Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 14
14 MORGL NBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 30 ára leik- afmæli Arna- Tryggva- sonar ÁRNI Tryggvason á um þessar mundir .20 ára leikafmæli og verður þess minnzt að lokinni sýningu á Gulina hliðinu föstu- dagskvöldið 4. nóvember en þar leikur hann hlutverk Lykla- Péturs. Þann dag eru liðin 30 ár frá því Árni kom fyrst fram á leiksviði, en það var á sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Blúndum og blásýru og lék þann þar lögregluþjón og tók við hlutverkinu á frumsýning- ardag. Hjá L.R. lék Árni í 15 ár m.a. hlutverkin Estragon, annan flækinginn í leikriti Becketts, Beðió eftir Godot og mörg gam- anhlutverk svo sem aðalhlut- verkið i Frænku Charleys, titil- hlutverkið i Grátsöngvaranum, assessor Svale í Ævintýri á gönguför og dr. Alfreð i Kjarn- orku og kvenhylli. Arið 1961 réðst Árni Tryggvason til Þjóðleikhússins og hefur frá þeim tíma leikið milli 70 og 80 hlutverk, bæði gamanhlutverk og alvarlegs eðlis. Meðal stórra hlutverka ber að nefna aðalhlutverkið í Árni Tryggvason í hlutverki Lykla-Péturs í Gullna hliðinu. Með honum á myndinni erGuðrún Stephensen, sem leikur kerlingu. Höfuðmanninum frá Köper- nich, Krapp í eintalsverki Becketts, Síðasta segulbandi Krapps, Blind I síðustu upp- færslu Leðurblökunnar, Ágúst í Lúkasi Guðmundar Steinsson- ar og frá fyrstu árum hans við leikhúsið má minnast persón- anna Ketils í Skugga-Sveini, Harrys í My Fair Lady, fávitana í Andorra o.fl. Af nýrri hlutverkum skal nefna Marinó i Rungulreið Flosa Ólafssonar, Cheston i Hafið, bláa hafið, Indíánahöfð- ingjann gamla í Indíánum, og Menelás í Helenu fögru. Þá seg- ir í frétt frá Þjóðleikhúsinu að Árni hafi áunnið sér hylli yngstu leikhúsgestanna, m.a. sem Lilli klifurmús í Dýrm í Hálsaskógi. Næstu hlutverk hans i Þjóð- leikhúsinu verða í jólasýning- unni á ballettinum Hnotu- brjótnum og eitt af aðalhlut- verkunum í barnaleikritinu Öskubusku. Nýr Lagarfoss hjá Eimskip hf. EIMSKIPAP’ÉLAGINU var í gær afhent í Svendborg í Danmörku síðara skipið af tveimur, sem félagið hefur nýverið fest kaup á af fyrirtækinu Mercandia. — Viggó E. Maack, skipaverk- fræðingur, og Gústav Magnús Siemsen, skipstjóri, tóku við skipinu fyrir hönd Eimskipa- félagsins. Við afhendingu var skipinu gefið nafnið m.s. Lagarfoss. Skipið er 3050 DW-tonn að stærð, smiðað hjá Frederikshavn Værft & Tördok A/S árið 1974. Lestarrými er 120 þúsund ten- ingsfet. Er skipið sérstaklega hannað með hliðsjón af gáma- flutningum. M.s. Lagarfoss fer frá Svend- borg á morgun til Flekkefjör og Haugasunds í Noregi og tekur þar tunnufarm til Austfjarðahafna. Skipið er væntanlegt til Reykja- víkur um miðjan nóvember. Leikfélag Neskaup- staðar sýnir „Grenið” Neskaupstað30. októher LEIKFÉLAG Neskaupstaðar er nú að byrja starfsemi sína á þessu leikári. Fyrsta leikritið, sem verð- ur frumsýnt, nefnist „Grenið“ og er höfundur Kjartan Heiðberg kennari í Neskaupstað. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson, en leik- , endur eru alls átta. Frumsýning- in var f Egilsbúð á föstudag. Mikil gróska er. i starfsemi Leikfélagsins og hyggur félagið á ferð með þetta leikrit á hina ýmsu staði á Austfjörðum í haust. For- maður leikfélagsins er Birgir Ósk- arsson. AsKeir Leikendur, leikstjóri og höfundur „Grenisins" á æfingu. Höfundur og leikstjðri eru fremst á myndinni. PILSNEK HKEINN \PPELSINU SAFI VEXJULEGIR losdrykkik NYMJOLK Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 282.- (öll verrt miðurt virt 12.okt.1977) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235» þacr fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 237.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og Br-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 92.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffín. Verð á lítra kr. 170.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 192.- Fiá Mjólkuidattsiicfiid.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.