Morgunblaðið - 12.10.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 12.10.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977 25 + Það er orðin föst venja hjá Margréti Danadrottningu og fjölskyldu hennar að eyða að minnsta kosti tveimur vikum af sumarleyfinu í Frakklandi. En Henry prins er eins og kunnugt er franskur. Fyrir nokkrum ár- um keyptu þau höllina Cahteau de Caix sem er frá 13. öld og' síðastliðin þrjú ár hafa farið fram gagngerðar endurbætur á höllinni svo að í ár gat fjöl- skyldan dvalið þar. Höllinni fylgir mikið landrými og um það hil fjórði hluti þess er vín- akrar. Margrét drottning segir að þessir dagar í Frakklandi séu ómetanlegir fyrir fjölskyld- una. Þau geti verið saman allan daginn. engar opinherar skyld- ur kalla, þau fara í langa göngutúra, spila á spil og leika badminton. „Ég finn núna svo sárt til þess hvað mig vantar mömmu." Valgerður Dan og Guðrún Asmundsdóttir í hlutverkum sinum í Blessuðu barnaláni. löppinni og aðrir leikend- Barnalánið flytur í Aust- urbœjarbíó + Sýningar eru nú að hefjast á nýjan leik á „Blessuðu barnaláni” eft- ir Kjartan Ragnarsson. Leikurinn var sýndur átján sinnum í Iðnó í fyrra, ávallt fyrir fullu húsi. Vegna aðsóknarinn- ar var ákveðið að flytja leikinn í Austurbæjarbíó og verður hann sýndur þar á miðnætursýningum næstu laugardagskvöld. Sú breyting verður á hlutverkaskipan aö Margrét Ólafsdóttir tek- ur við hlutverki Þorgerð- ar kerlingar af Herdísi Þorvaldsdóttur. Börn hennar leika Guðrún Ás- mundsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Ásdís Skúladóttir og Steindór Hjörleifsson. — Prestinn leikur Sig- urður Karlsson, lækninn Gísli Halldórsson. Sigríð- ur Hagalín leikur Bínu á »iu o;fcj'W- q s ft e. w t k 11 »•.e e u » u'ú h n e cun i ur eru Guðmundur Páls- son, Sólveig Hauksdóttir og Gestur Gíslason. Höfundur er sjálfur leikstjóri sýningarinnar, leikmynd gerði Björn Björnsson, en lýsingu annast Daníel Williams- son. Miðnætursýningar Leikfélags Reykjavíkur i Austurbæjarbíói hafa notið mikilla vinsælda, enda hafa þar jafnan ver- ið á ferðinni leikir af létt- ara taginu. (Úr fréttatilkynningu frá LR) Íslenzk-Ameríska félagið: Sendiherra Bandaríkj- anna talar á haustf agnaði JAMES J. Biake. sendiherra Bandaríkjanna á islandi. talar á haustfagnaði islenzk-ameríska félassins, sem haldinn verður að Hótel Loftleiðum 15. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20. Islenzk-ameriska félagið hefur um árabil haldið haustfagnaði sem næst Leifs Eiríkssonar degin- um, sem hefur verið lögskipaður i Bandaríkjunum þann 9. október ár hvert. A þessum fagnaði mun sendi- herrann flytja ávarp eins og fyrr segir. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar Islands leikur einleik á fiðlu og síðan verður stiginn dans. David P. N. Christensen, sendi- ráðsnautur, hefur móttöku fyrir alla þátttakendur í Ameríska bókasafninu kl. 18.30. James J. Blake sendiherra Banda- ríkjanna á tslandi. Heraðsfundur Húna- vatnsprófastsdæmis Héraðsfundur Húnavatns- viðgerð á Holtastaðakirkju, og nú prófastdæmis var haldinn á Hvammstanga sunnudaginn 28. ágúst í Hvammstangakirkju. Hófst hann með messugjörð, sr. Yngvi Þ. Arnason á Prestbakka þjónaði fyrir altari, en sr. Hjálm- ar Jónsson á Bólstaö predikaði. Kirkjukórinn söng undir stjórn Helga Ölafssonar organista. Prófastur, sr. Pétur Þ. Ingjalds- son, setti héraðsfundinn með yfirlitsræðu sinni og minntist í upphafi ræðu sinnar, Péturs Péturssonar bónda á Höllustöðum og Jóhannesar Norlands i Hindis- vík er jafnan sóttu þessa fundi, en höfðu látist á árinu. Var Pétur nefndarmaður i sinni sveit og héraði, en Jóhannes Norland um áratugi kirkjuorganisti. Þá minntist prófastur starfs í prófastdæminu, messur voru 290, altarisgestir 310, skirnir 94, kirkjugestir um 12.000. Prestbústaður á Bólstað hefur nú verið gerður upp og hinn ný- kosni prestur í Bólstaðarpresta- kalli sr. Hjálmar Jónsson, hefur sest þar að ásamt fjölskyldu sinni. Þá hefur sú breyting orðið að sr. Gísli Kolbeins prestur að Mel- stað hefur flutt til Stykkishólms, en hið forna Helgafellsprestakall hlaut hann með lögmætri kosn- ingu. Sr. Gísli Kolbeins þjónaði Melstaðaprestakalli í 24 ár. Hann er hinn röggsamasti kennimaður, félagslyndur og rak búskap. Kona hans, Sigriður Kolbeins, starfaði mjög að söngmálum kirkiunnar í prestakallinu og sem organisti og leiðtogi í þessum málum. Þá var heimili þeirra géstrisið og með myndarbrag. Afram hefur verið haldið með stendur yfir viðgerð á hinni merku Þingeyrarkirkju, sem verður 100 ára á þessu ári. Gestur fundarins var sr. Jón Einarsson prestur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem er for- maður starfsháttanefndar Þjóð- kirkjunnar en álitsgjörð hennar er komin út i bókarformi og hefur veriö send öllum sóknarnefndar- formönnum. Flutti sr. Jón Einars- son ágætt og greinargott erindi um störf nefndarinnar og boð- skap bókarinnar. Urðu síðan umræður á eftir og tóku margir til máls. Samþykkt var að leggja þetta mál fyrir sóknarnefndir og presta í prófast- dæminu á komandi vetri. Prófastur sleit fundinum með ritningarlestri og bænagjörð. Fundinn sóttu fimm prestar og fimmtán safnaðarfulltrúar. Fundarmenn hlutu ágætar viðtök- ur hjá söknarnefnd Hvamms- tangakirkju er veitti þeim sið- degiskaffi og kvöldverð í félags- heimili staðarins. (Fréttatilk.) Græna blómið—ævin- týri í máli og myndum IÐUNN hefur sent frá sér ævintýri í máli og myndum sem nefnist GRÆNA BLÓMIÐ. Höfundur þess er Róbert Guillemette. Róbert þessi er frönskumæl- andi. Hann er frá Normandi. Hon- um skaut upp á Islandi fyrir sjö árum og hafði þá fengið þá hug- mynd að setjast í Háskóla íslands og læra islensku. Einnig hefur hann lagt hér stund á hin fjöl- breyttustu störf til að vinna sér fyrir daglegu brauði. Og síðast en ekki sist hefur hann málaö og teiknað. Ævintýrið er jafnt við hæfi barna sem fullorðinna. • Magnús Rafnsson og Arnlin Óladöttir sneru bókinni á ís- lensku. Bókin er prentuð i Hafnarprenti og bundin í Arnar- felli. iR K '■ W P

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.