Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 ■ |p% blMAK lO 28810 lir* 24460 car rental bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIDIR i: 2 1190 2 11 38 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbilar, sendibíl ar, hópferðabílar og jeppar Fræðslufundir Sveinafélags húsgagnasmiða FRÆÐSLUNEFND Sveinafélags húsgagnasmiöa gengst fyrir fræðslufundum i vetur, einum í mánuði. Viðfangsefni fundanna verða „yfirborðsmeðferð viðar,“ sem Aðalsteinn Thorarensen, ión- skólakennari, hefur framsögu um. „íslenzka valdakerfið“, sem Ólafur Ragnar Grímsson, prófess- or, hefur framsögu um, „Fram- leiðslusamvinnufélög iðnaðar- manna", sem Sigurður Magnús- son rafvélavirki talar um, „öryggismál húsgagnaverk- stæða“, sem Þröstur Helgason, iðnskólakennari, talar um og á marz-fundinum fjallar Vilmund- ur Gylfason, menntaskólakenn- ari, um dagblöðin og flokkana. Ný bók um Morgan Kane Út er komin 6. bókin í bókaröð- inni um Morgan Kane. Bókin heit- ir ,,Lestaránin“ og gerist hún í Texas 1891. Morgan Kane hefur störf sem alríkislögregluforingi. Hans fyrsta verkefni er að stöðva bíræfin Iestarán sem hafa átt sér stað og ekki hefur verið unnt að fyrirbyggja. Prenthúsið hefur ákveðið að í framtíðinni komi út bók á tveggja mánaða fresti að minnsta kosti um Morgan Kane. Bátar urðu að hætta löndun og halda sjó Siglufirði 27. október. ÓSKAPLEGT veður gekk hér yfir í dag og varð að hætta löndun úr loðnubátum vegna veðurofsans. Lágu bátarnir undir áföllum við ríkisbryggjurnar og héldu sumir út á f jörðinn til þess að halda sjó. — m.a. 25 bjargað úr skipi TUTTUGÚ og fimm manna áhöfn austur-þýzks vöruflutningaskips var bjargað í mikium sjó norður af Bodö í gærkvöldi eftir að skip- ið hafði lagzt flatt fyrir sjó og vindi. Þrettán skipverjum var fyrst bjargað um borð í norska þyrlu. Hinir mennirnir tólf urðu eftir í skipinu og reyndu að koma þvi á réttan kjöl með því að fleygja timburfarmi þess útbyrðis en án árangurs. Þeir voru loks fluttir um borð í norskt rannsóknaskip. Skipið var á leið frá höfn í Norður-Síberiu til Austur- Þýzkalands. Það heitir Karls- horst, 2.547 lestir, frá Rostock. KLUKKAN 20.30 í kvöld eöa strax að loknum aug- lýsingum sýnir sjónvarp- ið þriðja þátt íslenzka framhaldsmyndaflokks- ins Undir sama þaki eftir þá Björn Björnsson, Egil Eðvarðsson ' og Hrafn Gunnlaugsson, en þættir þessir f jalla um erfiða og misjafna sambúð íbúa í fjölbýlishúsi. Þátturinn í kvöld nefnist Hjartagosinn og nú bætist andiit við í þann hóp sem leikið hefur í fyrstu tveimur þáttunum, en það er Bessi Bjarnason. Að sögn hafa þættirnir sem þegar hafa verið sýndir þótt nokkuð smellnir og hefur fólk yfirleitt haft gaman af. Ef að líkum lætur má búast við að svipaður húmor verði í þætti kvöldsins og verið hefur hingað til. Annars er bezt að setjast bara við skjáinn. Frá upptöku eins atriðis. í íslenzka ffamhaldsmynda- flokknum Undir sama þaki. Togstreita Hinriks annars og Elinóru drottningar hans KLUKKAN 21.45 í kvöld sýnir sjónvarpið bandarisku biómyndina Gamla Ijónið, eða The Lion in Winter, eins og myndin heitir á frummálinu en hún var framleidd árið 1968. Leikstjóri myndarinnar er Anthony Harvey en með aðal- hlutverk fara hinir kunnu leikarar Peter O'Toole og Katharine Hepburn. í stuttu máli skýrir myndin frá erjum Hinriks annars Englands- konungs og Elinóru drottningar hans en þau voru ekki á einu máli um hvor sona þeirra Ríkharður Ijónshjarta eða Jóhann landlausi. ættí að taka við konungdómi Fyrir leik sinn í hlutverki Elínóru hlaut Katharine Hepburn Óskarsverðlaun árið 1968, svo og hlutu þeir James Goldman höfundur handrits og John Barry leiksviðshönnuður Óskar sama ár fyrir hlut sinn að myndinni Anthony Harvey leikstjóri er Eng- lendingur, fæddur í London árið 1931. Fékkst fyrst við klippingar áður en hann sneri sér að leikstjórn. en mynd kvöldsins er önnur myndin sem hann stýrði Katharine Hepburn þarf vart að kynna, nema þá fyrir yngri áhorf- endur. Hún er fædd 1909 í Connecticut i Bandaríkjunum Hefur mikinn persónuleika og þeir sem vit hafa á telja hana með leik sínum hafa náð því að verða ein af ódauð- legum persónum hvita tjaldsins Hlaut mikla frægð þegar með sinni fyrstu kvikmynd, A Bill of Divorce- ment (1932), en áður en hún snerj sér að kvikmyndum hafði hún m a leíkið á Broadway Peter O'Toole er Breti eins og leikstjórinn, fæddur árið 1932 Starfaði i nafnkunnum brezkum leik- húsum áður en hann hélt til Holly- wood, þ á m Konunglega Shake- speare-félaginu Lék i sinni fyrstu kvikmynd árið 1959 og varð brátt eftirsóttur vegna sérstæðra tjáningarhæfileika sinna Hefur leikið i fjölda mynda. Myndin er af Peter O'Toole og Katharine Hepburn í hlutverkum stnum. utvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 29. október MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson Ies söguna „Túlla Köng“ eftir Irmelin Sandman Lilius (14). Tilkymiingar kl. 9.00. Léit liig milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Hvað lesa foreldrar fyrir börn sín og hvað börnin sjálf? — Gunnar Valdimarsson stjórn- ar tímanum og ræðir við les- arana, Margréti Erlendsdótt- ur, Ingva Gestsson og Jósep Gíslason (11 ára). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Sigiid tönlist úr ýmsum áttum. Færgir söngvarar, hljóðfæra- leikarar og stjórnendur flytja vinsæl lög og þætti úr tónverkum. 15.30 „Fótatak þefrra, sem framhjá ganga“. Smásaga eftir Harald Á. Sigurðsson. Knútur R. Magnússon les. 15.40 tslenzki mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.20 Létt tónlist 17.00 Enskukennsla; — annar þáttur. t tengslum við kennsiu f sjónvarpi. Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson mennta- skólakennari. 17.30 Við norðurbrún Vatna- jökuls. Daníel Bruun segir frá rann- sóknum sínum á Austurlandi 1901. Sigurður Óskar Pálsson skólastjóri ies miðhluta frá- sögunnar í eigin þýóingu. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfegnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Reykjavíkurskýrsla. Jökuls Jakobssonar. 20.05 Píanótónleikar: Mareelle Marcender leikur verk cftir Joseph Jongen. 20.30 Októberdagar á Akur- eyri 1931. Stefán Asbjarnar- son segir frá; annar hluti. 21.00 Píanótríó nr. 3 í c-moll op. 1 nr. 3 eftir Beethoven. Mieezyslaw Horszovski leik- ur á pínó, Sándor Vegh á fiðlu oblo Caae á sellómdl 35 „Sdal á sænu___tökk“ smáesaga eftir Solveigu von Schoiz, Sigurjón Gjuðjóns- son íslenzkaói. Guðrún Aifreðsdöttir leikkona les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. mr LAUGAKDAGUR ' 29. október 1977 16.30 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.15 OnWeGo Enskukennsla. Annar þáttur endurfluttur. 18.30 Rokkveita ríkisins Hijómsveitin Celsíus. Áður á dagskrá 2. febrúar 1977. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Undir sama þaki tsienskur framhaidsmynda- flokkur í sex þáttum eftir Björn Björnsson, Egil Fðvarðsson og Hrafn Gunn- laugsson. 3. þáttur. H jartagosinn Þátturinn verður endur- sýndur miðvikudaginn 2. nóvember. 20.55 Gyðja holdi klædd Aströisk heimildamynd um sérstæða gyðjudýrkun f Nepai 1 Himalajaf jöilum. Gyðjan nefnist Kumari. Hún er vandlega valin úr hópi þriggja til fjögurra ára meybarna og tignuð, uns hún nær kynþroska. Þýðandi og þulur Kristmann Fiðsson. 21.45 Gamialjónið (The Lion in Winter) Bandarísk bfómynd frá ár- inu 1968. Leikstjóri Anthony Harvey Aðalhiutverk Peter O’Tooie og Katharine Hcpburn. Hinrik annar Englandskon- ui)gur og Eiinóra drottning hans geta ekki orðió ásátt um, hvor sona þeirra, Ríkarður ijónshjarta eða Jó- hann landiausi, eigi að erfa konungdóm. Myndin er ekki víð hæfi barna. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 23.50 Dagskrárlik Undir sama þaki kl. 20.30: Ný andlit í hópinn Skjárinn kl. 21.45:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.