Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
Einar Gunnlaugs-
son Minningarorö
í dag fer fram frá isafjaróar-
kirkju jarðarför Einars Þorgeirs
Gunnlaugssonar, bifreiðarstjóra,
en hann lézt hér á sjúkrahúsinu
þann 19. oklóber s.l.
Einar var fæddur að Hlíð í
Álftafirði 10. marz 1905, sonur
hjónanna Gunnlaugs Gunnlaugs-
sonar, búfræðings, og Jónínu
Gróu Jónsdóttur. Jónína var tví-
gift. Fyrra mann sinn, Einar
Sigurðsson, missti hún frá sex
börnum. Einar Gunnlaugsson var
einn barna í síðara hjónabandi
hennar, en fóstursystur eignaðist
hann, Margréti Jóhannesdóttur,
frænku Gunnlaugs og þeirra
feðga. Hún er búsett í Reykjavík,
gift Jóni Helgasyni frá^safirði.
Þegar Einar var enn á barns-
aldri, fluttisl hann með fjölskyldu
sinni hingað til Isafjarðar, og hér
bjó hann síðan til æviloka.
Eins og fleslir unglingar á þeim
tímum byrjaði Einar að vinna fyr-
ir sér strax að loknu barnaskóla-
námi. Hann var lengi vel í fisk-
vinnu. Sjómaður var hann og um
skeið, en lengstán hluta starfs-
ævinnar var hann bifreiðarsljóri.
Mun hann hafa veriö með fyrstu
mönnum hér í bæ, sem lærðu á
bil. Hann rak í nokkur á bifreiða-
stöð með aldavini sínum, Ingimar
Ölasyni, en varð að lokum að
hætta akstri vegna veikinda i
baki. Eftir það vann hann nokkur
ár í Skipasmíðaslöð Marsellíusar
Bernhaiðssonar, en siöuslu árin
var hann áhaldavörður bæjarins.
Einar stundaði íþrótlir á yngri
árum, einkum fimleika, enda létt-
ur á sér og Iipur. Hann var meðal
annars í úrvalsflokki, sem sýndi
oft og Gunnar Andrew stjórnaði.
Arið 1933 kvæntist Einar
ágætri konu, Elísabetu Samúels-
dóttur. Foreldrar hennar voru
hjónin Amalía Rögnvaldsdóllir
frá Uppsölum og Samúel
Samúelsson, vélsljóri. Elísabet
reyndist í senn góð eiginkona,
dugleg húsmóðir og börnum sin-
um hin bezta móðir.
Börn þeirra urðu fimm, öll gift
og búselt hér í bæ. Allt er þetta
vænl fólk og vandað i hvivetna,
eins og það á kyn til. Barnabörnin
eru þreltán að lölu og að uki eitt
barnabainabain.
Einar og Elísabet bjuggu allan
sinn hjúskap að Túngötu 5 hér í
áæ. Elísabet lézt fyrir rúmum
þremur árum. Hana syrgðu ekki
aðeins eiginmaður hennar, börn
og systkin, þó að þeirra harmur
væri vissulega mestur, heldur og
fjölmargir aðrir, sem kynnzt
höfðu þessari glaðiyndu, elsku-
legu konu.
Eftir lát Elísabetar stóð Einari
auðvitaö til boða að búa hjá börn-
um sínum, þar stóðu honum
ái eiðanlega allar dyr opnar. En af
tryggð sinni kaus hann að búa
einn áfram i húsinu, sem svo
margar minningar voru bundnar
við. Þar átti hann öll sín bezlu ár,
og þar minnti hann allt á það
bezta, sem manni getur hlotnazt í
lífinu: góða konu og góð börn.
ar. Það er mikið lán, sem hvorki
verður ofmetið né fullþakkað, að
hafa notið vináttu svo góðs og
grandvars manns sem Einai' var.
Það lán þökkum við nú að leiðar-
lokum og kveðjum með söknuði
þennan vin okkar, en við mátum
því meira, sem kynnin urðu
Iengri.
Börn hans, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum vanda-
mönnum sendum við ynnilegar
samúóarkveðjur.
Gústaf Lárusson.
Maðurinn minn. t BJARNISVAVARS.
Meðalholti 11,
andaðist 2 7 október Dagmar Beck
Ekki má heldur gleyma þeirri
blessun, sem fólgin er i góðri
heilsu. Hennar naut Einar fram
eflir árum, varð þó snemma gigt-
veikur, og síðar bættist sjóndepra
við. En síóustu árin tók heilsunni
mjög að hnigna, og síðasta árið lá
hann lengst af á sjúkrahúsi, bæði
í Reykjavík og síðan hér í bæ,
oftast þjáður, þar til yfir lauk.
Kynni okkar Einars hófust að
ráði, þegar ég kvæntist Kristjönu,
systur Elísabetar, og við urðum
þannig svilar. Það var alla tíð
stutt milli heimila okkar, og spor-
in milli þeirra urður líka mörg.
Systurnar voru mjög samrýndar,
og það urðu börn þeirra einnig
fljótt. Nábýli og venzl leiddu
þannig td vináttu, sem varð bæði
náin og jókst heldur með árunum
en hilt.
Einar var orðvar maður og
umtalsgóður, áreiðanlegur i skipt-
um við aðra og grandvar í allri
breylni. Hann var maður
hlédrægur og yfirlætislaus.
Hégómaskapur og uppgerð var
ekki til í hans fari. Hann var ekki
allra, en mað afbrigðum traustur
og tryggur, þar sem hann lók því.
Þella þekki ég af eigin raun, því
að við hjónin og börn okkar áttum
því láni að fagna að eignasl vin-
áttu hans og eiga hann að vini frá
fyrstu kynnum til siðustu stund-
Guörún Guðmundsdóttir
Vestmannaeyjum - Kveðja
1 dag, 29. október, er kvödd
hinstu kveðju frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum frú Guðrún
Guðmundsdóttir, Faxastíg 43.
Hún andaðist á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum 19. okt. s.l.
Guðrún var fædd 18. júlí 1906,
að Leirum undir A-Eyjafjöllum
og ólst upp í stórum systkinahópi,
þau voru 11 alls en Guðrún var
þeirra yngst. Gunna, eins og hún
var ávallt kölluð af ættingjum og
vinum, fluttist ung að árum með
foreldrum sínum til Vestmanna-
eyja. Þar vann hún að mestu
innanhússtörf og hjálpaði móður
sinni, sem oft var þá lasin, einnig
lenti æði mikill þungi á Gunnu að
hjálpa vanþroska systur sinni og
hlynna að henni. Þá var enga
hjálp að fá eða sjúkrahús til að
hlynna að slíkum sjúklingum.
Þetta hafði mikil áhrif á sálarlíf
Gunnu þótt hún talaði fátt um,
enda voru allir á heimilinu sam-
huga um að taka á sig þessa
þungu byrði, þar til yfir lyki og
það tókst með sóma.
Gunna hafði létta lund, var að
jafnaði kát og hress og hafði góð
áhrif á þá sem í návist hennar
voru. Hún átti sínar vonir og þrár
eins og hverri heilbrigðri stúlku
er eðlilegt, sumt rættist aðeins í
draumaheimum, eins og skáldið
sagði.
Guðrún giftist hinum ágætasta
manni, Jóni Bjarna Valdimars-
syni vélstjóra. En sambúð þeirra
varð stutt. Jón fórst með m/s
Helga við Vestmannaeyjar vetur-
inn 1950. Þau hjón eignuðust 1
dreng, Guðmund, var hann á öðru
ári þegar pabbi hans féll frá.
Eftir þetta ægilega áfall fluttizt
Gunna til bróður síns, Jóns.
+ Faðir okkar og tengdafaðír, JÓHANN B. LOFTSSON, Háeyri, Eyrarbakka. lézt að heimili dóttur sinnar Fossheiði 1 7, Selfossi, miðvikudaginn 26 október + Faðir okkar, GÍSLI JÓNSSON, útvegsbóndi andaðist að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, 25. október.
Börn og tengdabörn. Systkinin frá Arnarhóli.
+ Eiginkona mín GUORÚN OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl 14 00 + Elskuleg Systir min og mágkona EBBA BJARNHJÉÐINS. andaðist 19. október. Jarðarförin hefur farið fram Þökkum öllum af alhug hluttekningu okkur sýnda
Hinrik Thorarensen Friða Bjarnhjéðins Tómas Jónsson
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
KARLS BJÖRNSSONAR
tollvarðar
Rósa Þorleifsdóttir
Helga Karlsdóttir. Knútur Knudsen,
Ásta Karlsdóttir, Haukur Bergsson,
Maria Karlsdóttir, Ingvar Valdimarsson.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför mannsins mins,
föður okkar og tengdaföður
STEINGRÍMS JÓNATANSSONAR
Hulda Guðmundsdóttir
Jakob Steingrímsson
Hildur Steingrimsdóttir
Karen Þorvaldsdóttir
Héldu þau heimili og hjálpuðu
hvort öðru með uppeldi drengs-
ins. Steinvör systir þeirra var
einnig á heimilinu og vann mikið
innanhúss.
Hin síðari ár vann Gunna dálit-
ið utan heimilis bæði í Eyjum, og
einnig meðan þau dvöldust í Rvík
vegna eldgossins i Eyjum. Þau
vildu ekki dvelja hér i Rvik eftir
að fólk var almennt farið að flytj-
ast heim, þráin heim varð öllu
sterkari og þau komust heim.
Guðmundur sonurinn sem nú er
fulltíða maður og nýtur þjóð-
félagsþegn, var alla tíð auga-
steinn móður sinnar og raunveru-
lega var hann það eina sem hún
lifði fyrir, hún naut þess líka eftir
að heilsan bilaði og best fannst
mér og fleirum að drengurinn
hennar skyldi sitja síðustu stund-
ina við banabeð móður sinnar,
þar til yfir lauk.
Við hér í Reykjavík, vinir og
ættingjar Gunnu hlökkuðum
ávallt til að njóta nærveru henn-
ar, það virtist fylgja henni hress-
andi blær og glaðværð, þó ávallt i
hófi því undir bjó ætíð alvara
lífsins. Nú er hún horfin sjónum
vorum, en erfitt er að átta sig á
því, að við fáum aldrei hér i jarð-
lífi framar að heyra léttan hlátur
hennar og sjá hana hressa og
káta. Hún þráði hvíld og Guð gaf
henni hana. Við lofum öll skapara
vorn fyrir, að hún skyldi kveðja
þjáningalaust eins og barn sem
sofnar að kvöldi eftir leik dagsins.
Vinir og vandamenn kveðja
Gunnu með söknuði og þakka all-
ar samverustundirnar. Að end-
ingu þakka ég góð kynni við
Gunnu frá fyrstu tíð.
Algóður Guð sendi náðargeisla
henni til stuðnings yfir móðuna
miklu.
Guð blessi hana. Aðstand-
endum öllum votta ég mína inni-
legustu samúð.
Guðjón Sveinbjörnsson.
+
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og bálför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og fóstur-
föður
ÞÓRÐAR ANDRÉSSONAR
fyrrv. oddvita Gufudalssveit
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði 1 hæð B Landakots-
spitala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun i veikindum hans. Þá eru
einnig sérstakar þakkir til forráðamanna og samstarfsfólks hans i
Ölgerð Egils Skallagrimssonar
Helga Veturliðadóttir
Hjálmfriður Þórðardóttir Halldór Stefánsson
Jóna Þórðardóttir HögniJónsson
Sigriður Þórðardóttir Páll Ólafsson
Svanhildur Heite Þórður Högnason
og fósturbörn.
+ Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og samúð móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu við andlát og útför
VIGDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hólmavik.
Magnelja Guðmundsdóttir, Þórður Jónsson.
Ragnheiður Guðmundsdóttir. Guðjón Halldórsson,
Marta G. Guðmundsdóttir, Haraldur Guðjónsson.
Þuríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ragnar Valdimarsson.
Sverrir Guðmundsson, Hallfriður Njálsdóttir,
Gústaf A. Guðmundsson, Guðný Björnsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Bjarni Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afmælis-
og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu-með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast I sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.