Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 49 Þjóðskjalasafn Islands — Þjóðskjalasafn Islands Aðalatriði að skjöl séu vel geymd og aðgengileg „Hér í Þjóðskjalasafninu geym- um við dómabækur, skrár yfir gjaldendur, allar embættisbækur biskupsstóla, stiftamtmanns, amt- manns, landfógeta og landshöfð- ingja,“ segir Bjarni Vilhjálms- son. ,jiér eru bréf frá almenningi til embættismanna, bréf, sem gengu í milli embættismanna, og bréf frá embættismönnum til al- mennings. Hér eru jarðaskjöl og alls konar fróðleikur um ýmsar stofnanir, bréf dönsku stjórnar- deildanna; kanselísins og rentu- kammersins, aftur á 16ndu öld og frá því síðarnefnda vel aftur á 17ndu öld. Þessi síðasttöldu skjöl voru auð- vitað á sínum tíma geymd í Kaup- mannahöfn, en með samningi, sem gerður var 1927, var þeim skilað hingað til lands árið eftir, þannig að hér höfum við bæði skjalabækur og böggla sem varða æðstu stjórn íslands i Kaup- mannahöfn. Þessi samningur um skjalaskiptin 1928 náði til skjala fram til ársins 1848, er stofnuð var sérstök íslenzk stjórnardeild í Kaupmannahöfn, en skjölum frá henni hafði verið skilað hingað Að visu eigum við eitthvað lítið af gömlum rímnablöðum og i einni gamalli verzlunarbók, sem við geymum, eru innfærðar riddara- sögur, svona til upplyftingar milli tainadálkanna." — Væri æskilegra að gleggri skil væru milli safnanna? „Ég tel að það yrði til bóta að skapa gleggri skil innan safn- anna, en nú eru. Um aldamótin fór fram skipting á skjölum milli Landsbókasafns- ins og Þjóðskjalasafnsins. Slik skil mætti gera aftur. En auðvitað er það eðli safna að vera fastheld- in á það, sem þau eignast. Við þvi er í sjálfu sér ekkert að segja, því aðalatriðið hlýtur alltaf að vera það, að hinar ýmsu heimildir séu jafnan vel geymdar og þær hafðar aðgengilegar fyrir þá, sem vilja.“ — Veizt þú, hversu mörg númer eru í Þjóð- skjalasafninu? „Nei. Enda er mjög vafasamt, hvað á að telja sérstök númer og hvað ekki. En ef við miðum við böggla og bækur, þá skipta bau sjálfsagt tugum þúsunda og ein- stök bréf skipta milijónum. En þetta hefur aldrei verið talið þannig." — Er einhver sá hlutur í eigu safnsins, sem þú hef- ur meira dálæti á en öðr- um? „Ég get ekkí sagt, að ég hafi meira dálæti á einhverjum einum hlut en öðrum. Ég reyni eftir beztu getu að sjá til þess, að hér sé hlutanna eins vel gætt og kostur er miðað við það húsnæði, sem við höfum. Ef við viljum eitthvað vita um fortíðina, þá verðum við að gæta vel þess arfs, sem við höfum frá henni þegið, skjala sem annars. Og við verðum að hafa hugfast, að skjöl eru ekki aðeins forvitnilegir hlutir fyrir siðari tíma, heldur hafa þau hagnýtt gildi. Og í sjálfu sér getur skjal ekki verið annað en merkilegur hlutur. Skjal getur virzt ómerkilegt, ef það er tekíð fyrir eitt sér, en um leið og það hefur verið fellt inn í samhengi sögunnar er það orðinn merkileg- ur menningarhlutur með öilum hans beztu kostum.“ Á efri geymsluhæð Þjóóskjalasafnsins eru innréttingar gamlar og óhentugar... áður. Við þessi skjalaskipti urð- um við að láta ýmislegt af hendi á möti, en við fenguní þó mun meira til okkar en það var, sem við urðum' að Iáta frá okkur, auk þess sem við höfum nú fengið filmur af því öllu saman '. — En nú eru það ekki eingöngu embættisskjöl, sem geymd eru hér. ,,Það er hlutverk Þjóðskjala- safnsins að safna embættisskjöl- um og varðveita þau, en einnig er safninu lögð sú skylda á herðar að safna öðrum gögnum, sem sögu- lega þýðingu hafa.“ — Svo sem bréfasöfnum einstaklinga og gögnum frá félögum og klúbbum? „Já. Við geymum hér bréf til Jóns Sigurðssonar, forseta, og ýms skjöl í þeim dúr, en Jaréfa- safn Jóns er langveglegasta safn- ið okkar. Einnig hefur Þjóðskjala- safninu borizt ýmislegt frá félög- um, en satt að segja mættu menn vera natnari við að koma á söfn skjölum varðandi ýms félög, þeg- ar það á við. Hins vegar er ýmislegt á þess- um sviðum til í Landsbókasafn- inu. Skilin milli safnanna eru óglögg og það má heita tilviljun- um háð, hvar þessi skjöl lenda. Við höfum aftur á móti aldrei hirt um bókmenntirnar, heldur látið LandsbókasaFnið alveg um þær. ... en á neðri hæðinni eru innréttingar nýrri og hentugri um að fara. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu .********:4:***** ************************ * PRAMHALDS \ * * * * * * * * * * * * * * * <§ * * * * * J Undirbúningsnefnd. # *************************************$ STOFNFUNDUR verður í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 9. október n.k. kl. 14. DAGSKRÁ; 1. Lög félagsins 2. 3. Kjör stjómar önnur mál. Stofnfélagar em hvattir til að fjölmenna. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Lóðaúthlutun í Garðabæ. Auglýst er eftir umsóknum um nokkrar lóðir í Búðahverfi í Garðabæ fyrir einbýlishús, raðhús og iðnað. Þar sem iðnaðarlóðirnar eru við íbúðasvæði kemur einvörðungu til greina at- vinnustarfsemi (framleiðsla, skrifstofuaðstaða og söluaðstaða fyrir framleiðsluvörurnar), sem ekki veldur íbúum nálægra svæða óþægindum. Gert er ráð fyrir því, að lóðirnar verði bygging- arhæfar í júlí 1978. Óskað er eftir umsóknum um lóðirnar fyrir 20. október 1977, og óskast eldri umsóknir endur- nýjaðar. Skipulagsuppdráttur af svæðinu liggur frammi á skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu, sem veitir nánari upplýsingar (sími 42678/42698). Bæjarstjóri. LOKK A BILINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR PARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍUNN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefið okkur upp bilategund, árgerð og litanúmer. Við afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. OCi&HJ Laugavegi 178 simi 38000 IIICIIE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.