Morgunblaðið - 30.10.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977
19
Búið til úr eldspýtum
Ótrúlega margt er hægt að búa til úr eldspýt-
um. Unnt er að klippa af þeim brennisteininn
t.d. og búa til alls kyns myndir eins og sýndar
eru hér til skýringar.
Einnig er unnt að nota tannstöngla eða litla
pinna, sem fást í föndurverslunum. Gott er að
nota lituð pappaspjöld til þess að leggja eld-
spýturnar á, og ef menn hafa nægan tíma, geta
þeir límt eldspýturnar á pappaspjöldin og búið
til sín eigin listaverk.
Guð elskar alla
1.
Minn Guð, þú elskar öll þín börn,
þú elskár líka mig.
Þú erl niinn skjöldur, skjól og vörn,
því skal ég elska þig.
2.
Þú gafst oss, herra Guð, þinn son,
hve góður Jesús er.
Hann hjá mér vekur helga von
og liuggun veitir, mér.
3.
Ég.kem f Jesú nafni nú,
ég náðarþurfi er.
Minn blfði faðir, blessa þú
þitt barn og líkna mér.
4.
1 ljóssins ríki leið mig inn,
og lát mig finna þig,
og hæfan fyrir himininn,
ó, herra, gjör þú mig.
.Sigurbjörn Sveinsson.
Nú er rélti líminn til aðl
setjast niður og senda okk-
ur línu. Barna- og fjöl-
skyldusíðan bíður eftir
bréfum frá ykkur, frásögn-
um sögum eóa kvæðum.
Látið nú verða af því að
senda bréf! Hver veit
ne.ma það birtist þá á síð-
unni hérna.
Fredenc Chopin (1810—1849) var
pólsk franskur að ætt. hann samdi
ótal tónverk að mismunandi gerðum.
Hann dó fremur ungur og þjáðist
lengi af berklum. Hann bjó um tima
á Mallorca. sem tilheyrir Spáni og er
enn hægt að heimsækja húsið. sem
hann bjó i, i Valdemosa.
sem líkaminn þarf á að halda,
en æskilegra er að fullnægja
orkuþörfinni með þvi að borða
kornvörur og kartöflur en með
þvi að borða sykur. í kartöflum
og i kornvörum eru einnig önn-
ur næringarefni, sem líkaminn
þarf á að halda og þar að auki
er síður hætt við að menn borði
of mikið af kartöflum og brauði
þar sem það hefur mun meiri
seðjandi áhrif en sykur. Ef við
borðum meira af kolvetnum en
líkaminn þarf til orkumyndun-
ar setjast þau að í líkamanum
og mynda fitulög.
Nokkrar ábend-
ingar um sykur
og sykurneyzlu
'i
Sá sem er i megrun verður að
hætta að borða sætiifdi milli
mála eins og t.d. kökur sælgæti
og gosdrykki sem i mörgum til-
vikum hafa lítil seðjandi áhrif
en eru orkurík matvæli engu að
síður. Hér skal á það bent að:
100 g súkkulaði gefa 550 hita-
einingar (2300 Kj), 1 gos-
drykkjarflaska gefur 140 hita-
einingar (585 Kj).
Sykur brennur fljótt í liakm-
anum og hefur þvi sykurneysla
milli mála hressandi áhrif. En
það er erfitt að varðveita eðli-
lega líkamsþyngd ef borðað er
mikið sælgæti að staðaldri. Þar
að auki eru slikar venjur skað-
legar fyrir tennurnar.
Það er þvi áríðandi að venja
ekki börn á mikla sykurneyslu.
Þeim þykir yfirleitt sæta bragð-
ið gott, en þau fara hins vegar
ekki fram á að fá dísæt matvæli
sí og æ ef þau eru ekki vanin á
það. Fullorðið fólk sem vill
gleðja börn á því ekki að færa
þeim sælgæti heldur ávexti.
Það er einnig ástæðulaust að
láta mikinn sykur í barnamat
jafnvel þótt barnið sé lystar-
laust og að sjálfsögðu á ekki að
dýfa snuðinu í hunang eða syk-
ur áður en barninu er fengið
það.
Fullorðið fólk getur einnig
vanið sig á að nota minni sykur
í mat. T.d. er ástæðulaust að
láta mjög mikinn sykur í
ávaxtagrauta og saftsúpur eða
strá miklum sykri út á súr-
mjólk, skyr og kornflögur.
Kaffi og te mætti einnig venja
sig á að drekka sykurlaust.
Einn sykurmoli (3 g) gefur 12
hitaeiningar.
Einnig skal á það bent að
sykurmagnið í eftirtöldum mat-
vælum er sem hér segir:
i sætum kökum um 20%
i sultu og saft, framleitt
í verksmiðju
í korfekti
í m jólkursúkkulaúi
i niðursoðnum ávöxtum
i sætum svaladry kkjum
um 00%
um 50%
ii m 45%
u m 20 %
um 10—12%
Sykur er ódýr matur. Hann
Framhald á bls. 31
Sölusýning á handavinnu vistmanna Arnarholts
Kjalarnesi, verður haldin að Hallveigarstöðum
sunnudaginn, 30. okt. fiá kl 13.00—19.00
Margt fallegra og góðra muna, t.d gólfteppi,
málverk, útsaumur, leikföng og margt fleira.
Geðdeild Borgarspítalans
í Arnarholti.
Sölusýning