Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 71 Loftmynd af hluta nýju dauðagildrunnar. Ur þessum turni eru menn skotnir néi þeir a8 komast framhjá hinum dauðagildrunum A-Þýzkabnd: Nýja dauðagildr- an kostar 100 milljónir ísl. kr. á hverja mílu SéU gegnum girSinguna. Fyrstu 4 mánuði þessa árs tókst 204 A-Þjóðverjum að flýja yfir landamærin til V- Þýzkalands, en næstu 4 var talan aðeins 119 í þessum tæplega helmings mun endurspeglast hversu þungur róðurinn er orðinn því fólki, sem þráir að komast undan oki kommúnismans. A-Þýzk stjórnvöld virðast ákveðnari að hindra flótta úr landinu en nokkru sinni fyrr, sem sjá má af framkvæmdum við nýjan og banvænan gaddavírsmúr á þeim 836 mílum, sem landamæri landsins liggja að landamærum V-Þýzkalands. Kostnaður við gerð múrsins fyrir hverja mílu er^ 500 þúsund Bandaríkjadollarar og þegar hefur 1/6 landa- mæranna verið víggirtur á þennan hátt og kostnaðurinn um 70 milljónir dollara eða rúmir 14 milljarðar ísl. króna Þessi nýja dauðagildra er óhugnanleg. Bandarískur herforingi sagði nýlega i við- tali við bandaríska vikuritið Time: ,.Það er ekki hægt að gera sér grein fyrir óhugnað- inum fyrr en maður hefur séð girðinguna með eigin augum" Um 60 metra frá sjálfri girðingunni A- Þýzkalandsmegin hefur verið gerð steinsteypt gryfja 3 m á dýpt til að koma í veg fyrir að menn geti ekið gegnum girðinguna á miklum hraða. Frá gryfjunni að girðingunni er jarðsprengjusvæði Girð- ingin sjálf nær 1 metra niður í jörðina til að koma í veg fyrir að göng séu grafin og er rúmir 3 metrar á hæð. Við hana eru með nokkru millibili hlekkjaðir hungraðir úlf- hundar í teygjanlegri keðju til að taka á móti fólki, sem kynni að komast yfir gryfjuna og sprengjusvæðið í girðing- unni sjálfri er smáriðið net, sem sjálfvirkar vélbyssur eru fléttaðar í, en rafeindaaugu gefa til kynna hvort skotið skuli i fætur, búk eða höfuð flóttamanns. Sé einhver svo ótrúlega heppinn, að hann komist yfir girðinguna, þarf hann að hlaupa 50 metra til að vera óhultur, en meðan hann er ekki kominn svo langt geta a-þýskir verðir i turnum, sem eru með reglu- legu millibili við girðinguna, skotið hann niður eins og hund, án þess að fólk vestan girðingarinnar fái nokkuð að- hafzt. En þrátt fyrir þessar dauðagildrur reyna A- Þjóðverjar enn að komast yfir múrinn. Tölurnar yfir þá, sem ná markinu, eru lágar. Tölur yfir þá, sem ekki ná á leiðarenda, eru ekki til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.