Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 5 „Höfum flutt út dilka- kjöt í neytenda- pakkningum í 20 ár” - segir Agnar Tryggvason — VIÐ höfum flutl úr dilkakjöt í neytendaumbúðum til Bandaríkj- anna í 20 ár, en útkoman á því er ekki eins góð og að flytja kjötið út í heilum skrokkum til Noregs og Svíþjóðar, en þær þjóðir vilja fá kjötið í heilum skrokkum, sagði Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastjóri búvörudeildar Sambandsins, þegar Morgunblað- ið spurði hann hvort ekki væri möguleiki á að selja nieira af dilkakjöti í ne.vtendapakkningum úr landi, en um það hafa k'omið fram hugmyndir að undanförnu. I samtalinu við Morgunblaðið sagði Agnar, að Sambandið hefði pakkað lærum, hrygg, bóg og kótelettum í neytendapakkningar fyrir Bandaríkjamarkað, sem eins og allir vissu væri þróaðasti mark- aður heimsins. „Við eigum hins vegar við ramman reip að draga á þessum markaði þar sem eru Ný- Sjálendingar. Þeir framleiða gífurlega mikið af kjöti og fram- boð þeirra á Bandaríkjamarkaði er mörgum sinnum rneira en við getum boðið fram, auk þess sem þeirra kjöt er rnjög ódýrt. Þá aug- lýsa þeir sýna vöru geysimikið og hafa til þessa nóg fjármagn, og geta sætt sig við 20—30% lægra verð en við.“ Agnar sagði að til þess að ís- lendingar gætu fengið hærra verð fyrir sitt kjöt á Bandarikjamark- aði, þyrftu þeir að geta auglýst það mikið, en allir væru sammála um að íslenzka kjötið væri í miklu betri og hærri gæðaflokki en það Ný-Sjálenzka. Þá sagði Agnar það vera galla, að lambsbógarnir gengju alltaf úr og seldust ekki fyrr en eftir dúk og disk og kostn- aður við að liggja með miklar birgðir af bógum væri mjög mik- ill. Þá byggju íslendingar nú við 30—35% verðbólgu á ári, er væri hreint ægilegt þegar um slíka út- flutningsframleiðslu væri að ræða. í Nýja-Sjálandi væri t.d. verðbólgan aðeins brot af því sem hún væri hér. „Hins vegar er ég bjartsýnn á að i framtíðinni takist okkur að flytja út verulegt magn af dilkakjöti i neytendaumbúð- um,“ sagði Agnar. Ellert B. Schram Almennur fund- ur hjá Hvöt HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna. heldur almennan fund i Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, miðviku- dag, klukkan 20.30. Á fundinum verður m.a. kosning uppstillingar- nefndar og Ellert B. Schram, al- þingismaður ræðir áhrif fjölmiðla á íslandi. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. INNLENT Norskur bóka- safnsfrædingur med fyrirlestra hérlendis KARI Skjönsberg, forniaður Kvenréttindafélags Noregs og lektor í bókasafnsfræði við Stat- ens Bibliotekskole í Osló, heldur tvo f.vrirlestra í Norræna húsinu í þessari viku. Sá l'yrri veróur I kvöld klukkan 20.30 og nefnist hann Kjönnsrollemönster í nyere skandinaviske barne- og ung- domsböker. Sá síðari verður annað kvöld einnig klukkan 20.30 og nefnist hann Den kvinnepolitiske situa- sjon i Norge. Kari hefur fengist við rannsóknir á barnabókum í Noregi undanfarin 25 ár og hefur skrifað um það efni fjölda bóka og greina. Pílagríma- flug Flug- leiða sam- kvæmt áætlun SNEMMA í morgun höfðu þotur Flugleiða farið samtals 20 ferðir með pílagríma frá Oran í Alsír og Kanó í Nígeríu til Jeddah í Saudf Arabíu. Þar af höfðu 11 ferðir verið farnar frá Oran og niu frá Kanó. Flutningarnir hófust 25. október sl. og eru framkvæmdir með tveim þotum af gerðinni DC-8, sem flugliðar Loftleiða fljúga. Gert er ráð fyrir að farþegar verði alls 28000, en þeir voru um 16000 í fyrra. Heimflutningur pílagrimanna fer frarn á limabilinu 15. nóvem- ber til 15. desember. Alls taka um 100 starfsmenn Flugleiða þátt í þessum flutningum. ~ Hjúkrunar- gagnasýning um næstu helgi Hjúkrunarnemafélag Islands stendur fyrir hjúkrunargagna- sýningu í tilefni 30 ára afmælis félagsins dagana 5.—6. nóvember nk. Þar sýna 12 fyrirtæki nýjung- ar í hjúkrunargögnum og lækn- ingatækjum. Einnig verður sögu- sýning, þar sem sýnd verða gömul hjúkrunargögn. Þá ætla hjúkrun- arnemar að vera með kökubasar á sýningunni. Sýningin er opin á laugardag klukkan 10.00 — 22.00 en á sunnudag frá 10.00 — 21.00 og er öllum heimill aðgangur, sem er ókeypis. Hjóli stolið A FÖSTUDAGINN var fóru óboðnir gestir inn í reiðhjóla- gevmslu í fjölbýlishúsinu á Iláa- leitisbraut 113 hér í bæ og stálu þar læstu reiðhjóli. Þetta er mjög nýlegt hjól af Chopper-gerð, gult á lit nieð gfrúm, lugt og lási. Eigandinn er nfu ára gamall drengur þar í húsinu og er sími heima hjá honuni 84982. Aðstand- endur drengsins lieita þeim fundarlaunum, sem hent geta á hvar reiðhjól drengsins er niður kotniö. Nýr kirkjuvörður við Dómkirkjuna 1 GÆR, þriðjudaginn 1. nóvem- ber urðu mannaskipti í starfi kirkjuvarðar við Dómkirkjuna. Jóhannes B. Magnússon, sem hefur gegnt þessu starfi um 8 ára skeið lætur nú af starfi og gerist þingvörður í Alþingi. Við starfinu tekur Helgi Angantýs- son. Ljósmvndari Morgunblaðs- ins tók þessa mynd I gærmorgun. áður en Jóhannes gekk yfir götuna til síns nýja starfs. Hinn nýi kirkjuvörður hafði þá tekið við l.vklavöldum. N.k. sunnudagur, 6. nóvember, er allra sálna messa, minningar- dagur látinna. Þann dag verður prestsvigsla í Dómkirkjunni kl. 11 f.h., en kl. 2. e.h. verður hin hefðbundna minningarmessa. i fjarveru sr. Þóris Stephensen mun sr. Jón Auðuns fv. dóm- prófastur prédika og sr. Bjarni Sigurðsson lektor frá Mosfelli þjóna fyrir allari ásamt honum. Athugasemd BIRGIR Thorlacius. ráðuneylis- stjóri, hafði samband við Mbl. í gær vegna fréttar í blaöinu um Sinfóniuhljómsveil íslands, sem byggðisl á samtali við hann. Kvað Birgir betur fara á því að rætt væri um hljómsveitina sem menn- ingarstofnun, sem sveitarfélög vildu styðja heldur en menning- arhlut, sem menn vildu styðja, eins og hann lét orð falla i samtal- inu við Mbl. Hún vekur aðdáun aílra í mokkajakka frá Heklu. TL i * v £ \ ’ i |, > rHMNÍHI \ v < \ * Y •- s j < /Y 1 | : í v. .1 Í & ' a • , Verð: 53.850.— 10 Austurstræti simi: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.