Morgunblaðið - 30.10.1977, Page 24

Morgunblaðið - 30.10.1977, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1977 Júlíana Pétursdóttir frá Makarrifi - Minning SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvar segir Biblfan um endurkomu Krists? Yfir þrjú hundruð ritningarstaðir I Nýja testa- menntinu víkja að endurkomu Krists. Endurkoman var ofarlega í huga frelsarans, og hann talaði oft um hana. Hér eru nokkrar ritningargreinar: „Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum“ (Matt. 16,27). „Eins og eldingin gengur út frá austri og sést allt til vesturs, þannig mun verða koma mannssonarins“ (Matt. 24,27). „Þá munu menn sjá mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð“ (Lúk. 21,27). „Hver, sem blygðast sín fyrir mig.. . fyrir hann mun og mannssonurinn blygðast sín, þegar hann kemur í dýrð föður sins með heilögum englum“ (Mark. 8,37). „Kem ég aftur og mun taka yður til mín“ (Jóh. 14,3). Lesið allan 24. kap. Matteusar guðspjalls. Þar er ræða Jesú um heimsslitin. Fædd 16. okt 1896 Dáin 21. okt. 1977 Nú er amma dáin og hefur hlot- ið þráða hvíld. Er þrek henna þvarr og hún hætti að geta hugsað um sig og stjanað við aðra, en það var hennar líf, þráði hún ekkert frekar en hverfa úr þessari jarð- vist. Því það var henni ekki að skapi að vera upp á aðra komin, þótt afkomendur væru. Hún vildi ætið vera gefandinn, en ekki þiggjandinn. „Amma er bezta amma í heimi,“ sagði ég sem barn og segi enn. Og fannst mér synd að hún væri ekki amma allra barna. En kannski hefur hún verið það í gegnum starf sitt. í 25 vetur vann hún sem baðvörður í Laugarnesskólanum og á sumrum sem starfskona á barnaheimilinu Silungapolli. Á þessum stöðum eignaðist hún góð- an og stóran vinarhóp fólks á öll- um aldri, sem hélt tryggð við hana ævilangt. Börnin áttu hug hennar allan og nutum við þess barnabörn hennar og síðar barnabarnabörn. Hún gat sagl sem svo: „Gefðu nú henni Þórdísi lillu hollan mal og hafðu hana i ullarsokkum og með vettlinga.“ Þetla var ekki bein afskipta- semi, heldur ótakmörkuð um- hyggja fyrir velferð barns. Ekk- ert fannsl mér dásamlegra sem barni pn að fá stundum að sofa hjá ömmu, á hlýjum dívaninum og jafnvel að leggjast upp í óþvég- in, vitandi það að amma kæmi með volgt vatn i emeleraða fatinu og mjúkan þvottapoka og nostraði við mig. Og bara vellináurinn og pönnukökurnar urðu alveg sér- siakt hjá henni ömmu. Þannig slafaði ljómi af öllu sem hún gerði og frá henni kom, í augum okkar barnanna. Full þakklætis til ömmu vil ég ljúka þessu með bæn sem hún kenndi mér. Hvcitikorn þckktu þitt. þá upprfs lioldiO mitt. 1 byndini barna þinna blcssun láttu mÍK finna. Birna Dís. Á morgun verður til grafar borin frá Fossvogskirkju góð og elskuleg kona, þeirrar kynslóðar sem senn er öll gengin. Júlíana Pétursdóttir er fædd á Malarrifi á Snæfellsnesi 16. októ- ber 1896, dóttir hjónanna Péturs Péturssonar og Ingibjargar Gísla- dóttur, átti hún tvö hálfsystkini, Gisla og Steinunni, og fimm al- systkini, voru þau Pétur, Svein- björg, Guðrún, Guðmundur og Ólafur, var Júlíana næst yngst þeirra systkina. Hún andaðist á Borgarspitalanum hinn 21. októ- ber, þá jiýlega áttatíu og eins árs. Hún mun hafa verið tæplega tvítug er hún kom fyrst til for- eldra minna Arndisar og Valdi- mars Ármanns á Hellisandi, og eftir það má segja að hún hefi verið ein af fjölskyldunni. Árið 1925 dó faðir minn og stóð þá móðir mín eftir með fimm smá- börn og var það ekki litill styrkur að hafa Júllu sér við hlið, en það kölluðum við hana jafnan. Það væri Júllu á móti skapi að ég færi að skrifa einhverja lofgjörð um hana, en ósérhlífnari og vandaðri konu held ég að vart sé að finna, því hún mátti ekki vamm si'tt vita í neinu og var alllaf boðin og búin að hjálpa öðrum og leysa hvern þann vanda sem að höndum bar. Árið 1926 fluttum við til Reykjavtkur og Júlla með okkur, þá voru erfiðir tímar og lítið um atvinnu, setti móðir mín þá upp malsölu sem þær unnu saman að. Júlla giftist aldrei en eignaðist eina dóttur, Þórdísi, fædda 1926, sem var augasteinn móður sinnar. Þórdís giftist Benedikt Björns- syni frá Þorbergsstöðum í Dala- sýslu og búa þau í Reykjavík, þau eiga tvö börn, Vigni H. og Birnu Dís. Eina dóttur átti Þórdfs áður en hún giftist, Sveinbjörgu Jóns- dóttur, sem ólst að meslu leyti upp hjá Júlíönu ömniu sinni. Það mun hafa verið sumanð 1932 að Júlla dvaldi hjá bróður sínum, Guðmundi bónda í Gisla- bæ á Hellnum, og var ég þá það sumar í sveit þá ellefu ára. Margs er að minnast frá þeim tíma sem ekki verður lalið upp hér, en best var þó aó geta leitað til Júllu með sín vandamál, þvf mér fannst hún vera mín önnur móðir svo góð var hún mér. Árið 1945 andaðist móðir mín og var Júlla hjá henni síðustu slundirnar áður en hún dó. Eftir það bjö hún ein og stund- aði ýmsa vinnu þar til 1946 að hún fékk starf sem baðvörður við Laugarnesskólann. Það starf stundaði hún í 25 ár eða þar til hún hætti fyrir aldurs sakir. Síð- ustu ár æVianar dvaldi hún hjá Þórdísi dóttur sinni og tengda- syni, þar sem hún naut ástúðar og hlýju þeirra, barnabarna og barnabarnabarna. Ég vil svo að lokum þakka henni fyrir þá ástúð og umhyggju sem hún sýndi móður minni, mér og systkinum minum, sem við getum aldrei fullþakkað. Við hjónin sendum Þórdísi, manni hennar og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðju. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þessarar,mætu konu. Knútur Ármann. Þegar manneskja deyr sem manni er hjartfólgin, þá kemur fyrsl upp hjá manni söknuður og beiskja yfir því að þessi mann- eskja skyldi vera burt kölluð. En við gleymum þvf aftur á móti að þetta hafi verið það besta sem Guð gat fyrir hana gert, að losa hana við allar líkamlegar og and- legar þjáningar og taka hana til sín í sitt ríki. Þannig hugsaði ég fyrsl þegar ég frétti að Júlla væri sofnuö svefninum langa. Það er svo sjaldgæft að hitta á lífsleiðinni manneskju eins og hana, hjálpsama, kærleiksríka og örláta af öllu sem hún gat gert fyrir aðra þeim til hjálpar. Hún spurði aldrei um greiðslu fyrir hjálpsemi, því hlýtur hún nú að uppskera sfn laun á himnum. Á heimili foreldra minna kom Júlí- ana 1916 og síðan hefur hún verið okkur systkinunum sem önnur móðir. Hún sagði við mig rúmri viku fyrir andlát sitt, að hún ætti tvö ljósubörn, annað væri ég en hitt væri dótturdóttir hennar Birna Dfs, og þá sagði hún að ef hún væri ung núna myndi hún kjósa sér hjúkrunarstarfið sem ævistarf. Ég vildi óska að Guð gæfi okkur margar hjúkrunar- konur með hjartalag Júllu og hugsun. Það var ekki tilviljun að hún skyldi vera hjá mömmu sál- ugu hennar síðustu nótl. Þess vegna erum viðsystkinin svo glöð að hún skuli verða lögð við hlið- ina á henni til greftrunar. Ég vona að allir hennar nán- ustu hafi erft eitthvað af því góða sem í henni bjó, og þeim vegni vel á lífsleióinni, ekki sfst öllum litlu barnabarnabörnunum hennar. Þegar ég fer héðan sjálf, vona ég að Júlla verði á ströndinni hinum megin og taki á móti mér eins og hún gerði í þennan heim. Svo kveð ég elsku Júllu með kvæði eftir Tómas Guðmundsson. „KnKum er Ijósl. hvaóan lagt var af stað. nó liver leslinni miklu ræður. Viðsiáumst f förina f.vrir það jafnl fúsir sem nauðuKÍr bræður. ()K hæj?l hún fer, en hún færisl um sel, þessi fvljíd yfir veginn auðan. kvnslóð af kynslóð «jí fel fyrir fet. Ojí ferðinni er lieitið f dauðann.** Hanna Ármann. Sfminn hringdi. Ég kveikti ljós, leit á klukkuna, hún var hálffjög- ur að nóttu. I símanum var stúlkurödd, sem tjáði mér, að þetta væri á Borgarspítalanum og því fylgdi, að mjög væri af Júlí- önu dregið. Bauð hún okkur að koma. Við klæddumst í skyndi og ókum þangað uppeftir, en það var um seinan. Hún var dáin. Yfir andlitinu hvfldi friður og ró. Dauðastríðinu var lokið, bless- unarlega lokið. Fimm dögum áður eða 16. október varð Júlíana 81 árs, þá stödd á hinni nýju sjúkra- deild Hafnarbúða. Þangað heim- sóttu hana margir þann dag. Varð það henni mjög ánægjulegur dagur. Var þvi likast, að hún hefði kastað ellibelg og gleymt veikindunum, þar sem hún sat f hinum vistlega matsal og ræddi við kunningjana. Var Júllu að skána? Nei. Tveim- ur dögum siðar var hún flutt upp á Borgarspítala, þar sem heilsu hennar hafði mjög hrakað. Og þann 21. október var öllu lokið. Júlíana Pétursdóttir var fædd 16. október 1896 á Malarrifi í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellss- nesi. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson og Ingibjörg Gísladóttir, er þar bjuggu. Ólst hún þar upp meðal venslafólks og margra systkina, sem nú eru öll dáin. Um eða innan við tvftugt réðst hún í vist út á Hellissand til hjónanna Valdimars og Arndísar Ármann, er bjuggu í Hraunprýði. Þar dvaldist hún að mestu næsta áratuginn. Árið 1926 eignaöist hún dóttur, Þórdísi að nafni. Var Arndís þá orðin ekkja með fimm börn. Lágu leiðir þeirra og barnanna saman um alllangan tíma og höfðu þær vafalaust styrk hvor af annarri, enda hafði tekist með þeim órjúf- andi vinátta. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að Ármanns- systkinin hafi jafnan tekið Júllu sem nokkurs konar fóstru s'fna, enda hafa þau og þeirra fjölskyld- ur sýnt þaó f verki á margan hátt. Þetta sama ár, 1926, flytjast þær til Reykjavfkur. Var þá hvergi nærri auðvelt að fá vinnu þar. Helsta leiðin v.ar að komast í vist, taka að sér hreingerningar eða stórþvotta hjá þeim, sem meira máttu sín, og varð það hlut- skipti Júllu fyrst f stað. Og þar sem vandvirknin sat ætíð i fyrir- rúmi, ávann hún sér fljótlega vissan viðskiptahóp og átti því oftast til skeiðar og hnifs. En oft var vinnudagurinn langur og erf- iður, því um hvíld var ekki að tala. I Austurbæjarskólanum vann hún nokkra vetur og í allmörg sumur á barnaheimilinu að Sil- ungapolli. Árið 1946 réðst hún sem baðvörður við Laugarnes- skólann og gegndi því starfi í 25 ár eða þar til hún varð aó hætta fyrir aldurs sakir. Var það, ekki með öllu átakalaust, þvi þótt starfsgetunni væri farið að hraka, var starfsgleðin næg. Júliana var dul kona og flíkaði ekki tilfinningum sinum á hverju sem gekk. Hygg ég að jafnaðargeð hennar hafi forðað henni frá þvi, sem f dag kallast uppnám. Stund- vísi var henni í blóð borin, en hún fór sér allajafnan hægt og lenti því á stundum í kapphlaupi við tímann. Minnist ég atviks, er ég var staddur hjá henni einhverju sinni og sá, að klukkan hennar var einum tíu mínútum of fljót. Bauð ég henni þá að setja hana rétta. „Nei, nei, góði. lofðu henni að vera svona. Svona vil ég hafa hana og vita helst af öllu ekki af þvf, að hún sé of fljót." Þannig leysti hún þann vandann og fyrir bragðið kom hún ætíð nægilega snemma. Þarna var lika samviskusemin að verki, þessi takmarkalausa samviskusemi, sem gekk eins og rauður þráður i gegnum allt hennar Iíf. Af förnfýsi var hún rík og taldi ekki eftir stundirnar, sem í það fóru, ef hún gat ein- hverjum orðið að liði. Þetta var henni svo eðlilegt og sjálfsagt, að hún vissi ekkert af þvf sjálf. Hún var mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og fylgdist náið með því, að þar væri allt eins og best yrði á kosið. Henni fannst ekkert of gott, mér liggur við að segja nógu gott, sem hún gat gert fyrir barn og barnabörn sín. Ég fór heldur ekki varhluta af þess- ari umhyggju. Minnist ég þess sérstaklega, er konan min, sem var dóttir hennar, þurfti að leggj- ast inn á spítala, sem var alloft, hve mikla önn hún ól fyrir mér. Ýmist kom hún eða hringdi til að vita, hvað hún gæti fyrir mig gert. Hvort ekki þyrfti að þvo af mér sokka, stykkja flík, eða hvort ég hefði fengið eitthvað í svanginn. Bauð hún mér þá iðulega í mat og óskaði eftir þvi, að ég kæmi jafn- an við, þegar ég lyki vinnu og borðaði hjá sér, sem ég gerði oft- lega. Þá leið Júllu vel og okkur báðum. Júlíana var ljóðelsk og kunni margt frá gamalli tið. Við hjálp- uðumst oft að við að rifja upp og koma þessari eða hinni vfsunni rétt saman. Einhverju sinni sendi ég henni nokkrar vísur og var ein þeirra á þessa leið: Þú iiefur alltaf Ii«> mér laj?t lífs á j?önj?ii þinni. Um þiK verður aldrei saj?! oflof nokkru sinni. Henni fannst vísan vel gerð, en svona lof ætti hún ekki skilið. Best gæti ég trúað, að Júlla vildi frekar, að ég styngi þessum hugleiðingum mínum undir kistu- lokið hennar en að birta þær á prenti. Það ætla ég nú samt að gera í fullvissu þess, að við jöfnun reikningana, þegar við hittumst næst. t BJÖRN SVANBERGSSON, forstjóri Hjálmholti 9 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 nóv kl 1 3.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess Fyrir hönd vandamanna Bergþóra Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, ÓLI V. METÚSALEMSSON, kaupmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1 nóvember n.k kl 1330 Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Sigríður Ágústsdóttir Sigrún Fríða Óladóttir Ævar Guðmundsson Ólöf Erla Óladóttir Ari Bergman Einarsson Helga Metúsalemsdóttir Regína Metúsalemsdóttir t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir PÁLL GUÐNASON frá Vöðlum, lést að heimili sinu á Eskifirði föstudaginn 28 október Þórdis Einarsdóttir, Anna Pálsdóttir, Brynjólfur Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Reynir Gunnarsson. Þórunn Pálsdóttir, Albert Kemp, Rannveig Pálsdóttir. Bragi Þórhallsson. Innilegar t þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HLIFAR EYDAL. Þyri Eydal, Brynjar Eydal, Björn Bessason, Birgir Eydal, Brynhildur Eydal, Pálína Eydal, Selma Jóhannsdóttir, og aðrir vandamenn. Benedikl Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.