Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 álengdar við borð umkringdur kvenfólki. „Eg varð svo hrifinn af erindi sem hann Lárus flutti í útvarpið um daginn og veginn að ég orti þessa vísu til hans.“ Ólafur kvaðst mjög ánægður með þessa nýbreytni, þótt hann væri i sjálfu sér ekkert einmana þvi hann ætti konu og nýuppkom- in börn. Hann er 82 ára og ern mjög, starfaði við bæjarvinnu áður en hann fór á ellilaun. „ÉG A HEILMIKIÐ 1 POKAHORNINU“ Eldra fólkið var nú óðum að týnast á brott og smávaxin kona með stóran handavinnupoka bjóst einnig til brottfarar. Einn handa- vinnukennaranna, Magnea Finn- bogadóttir, benti okkur á hana og sagði: „Þetta er hún Björg Arna- dóttir. Hún er hafsjór af fróðleik og þið megið til með að spjalla við hana.“ Björg brosti og augun ljómuðu af fjöri. Hún bar þess Hún er ánægð á svip enda tilbreyting að hitta fólk á sfnu reki í safnaðarheimili Bústaðakirkju. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta,“ sagði hann. „Sízt af öllu unga fólkinu eða afskiptaleysi af þess hálfu. Ég hef ella tíð notið hlýju.“ Lárus S:lómonsson fyrrverandi lögregluþjónn naut sýnilega mik- illar kvenhylli, þar sem hann sat við borð ásamt fjórum konum og spilaði. „Við drógum hann hingað til okkar,“ sögðu þær hlæjandi. Eiginkona Lárusar, Kristin Gísla- dóttir, var við handavinnu. Lárus, sem er á 72. aldursári, kvaðst hafa gefið út þrjár ljóðabækur og eitt kver um ævina. „Já, já, ég er skáld á grænni grein. Æ, annars slepptu þessu með grænu grein- ina. Matthias ritstjórinn þinn verður eflaust pirraður að heyra slíkt gort.“ augljós merki að hafa fengizt við handavinnu með útprjónaðan kraga um hálsinn, sem hún benti á og sagðist hafa gert ótal fleiri, sem hún gæfi. „Ég er ættuð frá Bústöðum," hóf hún mál sitt. Afi minn var Jóhannes Oddsson, ættaður frá Reykjum í Lundarreykjadal og var þremenningur við Jón for- seta. Hann hóf sinn búskap hér í nágrenninu á Bústöðum og þar bjó mamma til 18 ára aldurs. Þá fór hún austur á Hérað með Þor- varði Kjerúlf lækni og konu hans og þar kynntist hún pabba, Árna ísakssyni frá Eyvindará. Én móðir ísaks Jónssonar skólastjóra er föðursystir mín.“ Og síðan snýr Björg talinu að sjálfri sér... „Tólf ára gömul fór ég alfarin úr for- eldrahúsum til aó sjá fyrir mér sjálf. En við vorum fimmtán syst- kinin. Foreldrar minir fluttust þá frá Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá til Hólalandshjáleigu i Borgarfirði- eystra. Fyrstu húsbændur minir voru þau Þorsteinn M. Jónsson og Sigurjóna Jakobsdóttir. Hún er enn á lifi, býr hér í Reykjavík. Ég talaði við hana í síma um daginn og sagði þá: „Manstu hvað ég grét mikið þegar ég fór frá ykkur sextán ára gömul. Átján ára kom ég til Reykjavíkur og dvaldist þá hjá Guðmundi Finnbogasyni prófessor og vann á saumaverk- stæði hálfan daginn. Eiginmaður minn er Guðjón Ólafsson bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, en þar höfum við búið i fimmtíu ár á vori komanda. Þá verður slegið upp samkvæmi og vona ég að ein- hver frá Morgunblaðinu láti sjá sig þar. Nú er Stóra-Hof orðið höfuðból, en það var í ömurlegu ástandi þegar við hjónin flutt- umst þangað. Eftir jarðskjálftana miklu árið 1896 var allt í rúst þar og við byggðum upp hvern ein- asta kofa og ræktuðum yfir þrjátíu hektara lands. Nú er maðurínn minn orðinn heilsulaus og sjálf er ég einnig bágborin til heilsunnar. Var úr- skurðuð 75 prósent öryrki fyrir nokkrum árum, en ég lærbrotnaði árið 1973 og hef ónýtt bak. Það Lárus Salónionsson við enda borðsins ásaml konu sinni Kristínu Gfsladóttur (t.h.) og þeini Guðbjörgu Guðniundsdótt- ur, ínu Jansen og Rannveigu Stefánsdóttur. má segja að ég sé spitalamatur en ég þrjózkast við og hlakka til hvers einasta miðvikudags, þegar ég kem hingað í safnaðarheimilið. Ég veit ekki hvernig veturinn hefði liðið hefði þessari starfsemi fyrir einmana og aldrað fólk ekki verið komið á fót. Ellilífeyririnn býður ekki upp á neinn munað og hann er alls ekki í samræmi við dýrtíðina. Ég hef ekki farið í bíó árum saman. Hvað þá tekið leigu- bíl. Svo held ég upp á þennan stað, Bústaði, og þegar ég fer, vil ég að haldin verði minningarat- Fólkið hrósaði kaffinu óspart og hér eru þær að störfum, seni eiga heiðurinn af því. Ljósni.: Rax. höfn um mig hér og allir fái gott kaffi," segir þessi fjörlega kona og bætir við: „Þvi staðurinn heitir eftir bænum hans afa.“ Síðan fer hún með vísu, sem hún orti þegar hún lá á Landakoti árið 1973. „Það var í mesta skamm- deginu: Lan«ir danar mæda iiór myrkrið sækir á mii> Kr scm liólt ad sólskinið véki aldrci frá mcr. Kolkun bc.VRÍr hakiö mitl Brjóskcyðini'in líka því ckkcrt dugar þctta «fí hitt þrantir aukast Ifka. Ég á heilmikið í pokahorninu og þeir hafa lesið þó nokkuð eftir mig hér á samkomum. Ég má til með að segja þér frá vísunni sem ég orti fyrir stofufélaga minn á . Landakoti. Hún hafði fengið blómvönd frá syni sinum og sagói við mig: Æ, Björg min, getur þú ekki ort eina visu um blómvönd- inn frá honum Jónasi minum. Ég sagðist ekki vera neitt skáld og gæti ekki ort eftir pöntun. En viti menn, þegar ég er búin aö breiða yfir mig sængina um kvöldið datt mér þessi vísa í hug: Fallcn cru hlómin Jónasi frá ástfaiij'in liorfi cr kniíppana á Áður cn varir dauóann aö hcr dapurlcg luiKMin því hvarflar aö mcr. Ég þorði ekki að botna vísuna á þennan hátt fyrir konuna og bjó þvi til annan visuhelming. Skömmu siðar dó hún.“ Og Björg kveður okkur með blíðu brosi. ði liðið án þessarar starfsemi" FNAÐARHEIMILI BÚSTAÐAKIRKJU KIWANISHREYFINGIN Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.