Morgunblaðið - 12.10.1977, Side 23

Morgunblaðið - 12.10.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977 23 Minning—Björn Ingi Ásgeirsson Fæddur 18. febrúar 1934 Dáinn 4. október 1977 I dag, miðvikudag, verður vinur minn og samstarfsmaður, Björn I. Asgeirsson, til moldar borinn frá Dómkirkjunni. Björn Ingi var fæddur og uppalinn hér í Reykja- vík og hér var hans starfsvett- vangur alla tíð. Um ætt hans ætla ég ekki að fjölyrða, en að honum stóðu á alla vegu hið ágætasta fólk. Björn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum og hóf svo skömmu seinna starf sem aðstoðarbókhald- ari hjá G. Helgason & Melsted h.f., þá liðlega tvítugur. Það kom fljótt í ljós, að Björn var hinn bezti verkmaður, nákvæmur og samvizkusamur. Nokkru seinna tók Björn siðan við starfi aðalbók- haldara og aðalgjaldkera hjá þvi sama fyrirtæki. Árið 1964 stofnaði Einar Farestveit, þáverandi forstjóri G. Helgason & Melsted h.f., eigið fyrirtæki og bauð hann þá Birni starf við hið nýstofnaða fyrirtæki. Björn þekktist það og sýnir það ljóslega bjartsýni og trú hans á afrakstur verka sinna. Ötrauður yfirgaf hann ágætt starf og tók til við mótun og þróun nýs fyrirtæk- is. „Þá fyrst kynntist ég hve mik- inn ágætismann Björn hafði að geyma,“ er haft eftir Einari Far- estveit. Á þessum 13 árum má því með sanni segja, að hið nýstofn- aða fyrirtæki hafi risið og þróazt að verulegu leyti undir hand- leiðslu Björns. Ekki ósjaldan höf- um við samstarfsmenn Björns orðið varir við hið mikla traust sem hann naut hjá viðskiptavin- um og stofnunum þeim, sem fyrir- tækið átti undir að sækja. Orð Björns voru tekin góð og gild. Að vinna með slíku fólki er einstök gæfa. Björn var hægur maður, nánast hlédrægur, en óx við kynni. Hann átti fjölþætt áhugamál utan dag- legrar vinnu. í mörg ár var Björn virkur skáti og hafði mikla ánægju af ferðalögum og útilífi sumar sem vetur. Oft að aflokn- um vinnudegi fór hann upp í Blá- fjöll til skíðaiðkana og á sumrin var hann tíður gestur í Kerlingar- fjöllum. Þó Björn starfaði sem skrifstofumaður alla tíð þá varð honum ekki skotaskuld úr að smíða innréttingar í nokkrar ibúðir, bæði fyrir sig og sína. Hann var ótrúlega góður smið- ur. Með árunum má því með sanni segja að Björn hafi verið hættur að koma okkur samstarfsmönnun- um á óvart svo ótrúlegt var hversu góða þekkingu hann hafði á mismunandi sviðum. Hann hafði gott inngrip í vélar og véla- búnað og ef eitthvert rafmagns- tæki þurfti að laga þá reif hann það ótrauður sundur og gerði við eins og ekkert væri sjálfsagðara. Seint verður fyllt skarð það sem eftir Björn stendur hjá fyrirtæk- inu og okkur samstarfsmönnum hans. Svo mikið hefur hann gefið af sjálfum sér. Stórar breytingar urðu á högum Björns er hann kvæntist lífsföru- naut sínum þann 1. jan. ‘74. Þeim varð einnar dóttur auðið sem nú er liðlega 2ja ára. Þrjú börn átti Jóhanna frá fyrra hjónabandi sem Björn gekk í föður stað. Það kom oft berlega fram að honum var mjög annt um velferð þessara barna og hann vildi leggja sig fram um að stuðla að uppeldi og menntun þeirra. Jóhanna og Björn höfðu keypt stóra íbúð fyrir fjölskylduna og var Björn langt kominn með smíði innréttinga er hann veiktist hastarlega. Kom þá í ljós að Björn átti trausta vini sem vildu rétta hon- um hjálparhönd þegar á reyndi. Íbúðinní var lokið og gat Björn notið þess um nokkurt skeið að búa með fjölskyldu Sinni i þessari nýju íbúð sem bar hans ágæta smekk og handverki glöggt merki. Kona og barnahópur hafa misst góðan eiginmann föður, við sam- starfsmenn Björns höfum misst einstakan félaga. Að lokum við ég minnast Björns með orðum forstjóra erlends stór- fyrirtækis sem sagði umbúðalaust er hann sá Björn fyrsta sinni: „Þarna fer maður sem hægt er að treysta.“ Blessuð sé minning Björns Inga Ásgeirssonar. Arthur Knut Farestveit í dag fer fram útför Björns Inga Asgeirssonar til heimilis að Ránargötu 13 hér i borg, en hann lést að kvöldi 4. þessa mánaðar eftir langa og stranga sjúkdóms- legu aðeins 43 ára að aldri. Björn var fæddur í Reykjavik 18. febrú- ar 1934 sonur hjónanna Ásgeírs V. Björnssonar verslunarmanns og konu hans Dagbjargar Þórar- insdóttur og elstur fjögurra barna þeirra hjóna. Björn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum árið 1953 og starfaði siðan að verslunar- og skrifstofu- störfum til dauðadags, fyrst hjá G. Helgason & Melsteð, en siðar er vinur hans og starfsfélagi Ein- ar Farestveit stofnar sitt eigið fyrirtæki, Einar Farestveit & Co„ réðst hann til hans og starfaði þar allar götur síðan. Fleiri urðu vinnustaðirnir ekki á lífsleiðinni og lýsir það best helstu eiginleik- um Björns trúmennskunni og trygglyndinu. Viljum við fjöl- skylda Björns færa þeim feðgum Einari og Arthúri Farestveit alúð- ar þakkir fyrir hve vel þeir reynd- ust Birni i veikindum hans. Björn hafði mikið yndi af ferða- lögum og erú þeir áreiðanlega fá- ir staðirnir hér á landi sem hann hafði ekki séð jafnt í byggð sem óbyggð. Þá Starfaði hann ekki mikið áður fyrr í skátahreyfing- unni og hjálparsveit skáta og eignaðist þar marga vini og kunn- ingja. I foreldrahúsum var Björn þar til hann var 39 ára gamall. Það fór því ekki hjá því að hann kynntist systkinabörnum sinum náið, þeg- ar þau voru að heimsækja ömmu og afa, enda var hann barngóður með afbrigðum. Nafnið Björn frændi var þvi alltaf nefnt með stolti og aðdáun í þeirra hópi. Þessir .eiginleikar áttu eftir að koma sér vel siðar, þvi fyrir tæp- um 4 árum gengur hann að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Steindórsdóttur, hún átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Reyndist hann uppeldisbörnum sínum sannur félagi og er hans þar nú sárt saknað. I sínu ham- ingjuríka en alltof skammvinna hjónabandi eignuðust þau eina dóttur, Ragnheiði Birnu, sem nú er aðeins á þriðja ári. Jóhanna er sjúkraliði að mennt og kom það sér vel í veikindum Björns en hún hjúkraði manni sínum af miklu hugrekki og ástúð þar til yfir lauk. Björn var handlaginn með af- brigðum og lék allt í höndum hans, enda var það eigi ósjaldan sem móðir hans sagði stolt er hann hafði lokið við að dytta að einhverju, „hann Björn minn get- ur allt“ og var þar ekki um neina oftrú móður á syni að ræða, hann Björn gat allt. Og þegar kom að því að hann stofnaði eigið heimili komu þessir kostir í góðar þarfir. Þau hjónin keyptu fokhelda ibúð að Ránargötu 13, sem hann var langt kontinn með að innrétta, þegar kallið kom, kallið, sem við vitum öll að kemur einhverntíma en erum alltaf jafn óviðbúin að mæta og kemur stundum svo allt- of fljótt. Og nú er leiðir skiljast að sinni, vil ég þakka Birni mági mínum alla hjálpsemina, vinátt- una og tryggðina þau sautján ár, sem við þekktumst. Blessuð sé minning hans. Sigurður Guðmundsson. I dag er kvaddur hinstu kveðju Björn Ingi Ásgeirsson. Hann fæddist 18. febrúar 1934 hér í borg, og var sonur hjónanna Dag- bjargar Þörarinsdóttur og Ás- geirs V. Björnssonar, sölustjóra í Ölgerðinni. Við þessa sorgarathöfn er ég minntur á, að efri árin færast yfir. Nær fimmtíu ár eru siðan ég kynntist Asgeiri, föður Björns, og hann sjálfan þekkti ég alla hans ævi. Mér er því kunnugt hvílíkur sólargeisli lýsti upp heimilið þeg- ar hann fæddist, elsti sonurinn. Á eftir komu svo Ásgeir, Sólveig og Bjarni, — öll efnisbörn. Barn að aldri var Björn bæði hugsunarsamur og starfafús. Ötal gönguferðir fór hann með yngri systkini sín, sýndi þeim margt og fræddi eftir bestu getu. Eitt sinn er hann kom með þau í hádegis- mat á sunnudegi og hugðist siðan fara með þau út aftur var við hann sagt: Mikið hefur þú að gera, Björn minn. — Já, svaraði hann, við pabbi eigum svo mörg börnum. Ummæli þessi lýsa vel eðliskostum og ábyrgðartilfinn- ingu sem hann átti i ríkum mæli. A unga aldri kom fram hjá Birni óvenjumikil fróðleiksfýsn hvort heldur málefni voru til um- ræðu eða hlutir skoðaðir. Er hann fór höndum um niuni gaf hann sér góðan tima og vildi fá sem fyllsta vitneskju um hver hlutur- inn var og til hvers notaður, enda reyndist Björn hagur vel og góður smiður þegar til þurfti að taka. Hæfileika á þvi sviði sótti hann i báðar ættir. Afar hans, Björn og Þórarinn, voru orðlagðir hagleiks- menn, annar á járn, hinn á tré. Námsáhugi Björns var viðfeðm- ur og lagði hann stund á margs konar nám að loknu barnaskóla- prófi og reyndist létt að ljúka öllu sem hann sinnti. Björn lauk Sam- vinnuskólaprófi og réðst síðan til starfa hjá G. Helgason og Melsted. Er skrifstofustjórinn þar Einar Farestveit. lét af störfum og stofnsetti eigið fyrirtæki fylgdi Björn honum og vann hjá Einari alla tíð síðan, liðlega 20 ár. Bar hann ætíð mikið lof á Einar og son hans. Mér segir svo hugur að uppeldi hans á trúuðu og vönd- uðu heimili hafi reynst Birni gott veganesti og tel ekki vafa á því leika að hann hafi reynst traustur starfskraftur i hvívetna. Sú ást og umhyggja sem hann s átti i svo ríkum mæli blómgaðist þegar Jóhanna Steindórsdóttir varð á vegi hans, kona ung og elskuleg. Þau gengu i hjónaband 1. janúar 1974. Jóhanna átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi sent Björn gekk í föðurstað og sarnan áttu þau eina dóttur, Ragnheiðu Birnu. Sannkölluð gleðiár fóru i hönd. Samhent og ástrík fjölskylda vænti sér hamingju i framtíðinni sem virtist svo hjört framundan. En aðeins t.vö ár liðu uns Björn varð sjúkur, — svo sjúkur að brátt varð sýnt til hvers draga mundi: Björn bar veikindi sín af mtkilli karlmennsku, og Jóhanna stundaði mann sinn af mtkilli al- úð. En helstríðið var slíkt að best var að því lyki sem fyrst. Kæru ástvinir. Um Björn eigið þið góðar rninn- ingar — um ástvin sem aðeins gaf ekta perlur. Ég og fjölskylda mín óska honum fagurrar heimkomu á æðri stöðum. Björgvin Grímsson oQ Risaferðabingó í Sigtúni Fimmtudagskvöld kl. 20.30. Húsið opnar kl.19 & Takið þátt í góðri skemmtun og spennandi keppni um glæsilegar sólarlandaferðir Skemmtiatriði: Hinn frábæri Jörundur flytur nýja skemmtiþætti og kynnir efnið af nýrri hljómplötu sinni Stutt ferðakynning: Sagt frá Kanaríeyjaferðum og öðrum spennandi ferðamöguleikum í vetur Glæsileg tískusýning: Karon samtök sýningarfólks sýna, Fegurðardrottning íslands 1977 og ungfrú Reykjavík 1 977 ásamt fleirri stúlkum sem tekið hafa þátt í fegurðarsamtökum erlendis fyrir íslands hönd sýna það nýjasta í kvenfatatískunni 1 ■ JÖRUNDUR M E0Œ hm IED 13 LÆKJARGOTU 2 n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.