Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÖVEMBER 1977 3 Sæmileg sala hjá Ársæli Sigurdssyni ÁRSÆLL Sigurðsson GK seldi 75 lestir af fiski í Cuxhaven í gær fyrir 127.700 rnörk eða tæpar 12 millj.kr. Meðalskiptaverð á kíló var kr. 114. Leiðrétting í ÞINGFRÉTTUM Morgunblaðs- ins i gær um stjórnarfrumvarp að barnalögum var sú meinlega villa, að sagt var að formaður sifjalaga- nefndar, sem samdi frv. hafi verið Arni Snævarr, hrl. en á vitaskuld að vera dr. Armann Snævarr, hæstaréttardómari og fyrrum prófessor. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum pennaglöpum. Kjarasamningar bankamanna undirritaðir: Hliðstæðir BSRB- samningunum NVIR kjarasamningar milli for- svarsmanna bankanna og Sam- bands ísl. bankamanna voru undirritaðir í gærmorgun. Björgvin Vilmundarson banka- stjóri formaður samninganefndar bankanna, sagði í samtali við Mbl. í gær að samkomulag það sem tekizt hefði væri mjög sambæri- legt við þá aðra kjarasamninga sem hér hefðu verið gerðir undanfarið og útgjaldaauki bank- anna vegna þessara samninga hlutfallslega áþekkur og hjá ríkissjóði vegna samkomulagsins við BSRB á dögunum, en Björg- vin vildi á þessu stigi ekki fara nánar út í einstök atriði samn- ingsins þar sem eftir væri að kynna hann bankaráðum og sömuleiðis ætti Samband ísl. bankamanna eftir að bera þá upp á félagsfundi. „Það er ástæða að okkar dómi til að fagna þvi að samningar tók- ust án þess að til milligöngu sátta- semjara og sáttanefndar þyrfti að koma og án verkfalls, tel ég að báðir aðilar geti bærilega unað við þessa samninga," sagði Björgvin Vilmundarson ennfrem- ur. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Sólon R. Sigurðssyni, formanni Sambands isl. banka- manna, til að spyrja hann álits á samningsgerðinni en Morgun- blaðinu barst í gær sameiginleg fréttatilkynning frá samninga- nefnd bankanna og stjórn Sam- bands isl. bankamanna, sem er svohljóðandi: Nýr grundvöllur um kjar- samningsréttindi starfsmanna við banka í eigu ríkisins kom i mai s.l., er gert var samkomulag um kjarasamninga félagsmanna Sam- bands íslenzkra bankamanna, milli sambandsins og ríkisbank- anna, en Alþingi samþykkti frum- varp um slíka samninga i sama mánuði. Var í lögum um þetta efni veittur ‘óskoraður samnings- réttur fyrir bankamenn, jafn- framt því sem fyrri ákvæði frá 1915 um bann við verkfall í Framhald á bls 18. Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar: Vinnuskyldan gæti aukizt en laun hljóm- sveitarmanna of lág „í STUTTU niáli þá er ég þeirrar skoðunar að ekki sé óeðlilegt að það verði hluti af vinnuskyldu hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar að leika í Þjóðleik- húsinu, en mér er ljóst að þessir hljóðfæraleikarar okkar eru allt- of lágt launaðir og að ákvæði 1 frumvarpinu stangast á við samn- inga þeirra, sem þá kann að þurfa að lagfæra með tilliti til þessa,“ sagði Sigurður Björnsson söngv- ari, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar tslands, í samtali við Mbl. þegar borin var undir hann sú óánægja sem komið hefur fram meðal liðsmanna Sin- fónfuhljómsveitar tslands með frumvarp það til laga um Sin- fóníuhljómsveit tslands sem ný- lega var lagt fram á Alþingi. Sigurður rökstuddi m.a. fram- angreint álit sitt, um að ekki væri óeðlilegt að Sinfóníuhljómsveitin léki í Þjóðleikhúsinu án þess að til kæmi aukagreiðsla til hljóð- færaleikaranna, með þvi að benda á að vinnuskylda hljóðfæraleikar- anna hér væri að ýmsu leyti minni en hjá hljóðfæraleikurum i sinfóníuhljómsveitum erlendis, en tók fram að þess væri þá að geta að hljóðfæraleikarar hér væru langtum verr launaðir hlut- fallslega en erlendis. I þessu sambandi benti Sigurð- ur á, að margir af fremstu hljóð- færaleikurum í Sinfóníuhljóm- Framhald á bls. 19. Bach Beetlioven Brahms Sinfóníu- tónleikar: B-þrenningin þýzka ræður ríkjum ÞÝZKA B-þrenningin mikla sem svo er stundum nefnd í tónlistinni, Baoh, Brahms og Beethoven verða í sviðsljósinu á auka- tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskóla- bíói nk. fimmtudag en tón- leikar þessir hefjast að vanda kl. 20.30 og eru þeir hinir 24. í röðinni frá því að starfsár hljómsveitar- innar hófst 1. september sl. í fréttatilkynningu um efnis- skrá þessara tónleika segir m.a. svo: Fyrst á efnisskránni er svíta nr. 3 í D-dúr eftir Bach. Þá er píanó- sónata i C-Dúr op. 1 nr. 1. Þetta fyrirkomulag að leika píanó- sónötu á sinfónfutónleikum er-ný- breytni hér á Íslandi, en tíðkast nokkuð erlendis. Síðasta verkið á efnisskránni er Kórfantasía Beet- hovens. Þetta verk hefur aldrei heyrst hér fyrr á hljómleikapalli, en þó ér þetta ein af perlum Beet- hovens. Verkið er skiifað fyrir píanó, hljómsveit, kór og ein- söngvara og minnir mjög á 9. sinfóníuna. Kórfantasían var frumflutt 22. des., 1808 i Vin, og lék Beethoven sjálfur pianóhlut- verkið. A þessum sömu tónleikum voru einnig frumfluttar sinfóníur hans nr. 5 og 6. Píanóleikarinn próf. Detlef Kraus er fæddur í Hamborg og kom fyrst fram sem konsertnian- isti 16 ára gamall. Meðal kennart hans var hinn frægi píanóleikari Wilhelm Kempff. Árið 1958 lék hann allar sónötur Beethovens i London, og árið 1970 lék hann sömu sónötur i Japan, Bánda rikjunum, Þýskalandi og víðar. Próf. Krans hefur leikið öll pianó- verk Brahms á fjórum kvöldum víðsvegar um heiminn, en hann er einmitt aó koma úr einni slikri ferð núna frá Bandarikjunum og Canada. Aðrir flytjendur á þessum tón- leikum eru Filharmóníukórinn og einsöngvararnir Elísbet Erlings- dóttir, Sigríður E. Magnúsdöttir, Ruth Magnússon, Guðnrundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Sig- urður Björnsson. Stjórnandi er Páll P Pálssnn Mjög óhreinn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefm... Með Ajax þvottaefni veróur mislítí þvotturinn alveg jafn hreinn og suðuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleift aó pvo jafn vel meó öllum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hrpinn og hvitur. Ajax þvottaefni. með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaejní þýóirs gegnumhreinn þvottur meó öllunt þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.