Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 Prestafélag Suðurlands: Leggja áherzlu á biskup í Skálholti AÐALFUNDUR Prestafélags Suðurlands var heldinn í Skál- holti dagana 11. og 12. september sfðastliðinn. Félagssvæði Presta- félags Suðurlands nær yfir Vestur-Skaftafells-, Rangárvalla-, Árnev, Revkjavíkur- og Kjalarnesprófastdæmis. Fráfarandi formaður félagsins, sr. Guðmundur Óli Ólafsson í Skálholti, stjórnaði fundinum, sem hófst með guðsþjónustu í Skálholtsdómkirkju, en þar prédikaði sr. Halldór Gunnarsson íHolti. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum var rælt um álit starfsháttanefndar þjóðkirkjunn- ar, en það var lagt fyrir Presta- stefnu íslands á liðnu sumri og vísað þá til frekari kynninga og umræðna í deildum Preslafélags Islands, héraðsfundum og öðrum ENNÞÁ boðar BSRB til svæða- funda úti á landi. Verkefnið er nú að ræða nýja kjarasamninginn, sem ríkisstarfsmenn greiða at- kvæði um 9. og 10. nóv. n.k. — Bæjarstarfsmenn eru að sjálf- sögðu velkomnir á fundina. — Takið með ykkur þetta blað af Ásgarði. — Fundarstaðirnir eru þessi: VESTURLAND: Akranes Fimmtudag 3. nóv. kl. 20.30. Fjölbrautaskólinn. Borgarnes Föstudag 4. nóv. kl. 20.30. Gagnfræðaskólinn. Grundarf jörður Föstudag 4. nóv. kl. 20.30. Grunnskólinn VESTFIRÐIR: Patreksf jörður Mánudagur 7. nóv. kl. 20.30. Barnaskólinn. ísafjörður Þriðjudagur 8. nóv. kl. 20.30. Gagnfræðaskólinn. NORÐURLAND VESTRA: Blönduós Föstudagur4. nóv. kl. 20.30. Blönduósskóli. Sauðárkrókur Föstudagur 4. nóv. kl. 20.30. Sæborg. Siglufjörður Föstudagur 4. nóv. kl. 20.30. Alþýðuhúsið. NORÐURLAND EYSTRA: Dalvfk F’östudagur 4. nóv. kl. 20.30. Daivíkurskóli. Akureyri Fimmtudagur 3. nóv. kl. 20.30. Sjálfstæðishúsið. Húsavík Fimmtudagur 3. nóv. kl. 20.30. Félagsheimiliö. AUSTURLAND: Egilsstaðir Laugardagur 5. nóv. kl. 17. Egilsstaðaskóli. Styrktarsjóð- ur vegna verk- falls BSRB „Eins og homic hefur fram hef- ur verið stofnaður styrktarsjóður vegna verkfalls BSRB.“ segir í fréttatilkynningu frá BSRB. „Nokkurt fjármagn hefur safn- ast í sjóðinn þannig að hægt er að úthluta til þeirra félagsmanna í BSRB sem eiga í verulegum fjár- hagsvandræðum seni stafa af verkfallinu. Umsóknir skulu berast skiif- lega til sjóðstjórnar, skrifstofu BSRB, Laugavegi 172, fyrir 25. nóv. næstkomandi. Umsækjandi tilgreini nafn, heimilisfang, vinnustað, stéttar- félag og launaflokk. Einnig tilgreini hann tekjur maka og stéttarfélag og hversu margir eru á framfæri." fundum kirkjunnar manna. í sambandi við þær umræður var samþykkt eftirfarandi: „Aðal- fundur Prestafélags Suðurlands, haldinn í Skálholti dagana 11. og 12. september 1977, leggur áherzlu á, að vígslubiskupi Skál- holtsbiskupsdæmis verði búið að- setur í Skálholti og fengin umsjón biskupsdæmisins um öll sérmál þess. Fundurinn telur að tillögur þær, sem fram koma í áliti starfs- háttanefndar um skipan biskups- embætta Þjóðkirkjunnar, stefni í rétta ált og lýsir eindregnum stuðningi við þær.“ Þar sem fráfarandi stjórn baðst eindregið undan endurkjöri voru eftirfarandi prestar kosnir í stjórn Prestáfélags Suðurlands: sr. Frank M. Halldórsson, formað- ur, sr. Valgeir Astráðsson, ritari og sr. Birgir Ásgeirsson, gjald- keri. Reyðarfjörður Laugardagur 5. növ. kl. 13. Barnaskólinn. Neskaupstaður Föstudagur4. nóv. kl. 20.30. Sjómannastofan. Höfn, Hornafirði Mánudagur 7. nóv. kl. 20.30. Gagnfræðaskólinn. SUDURLAND: Hvolsvöllur Laugardagur 5. nóv. kl. 14. Félagsheimilið Hvoll. Vestmannaeyjar Mánudagur7. nóv. kl. 20.30. Alþýðuhúsið. Selfoss Laugardagur 5. nóv. kl. 14. Tryggvaskáli. REYKJANES: þriðjudagur 8. nóv. kl. 20.30. RVtK OG NÁGRENNI: Félög rikisstarfsmanna munu sjalf halda fundi fyrir félags- menn sina í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þegar Ásgarðui’ fór i pientun var vitað um þessa fundi: Fimmtudagur 3. nóv.: Póstmannafélag íslands kl. 20. f kaffisal, Pósthúsinu. Starfsmannafélag útvarps og sjónvarps. kl. 20.30 i kaffistofu sjónvarps, Laugavegi 176. Mánudagur 7. nóv.: Félag starfsmanna stjórnarráðs kl. 17 í kaffistofu Arnarhvols. Hjukrunarfélag íslands kl. 20.30 að Hótel Sögu (Lækjar- hvammi) Landssamband franihaldsskóla- kennara á Reykjanesi kl. 20.30 i Skiphóli, Hafnarfirði. Þriðjudagur 8. nóv.: Félag ísl. símamanna kl. 16.30 í matstofu Landssíma- húsi við Austurvöll. STARFSMANNAFÉLAG RÍKIS- STOFNANNA mun efna til kynningafunda á vinnustöðum, sem verða auglýstir síðar. — Þrír bátar Framhald af bls. 32. Þröstur kvað gæzluna hafa komið þeim tilmælum til báta á þessu svæði að stunda ekki veiöar þar í verkfallinu þar sem fiskifræðing- ar gátu ekki fylgzt með þróun mála, en Þröstur kvað Ijóst að ekki hefði verið farið eftir þess- um tilmælum Landhelgisgæzl- unnar. Þegar Árni Friðriksson komst til starfa í verkfallslok fór hann strax á svæðið þarna og lok- aði því aö lokinni rannsókn. Jón Ragnar Þorsteinsson, full- trúi hjá fógeta í Eyjum, rannsak- aði mái Sæí'ara í gær og sagði hann i samtali viö Mbl. að rann- sókn væri að 'mestu lokið og væri næsta stig háð ákvöröun ríkissak- sóknara. Kvað Jón skipstjórann á Sæfara hafa talið að bátinn heföi rekið inn á bannsvæðið eftir að hafa kaslað utan við svæðið. Taldi hann sig ekki vera á veiöum þeg- ai; hann var á svæðinu, en eftir að hafa kastað lentu skipverjar í basli vegna rifrildis á nólinni og mikil sjávarstraums. Hafði Sæfari fengið um 50 tonn í einu kasti. — Saltfiskur Framhald af bls. 32. Þetta á einkum við þýðingar- mestu markaðslöndin, en þar ráðast auðvitað heimsmarkaðs- verðin,“ sagði hann. Þá sagði Valgarð að aðgerðir stjórnvalda hefðu komið miklu verr niður á þurrverkuðum salt- fiski en blautverkuðum, mætti þar nefna háa innborgunarskyldu i Brasiliu, og ef henni væri aflétt, myndi viðhorf manna til þurrkunar á fiski gjörbrevtast. — Fischer Framhald af bls. 1 átroðning og truflun á almanna- friði. Handtökuskipunin var gefin út á föstudag og samkvæml henni er Fischer sakaður um að hafa ruðzl inn I íbúð 37 ára gamallar konu í Suður-Pasadena, Holly Ruiz, sem staðhæft e'r að hann hafi barið. Þetta mun hafa gerzt þegar hún hafði neitað að undirrita yfirlýs- ingu þess efnis að hún hefði tekiö viss samtöl hans upp á segulband án hans vilundar. Því er haldið fram aö hljöðrilanirnar hafi verið uppistaða í tímaritsgreinum þar sem fram komi gagnrýni á men nt ast of n u n i n a A mb assador College og forseta hennar, Garner Ted Armslrong. Fiseher hefur velið áhangandi svokallaðrar Guðskirkju Armstrongs, sem starfar um allan heim, þólt hann hafi ekki verið vígður í söfnuðinn og lagt fram 94.000 dollara til kirkjunnar á undanförnum tíu árum. Þar lil að minnsta kosti fyrir nokkrum vik- um dvaldist Fiseher á heimili eins af prestum kirkjunnar. — Burma Framhald af bls. 1 háttar bardagar dagana 3. til 27. október, þar af 10 í návigi. Þrjátíu og níu hermanna er saknað og 237 særðust. Stjórnarhermenn veita upp- reisnarmönnum eftirför alla leið til aðalstöðva þeirra í Ho Swan á landamærunum samkvæmt til- kynningunni. Átökin hófust þegar 1500 menn úr kommúnistaflokki Burma reyndu að ná yfirráðum yfir hern- aðarlega mikilvægum þjóðvegi samkvæmt tilkynningunni. Óvin- urinn hörfaði skipulagslaust til landamæranna og skildi eftir lik 373 uppreisnarmanna áf 500 sem voru felldir, sagði ennfremur í tilkynningunni. Þetta er fyrsta nákvæma opin- bera tilkynningin um bardagana þótt frá því hafi verið skýrt að háttsettir yfirmenn í hernum hafi heimsótt bardagasvæðin. Rúmlega 600 skæruliðar komm- únista eru sagðir hafa verið felld- ir á fyrstu átta mánuöum ársins í Austur-Burma. Herinn í Burma hefur átt í höggi við kommúnista I rúmlega 30 ár síðan kommúnistar flýðu til skógar og hófu uppreisn 1946. Herinn gerði snarpa árás á þús- undir uppreisnarmanna i mikil- vægum bæ í Norðaustur-Bruma 1971 með stuðningi flugvéla og stórskotaliðs og hrakti þá á flótta eftir blóðuga bardaga sem stóðu i 40 daga. — ILO I’ramhald af bls. 1 yfir alla ganga, að stofnunin gagn- rýndi oft brot á reglum án nægi- lega ítarlegrar rannsóknar og aö hún hefði haft annarleg stjórn- málaafskipti. Hann sagði að með úrsögninni gætu bandarískir embættismenn einbeitt sér meir að störfum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD. Jafnframt sagði Marshall að Bandarikjamenn mundu halda áfram að láta ILO í té upplýsingar úm verkalýðsmál og halda áfram stuðningi við tækniaðstoð stofn- unarinnar þar sem fé til hennar kæmi úr þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna sem Bandarikin verja fé í. Bandaríkin hafa styrkt ILO með 20 milljónum dollara á ári og stofnunin missir þar með fjórðung tekna sinna. 1 Jerúsalem er haft eftir embættismönnum að Israelsmenn íhugi að taka sér ákvörðun Carters til fyrirmyndar og segja sig úr ILO. 1 Moskvu sagði Tass að Carter hefði beygt sig fyrir óskum zion- istaafla og afturhaldssamra verkalýðsleiðtoga með ákvörðun- inni. Svissneska stjórnin harmaði ákvörðunina en kvaðst búast við þvi að henni yrði rift fyrr eða síðar. Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri SÞ. fordæmdi ákvörðunina og kvað hana skref aftur á bak. — Eþíópía Framhald af bls. 1 hafa endurskipulagt lið sitt eftir fall Jijiga og ráðast frá Harar á stöðvar skæruliða í fjöllunum um- hverfis. En skæruliðar segja að vigstaða þeirra sé betri, þótt þeir viðurkenni að þeir hafi enn ekki náð á sitt vald bænum Babile Gap- hyome 35 km frá Harar. Skærulið- ar reyna einnig að ná á sitt vald járnbrautarbænum Dire Dawa. Jama Hassan hélt þvi fram að hermenn frá Kúbu og Suður- Jemen berðust við hlið Eþíópíu- manna í Harar og Dire Dawa og að þeir mönnuðu nýjustu her- gögnin frá Rússum, bæði skrið- dreka og stórskotavopn. Skæru- liðar segja að Kúba og Suður- Jemen hafi sent um 2.000 her- menn til að taka þátt í bardögun- um og að stuðningsmenn þeirra hafi séð til þeirra bæði i Harar og Dire Dawa. Striðið i Ogaden er talið hafa færzt á úrslitastig þar sem staða Eþiópiumanna hafi styrkzt við komu sovézku hergagnanna og tíminn er talinn vinna með Eþíópíumönnum. Leiðtogar skæruliða eru þó vissir um að bæði Harar og Dire Dawa falli áður en langt um liður. — Flugleiðir Framhald af bls. 2 til Færeyja, þangað er flog- ið frá Reykjavíkurflugvelli og um Egilsstaði í báðum leiðum á sunnudögum. Milli Nassau á Bahama og Luxemborgar flýgur þota International Air Bahama þrjár ferðir í viku. Auk þess verða farin all- mörg leiguflug á þessari leið á vetri komanda. — Fyrirfram- greiðsla stöðvuð Framhald af bls. 2 borga vexli, aðrir ekki.“ Morgunblaðið spurði Ölaf Guðmundsson, deildarstjóra i Tryggingastofnuninni, urn fram- kvæmd þessa máls i gær: „Þessu máli hefur verið þannig háttað,“ sagði Ölafur, ,,að ekki hefur verið til lagalég heimild til greiðslu á þessum bótum fyrir- frarn, en hins vegar hefði þessi háttur verið hafður á allt frá upphafi Tryggingastofnunar- innar. Það hefur verið reynt að gera þetta þegar fólk hefur verið illa statt varðandi greiðslur til húsnæðismála og hefur þetta venjulega miðast við þá sem eru að kaupa húsnæði, leigja eða greiða afborganir. Þaö hefur verið liðið að þetla væri gert miðað við að allt sé uppgert um hver áramót þannig að þetta hef- ur getað varað í 10 mánuði mest á ári. Aðallega hefur verið um að ræða tryggingarbætur vegna barnsmeðlaga og þá mest meðlög til einstæðra mæðra. Segja má að þessi fyrirframgreiðsla hafi skipt máli fyrir nokkra tugi ein- staklinga á mánuði.“ — Skammdegið Framhald af bls. 2 1 Árnessýslu hafa orðið fjöl- mörg slys á þessu ári af völdum léttra bifhjóla. Við rannsókn á þessum slysum hefur oft komið í Ijós, að viðkomandi ökumaður hafði ekki ökuréttindi hafði ekki skráð hjólið og þar af leiðandi var ekki um tryggingu að ræða. Látum slíkt ekki viðgangast í framtíðinni, hér er um að ræða veigamikið uppeldisatriði. Virðum gildandi lög og reglur og kennum unglingunum að gera slíkt hið sama. Tökum höndum . saman, vinnum gegn slysum. Við höfum ekki efni á að mannfall af völdum umferðarslysa sé hlutfellslega svipað og hjá stór- þjóð sem á í styrjöld, en nánast þannig mun ástandið hafa verið undanfarna mánuði. Lögreglan mun á næstu dögum hafa úti mikið eftirlit og huga að ökutækjum og öku- mönnum. Það er liður i að sporna við slysum. Lögreglan væntir í þessu sambandi góðrar samvinnu við hinn almenna borgara, því án hans þátttöku verður enginn árangur." ATHUGASEMD 1 þessum umferðarrannna í gær var farið rangt með nafn viðmælanda blaðamanns hjá Samvinnutryggingum, en hann heitir Guðgeir Ágústsson og er beðið velvirðingar á þvi. 1 framhaldi af þvi skal geta þess, að Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri hafði samband við blaðið og kvaðst vilja leið- rétta það sem fram kom i máli Guðgeirs um malbikun Kringlumýrarbrautar. Sagði gatnamálastjóri, að ekki hefði verið sett nýtt slitlag á akbraut- ina s.l. vor heldur einungis hjólfarafylling á s.I. ári sem væri mun minni viðgerð og það slit, sem þarna sæist, væri frá sliti af völdum notkunar nagla- dekkja á s.l. vetri. — Bankamenn Framhald af bls. 3. Landsbankanum gilda ekki lengur um starfsmenn banka i eigu ríkisins. Hlutafélagabankarnir og starfs- menn við þá eru einnig aðilar að greindu samkomulagi. Það gildir og við Reiknistofu bankanna. Sarnband íslenzkra sparisjóða er og aðili að samningum banka- manna með fyrirvara varðandi einstaka sparisjóði. Fyrr á þessu ári sögðu banka- menn upp samningum um launa- kjör miðað við 1. júli s.l. Hafa viðræður um kjarasamninga staðið yfir undanfarna mánuði og lauk þeim með samkomulagi viðræðunefnda, sem undirritað var í dag. Breytingar á launastiga og kjör- um starfsmanna eru í aðalatrið- um eins og í nýgerðum samning- um við starfsmenn bæjarfélaga og ríkisins. Samningarnir eru itarlegir, því að nú er tekið á miklu fleiri atriðum en áður hefur verið gert til samræmis við samninga annars staðar. Gildis- timi hins nýja samnings er frá 1. júlí s.l. til 1. október 1979. 1 sam- tökum bankamanna eru um 1800 félagsmenn nefndra stofnana. Formaður samninganefndar bankanna var Björgvin Vilmundarson, bankastjóri við Landsbankann og fyrir samninga- nefnd Sambands íslenzkra banka- manna Sólon R. Sigurðsson, for- maður sambandsins. Samningur- inn verður nú kynntur fyrir félagsmönnum annars vegar og hins vegar fyrir bankaráðunum. Gert er ráð fyrir, að atkvæða- greiðslur fari fram um miðjan mánuðinn. Samninganefnd bankanna Stjórn Sambands fslenzkra bankamanna Fundir ríkisstarfsmanna um nýjan kjarasamning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.