Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Verðlagsmál á Spáni og hér Ríkisstjórnin á Spáni hefur að undanförnu beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum, sem miða að því að styrkja efnahag landsins og halda verðbólgu þar i skefjum. Hafa þessar efnahagsráðstafanir ver- ið gerðar með samkomulagi við stjórnarandstöðuna, en öflug- asti flokkur hennar er Sósíal- istaflokkurinn á Spáni. Einn þáttur í þessum efnahagsað- gerðum og viðleitni Spánverja til þess að hemja verðbólguna, sem er mjög svipuð þar og hér á landi, eða um 30% á árs- grundvelli, hefur verið sá að fella niður strangt verðlagseftir- lit, sem ríkt hefur i landinu og taka upp sveigjanlegra kerfi i þess stað í því felist viður- kenning Spánverja á þvi, að strangt verðlagseftirlit hafi ekki komið að haldi í baráttunni gegn verðbólgunni Nú hefur verið ákveðið, að 30 af 60 vörutegundum, sem rikisstjórn- arleyfi hefur þurft til að hækka, verði undanþegnar sliku ákvæðí. Þetta eru athyglisverð tíðindi fyrir okkur íslendinga, sem stöndum i svipuðum sporum og Spánverjar að þessu leyti. Við búum við verðbólgu, sem talin er muni nema um eða yfir 30% á næstu misserum. Við höfum i áratugi búið við. mjög strangt verðlagseftirlit, sem byggt hefur m a á þeirri trú manna, að slíkt eftirlit væri til þess fallið að halda niðri verð- hækkunum. Okkur er nú, eins og Spánverjum, orðið Ijóst, að þetta verðlagskerfi dugar ekki til þess að halda verðbólgunni í skefjum, og við stöndum þvi á þeim tímamótum, eins og Spánverjar, að taka ákvörðun um nýjar leiðir i verðlagsmál- um. Nú eru breytt viðhorf frá þvi sem áður hefur verið, þegar verðlagningarmálin hafa verið til umræðu hér á landi, að verðsamkeppni stórmarkaða hefur sýnt og sannað, að neyt- endur njóta góðs af slikri sam- keppni Hægt er að sýna fram á með óyggjandi tölu, að þeir neytendur, sem haga innkaup- um sinum í samræmi við lægstu verð á hverjum stað, geta sparað ótrúlega míkla fjár- muni með þeim hætti. Þessi nýja verðsamkeppni stórmark- aða, sem einnig hefur rutt sér til rúms í smærrí verzlunum, er sterkasta röksemdin fyrir því að hverfa frá þvi verðlagningar- kefi, sem nú rikir og gefa frels- inu tækifæri til þess að sýna hvers það er megnugt i verð- lagsmálum. Það er löngu orðið timabært að breyta hér til og nú eru í rauninni engin rök, sem mæla með þvi að beðið verði með ákvörðun i þessum efnum, en hins vegar fjölmörg sterk rök, sem ýta á ákvörðun. Á þann veg verður hagur neyt- enda og launþega i landinu bezt tryggður. Lofsvert framtak Anægjuleg eru þau tið- indi, að nokkrir ungir menn hafa tekið sér fyrir hend- ur að efna til útgáfustarfsemi og fundarhalda um utanrikis- og öryggismál þjóðarinnar. Þeir starfa undir kjörorðinu Sam- vinna Vesturlanda — Sókn til frelsis, og yfirlýst • markmið þeirra er að vekja umræður og áhuga meðal ungs fólks á utan- rikismálum og þá sérstaklega á aðild að Atlantshafsbandalag- inu, varnarsamvmnu við Bandarikjamenn og fleiru sem að þvi lýtur Þeir hafa staðið að útgáfu blaðs, sem dreift verður til nemenda framhaldsskóla og Háskólans og þeir hafa lýst sig reiðubúna til að koma á fundi i framhaldsskólum landsins nú á næstu vikum, ef málfundafélög skólanna halda slika fundi. Og þeir hafa skorað á herstöðvar- andstæðinga að mæta sér á slikum fundum og hafa tveir slikir þegar verið ákveðnir. Þetta frumkvæði og framtak þessara ungu manna er mjög lofsvert. Það sýnir, að meðal uppvaxandi kynslóðar'i landinu er ekki síður vakandi áhugi á þvi en hjá þeim, sem á undan hafa gengið, að tryggja öryggi lands og þjóðar og sjálfstæði i vlðsjárverðum heimi. Sú stefna i utanríkis- og öryggismálum, sem mótuð var fyrir aldarfjórð- ungi, hefur gefizt íslenzku þjóð- inni vel Þau rök, sem líggja til grundvallar aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu og varn- arsamstarfi við Bandaríkin eru í rauninni margfalt sterkari i dag en þau voru 1 949 og 1951 og nærvera hernaðarveldis Sovét- rikjanna og umsvif á Norður- Atlantshafi mun meiri heldur en þá. Það ríður á miklu, að stöðugt sé haldið uppi fræðslu og kynningarstarfsemi meðaí almennings um þær hættur, sem að þjóðinni steðja af þess- um sökum og alveg sérstak- lega er mikilvægt, að slikri upp- lýsingastarfsemi sé haldið uppi meðal æsku landsins. lUyndirnar eru teknar á hinu f jölmenna skátamóti á Úlfljótsvatni sfðastliðið sumar. Skátahreyfingin 70 ára; Um 6000 skátar starfandi víðs vegar um land Á ÞESSU ári eru liðin 70 ár frá því að skátastarf hófst fyrst með útilegu á eyju í ánni Thames rétt við London. 1 tilefni þessa halda íslenzkir skátar hátíð í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík í dag, miðvikudag, en þá er jafnframt afmælisdag- ur skátahreyfingarinnar á íslandi, því að þann dag 1912 var Skátafélag Reykjavíkur stofnað. Skátar minntust þessara tímamóta síðastliðið sumar með veglegu skátamóti á Úlfljóts- vatni, en þar voru 2000 skátar við störf og leiki í eina viku. Skátastörfin hafa breytzt mikið á þessum árum, en þó er aðalinntakið það sama, að veita ungu fólki tækifæri til hollrar tómstundaiðju við störf úti sem inni, en þó er aðaláherzlan lögð á útiveru. Næsta starfsár hefur einkunnarorðin „Skátalíf er útilíf“ og munu skátafélög leggja enn meiri áherzlu á þetta í starfi sinu. um frá ýmsum skátafélögum tækifæri til að hittast og rifja upp gömul kynni. Skátaþing, sem haldið er ann- að hvert ár, verður haldið um næstu helgi á Hrafnagili í Eyja- firði. Þar verðu ræddar starfs- áætlanir næsta árs, fjármál og sérstaklega störf sem skátar gætu unnið að eins og náttúru- vernd. Auk þess verður kosin stjórn Bandalags íslenzkra skáta til næstu 2ja ára. Þaj verður ýmislegt til skemmt- unar á skátavísu, en þó fyrst og fremst kvöldvaka með varð- eldasniði. Jafnframt gefstyskát- Skátum hefur fjölgað tölu- vert síðustu ár og eru nú um 6000 skátar starfandi i 44 skáta- félögum víðs vegar um land. Bandalag íslenzkra skáta gengst nú fyrir skátahátið í íþróttahúsi Hagaskóla í kvöld, þar sem núverandi og fyrrver- andi skátum er boðin þátttaka. Starfsf ólk blikksmið ja æfir brunavarnir STJÓRN Félags blikksmiða sam- þykkti á stjórnarfundi 8. október sl. að vinna að og koma á verkleg- um kennsluæfingum í brunavörn- um fyrir starfsfólk í blikksmíða- iðn. Að þessu tilefni boðaði félag- iðtil blaðamannafundar. Það lýstu forráðamenn félags- ins því yfir, að þeir teldu ýmsu áfátt í brunavarnamálum á vinnu- stöðum almennt og hefðu þeir áhuga á áð reyna að bæta þar úr. í fyrsta lagi með slökkviæfing- um, sem allir starfsmenn fyrir- tækjanna tækju þátt I og kæmi þá í ljós hvort slökkvitæki væru f lagi og hvar úrbóta væri þörf. í öðru lagi vildu þeir vekja eftirtekt á nauðsyn þess að félög- in vinni meira saman að, öryggis- málum og þar með sameiginleg- um hagsmunamálum beggja aðila. Þá er það talið verkefni fjöl- miðla að geta þess sem til heilla horfir í samski^um manna á vinnumarkaðnum ekki síður en þess, sem miður fer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.