Morgunblaðið - 29.10.1977, Page 12

Morgunblaðið - 29.10.1977, Page 12
12 MOgQÚJ'íB’LAÐIÐ, LAUGAHDAGUR 29. OKTÓBER 1977 Sá er munurinn á peningum úr málmi og seðlum, að málmurinn endist von úr viti, en seðlarnir eru aftur á móti mjög forgengilegir. Af einkamynt kaupmann- anna frá því um aldamótin finnast alltaf við og við nokkur góð eintök. Vöru- ávísanirnar, í góðu ástandi, eru á hinn bóginn orðnar svo sjaldgæfar, að þær eru ornar mörg þúsund króna virði. Sá sem er svo heppinn að finna eina eða fleiri svona ávísanir í fórum sínum hefir unnið í happdrættinu. Leitið nú — og finnið !!! Leyfið mér að frétta um fundinn. Þessi ávísun er í fullri stærd, 93x147 mm. Verðgildin voru ein, tvær og fimm krónur. Krónuseðillinn prentaður með rauðum og svörtum lit, tvær krónur með bláum og svörtum og fimm krónur með grænum og svörtum. Pappír var alltaf hvftur. Um • • voruávísanir Fyrstu einkamyntina tók i notkun hér á landi árið 1846 Carl F. Ziemsen, kaupmaður í Reykjavík. Voru það 2 peningar úr messing. Annar með verð- gildið 4 skiidingar, hinn 16 skildingar. Mér telst svo til, að alls hafi 23 eða 24 mismunandi peningar einkamyntar komizt i umferð hérlendis. Flesta þeirra, eða 15, setti P.J. Thorsteinsson á Bildudal i umferð. Þess utan þekkist einkamynt frá Stokks- eyri. Eyrarbakka, og líklega einn peningur frá Akureyri. Einkamyntin, eða vörupen- ingarnir, sem þeir eru vanalega kailaðir, er vinsæi meðal safn- ara, en afar torfengin nú orðið. Nokkrir kaupmenn létu sér nægja að nota vöruávísanir i stað vörupeninga. Auðvitað var miklu ódýrara að láta prenta ávísanir hér heima en að láta slá peningana í Þýzkalandi. Hugmyndin var sú sama og lá að baki útgáfu einkamyntarinn- ar, nefnilega að sá, sem lagði inn í verzlunina vörur eða önn- ur fríðindi, t.d. bóndi uil eða sjómaður fisk, eða þeir sem unnu eitthvað tilfallandi á veg- um verzlunarinnar, fengu greitt í vöruávisunum. Þeir, sem þannig fengu greitt, voru skuldbundnir til að verzla aftur við kaupmanninn, sem ávísun- ina gaf út. Þó fengu þeir, sem greiddu með vöruávisunum, yfirleitt 20 til 30% afsiátt. Voru það vissulega ekki svo lítil hlunnindi. Fyrir kaupmanninn hafði ávísanaútgáfan marga kosti. Hann var þarna með fé, sem hann þurfti ekki að fá að láni hjá bankanum. Með afslættin- um greiddi hann að visu nokkra vexti, en tryggði um leið sölu á vörum sinum. Þegar á heildina er Iitið lækkaði notkun vöru- ávísana verzlunarkostnaðinn hjá kaupmanninum. Fyrir þann, sem fékk greitt með ávísun, gilti þetta hið sama i krónum, en auðvitað takmark- aðist notkun ávisananna við út- tekt í vörum, á lægra verðí þó. Ekki var hægt að greiða skatta eða skuldir með ávísunum. Landsbanki Isiands tók til starfa árið 1885. Stofnun hans hleypti nýju blóði í atvinnulif islendinga. Enn var þó mikill skortur á peningum. Utgáfa kaupmanna á vöruávísununt og slátta einkamyntar var ein leið til að létta á þessum skorti. Ég held, að flestar vöruávis- anirnar og einkamyntin hafi komið i umferð.um og eftir stofnun Landsbankans. Hin hæga útgáfa á Landsbankaseðl- um og spennan i atvinnulifinu orsakaði beinlínis skort á skiptimynt; kallaði á meira magn peninga i umferð. Önnur útgáfa einkamyntar P.J. Thor- steinssonar er t.d. frá árinu 1897. Tvær fyrstu krónu og tveggja króna ávisanirnar frá H.Th.A. Thomsen eru dagsettar 1896. Þótt sú dagsetning þurfi ekki að tákna útgáfudaginn, getur alveg eins verið að þá hafi sá sem eignaðist hana skrifað dagsetninguna, gefur það nokkra vísbendingu samt sem áður, Ég hefi ekki séð aðr- ar vöruávísanir dagsettar. ——mítt&í 1 uranuo jUXMnwnot, Mynt eftir RAGNÁR BORG Stjórnvöld gátu auðvitað ekki samþykkt aukna notkun einka- myntar og vöruávisana. Því var borið fram frumvarp á Alþingi um afnám þeirra af þeim Hann- esi Hafstein, Lárusi Bjarnasyni og Birni Kristjánssyni árið 1901. Var frumvarpið samþykkt eftir litlar umræður og mótbár- ur með lögum nr. 41 frá 8. nóv. 1901. Síðan er notkun einka- myntar og vöruávisana ólögleg hér á landi — og þó ! ! ! ? í kreppunni eftir 1930 skap- aðist geigvænlegur skortur á lánsfé hér á landi. Á árunum frá 1930 til 1970 (og kannski ennþá?) gáfu mörg kaupfélög út vöruávisanir, sem höfðu svipað hlutverk og vöruávisanir kaupmannanna um aldamótin. Það er mér ráðgáta hvernig þessi ávísanaútgáfa fær staðizt lögin frá 1901. Margt er enn ókannað um vöruávísanir kaupmannanna frá þvi um aldamótin. Hve mik- ið magn var útgefið t.d. og hverja þýðingu útgáfa þeirra hafði fyrir kaupmanninn. Eitt er þó víst, að þær eru nú afar sjaldgæfar. Svo sjaldgæfar, að vel með farin ávisun seldist dýru verði. Þeir, sem eiga ein- hverjar slíkar ávísanir, mega gjarnan láta heyra frá sér, einn- ig ef menn kunna deili á notk- un þeirra aðra en hér greinir að framan. Það væri gaman að geta skráð sem mest um þær. Kannski vita menn hvar mótin er að finna í gömlum prent- smiðjum? Ekki er til ein ein- asta ávisun, sem vitað er þó að Sturla Jónsson kaupmaður I Reykjavik, gaf út. Vöruávisanir kaupmannanna voru ekki neinir smásneplar Aðeins minni en fyrstu seðlarn ir frá Landssjóði 1885. Þæi voru tölusettar og undirritaðai af kaupmanna og/eða verzlun arstjóra eða öðrum prókúru- hafa verzlunarinnar. Aðeins var prentað á framhliðina. Verzlun W. Fischers í Reykja- vík setti þó bláan stimpil sinn á bakhliðina. Ávísanirnar voru ýmist prentaðar með svörtum lit á hvitan pappir eða voru í litum, mismunandi eftir verð- gildi. GEGN ÞESSARI ÁVÍS0N t'kST VðRUR FVRIR I VKRZLUN J, R. B. LSFOUr* * mumu ( VERZLUN W. FISCHER1* NÍ, tnrrvrtfi iift'/ip LV',i * S v; 1 • £00373 |f WFWFHT'*' VtVKWT W FVf rw «T " rwrwrwvwTVT VORUAVISUN Vöruávísanir kaupfélaga. Flest kaupfélög um allt land gáfu út vöru- ávfsanir. Verð- gildin voru 5, 10, 50, 100, 200 og 500 krónur. Þessar vöru- ávfsanir eru flestar verðlitl- ar enn þá. Myndir af ýmsum vöruávísun- um, Um liti og verðgildi vísast í seðlaskrá Siegs. Heimildum mínum ber ekki saman ná- kvæmlega um stærð seðlanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.