Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1977 55 - Öryggi í flugi Framhald af bls. .53 Dr. Fujita sagði mér, að „loftstreym- ið, súgurinn niður á við væri svo ofsalegur, að hann kallaði það þrumusúg.” Hvað flugvél 66 snerti, hefði verið um skriðu af lofti að ræða, sem hefði farið niður með rúmlega 400 metra hraða á minútu. ..Regnskúrirnir fyrir neðan þessa storma geta verið harla sakleysislegar að sjá," sagði hann, „en ég get fullviss- að þig um, að stormarnir eru skelfi- legir. Það verður eitthvað að gera " Og ýmislegt er verið að gera. Eftir að flugvél 66 fórst, lýsti FAA yfir stríði gegn stormsveipum FAA hefur hafið framkvæmd fjögurra ára og 15.5 milljón dollara áætlunar, þar sem bæði er gert ráð fyrir hönnun tækjaútbúnað- ar á jörðu niðri til að finna stormsveipi og i flugvélum flugmönnum til trausts og halds í baráttunni við þá Fyrsta kerfið í þessu skyni á jörðu verður væntanlega tekið i notkun á þessu ári. Flugveðurfræðingur sagði mér, að eftir að hann hefði kannað upplýsingar um veður, teldi hann, að stormsveipir hefðu átt þátt í 30 flugslysum á síðasta áratug viðsvegar um heim. Samtök atvinnuflugmanna hafa farið þess á leit við FAA, að rannsakaðir verði storm- sveipir frá því snemma á sjöunda áratugnum Árið 1958 hóf flugfélagið Northwest Orient Airlines að gera tilraunir til að finna aðferð til að segja fyrir um storm- sveipi í sambandi við viss veðraskil. 1962 hafði það tekizt, og nú er aðferð Northwests vopn í stríði FAA. Það er kaldhæðni örlaganna, að það skyldi þurfa þotuslys árið 1973 til að sanna þessi fyrirbæri stormsveipa, svo óyggjandi væri. Þessar flugvélar hafa tölvur, sem skrá margs konar atriði varðandi gang þeirra allan. Verk- fræðingar röðuðu þessum staðreynd- um saman ög tóku i fyrsta sinn „fingra- för" raunverulegs stormsveips Hið hörmulega slys varð til þess, að látið var til skarar skriða „Það er eitt dæmið enn um legsteins-öryggi," sagði Jerome Lederer, fyrrum forseti Flugöryggisráðsins. ViS stýrisvöl á stórri vél. Það var eitt sinn, að Jack Waddel, aðalreynsluflugmaður Boengs, bauð mér að fljúga með 747SP, langfleygu gerðinni af 747. Er við vorum i um 70 km fjarlægð frá Boeng vellinum og i 1000 metra hæð, bauð Jack mér að setjast i sæti flugstjórans „Ég hef verið að segja þér, hvað það sé auðvelt að fljúga þessum vélum." sagði hann. .. og nú ætla ég að sanna það Þegar þú ert tilbúinn, skaltu ýta á litla svarta hnappinn þarna og byrja að fljúga ” Ég var á báðum áttum Hnappurinn myndi taka sjálfvirka stýriskerfið úr sambandi En Jack var ákveðinn Hann ýtti á hnappinn og sagði. „Þá er það búið" Hálfkvíðinn tók ég i stýrið, sem tengdi mig við 300 tonn af flugvél Gamall vani rifjaðist upp, þegar ég hvessti augun á 'mælaborðið og þar á meðal á eitt tækið, sem kallað er „flugstjórinn" „Haltu visunum i miðjunni Það er svo auðvelt, að ég held að apaköttur gæti gert það," sagði Jack til að efla sjálfstraust mitt, ef ekki sjálfsálit Flug- umferðastjóri kallar og segir okkur að lækka flugið niður i 700 metra Jack stillir flughraðann, stefnuna og hæðarmælinn fyrir ofan mælaborðið og segir: „Haltu vísunum ímiðjunni, og við förum niður " Við gerum það Á leiðinni er ég að hugsa um það, hvenær hann ætli að taka við „Haltu þessari hæð núna," segir hann Flugumfefðarstjórinn kallar aftur — og nú þrjú óvænt orð: „Tilbúið til lendingar " ..Ég sé um blökur og gir," segir Jack „Littu nú upp frá þessum mæli- tækjum og njótum útsýnisins." Ég lit upp. Flugbrautin er i 10 km. fjarlægð „Þú ferð heldur hratt Taktu i benzín- gjöfina og minnkaðu hraðaon um 5 hnúta niður i 1 50 Alveg eins og á F-9 Enginn munur " 500 metra hæð. „Við höfum fengið dálítinn hliðarvind Ellefu gráðu rek til vinstri Taktu eftir, hvað þessi halla- stýri eru laus. Það þarf sannarlega að vara sig á þeim." Hallastýri eru spjöld á hjörum á vængjunum, svo að auð- veldara sé að sveigja vélina 250 metra hæð. „Lyftu nefinu að- eins um hársbreidd," segir Jack „Allt i þessu fina " 1 00 metrar Flugbrautin er óðum að stækka Ég er aðeins til hægri við miðlínuna, og ég ætla að vera það áfram Þessi hallastýri! Yfir flugbrautinni. Jack talar hraðar „Lyftu nefinu aðeins — hærra — haltu því alveg eins og það er núna, alveg eins og það er núna. Gerðu ekki neitt." Ég finn, að hann stjórnar þessu örugglega sjálfur Við snertum brautina Ætti ég að telja ykkur trú um, að ég hafi farið um borð i 747 og lent henni? Nei En þó vil ég, að þið skiljið þetta: i aðfluginu var mér auðvelt að halda vélinni i beinni línu á flugbrautina. En ég varð að fylgjast með „flugstjór- anum” og öðrum tækjum til að halda réttu horni á niðurleiðinni. Þetta vandamál er kallað: „lóðrétf leiðsögn". Úrslitaatriði flugmanna Eftir nokkur flugslys 1974, sem kostuðu 467 manns lífið, fól Richard P. Skully, framkvæmdastjóri hjá FAA, sex uppgjafa flugstjórum, sem nutu mjög mikils álits, að kynna sér ítarlega allt, er lyti að flugsamgöngum í Banda- ríkjunum, og gera tillögur um úrbætur „Ég sagði þeim að fljúga, hvert sem væri og tala við hvern, sem þeim sýndist," sagði Skully við mig. Nokkrum mánuðum seinna skiluðu flugstjórarnir skýrslu sinni ásamt fjölda tillagna Það, sem þeir töldu mikilvæg- ast, það, sem allir hinir nær þúsund flugmenn, sem þeir ræddu við, minnt- ust á, var „vöntun á lóðréttri leiðsögn á flugleiðinni" við aðflug og lendingu. Lóðrétt leiðsögn Hvað er það? Setjum svo, að þú sért að aka á þjóðvegi og farir niður brekku í þoku og myrkri Vegurinn kveður á um halla bílsins á leiðinni niður. Gerðu þér svo í hugarlund, að vegurinn sé horfinn, að þú sért að fljúga í stað þess að aka. Hvað getur sagt þér, hvort þú sért fyrir ofan eða neðan eða á aðflugsleiðinni — eitthvað, sem veitir þér lóðrétta leiðsögn? Á mörgum bandarískum flugvéla- skipum er blindlendingarkerfi, ILS, sem leiðbeinir flugmanninum að flug- brautinni með rafeindar-sniðbraut Með því að fylgjast með flugmælitækj- um sinum, veit hann, hvenær hann er á þessari sniðbraut. Blindlendingar- kerfi hefur verið komið fyrir við að- flugsenda um 500 flugbrauta fyrir þotur ILS rafeindar sniðbrautin leiðbeinir ekki flugmanninum — eða sjálfvirku stýristæki — alla leið á jörð niður. Á einhverju augnabliki verður flug- maðurinn að lita upp til að gá að sýnilegum vísbendingum, sem geri honum kleift að lenda Tímabilið, með- an hann er að sleppa mælunum og hefja sjónflug getur verið fimm til sex sekúntur Hvað þarf flugmaðurinn að sjá, þeg- ar hann er að hverfa frá mælunum út í hið raunverulega umhverfi? Ég hef spurt sérfræðinga frá Los Angeles til London þessarar spurningar, og svör þeirra gætu fyllt heila bók Þeir eru mjög ósammála, og stundum gera þeir mikið veður út af þessu Fyrst verður að hafa i huga, að aðflug í slæmu skyggni eru sjaldgæf Þau eru eins oddurinn á saumnálinni neðst í heystakknum Út af hverju er þá verið að gera veður? NTSB hefur lengi mælt með því, að FAA banni flugmönnum að fara niður fyrir „ákvörðunarhæð", nema þeir sjái flugbrautina Samtök flugmanna hafa ályktað á svipaðan veg En FAA heldur því fram, að reglur þess um ákvörðun- arhæð fyrir ýmsar flugvélar og flug- brautar-viðbúnað séu traustar Skiptar skoðanir um nauðsyn á að sjá En jafnvel innan FAA eru skiptar skoðanir Dr. Stanley Mohler, deildar- stjóri heilsugæzludeildar FAA, segist telja, að þegar flugmaðurinn skipti yfir, ætti hann að sjá „stefnumarkið" — blettinn, þar sem hann ætlar að lenda, í um 300 m hæð. FAA krefst þess ekki. Yfirleitt gæti flugmaður haldið áfram ferð sinni niður „löglega", ef hann getur séð eitthvað af aðflugsljósunum, sem ná út fyrir endamörk margra flug- brauta. Hann sér þau, áður en hann sér stefnumarkið Hvaða áhrif hefur þetta á öryggi við aðflug I slæmu veðri, þegar um raf- eindar sniðbraut er að ræða, ef skyggnið á flugbrautinni er ekki nema 400 metrar? Robert N Buck, uppgjafa flugstjóri hjá Trans World Airlines, sem flaug mörg slík aðflug i þoku í Paris, sagði mér: „Ef þú ert öruggur um, að sjálf- virka stýriskerfið sé í gangi, þá ertu „í hliðinu" i 30 metra hæð Þú ert kom- inn Yfirleitt sérðu ekki stefnumarkið þá, sem sekúndu síðar eða svo Hið versta, sem gæti skeð, væri hörð lend- ing " Buck. flugstjóri, minntist á hið ör- skamma „flugskeytar" flug, sem verður eftir að flugmaðurinn tekur sjálfvirka stýriskerfið úr sambandi og heldur áfram með eigin augum Á þessum tíma er flugvélinni „miðað", en flug- maðurinn getur enn ekki séð markið Við sum aðflug getur þetta bil verið fjögurra eða fimm sekúntna langt Munið það Sjálfvirka stýriskerfinu er ekki hægt að beita gagnvart flugbraut, sem hefur ekki ILS, blindiendingarkerfi Þar er engin rafeindar sniðbraut til að tengja tækið inn á Þá flýgur flugmaðurinn allt aðflugið Hann fer niður í tiltekna hæð, þar sem hann reglum samkvæmt verður að sjá „aðflugsmörk flugbraut- arinnar eða aðflugsljós eða önnur kennimerki, sem gefa til kynna að- flugsenda þeirrar flugbrautar . Það hefur verið mikið veður gert út af þesari setningu, sem ég hef undir- strikað, jafnvel meðal þeirra, sem semja slikar reglur í FAA „Setningin er svo óljós, að furðu gegnir," segir einn þeirra í greinargerð sinni. „Mótelskilti, bygging eða aðrir hlutir gætu hugsan- lega komið þeirri hugmynd í koll flug- mannsins, að þar væri kennimerki, sem gæfi til kynna enda flugbrautar- innar, og það er ekki tilgangur regl- unnar"____________________________ Reglur eru ekki óbrjótandi Engu að síður er reglan óbreytt Það kemur fyrir, að einstaka flugmenn „snuði" svolítið varðandi lágmarkið — fari niður fyrir lágmarkið til að lenda „Við getum ekki sagt þér, hve oft þeir hafi gert það," sagði formaður NTSB, Todd, „ en við getum sagt þér frá einu skipti eða tveimur, þegar þeir gerðu það ekki " Ertu „hneykslaður"? Af hverju? Hef- urðu aldrei farið yfir götu á rauðu Ijósi, þegar þú hefur verið að flýta þér heim? FAA gerir sér grein fyrir „hinum þög- ulu, en sterku þvingunum, sem flug- maðurinn er beittur til að lenda, skila farþegum sínum á áfangastað og forð- ast dýra útúrdúra, þegar veðurskilyrði eru á mörkum " Þegar skyggni er slæmt, birtist flug- mönnum endrum og eins slunginn og hættulegur óvinur — tálsýn Dæmi. Við aðflug gegnum grisjótt ský leit flugstjórinn upp, þegar aðstoðarflug- stjórinn kallaði: „Aðflugsljós". „Ég virtist vera ótrúlega hátt uppi," sagði flugstjórinn á eftir. Hann stóðst freistinguna að lækka nefið og kannaði mælitækin, sem sögðu honum, að hann væri enn á aðflugsleiðinni Hann lenti heilu og höldnu. í áratugi hafa menn þekkt áhrif slíkra tálsýna, en þar sem þær eru sjaldgæf- ar, geta flugmenn orðið undrandi „Grisjótt ský geta freistað manna til að vera of fljótir á sér vegna þess, sem þeim sýnist," sagði Paul Soderlind, flugstjóri „Það léttist á þeim brúnin, þeir vanrækja mælitækin og reyna að leysa málin á „augsýnilegan hátt" Mér finnst það glannalegast af öllu " Þetta er áminning, og um þetta er enginn ágreiningur. Frank Ormonroyd, flugstjóri hjá BEA, segir. „Þeim mun lengra sem við förum á tækjum, þeim mun öruggari verðum við " Þetta eru orð að sönnu. Takið annan kostinn — og afleiðingunum Setjum svo, að flugmaðurinn geti ekki séð neitt úr ákvörðundarhæðinni, eða að hann sjái aðeins sum aðflugs- Ijósin, sem veita honum lóðrétta leið- sögn Hvað á hann að gera? „Samkvæmt reglunum ber flug- manninum að ákveða. hvort sýnileg leiðsögn sé „fullnægjandi", sagði Dr E.E. Calvert. „Ef slys verður, þá hefur hann samkvæmt skilgreiningunni tekið ranga ákvörðun, og þá er hægt að áfellast hann " Dr Calvert lét af störfum fyrir aldurs sakir hjá brezku flugmálastofnuninni 1 965 eftir frábær störf við'kannanir á lendinum í slæmu skyggni Hann er nú lotinn og gráhærður, en vinur hans, flugmaður, hefur sagt um hann, að hann væri „óvísindalegasti vísinda- maður, sem uppi hefur verið " Calvert lærði aldrei að fljúga, en talar tungu- mál flugmanna. „Jafnvel í góðu skyggni," sagði hann við mig í Englandi er sýnileg leiðsögn á lóðéttu sviði léleg, þangað til augu flugmannsins eru í um 30 metra hæð yfir jörðu." Þegar ég heyrði þetta, skildi ég, af hverju ég varð að fylgjast vel með mælitækjunum í aðflugi minu á 747 Dr Calvert skýrði frá því, að hann og félagar hans hefðu útbúið leiðbeininga- kerfi miðað við dagsbirtu. Þegar þú lendir næst, tekurðu kannski eftir Ijós- unum meðfram flugbrautinni hjá þeim stað, þar sem vélin soertir jörðu Flug- menn nota hlutföllin milli þeirra sér til lóðréttrar leiðbeiningar Þeir segja: „Rautt fyrir ofan hvítt, það gengu^ blítt” (á aðflugsleiðinni) Láttu þetta ekki hræða þig Þú hefur heyrt um „flugmannavillu" Þetta er „flugmannafyndni". Dr. Calvert hélt áfram: „Með jafn- góðum sjálfvirkum tækjabúnaði og við eigum nú geta menn leyft sér nokkurra sekúntna „flugskeytaflug" í slæmu skyggni, áður en þeir reyna að fljúga sjónflug Þennan tíma sjá þeir í raun- inni ekki nóg til að stjórna, og hinar lagalegu flækjur, sem eru þvi samfara, eru afar óþægilegar fyrir þá, sem semja reglurnar „En þurfa þeir þess með hinn frá- bæra, sjálfvirka tækjabúnað? Það kem- ur ekkert fyrir, svo fremi sem þeir lenda ekki í ofsalegum stormsveipum eða þurfa að leiðrétta eitthvað eða fá þá flugu í höfuðið, að þeir þurfi að gera það Það er mjög alvarlegt mál að sjá ekki stefnumarkið, þegar þannig stendur á " Þetta varð alvarlegt mál fyrir Jesús Calderón, flugstjóra hjá Iberia Air Lines, « aðflugi að flugvellinum i Bost- on í desember 1973 Eftir aðflug með sjálfvirku stýritæki skipti Jesús Calderon yfir i sjónflug. Sem betur fór fórst enginn, þegar Duglas DC-1 0 brot- lenti í skýrslu sinni kenndi öryggis- nefndin sterkum stormsveipi um slys- ið, en hann olli aukinni lækkun flugs- ins, sem Calderón „gerði sér ekki grein fyrir og hefði ef til vill ekki getað gert" vegna hins lága skýjafars og slæma skyggnis við lok aðflugsins Nefndin staðhæfði, að Calderón hefði verið þremur sekúntum of seinn til að geta leiðrétt skekkjuna. Skiptar skoðanir um stöðvun rannsóknar. Hver veitir alvöru svör við alvarleg- um spurningum um alvarleg mál? Rannsakarar geta það, en þeir segja mér, að þeir hafi aldrei náð þeim árangri við rannsóknir sínar, að niður- stöður þeirra væru alveg ótvíræðar Fyrir nokkrum árum var á vegum FAA og flughersins hafin vfsindalega um- fagsmesta og Itarlegasta rannsókn, sem nokkurn tíma hefur verið reynd, á lendingu i slæmu skyggni, og það var byrjað með gerviflugvél „í fyrsta sinn voru afköst flúgmanns prófuð við hinar erfiðustu aðstæður," sagði mér J McCloskey, fíugstjóri hjá Aer Lingus En áður en raunveruleg flug hófust, var tilraununum hætt að skipun FAA að beiðni Loftflutningasamtaka Ameriku,- ATA, en þau eru málsvari flestra áætlunarflugfélaga i Banda- rikjunum ATA kvað áætlunina hafa verið gerða án samráðs við þá og henni væri fylgt með heraga, sem ekki væri við hæfi að beita í almennu flugi Starfsmaður FAA sagði mér, að sam- tök hans teldu gerviflugvélina „ófull- nægjandi". Einn af rannsökurunum féllst á það, að „að því leyti væri gervivélin ekki hentug — og það væri heldur ekki ætlunin með rannsókninni — sem fengizt#yrði við öryggisvandamálin frá sjónarmiði reglugerðar." En hann bætti við: „Gerviflugvélin var vissulega fullnægjandi til rannsóknar á aðalatrið- inu — til að leita svara við spurning- unni: Hvað verður flugmaðurinn að sjá og hve lengi til að lenda flugvél í slæmu skyggni? Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað " Fulltrúi Félags atvinnuflugmanna í Bandaríkjunum sagði mér, að rann- sóknin væri líkleg til að „vekja efa um öryggi gildandi tágmarkskrafna varð- andi lendingu " í skýrslu sinni sögðu rannsakararnir, að vandamálin varðandi aðflug og lendingu í slæmu skyggni væru enn „víðtæk og vandskýrð", og að sá hluti þeirra, sem þeir hefðu kannað, væri eins og „toppurinn á borgarísjaka" Stefnt a8 meira öryggi i framtiðinni. „Borgarisjaki" hins slæma skyggnis er vissulega sjaldgæfur ísjaki í hafi lendinga, og flugmennirnir standa sig vel við að sigla framhjá honum Hvern- ig geta þeir gert það enn betur í framtíðinni? Hið raunhæfa svar er: betri tæki Einn möguleikinn er „varúðarsýning- in", en hún er í því fólgin, að flug- manninum birtast á skermi leiðbein- ingar á lokastigi aðflugs, svo að hann viti, hvað hann eigi að gera til að halda sér á réttri braut Um árabil hefur mikið verið deild um þennan tækja búnað, en nú loks er NASA að beiðni FAA að láta hanna tækið til notkunar í almennu farþegaflugi Hin óhjákvæmilega stefna er þó sjálfvirkni Að því kemur, að þota verð- ur smíðuð, sem mun fljúga sjálf frá flugtaki til lendingar. Flugmenn munu aðeins fylgjast með gjörðum hennar. Þeir eru að fylgjast með vissum lendingum nú þegar 19 76, á öðru ári tilrauna BEA með „blindlendingar", lentu þotur þeirra sjálfvirkar á Heathrow flugvelli. þó að skyggni á flugbraut væri ekki nema 100 metrar. Það er litlu lengra en fótboltavöllur, vegalengd sem þota fer á 1.3 sekúndum Sjálflendingar kerfið er sjálfstýris- kerfinu að því leyti fremra, að það dugar á leiðarenda Á síðasta stigi aðflugsins eru það tölvur í þráðlausu sambandi við hæðamæli. sem lenda vélinni Flugmennirnir fylgjast aðeins með tækjunum Ég hef horft á nokkrar sjálflendingar TriStas og Boengs 747 i dagsbirtu Þær hafa kerfi, sem er hámark verk- fræðilegrar listar Sjálflendingar kerfið getur flutt þig, þangað sem þú vilt og hvenær sem er með óverulegri hliðsjón af veðri En það er vafasamt, hvort þessi kerfi veita þeim flugmönnum nægilegar upplýsingar, sem hafa um- sjón með þeim W E Swartz, einn af „ísjaka" könnuðunum, sagði: „Þegar flugvélin nálgast flugbrautina, hafa maður og vél engan tíma Betri mælitæki eða skermar eru áhöfninni brýn nauðsyn vegna eftirlits og umsjónar og til að gera flugmönnunum viðvart, ef svo rhjög ólíklega vildi til, að kerfið brygð- ist nálægt jörðu " Th Foxworth, uppgjafa flugmaður hjá Pan Am, tekur svo til orða „í flugvélum framtiðarinnar er alveg eins hægt að setja flugmennina bak við gler og láta flugþjóna fá exi með fyrirmæl- um um að brjóta glerið í neyðartilfell- um." I þessum efnum eru ýmsar blikur á lofti Engar áhyggjur — góða ferð. Hlýðum að lokum á það, sem Larry Hadley hefur að segja Hann hefur verið flugmaður í flughernum alla sina starfsævi og hefur oftsinnis lent flugvél sinni í skyggni, sem myndi koma snigli til að hægja á sér Fjöldi reyndra flug- manna er sammála niðurstöðvum hans Hann er hógvær maður „Segið lesendum yðar, að flugmenn þeirra hafi feikilega reynslu Þeir vita, að vandamálin eru fyrir hendi, en skýrslur sýna, að farþegarnir eru i fjandi góðum höndum " Þegar regnið lemur glugga ykkar við aðflug og lendingu þá munið það —svá— úr „National Geographic" John Bliss flugstjóri. sem tókst að lenda vélinni 24. júnf 1974 gefur rannsóknamefnd skýrslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.