. „Ég gafst brátt upp á því, því hellingur af bilum ók framhjá án þess að stöðva, þar á meðal 50 manna rúta. Ég gekk þvi sjálfur á Hvolsvöll til að sækja hjálp," sagði Ólafur. Ólafur sagði að hann hefði marist og tognað og Þórólfur hefði rifbeinsbrotnað auk þess að merjast og togna. Sagði Ólaf- ur það mega teljast happ hversu lítt meiddir þeir sluppu. „Ég held það sé hjálmunum og því hve vel strekktir við vorum í öryggisbeltin að við skyldum lifa þetta af,“ sagði Úlafur að lokum. Þannig lítur Lancerinn hans Olafs út eftir óhappið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.