Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Afríku: Með bumbum og gleðidansi Við ökum eftir holóttum skógar stígnum. Vegfarendur veifa glaðlega til okkar og kalla kveðjur á Yoruba- máli. Þung pálmablöðin slúta yfir stíginn og lykt af rotnandi gróðri. þetta kennimerki hitabeltisins, fyllir vit okkar. Mollan leggst eins og farg yfir líkama minn. Börn með ótrúlega stór vatnsföt á höfði, tifa léttilega milli trjánna án þess að nokkur dropi falli yfir barma. KIRKJUSTAÐUR Það er sunnudagur og við Etuk erum á leið til kirkju í því héraði sem áður var kallað Biafra i SuðurNigeriu Innan tíðar komum við á kirkju- staðinn í stóru rjóðri hefur verið hlaðin steinkirkja. stór og vegleg á mælikvarða þessa umhverfis, þar sem flestir búa í leirkofum með þök klædd pálmablöðum. Frá kirkjunni liggja vegir til allra átta. Við höfum greanilega komið of seint, því að predikun stendur yfir. — Þeir hafa engan sérstakan messutíma hér — útskýrir Etuk, — þegar presturinn er kominn og eitthvað af fólki, byrjar það að syngja og trommuslátturinn berst um. Þá Þá vita menn að mál sé að koma til kirkju.— í BEZTA SKARTI Kirkjan er þéttsetin og það er litskrúðug sjón sem ber byrir augu. Fánalínur eru strengdar þvers og kruss um kirkjuna svo sem skip eru skrýdd með á Fróni á hátíðis- dögum. Auk þess eru stórir vendir af maglitum jurtum. Mest er þó litadýrðin í klæðnaði fólksins, sérílagi kvenfólksins og þar tekur höfuðbúnaðurinn öllu fram. Stór sjöl úr gljáandi gullofnum dúkum eru bundin á lystilegan máta um höfuð kvennanna, oft reyndar tvenn eða þrenn. Endarnir standa stifir út i loftið, svo að helzt minn- ir þetta á páfugla með þanin stél. Tvæ^ dömur setjast fyrir framan mig og byrgja mér náttúrlega alla útsýn. Ég færi mig um set. Fólkið situr þétt á bekkjunum. Annar hver maour situr á bekkjar brún en sessunautur situr svo vel aftur við bakið. Þar sem flestar kvennanna eru ærið fyrirferðar- miklar um sitjandann og hafa þar að auki börn bundin á bak sér görnýtir þetta fyrirkomulag set- plássið! Klerkur er að Ijúka ræðu sinni. Flestir hafa biblíur sínar í höndum og fletta upp þeim ritningarstöð- um sem vitnað til til. Etuk hvíslar að mér, allhreykinn: — Hér eru flestir læsir, kristni- boðið hefur haft skóla hér í meira en hálfa öld.— Það er afar vel hlustað. Mæð- urnar eru sumar að gefa unga- bömum brjóstið en stærri bömin sitja á ganggólfinu og gera sér sitthvað til dundurs. hljóð og stillt. AF HJARTANS LYST Ræðunni lýkur og skyndilega kemst mikil hreyfing á viðstadda. Trommusláttur berst úr einu horni kirkjunnar. Hópur ungs fólks hef- ur söng með hröðum takti, þau ganga inn kirkjuna og stiga eins konar dansspor við sönginn. Sum slá litlar trommur önnur hringla dósum og virðast reyndar hafa tínt það til sem handi var næst og gaf frá sér hljóð. Ein stúlkan slær fingrum á vatnskrukkuna sína. ^ Allur söfnuðurinn tekur undir sönginn af hjartans lyst, fólkið af öftustu bekkjunum gengur inn kirkjugólfið, síðan hinir kirkju- gestirnir, allir klappa i takt við sönginn og taka einhvers konar dansspor, sem reyndar minna á það er íslenzkar matrónur marsera kringum jólatré með stuttum skrefum, gjarnan á ská! Konurnar tvær fyrir framan mig eru klæddar Ijósum treyjum, en hafa sveipað um sig marglitum dúk i pils stað, svo sem þarna er háttur. Önnur þeirra er greinilega ánægð með forsætisráðherrann sinn, þvi að mynd hans er þrykkt á dúkinn sem hún hefur vafið um sig. Ábúðarmikið andlit hans sveiflast þvi um kröftulega i takt við sönginn. Er fólkið kemur fram að altar- inu, leggur það fóm sina þar, flest- ir skildinga nokkra, aðrir kókos- hnetur ananasbúnt eða kjúkling i körfu. Siðan gengur það aftur til sætis sins, stendur þar, syngur, klappar og dillar sér i takt við músíkina á þann þokkafulla hátt sem Afríkumonnum er lagið. Þeg- ar vestrænir menn reyna það sama verður það gjarnan harla gróft. SAMÚÐ Þegar allir hafa lagt fram fórn sina, tekur maður nokkur til máls. Hann seqir frá láti heimilisföður og erfiðleikum fjölskyldu hans þarna i byggðarlaginu og hvetur til samskota. Söngurinn hefst að nýju, menn dansa fram að altari og leggja fram skerf sinn. En nú fara menn ekki til sæta sinna heldur safnast allir kringum altar- ið. Hin syrgjandi fjölskylda kemur i hópinn, allir taka höndum saman og syngja fallegan bænarsöng. Karlrödd syngur með trommu- slætti tvo ritningarstaði um sigur lífs yfir dauða vegna upprisu Jesú Krists. Allur hópurinn syngur þakkarsöng, af látbragði þeirra, og tjáningu allri verður glögglega séð, hver er trú þeirra. HVER KENNIR? Guðsþjónustunni lýkur. Fólk stendur i smáhópum utan við kirkjuna og spjallar. Síðan leggja menn af stað heimleiðis eftir skógarstígunum, kveðjast með björtum brosum og margir raula lagstúfa fyrir munni sér og taka spor á ská. — Lofið Guð i helgidómi hans, lofið hann i hans voldugu festingu — lofið hann með bumbum og gleðidansi — Allt sem andardrátt hefur lofi Drottin — segir í Davíðssálmum. Þau orð eru sannarlega tekin alvarlega þarna inni í frumskóginum í Nigeriu Ég hef orð á því við Etuk að þetta fólk kunni að tilbiðja Guð sinn. Hann brosir og svarar. — Þið kennduð okkur að þekkja hann, kannski getum við kennt ykkur að tilbiðja hann af öllu hjarta.— Það er vist enginn efi á þvi. PETUR PÉTURSSON: ,Vængjum ég berast” vildi „Einliversslaðar í lausii lofli <*r líf mill á liraðri ferð." (Kristján (íuðlaussson skáld oj* formaður Flugleiða í Ijóði sínu: Flu«). Það var mikill kraftur í blaða- fulltrúa Flugleiða er hann rauf hljóðmúrinn í Kastljósi í s.l. viku og hóf að saka nær 10 þúsund félaga í BSRB og viðskiptavini Flugleiða í röðum samtakanna um ofríki og valdbeitingu. Hann sagði að útlendingum hefði verið haldið í gíslingu. Víð, — lesendur blaða og áheyrendur útvarps- frétta höfum fylgst með því milli vonar og ótta, er vopnaðir hryðju- verkamenn hafa haldið farþegum og áhöfnum erlendra flugvéla í nauðung og gíslingu og hótað að sprengja þotur og myrða fjölda fólks. Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni og beðið þess af samhug að slíkum aðgerðum linnti. Islenzk flugfélög hafa átt því láni að fagna, að verða aldrei vettvangur slíkra átaka. Jafn- framt hafa íslenzir flugmenn not- ið þeirrar gæfu, að vera ekki kvaddir til þess af stjórnvöldum landsins, að varpa sprengjum á almenna borgara og híbýli þeirra. Jafna við jörðu aldagamlar menn- ingarborgir. Þyrma hvorki klaustrum né kirkjum, aldingörð- um né landslýð, þá er styrjaldir hafa geisað. Það hefir því miður orðið hlut- skipti margra erlendra starfs- bræðra þeirra að senda sprengjur úr loftí — margfallt öflugri og áhrifameiri en þær sem hryðju- verkamenn nota. Flugmenn þess- ir hafa, þótt djarfir væru, ekki þurft aö horfast í augu við fórnar- lömb sín er sprengjur þeirra hnýttu mönnum helskó. Ég bið Guð og góðar vættir að forða þvi, að flugmenn okkar og farþegar véla þeirra sæti afar- kostum mannræningja og verði gísl í höndum þeirra. Ósmekklegt tal forráðamanna Flugleiða og fulltrúa þeirra fyrirgefst sam- kvæmt hinu fornkveðna: Þeir vita ekki hvað þeir gera. Ber að skilja það svo, að niður- stöóutölur efnahags og afkomu- reikninga Flugleiðamanna, þá er þeir leita aðstoðar ríkisins og skilnings almennings, séu studdar jafn sterkum „rökum“ og fram komu i málflutningi talsmanna félagsins er þeir deildu á verk- fallsvörzlu og afskipti BSRB. Sé svo þá er rík ástæða til varúðar. Starfsfólk Hótel Loftleiða og Hótel Esju er geðfellt og flest lipurt í fyrirgreiðslu og þjón- ustu. Við skulum vona, að hótelin eigi sængurfatnað til skiptanna er gesti ber að garði. Það var farþeg- um engin nauðung, að bæta degi, eða dögum við „stop over“ dvöl sína hér, meðan mál skýrðust. Hvatvíslegt tal gesta vorra um gíslingu og nauðung fellur mark- laust sem hver önnur gífuryrði sem viðhöfð eru um smámuni. Smábóla er ekki bólusótt. Benda má á að Flugleiðir hafa sérstök fargjöld er gera ráð fyrir mismunandi langri dvöl og hlunn- indum ef gist er nokkra daga. Ég varð þess áþreifanlega var á s.l. sumri er frönsk stúlka, ungur stú- dent er notaði sumarleyfi sitt til heimsóknar hingað, varð að sæta miklu óhagstæðari kjörum en pró- Pétur Pétursson fessorinn, kennari hennar. Sá var munur á kjörum þeirra, að stúlk- an keypti far á flugvelli í Luxem- borg og greiddi báðar leiðir. Pró- fessorinn keypti svokallaðan „stop over“ miða, gisting innifal- in og komst að betri kjörum. Þannig þvinga Flugleiðir farþega ef það hentar þeim sjálfum fjár- hagslega. Það sem á skorti af hálfu verk- fallsvarða var að skýra fyrir far- þegum, að samtök okkar beittu nákvæmlega hliðstæðum aðgerð- um og stjórnvöld höfðu gert þá er Loftleiðir sættu hömlum um flug vegna hagsmuna Flugfélags ís- lands. BSRB tók þann rétt sem heimill var lögum samkvæmt, að fresta férðum Flugleiða. Fjöldi undanþága var þó veittur og hömlum létt á mörgum sviðum. Það var meiri fyrirgreiðsla er samtök okkar veittu með því móti en ríkisstjórnin lét af handi við,, Loftleiðir árið 1952 er félagið var hrakið af innlendum vettvangi með valdboði — skv. óskum Flug- félags íslands. Tilkynning frá Loftleiðum h.f. Samgöngumálaráðuneytið hefir með bréfi dags. 29. janúar 1952, tilkynnt oss ákvörðun ráðuneytis- ins um skiptingu sérleyfa á flug- leiðum innanlands. Þar sem skipt- ing þessi er að voru áliti algerlega óviðunandi, hefir stjórn félagsins ákveðið að Loftleiðir h.f. hætti að sinni að starfrækja áætlunarflug á innlendum flugleiðum frá og með 1. febrúar 1952. Nánari greinargerð varðandi þetta mál mun síðar verða birt opinberlega. Stjórn Loftleiða h.f. Leitum í sögu Loftleiða á 10 ára afmæli félagsins: „Félagið hóf rekstur Stinson- sjóflugvélar og áætlunarflug inn- anlands hófst hinn 7. apríl 1944. Félagið færði fljótlega út starf- semi sína og keypti .fleiri flugvél- ar af Catalina, Grumman, Douglas Dakota, Anson, Norseman og Stinson gerð. Áætlunarflug inn- anlands var aukð og flogið reglu- Iega milli Reykjavíkur og 15 kaupstaða úti á landi. Innan- landsfluginu var haldið áfram þar til 1. febrúar 1952, en þá ákvað félagið að hætta þeirri þjónustu vegna afskipta rfkis- valdsins. Allar flugvélarnar, sem notaðar höfðu verið í innanlands- flugi voru þá seldar." Benda má á prentaðan fyrir- vara er flest flugfélög heims hafa á farseðlum sínum, m.a. Flugleið- ir, þ.e. ákvæði ef til verkfalla kæmi. Verkföll eru því ekki ein- göngu tiðkuð I „bananalýðveld- um“ heldur f flestum ríkjum hins menntaða heims. „Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en þaó snerist til góðs,“ sagði Jósef við bræður sína forðum. Flugfélagið hlaut stuðning stjórn- valda í tilraun sinni til þess að koma Loftleiðum á kné og beygja þannig keppinaut og bægja frá samkeppni innanlands. Það varó hinsvegar Loftleiðum til grósku og blessunar. Við í BSRB höfum aldrei haft illt í huga og vonum að góðvild okkar verði Flugleiðum ekki til hnekkis. Við viljum eign- ast sem flest óskabörn. En dekur- börnum sem hrína og heimta ótakmörkuð forréttindi sér til handa, en senda hjúum á lýðveid- isbænum tóninn, þeim ber að kenna borðsiói og setja undir holl- an húsaga. Það ætlum við okkur að gera svo geymt verði í minni. Við ætlum ekki að fita púka á fjósbita. En gagnvegi til vina og jafningja viljum við ganga. Unn- um þeim vel að vera fremstir meðal jafningja. Ifér verð ég að láta staóar num- ið vegna tímans. Setjarar og Morgunblaðsmenn þurfa að fá sitt handrit. Ef ritstjórar Morgun- blaðsins leyfa af góðvild sinni, að málstaður opinberra starfsmanna og viðhorf til Flugleíða verði skýrð frekar, þá er ég tilbúinn með framhaldið. Á meðan raulum við, opinberir starfsmenn sem aðrir, lokaorð Kristjáns Guólaugs- sonar, Loftleiðaskálds og for- manns. Þau er að finna i ljóði hans er fyrr var vitnað til. „Hnliwisslartar í óvissunni <*r alII eins i»k vera b<*r". Undir þessar ljóðlinur hefðu farþegar Flugleiða mátt taka. þá er þeir bióu heimferðar. Frá danssýningunni, sem frá fór í Félagslundi. Ljísm. OskarSæimindssoii Danskennsla á Reydarfirdi Keyðarfirði 31. okt. UNDANFARIN ár hafa verið fengnir danskennarar úr Reykja- vík til þess að kenna dans hér á Reyðarfirði. Sigurður Hákonar- son danskennari hefur kennt hér dans í nokkur ár en nú kom dans- par frá Dansskóla Sigvalda og kenndi hér i 10 daga. Þátttakendur voru 130 og dans- að var i 6 flokkum. Að lokinni danskennslu var sýning fyrir for- eldra. Árangur af kennslunni var mjög góður. — (iéla. Tónleikar á Akranesi Akran<*si 1. nóvember FYRSTU tónleikar Tónlistar- félags Akraness fyrir árið 1977—78 verða haldnir fimmtudaginn 3. nóvember i sal fjölbrautaskóla Akraness. Þar skemmtir sovéska listafólkið Victor Bikasjell, fiðluleikari, Evgenia Seidel, píanóleikari, og Vera Kasanova, þjóðlagasöng- kona. Júlfus. Leiðrétting RANGUR texti birtist undir mynd í grein Þórarins Þórarins- sonar frá Eiðum i blaðinu í gær. Myndin er af Hákoní Bjarnasyni fyiTv. skógræktarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.