Morgunblaðið - 29.10.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 29.10.1977, Síða 17
17 ingategund og notaði nafn argentínsku metsölutegundarinn- ar, Biz, nema hann seldi eftirlík- ingu sina á lægra verði. Þegar framieiðandi Biz-vindlinganna komst að svikum Onassis kærði hann og þvingaði Onassis um leið til að borga nokkur hundruð pesosa tii að sleppa við fangelsi. Þetta voru fyrstu meiriháttar viðskiptasvik Onassis, sem mönn- um er kunnugt um og jafnt framt þau lágkúrulegustu. Tóbak Onassis var flutt til Genúa, þaðan sem því var dreift. Fékk hann þá hugmynd að sprauta farminn, sem beið í Genúa, með saltvatni og láta tryggingarfélagið borga fyrir „sjóskaða". Á þessu stórgræddi hann, þar til einn samsekra starfsmanna tryggirigarfélagsins ljóstraði öllu upp. Einn af um- boðsmönnum Onassis í Genúa var handtekinn og afplánaði fangá- vist af þeim sökum. Á siðari hluta þriðja áratugar- ins kynntist Onassis manni, sem átti eftir að verða náinn sam- starfsmaður hans og félagi alla ævi, Costa Gratsos. Hann var þrekvaxinn og kumpánlegur sjó- maður á einu af skipum fjöl- skyidu sinnar. Hann kynntist Onassis í Buenos Aires, þar sem þeir fóru oft út að skemmta sér saman. Gratsos var húgfanginn af lifs- þorsta og þreki Onassis. Frama- girni Onassis stafaði að áliti Grat- sos af sambandi hans og föður hans. „Onassis fannst sér hafnað af föður sinum. Af því spratt ástriða hans til auðæfa og valda. Hann vildi komast fram úr föður sinum á þvi sviði. Öll þau ár, sem hann var í Argentínu. hafði hann brýna þörf fyrir frama. Hann not- aði öll tiltæk ráð til að koma sér áfram, reyndi oft tiu aðferðir í einu, í þeirri von að ein dygði.“ Onassis var aðeins tuttugu og eins árs þegar hann lét það eftir sér að leiðast út í fyrsta alvarlega Onassis á hátindi frægðar og frama og sem ungur flóttamaður. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 19W- ástarævintýrið. Stúlkan var dans- mær i hinum fræga flokki Önnu Pavlovas sem dvaldist einn vetur i Suður-Ameríku. Dansflokkur þessi bjó um skeið á sama hóteii og Onassis í Buenos Aires. Eftir því sem Onassis sagði kynntusl þau, fóru út saman og urðu ástfangin. Svo kom að þvi að dansflokkurinn héldi á brott, en stúikan þvertók fyrir að yfirgefa Onassis. Forráðamenn dans- flokksins reyndu að fá Onassis til að koma vitinu fyrir hana en hann lét slikt sem vind um eyru þjóta. Stúlkan varð eftir og gekk i lið með dansflokki í Buenos Aires. Samband þeirra stóð i eitt ár. Annað ævintýri hans endaði þegar hann fékk grun um að vera haildinn kynsjúkdómi og eftir fjölda ferða til iæknis lét hann loks sannfærast um að svo væri ekki. Sigur Onassis átti við fleiri vandamál að strfða um þessar mundir. Við- skiptin gengu ekki sem skyldi og þótt tóbaksverksmiðja hans hefði stækkað svo ört að um eitt skeið unnu þar þrjátíu manns, tapaði hann fé i stað þess að græða. Hann varð að horfast í augu við að fyrsta viðskiptaævintýrið væri að syngja sitt síðasta. Hann var þvi háður föóur sinum að mestu og þeim viðskiptum sem þeir höfðu um Aþenu. Þótt eftirspurn eftir innfluttu tóbaki væri söm og jöfn var hún samt ekki nægileg til að Onassis gæti haslað sér völl í stærri stil. Sumarið 1929 var við- skiptum hans ógnað fyrir alvöru. Gríska stjórnin tilkynnti að inn- flutningstollar á vörum frá lönd- um, sem Grikkland hafði ekki gert verzlunarsaminga við yrðu hækkaðir um eitt þúsund prósent. Onassis sá fram á að argentinska stjórnin, sem stóð tiltölulega höll- um fæti á alþjóðlegum markaði mundi launa Grikkjum lambið gráa með þvi að leggja aukna tolla á grískan varning. Viðskipti hans gætu ekki staðizt mikla hækkun. Eina leiðin var að þvinga grisk stjórnvöld til að sleppa Argentínu við nýsetta löggjöf. Vopnaður löngum minnislista hélt Onassis heim til Grikklands eftir sex ára langa fjarvist, á fund griska for- sætisráðherrans. Eleutherios Venizelos. Onassis til mikillar furðu kom- ust minnisblöðin alla leið á skrif- borð forsætisráðherrans og hann fékk tækifæri til að hitta stór- mennið. Venizelos hreifst af unga manninum og koni því til leiðar að hann hitti utanrikisráðherr- ann, Andreas Michalokopoulos, en það va•f'ráðuneyti hans, sem hafði sett nýju reglurnar. Sagan um fund Onassis og utanrikisráð- herrans var ein af eftirlætissög- um hans á efri árum. Þegar Onassis var vísað inn i skrifstofu utanrikisráðherrans. hitti hann fyrir Michalokopoulos. hávaxinn, ábúðarmikinn mann sem stóð við griðarmikið skrif- borð i stil Lúðviks XV. Þeir sett- ust og Onassis var sagt að skýra frá málum sinum. Augljóst var að Faðir hans hafði mildazt með ár- unum og gladdist yfir velgengni sonarins. Fjölsk.vldan leit nú á Onassis sem höfuð ættarinnar og margir voru honum þakklátir. eins og ekkjur innan fjölskyld- unnar, sem hann hafði sent fé til að þær gætu menntað börn sín. Sættir virtust hafa náðst með þeim feðgum. en Socrates dó úr hjartaslagi 1931, 58 ára gamall. tveimur árum eftir endurfund- inn. Fyrstu viðskiptin og fyrstu5000daiirnir Michalokopoulos hafði styggzt við sendinguna frá forsætisráðherr- anum. Meðan Onassis talaði var utanríkisráðherrann upptekinn við að hreinsa neglur sínar með bréfahnif og þóttist beina allri athygli sinni að því. „Eg hafði alls eigi lokið máli minu þegar ráðherrann leit allt i einu upp, horfði á mig yfir gler- augun, stöðvaði mig i miðri setn- ingu. beindi hnifnum í átt til min og sagði: Ég skil afstöðu yðar ungi maður. Skiljið eftir nafn yðar og heimilisfang hjá einkaritaranum. Ég skal hugsa málið og hafa sam- band herra. . . herra. . hm. . herra Ansjósa." Það voru nú takmörk fyrir hvað hvað jafnvel utanríkisráðherra gat leyft sér. „Þakka yður kærlega f.vrir." svaraði Onassis. „Ég vona að þér veitið mér meiri athygli ef ég þarf að hitta yður aftur. Ég hélt þér væruð önnum kafinn maður. En nú veit ég að þér hafið meiri áhuga á nöglum yðar, en útflutn- ingi frá landi yðar." Onassis sner- ist á hæli og strunsaði út úr her- berginu. Michalokopoulos stóð eftir stamandi: „Bíðið aðeins. komið þér aftur.“ Onassið lét sig hafa það. Andrúmsloftið hafði verið hreinsað og hófust nú lang- ar viðræður með þeim. Daginn eftir fyrirskipaði utanríkisráð- herrann að samningaviðræður yrðu hafnar við Argentinu. Onassis þáði hógværlega heini- boð fjölskyldu sinnar i Aþenu. Endurfundirnir urðu sigursælir. „Ég verö ad fara út í skipaútgerð“ Þrátt fyrir vinsamlega endur- fundi hvarflaði ekkí að Onassis að setjast aftur að I Grikklandi. Hann þráði ákaft að komast aftur til Buenos Aires til að græða pen- inga, og þá ekki aðeins í tóbaki. Hann hafði fengið áhuga á skipa- útgeró. Costa Gratsos minritist þess þegar þeir gengu urn höfn- ina. „Hann var ekki b.vrjaður á - skipaútgerð þá, en skip áttu hug hans allan. Skip voru ódýr og mönnum i skipaútgerð græddist fé. Grikkir græddu mikið á skipa- útgerð sinni og hann hafði fengið málið á heilann. „Ég verð að fara út i skipaút- gerð,“ tjáði hann mér. I Monte- video beint á móti Rio de la Plata rakst Onassis á ryðgaðan og gaml- an skipskláf. sem hafði strandað við árbakkana. „Það vildi svo til að ég var með honum þegar hann fékk þá hugmynd að koma dalli þessum aftur á skrið," sagði kunningi hans. „Allir reyndu að fá hann ofan af þessu og bentu honum á hvílikan fjárskaða hann mundi biða. en ekkert dugði." Hann fékk Grikkja sem kunni sitt fag til að gera skipið upp. Það tók nokkra mánuði. en að þeini tima liðnum hafði Onassis eignast sitt fyrsta skip og greitt fyrir það með reiðufé. „Maria Protopapas var 25 ára gamalt skip, 7000 tonn og gert fyrir Atlantshafssiglingar. hversu mikið sem var nú til i þvi.“ segir Gratsos. Skömmu eftir að Onassis hafði komið skipi sínu á flot sökk það við landfestar i óveðri í Montevideo. Þessar ófarir höfðu litil áhrif á áhuga Onassis fyrir skipaútgerð. en hann varð varkárari. Honum græddist enn fé á tóbaksviðskipt- unum, en hann var búinn að auka tóbaksviðskipti sín. flutti nú aust- urlenzkt tóbak til Kúbu og Brasi- líu. Arið 1932 var hann gerður að sérlegum vararæðismanni Grikk- lands i Buenos Aires. sem bendir til álits grisku stjórnarinnar á Onassis sem kaupsýslumanni.' Nýja staðan kom sér vel fyrir hann og jók enn sambönd hans við miðstöð skipaútgerðarinnar. Onassis var nú tilbúinn til nýs og skipulagðara áhlaups á vett- angi skipaútgerðar. Haustið 1932 tók hann allt sitt sparifé. samtals 150 þúsund pund og sigldi áleiðis til höfuðborgar skipaútgerðarinn- ar, London. „Skip voru hræódýr á þessum tímum.“ segir Gratsos. „í þá tið var hægt að kaupa gamalt en sjó- fært skip. 9000 tonn að stærð. fyrir sama verð og Rolls-Royco bifreið, fyrir 5000 pund. Þrátt fyr- ir eða vegna kreppu i heimsvið- skiptum sá Onassis skjóta leið til auðgunar í skipaútgerðinni. Hann kom til London í þeim tilgangi að læra og hann lærði fljótt. Gangur viðskipta var nijög einfaldur en jafnframt uggvæn- legur. Tíu ára gamalt vöruflutn- ingaskip. sem hafði kostað 250 þúsund pund í smiðum árið 1920 var enn nothæft. Snemma á 3. áratugnum þegar heimskreppan var að riða yfir voru slik skip oft til sölu á lægra verði en hefðu þau verið seld i brotajárn. jafnvel Framhald á bls. 24. FYRSTI HLUTI:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.