Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI MU^MTníP^aa'iJ ir yfir Sprengisand og gistum í sæluhúsi á leiðinni og sungum i veðurathugunarstöðinni. A Akur- eyri sungum við i stórkostlegri kirkju, i Skagafirði og á Akranesi sungum við enn i fallegri kirkju, í kirkju í Keflavík og i Reykjavik var sungið i Háskólanum. A þess- um stöðum voru hinir auglýstu tónleikar, en auk þess tókum við lagið í verzlunum, i bifreiðinni á ferðum okkar, á bát og víðar. Veðrið var alveg sérstakt, nátt- úran falleg og fólkið mjög vin- gjarnlegt. Hvað er hægt að biðja um meira? Fyrir mig sjálfa voru minning- ar margar og ánægjulegar, e.t.v. vegna þess að ég hef unnað land- inu siðan ég var smábarn og lang- aði til að hinn framandi kór minn syngi á íslandi. Mesta gleði min var í þvi fólgin þegar kórinn söng „0, Guð vors lands,. .“ við ferða- lok og voru þeir fáir kórfélagarn- ir sem ekki felldu tár, og mátti sjá hvern hug fólkið ber til þessarar litlu eyjar. Ég er líka viss um að margir eru staðráðnir í þvi að heimsækja landið aftur með fjöl- skyldum sínum og kynnast þessu sérstæða landi betur, sem kom svo sannarlega á óvart. Að lokum vil ég endurtaka þakkir mínar til allra, bæjar- félaga og vina, sem höfðu trú á að þessi ferð tækist og hjálpuðu til við að gera hana mögulega. Virðingarfyllst, Helga Anderson.“ Þessir hringdu . . . HAUSTLAUKA- KYNNING blómouol 1 Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770 | % Um notkun nagladekkja Ökumaður, sem sagðist án efa verða talinn af mörgum fyrir- hyggjulaus hafði samband við Velvakanda og tjáði sig varðandi nagladekk, en nú líður senn að því að fólk fari almennt að búa bíla sína undir vetrarakstur: — Sjálfsagt er ekki rétt af mér að minnast á þetta, þar sem ég verð án efa talinn fremur fyrir- hyggjulaus og jafnvel hættulegur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu í Sochi á Svartahafsströnd Sovét- ríkjanna kom þessi staða upp i skák þeirra Gellers, Sovétríkjun- um, sem hafði hvítt og átti leik, og portúgalans Durao. BILABRAUTIR fyrir rafhlöður 4 stærðir fyrirliggjandi. Sendum í póstkröfu LEIKFANGAVER Klapparstíg 40. s—12631. i umferðinni, en nú þegar liður að almennri notkun nagladekkja, vildi ég gjarnan spyrja ökumenn hvort það liggi eitthvað á að aka á nöglum strax og lög leyfa, er ekki allt i lagi að hlífa götum Reykja- vikur við þessum ósköpum um hrið. Frekar væri ráðlegt að skilja bíiinn eftir einn og einn morgun, því yfirleitt er snjór og ófærð um garð gengin um hádegið, svona fyrstu vikur vetrarins, að minnsta kosti. Einnig vil ég mjög gjarnan fá um það rætt hvort við eigum ekki bara að banna notkun nagla- dekkjanna með öllu, þar sem notagiidi þeirra er mjög umdeilt. Er ekki hægt að gera einhverjar óyggjandi rannsóknir á þessu, og það hér á landi svo við þurfum ekki alltaf að byggja á erlendum athugunum? HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. HÓGNI HREKKVÍSI 31. Hel! — Rxa4, 32. Rg6, He8, 33. Hxc8! — Hxc8, 34. Re7- — Kf8, 35. Rxc8 og svartur gafst skömmu siðar upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.