Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977
— segir færeyski fiskifrædingurinn Hja/ti í Jákupsstovu
Kolmunnapoki við skipshlið.
— Hvar stunda færeysk skip
mest veiðar um þessar mundir?
„A síðasta ári hafa fjölmörg
góð fiskimið lokast fyrir okkar
skipum og eru þau nú mest á
heimamiðum, og stunda mest
þorskveiðar, samhliða því að er-
lend fiskiskip gera það iika.
Bæði þorskur og ýsa eru nú
ofveidd, en okkar stóra vanda-
mál er hinn mikli floti nóta-
skipa, sem við eigum og voru
byggð til veiða í Norðursjó. A
meðan við erum að aðiaga okk-
ur nýjum aðstæðum, þá þurfum
við að hafa gagnkvæmar veiði-
heimildir við EBE, en vonandi
getum við nýtt okkar mið sjálf-
ir bráðlega. Fiskiskip frá EBE
ríkjum mega veiða 12 þúsund
lestir á þessu ári innan 200
mílna lögsögu Færeyja, en stöð-
ugar viðræður um þessi mál
eru nú í gangi.“
ofveiddur
Þá var Hjalti spurður að því,
hvort færeyskir visindamenn
væru byrjaðir á svokölluðum
,íO-grúppu“-rannsóknum. .„Við
höfum verið með þessar rann-
sóknir i gangi siðastiiðin 4 ár.
Það kom í ljós, að þorskárgang-
arnir frá 1975 og eins 1976 virð-
ast ætla að vera sæmilegir, en
árangur yfirstandandi árs virð-
ist ætla að vera nokkuð fyrir
neðan meðallag að okkar mati,
og það sama er að segja um
ýsuna. Annars höfum við
stundað þessar rannsóknir í svo
fá ár, að viðmiðunum er vart til
að dreifa enn, en útlitið er ekki
gott, þar sem stofnarnir eru of-
veiddir.
Hvað framtíðin ber í skauti
sér, veit ég ekki, en það sem ég
vildi helzt óska væri að norsk-
ísienzki síldarstofninn næði sér
það vel, á strik aftur, að hægt
yrði að veiða hann við Færeyjar
og Island.“
Þ.O.
Nótaskipin vandamál
Talið er að hrygningarstofn
kolmunnans í N-Atlantshafi
nemi um 6 milljónum tonna.
Þorskstofninn
Á fundi Alþjóöahaf-
rannsóknaráðsins í
Reykjavík voru tveir fær-
eyskir fiskifræðingar, en
um þessar mundir eru
starfandi þrír fiskifræð-
ingar í Færeyjum. Rann-
sóknastofnun Færeyinga
er hluti af dönsku haf-
rannsóknastofnuninni,
en verður brátt sjálfstæð
færeysk stofnun. Auk
fiskifræðingana þriggja
starfa 4 rannsóknamenn
hjá stofnuninni, sem
einnig gerir út lítið rann-
sóknaskip og hefur gert
s.l. 10 ár.
Lærði í Bergen
Annar færeysku fiskifræð-
inganna, sem hér var, heitir
Hjalti i Jákupsstovu. Hann
lagði stund á fiskifræði við há-
skólann i Bergen og starfaði
síðan við norsku hafrannsókna-
stofnunina í 7 ár, en á siðasta
ári fluttist Hjalti heim til Fær-
eyja og tók til starfa þar. 1
samtali við Morgunblaðið sagði
Hjalti, að færeyski þorskstofn-
inn væri nú ofveiddur, en úr
vöndu væri að ráða fyrir Fær-
eyinga, þar sem þeir væru
neyddir til að veita gagnkvæm-
ar veiðiheimildir til EBE-ríkja,
sökum þess hve mörg færeysk
skip væru byggð eingöngu til
síld- og makrílveiða í Norður-
sjó. Nú væri verið að breyta
mörgum þessara skipa eða selja
úr landi og þegar það væri búið
ætti ekki að vera neitt því til
fyrirstöðu að Færeyingar nýttu
sín mið sjálfir að mestu eða öllu
leyti. Annars er það kolmunn-
inn, sem er sérgrein Hjalta og
þvi var hann strax spurður um
framvindu þeirra veiða i Fær-
eyjum.
voru aðeins fleiri skip, því
svæðið, sem þarf að fara yfir er
það stórt.
Sjálfur hef ég mikla trú á, að
hægt verði að stunda þessar
veiðar i stórum stil við Island
og Færeyjar, frá því í byrjun
apríl þegar veiðin hefst suður
af Færeyjum og til loka ágúst-
mánaðar, þegar kolmunninn
dreifir sér á íslandsmiðum og
heldur suður á bóginn á ný. Þó
má reikna með að eitthvert hlé
verði á veiðunum, þegar fiskur-
inn gengur af Færeyjamiðum
yfir á íslandsmið. Möguleikarn-
ir á þessum veiðum eiga líka að
vera gifurlegir, þar sem hrygn-
ingarstofn kolmunnans er tal-
inn vera kringum 6 milljón lest-
ir.
1 framhaidi af þessu sagði
Hjalti í Jákupsstovu, að hann
ætti von á, að fleiri færeyskir
bátar héldu til kolmunnaveiða
á næsta ári, hins vegar sagðist
hann ekki vita hvort þeir
fengju leyfi til veiða á Islands-
miðum, þar sem enginn samn-
ingur væri á milli íslenzkra og
færeyskra stjórnvalda þar að
lútandi. Hins vegar hlyti hverj-
um manni að vera Ijóst, að það
væri nauðsynlegt fyrir Islend-
inga og Færeyinga að leggja
mikla áherzlu á veiðarnar á
næstu árum, þar sem fyrr eða
siðar yrði settur aflakvóti og þá
fengi hver þjóð úthlutað eftir
því hve mikið hún hefði veitt af
kolmunna á undangengnum ár-
um. Á þessu sviði gætu Islend-
ingar og Færeyingar unnið
mikið saman, þannig cð þessar
þjóðir fengju sem stærsta
kvóta.
<
„Gífurlegir möguleik-
ar í kolmunnaveiðum"
Ljósm. M í).: Frióþjófur.
Hjalti í Jákupsstovu
Fengu 28 þúsund
tonn í vor
„Það má segja, að regluleg
kolmunnaveiði hafi byrjað frá
Færeyjum í fyrra, en hins veg-
ar hófust tilraunaveiðar þegar
á árinu 1972. Veiðarnar í fyrra
gengu sæmilega, en þá fengu
þrir bátar 12000 tonn, og varð
það til þess að fleiri fengu
áhuga á þessum veiðum. 1 vor
stunduðu 8 bátar kolmunna-
veiðar og fengu samtals 28000
tonn, og þeir sem voru við veið-
arnar voru ánægðir með útkom-
una.“
Nú er vitað að kolmunninn
gengur frá Suðureyjum að Fær-
eyjum snemma vors og síðan að
austurströnd Islands. Er von til
þess að hægt verði að stunda
veiðarnar af miklum krafti?
Fleiri skip
til veiðanna
„Við vorum með rannsókna-
skip_á þessum veiðum í fyrra og
eins í sumar. Það hefur þegar
sýnt sig að það má ná góðum
árangri við Færeyjar og eins
veiddi Börkur það vel úti fyrir
austurströnd Islands, að það er
ljóst að litil vandkvæði eru á að
fá góðan afla. Við fórum einnig
á Islandsmið á rannsókna- og
veiðiskipinu Sigmundi Brestis-
syni og var það nokkurs konar
samvinna við Islendinga. Þvi
miður vorum við einir á veiði-
svæðinu svo til allan tímann,
einnig urðum við fyrir óhöpp-
um, vindur skipsins biluðu og
ýmislegt fleira, en þegar allt
var i lagi, gekk allt að óskum.
Við vorum á þessu svæði fram í
miðjan ágúst, og það sem þurfti